Morgunblaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 29
réttindi. Að fá alla þá elsku sem þar var að finna hjá mömmu, pabba, afa, ömmu, móðursystur og -bróður og öðrum ótöldum, hlýtur að vera gott veganesti hvers barns út í lífið. Freyja, systir mín, var algert gullagull og svo lánsöm að öðlast þessa reynslu strax í upphafi lífsgöng- unnar. Ekki spurning að þessi fyrstu ár hafa mótað hana og hennar lífssýn. Hún var víðsýn, lærdómsfús, listræn á málun, tálgun, prjón, saum og hekl. Hafði gott vald á íslenskri tungu, bæði tal og ritun, þar sem hún lék sér á ljóðrænan hátt, svo unun var að lesa. Hún var ekta manneskja að innan sem utan, en að sama skapi mjög prívat. Hún elskaði fólkið sitt framar öllu öðru og setti hag þess alltaf framar sínum eigin. Var ákaflega trygg þeim sem hún unni, hvort heldur skyld- fólki eða vinum og vildi allt fyrir þá gera. Eina systur eigum við sam- feðra, Margréti sem kölluð er Maggý, en við vorum þrjár syst- urnar sammæðra og ólumst við þrjár upp saman í móðurhúsum, Freyja elst, þá ég og yngst var Aðalbjörg Sólrún (látin 2006). Það er sagt að enginn velji sér ættingja, en vini velur mað- ur sjálfur. Í tilfelli okkar systr- anna vorum við svo lánsamar að við öðluðumst hvort tveggja, skyldleikann og vináttuna sem haldið hefur óslitin öll þessi ár. Núna er komið að kveðju- stund, stund sem alla hræðir. Hvernig er hægt að sætta sig við að sú stund er óafturkræf og endanleg? Aldrei framar spjall í símann, göngutúrar, skrepp í borgina, kaffihúsaferð, leikhús, tónleikar og samverustundir yfir handavinnu heimavið eða í sum- arbústöðunum okkar, sem eru á sama svæðinu og svo margt ann- að sem við höfðum í bígerð og sumt af því ætluðum við að koma í framkvæmd næsta sum- ar. Ég kveð systur mína með tár- um og sorg í hjarta, þakka henni fyrir allar samverustundirnar okkar og vona að allar kvalirnar sem hún lagði á sig til að eiga betri tíma framundan séu farn- ar, að allt fólkið okkar sem á undan er gengið vefji hana að sér og hjálpi henni að komast yf- ir erfiðasta hjallann. Kvæðið sem fylgir þessum línum er eins og skrifað um hana Freyju systur mína: Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson.) Auður Sigurdís. Elskuleg hjartans móðursyst- ir okkar er fallin frá. Freyja frænka, eins og við köllum hana alltaf, og mamma voru nánar systur og miklar vinkonur. Þær voru báðar fæddar og uppaldar í Flatey á Breiðafirði. Freyja var mikill náttúruunnandi og elskaði uppruna sinn í Flatey. Við kveðjum elsku Freyju frænku með ljóði Guðmundar Magnús- sonar, Draumalandið: Ó, leyf mér þig að leiða, til landsins fjalla heiða, með sælu sumrin löng. Þar angar blóma breiða við blíðan fuglasöng. Þar aðeins yndi fann ég, þar aðeins við mig kann ég, þar batt mig tryggða band, því þar er allt sem ann ég, það er mitt draumaland. (Jón Trausti) Við systkinin vottum ástvin- um okkar dýpstu samúð. Nú er stórt skarð hoggið í fjölskyld- una. Anna Leif, Þóra Björg, Sóley Ósk og Árni Freyr Elíbörn. Freyja Þorvaldsdóttir var fyrsti ráðni starfsmaður okkar Samúels J. Samúelssonar við Heilsugæsluna í Mjódd. Freyja var ráðin móttökuritari á árinu 1990 og vann við það allt þar til hún lét af störfum að eigin ósk 2013. Árið 1990 var þröngt í búi hjá Íslendingum og þjóðin að sigla inn í margra ára atvinnuleysi og aðhald í peningamálum. Það var ekki gæfulegt útlit hjá Freyju, þegar hún sótti um þetta starf enda umsækjendur ríflega fjörutíu talsins. Freyja hafði verið húsmóðir og alið upp mörg börn frá því á unglingsárum. Hún tók móðurhlutverkið fram yfir nám í Kennaraskólanum. Það var því frekar snúið fyrir konu í hennar stöðu að fá hent- ugt starf á þessum tíma. Allt þetta lagði Freyja í hreinskilni á borð með sér í eftirminnilegu starfsviðtali. Freyja var djörf í framkomu en hafði kurteislegt og yfirvegað viðmót. Við vorum