Morgunblaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 31
Síðan lá leiðin til Reykjavíkur þar sem hún tók stúdentspróf frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti af íþróttabraut 1988. Í framhaldinu kláraði hún BA- próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1999 en hélt svo áfram á hreyfibraut- inni og lauk BS-prófi í íþróttum og dansi frá Kaupmannahafnarháskóla 1997 og síðan BA-Honours í dansi frá Deakin University í Melbourne) 1998. Sesselja kenndi almenna sögu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja veturinn 1998-1999 en hefur frá hausti 2000 kennt listdanssögu, fyrst níu ár við Listdansskóla Íslands en síðan hjá Danslistarskóla JSB frá 2009. Á ár- unum 2011-2014 vann hún einnig við Listaháskóla Íslands við verkefna- stjórn, leiðbeiningu ritgerða og stundakennslu við nútímadansdeild- ina. Sesselja hefur verið tengd inn í ReykjavíkurAkademíuna frá upphafi þessarar aldar. Hún byrjaði með að- stöðu sem sjálfstætt starfandi fræði- maður en vann síðan sem verkefna- stjóri við RannsóknaSmiðju RA. Haustið 2014 tók hún tímabundið við starfi framkvæmdastjóra Reykjavík- urAkademíunnar og er störfum henn- ar þar nýlokið. Ekki hefur verið mikið skrifað um dans á Íslandi og má segja að Sesselja hafi verið ákveðinn frumkvöðull í því. Árin 2000-2003 var hún dansgagnrýn- andi hjá DV, 2010-2015 hjá Frétta- blaðinu en hefur síðasta ár skrifað í Hugrás, veftímarit Hugvísindastofn- unar. Að auki hefur hún skrifað grein- ar fyrir Tímarit Máls og menningar og Spássíuna. Enn fremur hefur Sesselja kennt dans við Grunnskóla Hafnarfjarðar, Vesturbæjarskóla og frístundaheim- ilið Skýjaborgir. Sesselja hefur sinnt ýmsum félags- störfum, þó aðallega tengdum dansi. Hún hefur setið í stjórn Íslenska dans- fræðafélagsins til margra ára og frá 2014 verið formaður þess og er annar fulltrúi Íslands í stjórn NOFOD, Nor- dic Forum for Dance Research. Að auki er hún í ritnefnd Nordic Journal of Dance. Á námsárunum var hún for- maður leiklistarklúbbsins Ari- stofanesar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 1988-1989, var annar rit- stjóra tímaritsins Sagnir 1992-1993 og sat í stjórn ReykjavíkurAkademíunn- ar í nokkur ár. „Auk dansins hefur útivist alltaf verið ein af mínum uppáhaldsiðjum. Ég er síðan að uppgötva unaðinn af lestri góðra bóka. Ég var aldrei lestr- arhestur, mátti ekki vera að því, of mikil hreyfing og snúningar á mér til að geta setið kyrr. Nú þegar vinnunni hjá Reykjavík- urAkademíunni er að ljúka geri ég ráð fyrir að fara í að þróa áfram þá bolta sem hafa myndast í kringum dansinn bæði við skrif og kennslu.“ Í tilefni af afmælinu ætlar Sesselja út að borða með fjölskyldunni og svo verður haldið til Madrídar um áramót- in. Fjölskylda Eiginmaður Sesselju er Ólafur Rastrick, 26.10. 1969, lektor í þjóð- fræði við Háskóla Íslands. Foreldrar: Steve Rastrick, f, 23.3. 1941, kerf- isfræðingur í Melbourne, og k.h. Sig- ríður Jónína Ólafsdóttir, f. 3.8. 1943, húsfreyja í Melbourne. Börn: Kolbeinn Rastrick, f. 3.8. 1999, og Marteinn Rastrick, f. 15.10. 2003. Systkini: Bjargey, f. 25.11. 1958, skrifstofukona; Halldór, f. 8.12. 1960, bifreiðarstjóri; Guðbrandur, f. 1.5. 1962, bóndi og tamningamaður; Lilja, f. 30.8. 1963, kennari og sjálfstætt starfandi fræðimaður, og Magnhildur, f. 8.11. 