Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 27
ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 ingafélags Íslands í siðanefnd EuroPsy. „EuroPsy snýst um að samhæfa gæðastuðla þannig að sál- fræðingar í Evrópu geti unnið í hvaða Evrópulandi sem er.“ Áhugamálin „Ég er í líkamsrækt, er að lyfta og búin að gera frá því ég var ung- lingur. Margir vina minna vita örugglega ekki að ég er í þessu, en ég æfi grimmt og þegar vel stendur á æfi ég fjórum sinnum í viku. Svo hef ég gaman af fluguveiði og er Ármaður nr. 818. Svo finnst mér gaman að fljúga til útlanda og þvælast um Ísland. Ég sleppti ferð til Borabora í tilefni af hálfhundrað ára afmælinu og fór þess í stað að læra leiðsögumanninn hjá Endur- menntun Háskóla Íslands og er leiðsögumaður í hjáverkum og er með meirapróf. Fór síðast um helgina með 45 manna hóp um suð- urströnd Íslands. Ég er mikill nátt- úruunnandi og hlusta mikið á tón- list, er með fm 104,5 í ræktinni og ljúfan djass þegar ég er uppi í sófa. Fjölskyldan er í fyrirrúmi og hund- urinn Kátur. Ég elska að fara á kaffihús og listasöfn og tók tvo kúrsa í listfræði í HÍ, en ég hef mjög gaman af því að læra. Ég er hrifin af góðum mat og allir sem þekkja mig vita að ég er vitlaus í súkkulaði. Í dag ætla ég á góða æf- ingu og fæ allsherjardekur, ég fer svo í boði barnanna minna á uppá- haldsveitingastaðinn minn. Svo ætla ég upp í sveit um helgina.“ Fjölskylda Börn Ásdísar eru 1) Anna Kol- brún Hannesdóttir, f. 6.9. 1990, nemi í Reykjavík, faðir hennar er Hannes Jóhannsson, f. 5.6. 1964, doktor í hagfræði í Washington, og 2) Óskar Örn Smárason, f. 7.9. 1993, nemi í Reykjavík, faðir hans er fyrrverandi eiginmaður Ásdísar, Smári Magnús Smárason, f. 17.6. 1954, arkitekt, Systkini Ásdísar: Tryggvi Ey- þórsson, f. 27.3. 1952, d. 4.10. 2012, fiskeldisfræðingur í Noregi; Ingi- björg Eyþórsdóttir, f. 30.9. 1955, kennari í Mosfellsbæ; Árni Eyþórs- son, f. 19.8. 1957, húsasmíðameist- ari í Reykjavík; Sigríður Eyþórs- dóttir, f. 23.12. 1960, myndlistar- maður og listmeðferðarfræðingur í Svíþjóð. Foreldrar: Eyþór Fannberg Árnason, f. 16.2. 1930, d. 16.6. 1996, aðalbókari Brunabótafélags Ís- lands og k.h. Ásdís Anna Ásmunds- dóttir, f. 31.7. 1931, fyrrverandi hjúkrunarframkvæmdastjóri geð- deildar Landspítala. Hún er búsett í Reykjavík. Úr frændgarði Ásdísar Eyþórsdóttur Ásdís Eyþórsdóttir Þórður Magnússon bóndi á Rauðnefsstöðum, f. á Efra-Hvoli Filippía Brynjólfsdóttir húsfreyja á Rauðnefsstöðum á Rangárvöllum, frá Bolholti Árni Þórðarson sjómaður og verkamaður í Reykjavík Sigríður Magnúsdóttir húsfreyja í Reykjavík Eyþór Fannberg Árnason aðalbókari Bruna- bótafélags Íslands Magnús Jón Sigurðsson húsmaður í Reykjavík Guðrún Þórðardóttir ráðskona í Rvík, f. í Borgarhr. á Mýrum Jón Ásmundsson pipulagninga- maður Guðrún