Morgunblaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2016 Vesturhrauni 3, 210 Garðabæ | Sími 480 0000 | sala@aflvelar.is | aflvelar.is MOKA – SKAFA – SANDA Við höfum græjuna fyrir þig Fjölplógar, salt- og sanddreifarar frá OPIÐ mánudaga til föstudags 8:00-17:00 Hafið samband í síma 480 0000 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Í söngnum þarf að fylla textann og orðin lífi og tilfinningu og skapa gott jafnvægi milli djúpra tóna og hárra. Galdurinn á bak við að stilla saman raddir 200 stúlkna og kvenna svo úr verði einn hljómur og rödd er þol- inmæðin númer eitt og svo enda- laus hrifning mín á kvenrödd- inni. Ólíkar raddir og breiður aldur þriggja kynslóða kvenna gefa samsöngnum makalausa liti og dýpt,“ segir Margrét Jóhanna Pálmadóttir. Hún er stjórnandi sönghússins Domus vox og kór- arnir fjórir sem undir þeim hatti starfa halda sína árlegu jóla- tónleika í Hallgrímskirkju mið- vikudaginn 14. desember. Ólíkar raddir innbyrðis Yfirskrift væntanlegra tón- leika þar sem fram koma Stúlknakór Reykjavíkur, Aurora, Cantabile og Vox feminae er Ein stjarna hljóð á himni skín. Alls eru um 200 konur á öllum aldri í þessum kórum, sem héldu sam- eiginlega æfingu nú um helgina. Margrét lýsir söngnum á þann veg að raddsvið kvennanna spanni tæpar fjórar áttundir og miklir möguleikar séu til túlk- unar og tónsköpunar góðra kór- verka. „Konur hafa líka mjög ólíkar raddir innbyrðis, litrófið er allt frá fínlegum skærum raddblæ til þykkra djúpra radda,“ segir Margrét. „Kven- raddir skapa alveg einstakt hljóðfæri er þær syngja fjölrödd- uð verk og eru allt öðruvísi en blandaðir- eða karlakórar.“ Aldursbil söngkvennanna í kórunum fjórum, sem hafa æft stíft að undanförnu, er breitt, eða um 75 ár. Í Stúlknakór Reykjavíkur eru stúlkur fjögurra til 18 ára. Í dömukórnum Aurora er engin dama yfir 25 ára ennþá og stjórnandinn aðeins 27 ára. Í Cantabile og Vox feminae eru svo konur á besta aldri, ef svo má segja. Þá vekur Margrét at- hygli á því að margar kvennanna í kórunum, ungar sem eldri, séu tengdar innbyrðis. Þarna eru systur, mæðgur, frænkur og svo framvegis og jafnvel þrír ætt- liðir. Ein konan fái aðra með sér. „Söngur er smitandi gleði og við verðum að muna einstöku nautn raddarinnar í söng og órafmagnaða tónlistarupplifun. Flestir tónleikar eru kýldir í botn með miklum hávaða, sem er auð- vitað stuð en ekki alltaf þrosk- andi fyrir tóneyrað. Tölvur og símar eru mjög ráðandi í tón- flutningi í dag en geta bjagað til- finningu fólks fyrir tónlist að mínu viti ef aldrei er hlustað á eitthvað lifandi og órafmagnað sem er hollt í bland við alla víra eða þráðlausa vefmiðlun á tón- list. Því er æðislegt að opna önd- unina og láta vaða í söng,“ segir Margrét. Skapar auðuga upplifun Starfið hjá kórum Domus Vox á þessu ári hefur verið mjög öflugt, svo sem söngferðalög, skemmtilegar æfingar og fjöl- sóttir tónleikar. Þetta helst líka í hendur við eflt og sífellt fjöl- breyttara tónlistarlíf landans. „Ég stofnaði Kvennakór Reykjavíkur úr fyrsta kvenkór- skóla borgarinnar árið 1993. Þá kom söngþráin heldur betur í ljós og mörg hundruð konur komu til okkar strax á fyrstu árunum. Við stóðum fyrir fjölda söngskemmt- ana og fylltum Hallgrímskirkju á aðventu og ég hef gert það með mínum kórum síðan. Mér finnst líka alveg frábært að vera í Hall- grímskirkju, því í fáum tónleika- húsum ómar acapella-söngur jafn fallega,“ segir Margét og undir- strikar þá kunnu speki að án tón- listar sé ekkert líf. „Tónlist er augnablikið og listin ofin úr þráðum ósýnileik- ans eins og eilífðin. Kórsöng- urinn fæðir og skapar auðuga upplifun og mjög sterka tilfinn- ingu fyrir innihaldsríkum augna- blikum. Það er alveg mögnuð til- finning.