ekki í vafa um hvaða umsækj- andi ætti mest erindi í starfið. Freyja stóð fyllilega undir öll- um þeim væntingum, sem við höfðum til hennar. Hún reyndist traustur starfsmaður og ákjós- anlegt „andlit“ stöðvarinnar. Hún sýndi viðskiptavinum fulla kurteisi og virðingu og reyndi að leysa hvers manns vanda, þegar svo stóð á. Móttökuritarar á læknastof- um bera mikla ábyrgð á, að skjólstæðingar nái eyrum og at- hygli þeirra sem heilbrigðis- þjónustuna veita. Ótilhlýðilegur dráttur má ekki verða á þjón- ustu við þá sem hennar þarfn- ast. Á þessum fyrstu árum urðu móttökuritarar að leysa úr mörgum þeim símtölum, sem hjúkrunarfræðingar leysa nú. Því reyndi á móttökuritarana að skynja rétt mikilvægi þeirra er- inda, sem borin voru upp við þá. Freyja var næm á þessa hluti og kunni vel að hlusta. Reynsla hennar sem margra barna móðir gerði hana vel hæfa til að ráða fram úr þessu verkefni. Freyja var vinsæl meðal skjólstæðing- anna; það fengu læknarnir gjarnan að heyra í læknisviðtal- inu. Freyja var góður og þægileg- ur samstarfsmaður. Hún var fal- leg kona, glæsileg á velli og hafði þægilega nærveru og ró- lega framkomu. Virðuleg kona. Hún var ætíð glöð í hópi, tók þátt í öllum viðburðum starfs- manna, ef hún gat komið því við og hafði góðan smekk fyrir við- eigandi stemningu. Hún beitti sér með lagni, tranaði sér aldrei fram, föst fyrir, en svolítið við- kvæm þegar æskuárin í Flatey á Breiðafirði bárust í tal. Þá meyrnaði Freyja og glitta mátti í litla Breiðfirðinginn á bak við reynsluboltann úr Breiðholtinu. Við söknum Freyju eins og við gerðum strax er hún hætti störfum á sínum tíma. Nú verð- ur ekki lengur spurt á göng- unum: Hafið þið frétt hvernig Freyja hefur það? Minningarnar munu hins vegar ylja okkur hverju og einu. Við sendum Herði og öðrum ástvinum Freyju okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Fyrir hönd starfsmanna Heilsugæslunnar Mjódd, Sigurbjörn Sveinsson. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2016 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 8.30-16. Botsía með Þóreyju kl. 9.30- 10.10, útvarpsleikfimi RÚV í matsal kl. 9.45-10, ganga um nágrennið kl. 11-11.40, bútasaumur Ljósbrotsins kl. 11-15, handavinna kl. 12.30- 16.30, félagsvist með vinningum kl. 13-15, myndlist með Elsu kl. 16- 20. Boðinn Leikfimi kl. 10.30, bingó og myndlist kl. 13 og spjallhópur kl. 15-16. Bólstaðarhlíð 43 Leikfimi kl. 10.30, prjónaklúbbur og bútasaums- hópur kl. 13. Dalbraut 18-20 Brids kl.13. Félagsmiðstöðin Vitatorgi/Lindargata 59 Leirmótunarnámskeið kl. 8-12, postulínsmálun kl. 9-12, lestur framhaldssögu kl. 12.30-13. Frjáls spilamennska kl. 13-16.30, stólaleikfimi kl. 13-13.30. Nýtt! Söngstund í matsal kl. 13.30-14.15, Sigríður Norðkvist leikur á flygil- inn, bókbandsnámskeið kl. 13-17. Allir velkomnir! Félagsmiðstöðin Vitatorgi/Lindargata 59 Handverksstofa opin og spjall, leiðbeinandi kl. 10-12, bingó kl. 13.30-14.30. Allir hjartanlega velkomnir! Föstudaginn 2. desember kl. 18: Jólahlaðborð, Ómar Ragnarsson skemmtir, samsöngur, upplestur, jólahugvekja, happ- drætti, kveikt á aðventukransinum og dansleikur með Vitatorgsband- inu. Skráning og upplýsingar í afgreiðslu og í síma 411-9450. Skrán- ingu lýkur miðvikudaginn 30. nóvember. Garðabær Opið og heitt á könnuni í Jónshúsi frá kl. 9.30-16, vatns- leikfimi kl. 8 og 14, kvennaleikfimi í Sjálandsskóla kl. 9.10, stólaleik- fimi í Sjálandsskóla kl. 10, kvennaleikfimi í Ásgarði kl. 11, brids í Jónshúsi kl. 13. Gjábakki Handavinna kl. 9, botsía kl. 9.10, gler- og postulínsmálun kl. 9.30, jóga kl. 10.50, lomber kl. 13, kanasta kl. 13.15. Grensáskirkja Kynntar verða tvær nýjar bækur: Friðgeir Einarsson les úr smásagnasafni sínuTakk fyrir að láta mig vita og Hermann Stefánsson úr skáldsögu sinni Bjargræði sem fjallar um Látra-Björgu. Að loknum upplestri þeirra er sameiginlegur kvöldverður á kr. 1.000.