Morgunblaðið - 23.11.2016, Síða 33

Morgunblaðið - 23.11.2016, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 Jean-Rémi Chareyre kennari og pistlahöf- undur hefur þýtt smásög- una A Christmas Carol eða Jólaævintýri eftir Charles Dickens yfir á ís- lensku og hyggst bjóða upp á tvímála útgáfu af verkinu. „Slík útgáfa felst í því, að á vinstri blaðsíð- um bókarinnar er textinn á frummálinu, í þessu til- viki ensku, en á hægri blaðsíðum hefur sami texti verið þýddur á ís- lensku. Með slíku fyr- irkomulagi er orðabókin nánast óþörf,“ segir í til- kynningu frá þýðanda. Til þess að fjármagna prentun á bókinni hefur Jean-Rémi Chareyre haf- ið söfnun á vefsíðunni karolinafund.com. Söfn- unin er jafnframt forsala á bókinni. „Smáskáldsagan A Christmas Carol eftir Charles Dickens (1812- 1870) var fyrst gefin út 19. desem- ber 1843. Hún naut frá upphafi gríðarlegra vinsælda og er nú löngu orðin sígilt verk í breskum bókmenntum. Sagan sem þar er rakin er svo sannarlega tímalaus. Sú saga hefur verið endurvakin við mýmörg tækifæri, þar á meðal af Walt Disney sem byggði ógleym- anlega persónu sína Jóakim frænda á aðalpersónunni úr sögu Dickens, Ebenezer Scrooge. Sem nýlegt dæmi má svo nefna vel heppnaða kvikmynd frá árinu 2009 byggða á sömu sögu með stórleikaranum Jim Carrey í aðalhlutverki.“ Vinsæll Rithöfundurinn Charles Dickens skrifaði Jólaævintýri á fyrri hluta 19. aldar. AFP Jólaævintýri í tvímála útgáfu Gabriel Iglesias verður með uppi- stand í Valshöll sunnudaginn 11. júní 2017. Al- menn miðasala hefst í fyrramálið kl. 10 á vefnum tix.is, en póst- listaforsala Senu Live hefst í dag kl. 10. Sýningin er hlut af heims- túrnum Fluffy Mania Tour sem sam- anstendur af 57 sýningum víða um heim. „Með hlutverkum í Family Guy, Magic Mike, The Nut Job og hinni væntanlegu grínmynd Blazing Samurai, hefur [Iglesias] sannað sig sem sannkallaður þungavigt- armaður í skemmtanabransanum.“ Uppistand Iglesias Gabriel Iglesias Tónlistarmaðurinn Elton John hefur ekki bara safnað dægurlaga- smellum, sem hafa fært honum gríð- arleg auðævi, heldur hefur hann á undanförnum aldarfjórðungi komið sér upp einstæðu safni af mik- ilvægum ljósmyndaverkum, og hef- ur ekkert til sparað við kaupin. Alls munu John og eiginmaður hans, David Furnish, eiga um 8.000 verð- mæt verk, þar á meðal fjölda lyk- ilverka ljósmyndasögunnar, og þekja þau veggi heimila þeirra í Bandaríkjunum og Evrópu. Í Tate Modern-safninu í Lund- únum hefur verið opnuð sýning með úrvali safneignarinnar með áherslu á móderníska ljósmyndun tímabils- ins 1920 til 50. The Radical Eye: Modernist Photography from the Sir Elton John Collection er heiti sýningarinnar og á henni 191 verk. Módernisminn hátindur Sérfræðingar segja ljósmynda- safnið sem John og Furnish hafa komið sér upp eitt hið mikilvægasta sem til er í einkaeigu í dag. Elstu verkin í safneigninni eru frá um 1910, John hefur því látið ljós- myndalist 19. aldar eiga sig en ein- beitt sér að tímabilinu eftir að ljós- myndarar tóku að stækka ljósmyndir upp en ekki gera bara snertiprent eins og áður tíðkaðist. Elton John féll fyrir ljósmynda- miðlinum eftir að hann hafði lokið áfengismeðferð árið 1991; þá keypti hann fyrstu verkin, hann segist að- eins kaupa það sem hann dáist að, og síðan hafi hann ekki hrifist jafn mik- ið af neinu og ljósmyndun. John hefur safnað allrahanda lyk- ilverkum frá liðinni öld, hefur oft greitt fyrir þau metfé, og í samtali við The Guardian segir hann að í raun væri hægt að setja saman margar ólíkar safnasýningar úr safneigninni. En um tímabil mód- ernismans, sem nú varð fyrir valinu, segist hann telja það sköpunarlegan hátind ljósmyndalistarinnar. „Þá voru listamenn eins og Man Ray og Moholy-Nagy sífellt að víkka formið út,“ segir hann. „Og nýverið valdi ég eina ljósmynda [André] Kertész, Underwater Swimmer, sem mik- ilvægustu ljósmynd tuttugustu aldar því hún hafði svo gríðarlega áhrif á aðra listsköpun, frá Hockney til Max Dupain til [Roberts] Mapplethorpe. Eins og svo mörg önnur frumprent sem ég á er hún mjög lítil, 32 x 45mm, og gríðarlega falleg.“ Auk verka eftir þá ljósmyndara sem hann nefnir gefur á sýningunni einnig að líta myndir eftir meistara tímabilsins á borð við Edward Steic- hen, Paul Strand, Werner Mantz, Josef Breitenbach, Irving Penn og Dorothea Lange. Ólíkt því sem gestir á listasöfn með eldri ljósmyndaverkum eiga að venjast, þar sem verkunum er venjulega stillt fram í einföldum við- arrömmum, oftast dökkum eða hvít- um, þá láta John og Furnish inn- rammara þeirra í Atlanta í Banda- ríkjunum ganga frá verkunum í áberandi ramma, oftast silfraða eða gyllta og gefur það safneigninni per- sónulegan svip. Sérfræðingar segja smekk Eltons John fágaðan en hann leggur mikið upp úr því að eignast allra fallegasta prentið sem til er á markaðinum af þeim myndum sem hann ásælist, og greiðir oft tugi milljóna króna fyrir rétta prentið. Innsýn í einstakt ljós- myndasafn Eltons John AFP Gæði Í Tate Modern geta gestir skoðað 191 verk úr hinu víðfeðma ljósmyndasafni Eltons John, með áherslu á módernismann á árabilinu 1920 til 1950. Tónlistarmaðurinn mun eiga um 8.000 mikilvæg ljósmyndaverk. Meistaraverk Hin fræga mynd Do- rothea Lange, Migrant Mother, séð á skjá kvikmyndatökumanns. Perlur Gestur virðir fyrir sér tvö af frægustu ljósmyndaverkum Mans Ray, Noire et Blanche og Glass Tears á sýningunni í Tate Modern. Þegar Elton John keypti það síðarnefnda varð það dýrasta ljósmynd sögunnar. LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar FANTASTIC BEASTS 3D 6, 9 FLÖSKUSKEYTI FRÁ P 8, 10.25 HACKSAW RIDGE 8, 10.45 TRÖLL 2D ÍSL.TAL 6 BRIDGET JONES’S BABY 5.30 Miðasala og nánari upplýsingar Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 800 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu ◆ KASSAR ◆ ÖSKJUR ◆ ARKIR ◆ POKAR ◆ FILMUR ◆ VETLINGAR ◆ HANSKAR ◆ SKÓR ◆ STÍGVÉL ◆ HNÍFAR ◆ BRÝNI ◆ BAKKAR ◆ EINNOTA VÖRUR ◆ HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.