1971, bókasafnsfræðingur. Foreldrar: Magnús Halldórsson, f. 6.11. 1933, bifreiðarstjóri og bóndi á Hraunsnefi í Norðurárdal, og k.h. Svanhildur Guðbrandsdóttir, f. 22.11. 1934, húsfreyja og bóndi á Hrauns- nefi. Úr frændgarði Sesselju G. Magnúsdóttur Sesselja Guðmunda Magnúsdóttir Kristín Þórðardóttir húsfreyja á Syðstu-Görðum Guðmundur Jóhannesson bóndi á Syðstu-Görðum, Kolbeinsstaðahr. Bjargey Guðmundsdóttir húsfreyja í Tröð Guðbrandur Magnússon bóndi í Tröð, Kolbeins- staðahr., Hnapp. Svanhildur Guðbrandsdóttir húsfreyja og bóndi á Hrauns- nefi í Norðurárdal, Mýr. Sigríður Herdís Hallsdóttir húsfreyja í Hallkelsstaðahlíð Magnús Magnússon bóndi í Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal Guðmundur Guðbrandsson fv. tónlistarkennari og skólastjóri í Vogaskóla Auður Guðbrandsdóttir forstjóri þvottahússins Hveralíns í Hveragerði María Ingólfsdóttir húsfreyja í Borgarnesi Gunnlaugur Guðmundsson bassaleikari í Hollandi Anna Kristín Sigurðardóttir dósent í menntunar- fræðum við HÍ María Eyþórsdóttir vinnukona í Hjörsey Kristján Þorleifsson bifreiðarstjóri í Reykjavík Lilja Guðrún Kristjánsdóttir húsfreyja á Hrafnkelsstöðum, Hraunhr., Mýr. Halldór Magnússon skipstjóri í Hafnarfirði Magnús Halldórsson bifreiðarstjóri og bóndi á Hraunsnefi. Fósturforeldrar: Sesselja Þorvaldsdóttir og Guðmundur Árnason Guðbjörg Þorkelsdóttir húsfreyja í Hjörtskoti Magnús Benjamínson bóndi í Hjörtskoti á Hvaleyri við Hafnarfjörð ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2016 95 ára Ásta Hermannsdóttir Jósef Sigfússon Sigríður Sólmundsdóttir 90 ára Anna Ingvarsdóttir Ingibjörg Elíasdóttir Ragnar Sigurðsson 85 ára Anna Þorsteinsdóttir Bergþóra S. Ottesen Sieglinde Björnsson Sigríður Lára Árnadóttir 80 ára Elsa Friðdís Kristjánsdóttir Jóhanna Norðfjörð Ruth Ragnarsdóttir Sigurður Steindór Björnss. 75 ára Anna M. Björnsdóttir Ágústa Ragnh. Benediktsd. Hildur Guðbrandsdóttir Þórhallur A. Guðmundsson 70 ára Finnbjörg Jensen Kristín Alfreðsdóttir Ólafur Kristinn Ólafsson Tadeusz Zdzislaw Terlecki 60 ára Gunnar Hörður Sæmundsson Hilmar Sverrisson Jóna Gunnhildur Ragnarsdóttir Jón Bergþór Hrafnsson Ólafur B. Kristjánsson Þorleifur Jónsson 50 ára Ágúst Harðarson Benedikt Örn Valsson Drífa Sigurðardóttir Elín Kristbjörg Guðbrandsdóttir Ester Júlía Olgeirsdóttir Guðbjörg Harpa Halldórsdóttir Guðmundur Árni Kristinsson Guðrún Vala Elísdóttir Josephine Guia Pettypiece Jón Ásgeir Ríkarðsson Ómar Ívarsson Pétur Óskarsson Rolands Vjaksa Sesselja G. Magnúsdóttir Skúli Heimir Sigurjónsson Steinunn M. Sigurbjörnsd. Valgeir Rúnarsson 40 ára Grzegorz Organista Hafdís Steina Árnadóttir Hafliði Breiðfj. Guðmundss. Kristín Kúld Guðmundsd. Kristján Stefánsson Krzysztof Tomasz Mocny Magnús Þór Torfason María Kristín Þrastardóttir Ólafur Haukur Atlason Ragna Björg Arnardóttir Sigfríð Einarsdóttir Þröstur Guðberg Fransson 30 ára Aðalsteinn Sævarsson Agnes Fríða Gunnlaugsd. Andrea Dögg Færseth Arnar Ingi Magnússon Árný Nanna Snorradóttir Giuseppe Árni Russo Gísli Betúel Guðjónsson Hreinn Benónísson Jón Viðar Viðarsson Kári Freyr Lefever Vignir M. Jóhannesson Þórunn Arnaldsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Agnes er Álftnes- ingur en býr í Reykjavík. Hún er leikskólakennari og er deildarstjóri á leik- skólanum Aðalþingi í Kópavogi. Maki: Þorsteinn