Morgunblaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 40
MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 333. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Gylfi fékk sjaldgæfa einkunn 2. Beltið tekið af McGregor 3. Sagði ekki orð í tvö ár 4. „Ég gefst upp“ – bráðfyndin lýsing … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Heimildarmyndin InnSæi í leik- stjórn Hrundar Gunnsteinsdóttur og Kristínar Ólafsdóttur verður sýnd í Sambíóunum á Akureyri í kvöld kl. 20. Myndin fjallar um að finna sinn tilgang, um vísindi, náttúruna og sköpunargáfuna. InnSæi sýnd á Akureyri í kvöld  Aðbúnaður geð- veikra á Íslandi og umbætur yfir- valda fyrir daga geðspítala er yf- irskrift fyrirlest- urs sem dr. Sig- urgeir Guðjóns- son heldur í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands á morgun, þriðjudag, kl. 12.05. Fyrirlesturinn er í röð fyrirlestra sem skipulagðir eru í samvinnu við Þjóðminjasafnið. Fjallar um aðbúnað geðveikra á Íslandi  Norræna húsið býður áhugamönn- um um bókmenntir að hlýða 5. des- ember næstkomandi á nýjan hand- hafa Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, Katarina Frosten- son. Sænska skáldkonan fékk verð- launin á dögunum fyrir nýjasta ljóða- safn sitt en hún hefur um árabil verið meðal virt- ustu skálda Norður- landa. Norræna húsið býður verðlaunahafa að lesa Á þriðjudag Suðvestan 5-13 m/s. Él sunnan- og vestanlands, en slydda eða rigning um kvöldið. Hiti 0 til 4 stig. Hægari vindur og bjart á Norðaustur- og Austurlandi, frost 1 til 7 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 8-15 m/s með slydduéljum eða éljum, en hægari vindur og þurrt norðaustanlands. Hiti 2 til 9 stig, en veður fer smám saman kólnandi. VEÐUR Vinnuvikan sem nú fer í hönd verður geysilega mik- ilvæg vinnuvika hjá atvinnu- kylfingnum Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Hún mun tak- ast á við lokastig úrtöku- mótanna fyrir bandarísku LPGA-mótaröðina sem hefst á miðvikudaginn. 158 kylfingar munu berjast um 20 laus sæti á mótaröðinni en fimm hringir verða spil- aðir á Flórída. »1 Mikilvæg vinnu- vika hjá Ólafíu Valsmenn eru komnir í 16 liða úrslit í Áskorendabikar karla í handknatt- leik. Hlíðarendapiltar gerðu 25:25 jafntefli við norska liðið Haslum í seinni leik liðanna sem fór fram ytra á laugardag en Valsmenn unnu fyrri leikinn með sjö marka mun. Meðal markaskorara Vals í leiknum var mark- vörður liðsins, Hlynur Morthens. Juric Grgic var markahæstur Valsmanna með sex mörk. »5 Vandræðalaust hjá Valsmönnum í Noregi Þór Akureyri sigraði ÍR með 16 stiga mun, 78:62, í Dominos-deild karla í körfuknattleik á Akureyri síðdegis í gær. Norðanpiltar hafa unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og eru með átta stig eftir jafnmarga leiki. Breiðhyltingar hafa hins vegar tapað fjórum leikjum í röð og eru í næst- neðsta sæti með fjögur stig að lokn- um átta umferðum. »2 Akureyringar eru að finna taktinn ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Kóteletturnar komu alveg óvænt inn fyrir svona tveimur árum. Þær voru svolítið dottnar úr tísku svo fyrir ekki svo löngu hefði ég ekki einu sinni reynt að vera með þær á matseðli. Svo breyttist þetta skyndilega, en ég get þó ekki svarað hvað varð þess valdandi,“ segir Elís Árnason, veit- ingamaður á Café Adessso í Smáralind. „Fyrir ut- an hamborgara og slíkt hef ég alltaf verið með í hádeginu það sem kalla mætti heimilismat. Steikt- ur fiskur kemur vel út og er vinsæll og svo kóte- letturnar. Margir sem hingað koma í hádeginu taka þær alltaf einu sinni í viku.