Morgunblaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2016 SMÁLÚÐUFLÖK STÓRLÚÐUSTEIKUR Sogavegi 3 - Höfðabakka 1 - Sími 555 2800 1.990 kr.kg Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. „Það vita allir að það er ýmislegt í gangi. Bæði formenn og aðrir eru að hittast og svo tökum við stöðuna og sjáum hvernig hún er,“ sagði Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, í gær. Þingflokkur Viðreisnar fundaði með skömmum fyrirvara síðdegis á sunnudag um þá stöðu sem nú er uppi í stjórnarmyndunarviðræðum. Formenn Sjálfstæðisflokks, Við- reisnar og Bjartrar framtíðar rædd- ust óformlega við um stjórnarmynd- un í fyrradag og lágu undir feldi í gær. Auknar líkur eru taldar á að flokkarnir þrír hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður að nýju en formenn flokkanna vörðust allra frétta í gær. Fréttir af málamiðlunartillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi með formönnum Viðreisnar og Bjartar framtíðar eiga ekki við rök að styðj- ast, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Pawel sagði stöðuna við- kvæma og hann gæti ekki rætt það sem fram færi á þingflokksfundi Viðreisnar að svo stöddu. Hafi vit á að grandskoða málið Enginn þingflokksfundur var boðaður hjá þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins í gær í kjölfar óformlegra viðræðna flokkanna þriggja um helgina. Þetta staðfesti Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, en hann átti ekki von á fundum fyrr en í dag. „Ég vona að menn hafi vit á því að grandskoða þetta áður en þeir fara í einhverjar fleiri æfingar.“ laufey@mbl.is Staða viðræðna viðkvæm  Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar ræddust við um helgina  Engin málamiðlunartillaga frá Bjarna  Sjálfstæðismenn funda í dag Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þingfundir Alþingi verður kallað saman einhvern næstu daga. Alls sjö íslensk verk verða kynnt á norræna danstvíær- ingnum Ice Hot sem hefst í Kaupmannahöfn á miðviku- dag. Þetta er stærsta danshátíð Norðurlanda, sem sam- tök frá öllum löndunum standa að. Tvíæringurinn hefur verið haldinn frá árinu 2010, fyrst í Stokkhólmi, svo í Helsinki 2012 og Ósló 2014. Nú er komið að Kaup- mannahöfn og svo verður hátíðin á Íslandi 2018. Ice Hot-hátíðin dregur að sér fagfólk alls staðar að úr heiminum og þykir sýna það besta og framsæknasta í norrænum dansi hverju sinni. Fimm manna dómnefnd velur verkin, en þau íslensku hafa aldrei verið fleiri. „Um þessar mundir er mikil gróska í íslenskri dans- menningu. Hún er í raun komin á stall með því besta sem gerist. Norrænn dans hefur líka vakið mikla at- hygli á undanförnum árum. Það líður vart sú vika að ekki sé verið að sýna norræn dansverk í helstu borgum heims,“ segir Ásta Richardsdóttir, fulltrúi Íslands í Ice Hot. Meðal verka á hátíðinni eru Black Marrow sem Ís- lenski dansflokkurinn sýnir og Elskhuginn eftir Báru Sigfúsdóttur. Þá sýna Rósa Ómarsdóttir og Inga Huld Hákonardóttir Dalinn sem kynningarverk. sbs@mbl.is Aldrei fleiri íslensk verk Dans Rósa Ómarsdóttir og Inga Huld Hákonardóttir með ögrandi verk sitt, The Valley – það er Dalurinn.  Ice Hot að hefjast í Kaup- mannahöfn  Sjö íslensk verk  Norrænt í helstu heimsborgum Píratar sam- þykktu í gær í hraðkosningu í kosningakerfi sínu breytingu varðandi þing- setu ráðherra. Reglan um að þingmenn séu ekki ráðherrar er nú aðeins bundin við þeirra eigin þingmenn. Hraðkosningin stóð yfir í einn sólarhring. Alls greiddu 244 at- kvæði og þar af sögðu 216 já eða 88,52% og 28 nei. Kosningaþátt- takan þykir góð miðað við að aðeins 86 tóku þátt í kosningu um útfærslu á samþykkt nýrrar stjórnarskrár. Píratar vildu áður ekki eiga aðild að ríkisstjórn þar sem ráðherrar sætu jafnframt sem þingmenn. Nú útilokar flokkurinn hins vegar ekki aðild að ríkisstjórn þar sem ráð- herrar annarra flokka eru jafnframt þingmenn en nýsamþykkt breyting á stefnunni kveður á um að ráð- herrar Pírata skuli einungis sitja á Alþingi samkvæmt embættisstöðu sinni sem ráðherrar en ekki þing- menn. Stefnubreytingin á rætur sín- ar að rekja til fimm flokka stjórn- armyndunarviðræðna sem fóru fram á dögunum en álitamál var hvort krafa Pírata tæki einnig til sam- starfsflokka þeirra. „Það eru kannski óbilgjarnar kröfur á aðra flokka,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Bannið nú bundið við Pírata Já Píratar hlynntir breyttri stefnu.  Flokkurinn breytti fyrri samþykkt Mjög meinlausu veðri er spáð alla vikuna að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Suðvestanátt verður yfir landinu í dag og má bú- ast við einhverjum snjóéljum seinni- partinn sunnan- og vestanlands en þurru veðri fyrir norðan og austan. Á morgun, þriðjudag, fer hitinn aft- ur upp á við og suðlægar áttir verða ríkjandi á öllu landinu. Vindhraðinn fer líklegast ekki yfir 10 metra á sekúndu alla vikuna. Þessum suð- lægu áttum fylgir einhver úrkoma, rigning eða slydda á öllu landinu. Seinnipart vikunnar verða áfram ró- legar suðlægar áttir og litla úrkomu er að sjá í kortunum. Rólegt veður alla vikuna Fjölmenni var á Austurvelli á laugardag þegar ljós Óslóarjólatrésins voru tendruð. Þetta er í 64. sinn sem íbúar norsku höfuðborgarinnar færa Reykvíkingum þessa gjöf og tréð var að þessu sinni íslenskt, fengið úr norska lundinum í Heið- mörk. Dagskráin á Austurvelli var fjölbreytt, svo sem tónlist og jólasveinasprell. Mátti víða sjá blik í augum barna á þessari stund sem markar upphaf jólundirbúnings hjá mörgum. Blik í augum barnanna á Austurvelli Morgunblaðið/Eggert Ljósin á Óslóarjólatrénu í Reykjavík tendruð í 64. sinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.