Ásgeirs- son, f. 1986, smiður. Foreldrar: Gunnlaugur Marinósson, f. 1966, pípu- lagningamaður, bús. í Rvík og Hugborg Erlends- dóttir, f. 1968, leikskóla- sérkennari, bús. í Garða- bæ. Agnes Fríða Gunnlaugsdóttir 30 ára Peppi er Reykvík- ingur, hann var að klára flugnám í Oxford og er núna flugmaður hjá Wow air Maki: Anna Lilja Elvars- dóttir, f. 1990, snyrtifræð- ingur. Systir: María Russo, f. 1984, nemi. Foreldrar: Rosario Russo, f. 1952, rafvirki, og María Jóna Hreinsdóttir, f. 1953, ljósmóðir. Þau eru bús. í Reykjavík. Giuseppe Árni Russo 30 ára Vignir er Fáskrúðs- firðingur, kláraði Stýri- mannaskólann og er sjó- maður á Ljósafelli SU 70 hjá Loðnuvinnslunni. Maki: Sara Dís Tumadóttir, f. 1989, nemi í ferðamála- fræði við HÍ. Sonur: Jóhannes Guðmar, f. 2014. Foreldrar: Jóhannes Guð- mar Michelsen Vignisson, f. 1961, d. 2014, sjómaður, og Elsa Guðjónsdóttir, f. 1957, póstburðarmaður. Vignir Michel- sen Jóhannesson  Bylgja Hilmarsdóttir hefur varið doktorsritgerð sína í líf- og læknavís- indum frá Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Innan- og utanfrumu stjórnun frumusérhæfingar og frumudauða í brjóstkirtli (Extrinsic and intrinsic regulation of breast epithelial plasticity and survival). Umsjónarkennari var dr. Þórarinn Guðjónsson, prófessor við Lækna- deild Háskóla Íslands, og leiðbein- andi var Magnús Karl Magnússon, deildarforseti og prófessor við sömu deild. Myndun greinóttrar formgerðar í brjóstkirtli er stjórnað af innan- og utanfrumu boðum, meðal annars boðefnum sem seytt er frá frumum í nærumhverfi kirtilsins. Bandvefs- umbreyting þekjufrumna (e. EMT) og viðsnúningur á því ferli, þekju- frumuumbreyting bandvefsfrumna (e. MET), eru ferlar sem taldir eru ýta undir sveigjanleika í svipgerð frumna og leika hlutverk í myndun mein- varpa, sérstaklega þar sem EMT eyk- ur frumuskrið og þol/viðnám gegn anoikis frumudauða. Markmið þessa verkefnis var að rannsaka stjórnun innan- og utan- frumu boða á EMT-MET ferlinu í þrívíðri rækt og nota til þess D492 brjóstafrumu- línuna. Í samrækt með D492 örvuðu æðaþelsfrumur myndun greinóttrar formgerðar og EMT-umbreytingu D492 fruma. Þann- ig var sýnt fram á að utanfrumuboð frá æðaþelsfrumum geta haft mikil áhrif á vöxt og formgerð þekjuvefs brjóstkirtilsins, þ.m.t. EMT. Einnig fundust ncRNAs sem sýna breytt tjáningarmynstur vegna þessara boða. Tjáning á ncRNAs í bandvefs- líku dótturfrumulínunni D492M var mjög frábrugðin D492 móðurlínunni og yfirtjáning á þekjuvefs sértækum ncRNA í D492M snéri við bandvefs- umbreytingu frumulínunnar. Nið- urstöður rannsóknarinnar sýna jafn- framt fram á að hindrun á virkni PTP1B virðist hafa áhrif á lifun frumna gegnum frumu-frumutengsl (anoikis) og að D492M er næmari fyrir PTP1B hindrun en D492. Bylgja Hilmarsdóttir Bylgja Hilmarsdóttir er fædd árið 1983. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð árið 2003 og BS-prófi í lífefnafræði frá Háskóla Íslands árið 2008. Bylgja innritaðist í doktorsnám í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands árið 2010 og hafði þá nýlokið MS-gráðu í sama fagi frá deildinni. Hún er núna nýdoktor við Radium Hospitalet í Ósló. Sambýlismaður Bylgju er Jónas Hlíðar Vilhelmsson og börn þeirra eru Óðinn Harri, Starkaður og Kolka. Doktor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.