- Vegna máltíðarinnar vinsamlega skráið ykkur í síma 528-4410 í s.l. á hádegi í dag. Gullsmári Postulínshópur kl. 9, jóga kl. 9.30, ganga kl.10, handavinna og bridse kl. 13, félagsvist kl. 20, hárgreiðslustofa og fótaaðgerða- stofa á staðnum, allir velkomnir! Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, léttar erobikk- æfingar með Milan kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30. Mömmuhópur kl. 12, spilað brids kl. 13, kaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Qigong kl. 6.30, við hringborðið kl. 8.50, glerlist kl. 9, hjá Ömmu kl. 9.30, ganga kl. 10. Botsía kl. 10.15, myndlist hjá Margréti Zóphoníasd. kl. 12.30, handavinnuhornið kl. 13, félagsvist kl. 13.15, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir í Hæðargarð óháð aldri og búsetu. Nánar í síma 411-2790. Korpúlfar Hugleiðsla kl. 9 í Borgum, ganga frá Borgum, Grafarvogs- kirkju og inni í Egilshöll kl. 10 í dag. Ljósmyndaklúbbur Korpúlfa kl. 10 í Borgum og góð heimsókn frá Ljósmyndaklúbbi Kópavogs, allir vel- komnir. Línudans með Eddu kl. 11, síðasta skipti á þessu ári.Tréút- skurður kl. 13 á Korpúlfsstöðum. Félagsvist kl. 13 í Borgum og og qi- gong kl. 16.30 í dag í Borgum. Selið, Sléttuvegi Húsið er opið kl. 9.30-13.30 en starfsemi verður þó fram til kl. 16. Upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi, gott að koma í spjall og kíkja í blöðin, helgistund kl. 10.10, hádegismatur kl. 11.30-12.30, félagsvist er kl. 13.15 í umsjón Sesselju og Erlu. Molasopinn er frammi eftir hádegi og vestursalurinn opinn kl. 13.30-16. Allir hjartan- lega velkomnir. Skráning í leikfimi hjá Guðnýju stendur yfir. Seltjarnarnes Gler Valhúsaskóla kl. 9 og 13, leir Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10, kafispjall í króknum kl. 10.30, jóga salnum Skólabraut kl. 11, handavinna, leiðsögn, opinn salur kl. 13, vatnsleik- fimi í sundlauginni kl. 18.30. Allra síðasti skráningardagur vegna leikhúsferðar nk. sunnudag 4. desember og vegna jólahlaðborðsins á Hótel Örk 7. desember Skráning og upplýsingar í síma 8939800. Stangarhylur 4, Fræðslufundur FEB í dag mánudaginn 28. nóvem- ber kl. 15.30. ,,TR og nýtt lífeyriskerfi“ - fulltrúar fráTR munu kynna breytingar á lífeyrisgreiðslum almannatrygginga. Stangarhylur 4, FEB Zumba Gold námskeið kl. 10.30, leiðbeinandi Tanya. Danskennsla samkvæmisdansar kl. 17, línudans kl. 18 og samkvæmisdansar framhald kl. 19, kennari Lizy Steinsdóttir. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Verslun UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., gull m. demanti 55.000 kr.), silfur- húð 3.500 kr. ERNA, Skipholti 3, s. 552 0775, www.erna.is Póstsendum Trúlofunar- og giftingarhringar Auk gullhringa eigum við titanium-, tungsten- og silfurpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og viðgerðar- þjónusta. ERNA, Skipholti 3, s. 5520775, www.erna.is Óska eftir Staðgreiðum og lánum út á: gull, demanta, vönduð úr og málverk! Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kost- naðarlausu! www.kaupumgull.is Opið mán.– fös. 11–16. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 782 8800 Ýmislegt Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Hjólbarðar Ódýru dekkin Hágæða sterk dekk. Allar stærðir. Sendum hvert á land sem er. Bílastofan, Funahöfða 6, sími 562 1351. Húsviðhald Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald fyrir jólin Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Tökum að okkur viðhald, við- gerðir og nýsmíði fasteigna fyrir fyritæki húsfélög og einstak- linga. Fagmenn á öllum sviðum. Tilboð/ tímavinna. S. 896 - 4019. fagmid@simnet.is atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ! MOGGINN Í IPADINN WWW.MBL.IS/MOGGINN/IPAD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.