Guðmundsdóttir vann á Grund Guðfinna Magnea Árnadóttir húsfreyja á Seltjarnarnesi Þóra Árnadóttir húsfreyja í Reykjavík Hjördís Guðmundsdóttir skrifstofumaður í Rvík Lára Árnadóttir húsfreyja í Garðabæ Guðmundur Kristjánsson Lange sjómaður og bifreiðastjóri í Rvík Ingibjörg Ásmundsdóttir húsfreyja á Grettisgötu 58, f. á Krossi í Lundarreykjardal Ásmundur Guðmundsson sjómaður og bifreiðastjóri í Reykjavík Þórdís Gísladóttir saumakona í Reykjavík Ásdís Anna Ásmundsdóttir fv. hjúkrunarframkvæmdastj. geðdeildar Landspítalans Gísli Gíslason bóndi á Hæðarenda og í Rvík, frá Ámundakoti í Fljótshlíð Ásbjörg Þorkelsdóttir húsfreyja á Hæðarenda í Grímsnesi og í Rvík, frá Ásgarði Afmælisbarnið Ásdís Eyþórsdóttir. Jón Margeir Jónsson fæddist 23.nóvember 1916 í Stapakoti íInnri-Njarðvík. Foreldrar hans voru Jón Jónsson útvegsbóndi frá Stapakoti, f. 1871, d. 1944, og k.h. Guðrún Einarsdóttir frá Guðnýjar- bæ í Keflavík, f. 1871, d. 1919. Margeir giftist Ástu Ragnheiði Guðmundsdóttir frá Höfða á Völlum, f. 22.2. 1917, d. 20.10. 1999, hús- freyju. Börn þeirra: Jóna Ingibjörg, Margrét, Ásta Ragnheiður, Margeir, Valur, Haukur, Guðmundur og Arn- þór. Margeir var í umsvifamiklum at- vinnurekstri í Keflavík um langt ára- bil. Hann var aðaleigandi og fram- kvæmdastjóri útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækisins Rastar hf. í Keflavík frá stofnun þess 1945 og tók þátt í rekstri síldarsöltunarstöðva á Austurlandi og á Norðurlandi á síld- arárunum. Hann stofnaði Reið- hjólaverkstæði í Keflavík 1932 og rak það til 1966. Margeir var mikill félagsmála- maður, hann átti sæti í bæjarstjórn Keflavíkur og var formaður Raf- veitunefndar Keflavíkurbæjar um langt árabil, einnig var hann slökkvi- liðsstjóri í Keflavík frá 1940 til 1960. Margeir var mjög virkur í ýmsum félagsmálum atvinnurekenda og þá sérstaklega sjávarútvegsins. Var m.a. um árabil fulltrúi á Fiskiþingi og í stjórn Fiskifélags Íslands, í verð- lagsráði sjávarútvegsins, í stjórn Sölusambands ísl. fiskframleiðenda, stjórn Samlags skreiðarframleið- enda, Landssambands ísl. útvegs- manna, Félags síldarsaltenda, var formaður Útvegsbændafélags Kefla- víkur um árabil og í stjórn Lífeyris- sjóðs Suðurnesja auk margvíslegra annarra trúnaðarstarfa. Hann var einn af stofnendum Málfundafélags- ins Faxa, var í forystu Ungmenna- félags Keflavíkur, vann að bindind- ismálum og var um tíma æðsti- templar stúkunnar. Margeir var sæmdur riddara- krossi Hinnar ísl. fálkaorðu fyrir störf sín. Margeir Jónsson 18.7. 2004. Merkir Íslendingar Margeir Jónsson 90 ára Guðrún Ólöf Sveinjónsd. Hólmfríður Jónsdóttir 85 ára Alda Berg Óskarsdóttir Björgvin H. Gunnarsson Gísli Sigurðsson Þorleifur Guðmundsson 80 ára Björg Skarphéðinsdóttir Jenný Birna Ingólfsdóttir Jens Varnek Nikulásson Úlfar Vilhjálmsson 75 ára Elva Bryndís Steinsdóttir Gunnlaugur Leó Jónsson Valdís Þórðardóttir Þórunn Einarsdóttir Þórunn Ísfeld Þorsteinsd. 