“ Sunnudagsmatur í gamla daga Í auglýsingum nú í haust, svo sem á fé- lagsmiðlum, hefur að undanförnu sést fjölda til- kynninga um kótelettukvöld sem haldin hafa verið á vegum karlaklúbba, átthagafélaga og annarra slíkra. Þá hefur einnig farið orð af kótelettukvöld- um Samhjálpar sem hefð er komin á. Þetta er al- veg ný vídd í matarmenningu landans og skemmtileg tilbreyting. Matarveislur þessar koma svo væntanlega aftur inn með vorinu, en einmitt núna eru það jólahlaðborðin sem freista fólksins helst. Kótelettur eru niðursneiddur lambahryggur og þær má matbúa á ýmsan máta. „Kótelettur í raspi voru eitt sinn sígildur sunnudags- og jafnvel jóla- matur. Við unnum þær í stórum stíl þegar ég vann hjá Kjötiðnaðarstöð KEA í gamla daga. Svo kom ný kynslóð sem vildi kjötið unnið öðruvísi sem er mjög skiljanlegt. Grillkóteletturnar hafa að vísu haldið sér en nú koma þær röspuðu inn af miklum krafti,“ segir Elís sem telur þetta mjög ánægju- lega þróun. Frábærlega lystugar Matargerðinni lýsir Elís, þaulvanur mat- reiðslumeistarinn, svo. „Kjötið er bragðmikið og smakkast vel eftir að stykkjunum hefur verið velt upp úr eggjarauðu og raspi og látið malla eins og í hálftíma í heitum ofni. Og svo fyllist allt af angan þegar veisluföngin eru lögð á borðið. Kótelettur eru úr fyrsta flokks lambakjöti og verða frábær- lega lystugar þegar þær eru bornar fram með til dæmis nýjum kartöflum, grænum baunum, rauð- káli og smjörbráðinni feiti. Þetta er herramanns- matur og því vel skiljanlegt að þeim séu gerð góð skil og svo er bara spurning hvað dettur næst inn í óvæntum vinsældum.“ Alveg herramannsmatur  Kótelettukvöldin koma óvænt inn í matarmenningu Íslendinga  Heimilis- matur í hádeginu á veitingahúsum  Raspaður og gamaldags jólamatur Morgunblaðið/Eggert Kótelettukarl Velt upp úr eggjarauðu og raspi og látið malla eins og hálftíma í heitum ofni, segir Elís. Hráefni 12 lambakótelettur 1 egg 3 msk. mjólk 1 bolli þurr brauðmylsna nýmalaður pipar salt 75 g smjör eða smjörlíki Leiðbeiningar Kóteletturnar þerraðar, hluti af fitunni ef til vill skorinn burt, einkum af rifinu, og barðar létt með buffhamri. Egg og mjólk með. Meðlæti að vild, til dæm- is sykurgljáðar kartöflur, græn- ar baunir, rauðkál og sósa. Uppskrift fyrir fjóra. Heimild: lambakjot.is léttþeytt saman og brauð- mylsnan krydduð með pipar og salti. Smjörið brætt á stórri, þykkbotna pönnu. Kótelettum velt upp úr eggjablöndunni og síðan brauðmylsnunni. Brún- aðar á báðum hliðum við góð- an hita en síðan er hitinn lækkaður og kóteletturnar steiktar áfram við hæg- an hita í 8-10 mínútur. Snúið einu sinni. Meira smjör máski brætt á pönnunni og borið fram Eggjablanda og brauðmylsna KÓTELETTURNAR ERU BARÐAR LÉTT MEÐ BUFFHAMRI Veisla Lystugt og ljúft.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.