“ Margrét Pálmadóttir stjórnar jólatónleikum kóra Domus Vox Morgunblaðið/Sigurður Bogi Tónlist Æðislegt að opna öndunina og láta vaða,“ segir Margrét, hér á æfingu sem var um helgina. Kvenraddir skapa al- veg einstakt hljóðfæri Bergþóra Jónsdóttir bj@mbl.is Reykur og ólykt frá nýju kísilveri United Silicon í Helguvík hefur vald- ið miklu uppnámi í Reykjanesbæ undanfarna daga. Heilsugæslunni í bænum og bæjaryfirvöldum hafa borist fjölmargar kvartanir vegna málsins sem ýmsir telja heilsufars- lega ógn. Kjartan Már Kjartansson, bæjar- stjóri Reykjanesbæjar, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að hann myndi heyra í forstjóra kísilversins í dag til þess að fylgjast með stöðu og gangi mála þar. Svo væri það næsta verk að bæjarráð Reykjanessbæjar fundaði með Umhverfisstofnun næst- komandi fimmtudag. Spurður um mengun í lofti yfir Reykjanesbæ í gær, sunnudag, sagði Kjartan vindáttina hagstæða þannig að reykurinn blési ekki yfir bæinn og bæjarbúar fyndu því lítið fyrir reykn- um. Hann sagðist aftur á móti hafa séð á fésbókarsíðu bæjarins að fólk væri að birta myndir af reykjarmekk- inum sem kæmi frá verksmiðjunni, sem virtist vera ansi mikill. Ekki þurfi annað en að vindáttin breytist örlítið og þá leggi reykinn yfir bæinn. Dagný Alda Steinsdóttir, sem er félagi í Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands og býr í Reykja- nesbæ, sagði í samtali við mbl.is að íbúar hefðu nú fundið fyrir óþægind- um frá verksmiðjunni í hálfan mán- uð. „Og alltaf eru þeir bara í ein- hverjum startholum,“ segir hún um skýringar forráðamanna fyrirtækis- ins. Hún kveður marga íbúa hafa fundið fyrir langvarandi höfuðverk og svo blasi reykmengunin frá verk- smiðjunni við. Eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni og var tekin í gær er útblásturinn frá kísil- verinu mjög áberandi. Munu funda í vikunni um mengunina  Íbúar Reykjanesbæjar mjög áhyggjufullir vegna ólyktar og reyks frá kísilveri United Silicon Ljósmynd/Sigursteinn Gunnar Mengun Íbúar hafa áhyggjur af reyknum sem kemur frá verksmiðjunni. Jafnaðarmenn og Sjálfstæðisflokk- urinn í bæjarstjórn Fjallabyggðar hafa ákveðið að mynda meirihluta í bæjarstjórninni í kjölfar þess að meirihlutasamstarf Fjallabyggð- arlistans og S-lista jafnaðarmanna leystist upp fyrir helgi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu jafnaðarmanna í Fjallabyggð sem þeir sendu frá sér í gærdag. Fyrir liggur málefnasamn- ingur sem bíður samþykktar flokk- anna á næstu dögum. Þá harma jafnaðarmenn að meiri- hlutasamstarf þeirra við Fjalla- byggðarlistann hafi slitnað í kjölfar trúnaðarbrests á milli oddvita Fjallabyggðarlistans, Kristins Kristjánssonar, og annarra bæjar- fulltrúa meirihlutans. „Jafnaðarmenn harma að til þessa hafi mátt koma en þakka því góða fólki sem stendur að Fjallabyggð- arlistanum fyrir gott og árangurs- ríkt samstarf,“ segir í yfirlýsingunni. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sagðist ekki vilja tjá sig um stöðuna í bæjarstjórn, þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær, enda væri hann aðeins ráðinn embættismaður. Sagðist hann myndu mæta í vinnuna í dag eins og áður. Um 2.037 íbúar á svæðinu Fjallabyggðarlistinn var stofn- aður árið 2014 og náði í kjölfarið tveimur mönnum inn í bæjarstjórn. Það gerðu jafnaðarmenn líka og mynduðu flokkarnir tveir meiri- hlutasamstarf. Sjálfstæðisflokk- urinn náði einnig tveimur mönnum inn og Framsóknarflokkurinn ein- um. Fjallabyggð er sveitarfélag nyrst á Tröllaskaga og var myndað við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar árið 2006. Hagstofan áætlaði í upphafi árs að um 2.037 íbúar væru í sveitarfé- laginu. laufey@mbl.is Nýr meirihluti í Fjallabyggð  Málefnasamningur bíður samþykkis Slit Trúnaðarbrestur varð milli odd- vita F-lista og annarra bæjarfulltrúa. Breyting í bæjarstjórn » Jafnaðarmenn og Sjálf- stæðisflokkur hyggjast mynda meirihluta í bæjarstjórn Fjalla- byggðar. » Málefnasamningur er tilbú- inn og bíður samþykktar flokk- anna á næstu dögum. » Jafnaðarmenn harma slit meirihlutans með F-listanum sem urðu vegna trúnaðar- brests oddvita F-lista og ann- arra fulltrúa meirihlutans.  Margrét Jóna Pálmadóttir er fædd árið 1956. Hún hóf ung tónlistarnám og lærði söng bæði hér heima og í Austurríki.  Stofnandi Kvennakórs Reykjavíkur og setti sönghúsið Domus Vox á fót árið 2000. Hefur starf þess eflst og dafn- að í tímans rás. Hver er hún?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.