70 ára Bjarni Ragnar Haraldsson David Charles Langham Gestur Ingvi Pálsson Hámundur Björnsson Jón Karel Leósson Sigrún Birgit Sigurðardóttir Sylvía Hildur Ágústsdóttir Þórey Jónasdóttir 60 ára Árni Ingason Björgvin Tómasson Hrafnhildur Gyða Hauksd. Laufey Bragadóttir Linda Bryndís Gunnarsd. Ragnhildur Filippusdóttir 50 ára Ásdís Eyþórsdóttir Baldur Gunnarsson Bettina Scholz Erna Arnórsdóttir Friðrik Viðar Sverrisson Gediminas Bistrickas Guðmundur R. Kristjánsson Íris Hallvarðsdóttir Jóhanna Ósk Eiríksdóttir Kai Westphal Níels Sigurður Þorvaldsson Ólöf Sigfríður Sigurðard. Reynir Bergm. Dagvinsson Sigríður Bergsdóttir Sigríður Þorbj. Ragnarsd. Sigurveig Arnardóttir 40 ára Anna Danuta Sochon Árni Þór Ómarsson Ásgeir Ingi Ásgeirsson Baldvin Gunnar Árnason Einar Valur Gunnarsson Eysteinn Óskar Einarsson Halldór Magnússon Ingibjörg Þorvaldsdóttir Ingi Skúlason Irene Mpofu Joanna Monika Lanoszka Jóhann Hólm Kárason Kristinn Már Bjarnason Margrét Guðmundsdóttir María Guðrún Arnardóttir Orri Örn Árnason Ómar Jabali Tadas Beinartas Vanya Dimova Dimova Viggó Matthías Sigurðsson Þóra Valsdóttir Þórhalla Guðmundsd. Beck 30 ára Bryndís Hreiðarsdóttir Brynja Jónsdóttir Kristín Sesselja Róbertsd. María Ösp Ómarsdóttir Quan Dao Dong Rúnar Gissurarson Sandis Lindenbergs Sveinbjörn Ingi Pálsson Zulfah Nagawa Til hamingju með daginn 40 ára Eysteinn er Hafn- firðingur og er tölvunar- fræðingur hjá 365. Maki: Kristrún Nanna Úlf- arsdóttir, f. 1978, félags- liði á Sólvangi. Börn: Íris Ósk, f. 1996, Lilja Dögg, f. 1999, og Sóley Sif, f. 2000. Foreldrar: Einar Þor- grímsson, f. 1949, leigu- bílstjóri, bús. í Sandgerði, og Bryndís Eysteinsdóttir, f. 1951, vinnur í Rafern- inum, bús. í Hafnarfirði. Eysteinn Óskar Einarsson 40 ára Ingibjörg er úr Reykjavík en hefur búið í Kópavogi frá unglings- aldri. Hún er verslunar- eigandi. Börn: Natan Smári, f. 2000, Baltasar Smári, f. 2006, og Þorvaldur Smári, f. 2008. Foreldrar: Þorvaldur Jensson, f. 1956, verk- stjóri á Húsavík, og Unnur Guðrún Baldursdóttir, f. 1958, d. 2014, verslunar- og bankastarfsmaður. Ingibjörg Þorvaldsdóttir 30 ára Rúnar er Sand- gerðingur og vinnur á skrifstofu DHL. Maki: Ástrós Jónsdóttir, f. 1989, BA í félagsráðgjöf og vinnur í Arion banka á Keflavíkurflugvelli Systkini: Elín Björg, f. 1983, Veigar Þór, f. 1986 og Albert, f. 1986. Foreldrar: Gissur Þór Grétarsson, f. 1956, yfir- vélstjóri hjá Skinnfiski, og Salóme Guðmundsdóttir, f. 1959, bús. í Sandgerði. Rúnar Gissurarson Grunnur að góðu lífi 34 ára reynsla í fasteignasölu Þorlákur Ómar Einarsson, löggiltur fasteignasali. Sími 820 2399 thorlakur@stakfell.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.