Morgunblaðið - 28.11.2016, Síða 24

Morgunblaðið - 28.11.2016, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2016 talskóla á annarri hæð á sama stað og hafði því áhuga á öllu sem tengdist minni vinnu, þýðingum og talsetningum og réttum og skýrum framburði. Í spjalli okk- ar sagði Gunnar mér eitt sinn frá guðdómlega fallegum söng Kar- mel-systra í Hafnarfirði og það leiddi til þess að við unnum sam- an að upptökum á söngvum Kar- mel-nunna. Eitt sinn spurðum við Gunnar nunnu sem var bak við rimla, hvort henni fyndist hún ekki vera í fangelsi, en nunn- an svaraði að henni fyndist sem við værum í fangelsi hinum meg- in við rimlana. Við Gunnar gáfum alla okkar vinnu við þessar upp- tökur og allur ágóði af sölu geisladiskanna rann til Karmel- klaustursins í Hafnarfirði. Böðvar Guðmundsson. Gunnar Eyjólfsson, einn fjöl- hæfasti og atkvæðamesti leikari þjóðarinnar, er látinn. Hann átti að baki langan og stórbrotinn feril sem listamaður og verður minnst um ókomna tíð fyrir ein- staka túlkun á mörgum af helstu hlutverkum leikbókmenntanna. Gunnar þreytti frumraun sína hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1945 í Kaupmanninum í Feneyj- um en hann lék einnig m.a. Loft í Galdra-Lofti hjá LR árið 1948, Laertes í Hamlet 1949, Sea- wright í gamanleiknum Elsku Rut og Alexander í Sveitasinfóní- unni eftir Ragnar Arnalds. Hann var fastráðinn leikari hjá Þjóð- leikhúsinu frá 1961 og lék þar fjölda burðarhlutverka auk þess sem hann fór með veigamikil hlutverk í nokkrum íslenskum kvikmyndum. Gunnar var einn af fyrstu leik- urum þjóðarinnar sem menntaði sig sem leikari erlendis, þ.e. í Bretlandi, auk þess sem hann fór seinna til Stokkhólms, Kaup- mannahafnar og Bandaríkjanna. Þannig hefur hann án efa haft talsverð áhrif á strauma og stefn- ur á fyrstu árum íslensks at- vinnuleikhúss og orðið öðru leik- húsfólki hvatning til að sækja sér innblástur til nágrannalandanna. Árið 1949 stofnaði hann, þá ný- kominn heim úr námi, farand- leikflokkinn Sex í bíl ásamt nokkrum öðrum ungum leikur- um og steig þar sín fyrstu spor sem leikstjóri, en flokkurinn hafði að markmiði að ferðast um landið og sýna leiksýningar á sumrin. Í kjölfarið leikstýrði hann nokkrum sýningum, t.d. Túskildingsóperunni hjá LR árið 1959, og var það í fyrsta sinn sem verk eftir Bertolt Brecht var sett upp hér á landi. Ferill Gunnars í íslensku leik- húsi spannaði hátt í sjötíu ár og staða hans sem eins fremsta leik- ara þjóðarinnar er óumdeilanleg. Ég gleymi aldrei þeirri stund þegar Gunnar fékk heiðursverð- laun Grímunnar fyrir nokkrum árum, en við það tilefni lék hann einræðu upp úr Pétri Gaut og flutningur hans var svo magnað- ur að hann hreif allan salinn með sér. Sjaldan hef ég upplifað aðra eins túlkun fyrr né síðar. Fyrir hönd Leikfélags Reykjavíkur vil ég þakka Gunnari allt það sem hann vann fyrir félagið og ís- lenskt leikhús á löngum og glæstum ferli. Ekkju Gunnars, Þorgerði Katrínu, Karítas og fjölskyldum þeirra sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Kristín Eysteinsdóttir, Borgarleikhússtjóri. Kveðja frá Ráðgjafarþjón- ustu Krabbameinsfélagsins Gunnar Eyjólfsson lét sér mjög annt um Krabbameins- félagið og sagði það félagið sitt. Hann var einn af stofnfélögum fyrsta félagsins, Krabbameins- félags Reykjavíkur, árið 1949, þá aðeins 23 ára gamall. Gunnar varð öflugur liðsmað- ur Ráðgjafarþjónustu Krabba- meinsfélagsins eftir stofnun hennar 2007. Hann hafði mikla trú á að það gerði fólki með krabbamein og aðstandendum þess gott að iðka Qi gong og sýndi það í verki með því að leiða Qi gong-hugleiðslu tvisvar í viku hjá Ráðgjafarþjónustunni nær samfellt í sex ár. Í hópnum hans var einkum fólk sem hafði greinst með krabbamein. Það var að sækja sér andlegan og líkam- legan styrk í þessi austurlensku fræði sem sífellt hafa hlotið meiri virðingu sem hluti af endurhæf- ingu langveikra. Á níræðisafmæli Gunnars, þann 24. febrúar síðastliðinn, var hann sæmdur gullmerki Krabba- meinsfélagsins fyrir ómetanlegt framlag til baráttunnar gegn krabbameini. Það er með miklu þakklæti og virðingu sem við kveðjum Gunn- ar Eyjólfsson. Aðstandendum færum við innilegar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, Sigrún Lillie Magnúsdóttir. Hinsta kveðja frá Bandalagi íslenskra skáta Gunnar H. Eyjólfsson, fv. skátahöfðingi, er farinn heim eins og skátar orða þau vista- skipti þegar sálin hverfur til skapara síns. Orð Davíðs Stef- ánssonar „Þú sem eldinn átt í hjarta“ eiga vel við þegar Gunn- ars er minnst. Allt starf hans í fé- lagsmálum einkenndist af slíkum eldmóði. Skátar áttu því láni að fagna að njóta þessa eldmóðs í störfum hans. Fyrst þegar hann í æsku stundaði skátastarf í Skátafélaginu Heiðabúum í Keflavík og svo síðar þegar hann varð skátahöfðingi Íslands árið 1988. Leiddi Gunnar stjórn Bandalags íslenskra skáta sem formaður í 7 ár eða til ársins 1995. Gunnar var drífandi og átti auðvelt með að hrífa fólk með sér og sáust þess merki í starfi hans í stjórn BÍS. Hvar sem hann kom sem skátahöfðingi var lífsorka hans og óbugandi vilji og fúsleiki til að láta ekki deigan síga í nokkru því sem hann ætlaði og vildi, skátum innblástur. Þá nýtti hann óspart, hversu vel þekktur hann var og vel liðinn í íslensku samfélagi, til hagsbóta fyrir skáta. Þannig tókst honum að beina kastljósi umræðunnar að mannræktarhlutverki skáta- hreyfingarinnar og kynna fyrir almenningi og opinberum aðilum gildi skátastarfsins fyrir börn og ungmenni. Náttúruvernd var Gunnari of- arlega í huga og að hans frum- kvæði tóku skátar þátt í stofnun Þjóðþrifa, félags sem hafði það að markmiði að draga úr um- hverfismengun af völdum ein- nota drykkjarumbúða. Í dag, 25 árum síðar, er félagið, sem dag- lega er nefnt Grænir skátar, stærsti söfnunaraðili einnota drykkjarumbúða á höfuðborgar- svæðinu og stuðlar þannig að náttúrvernd, auk þess að vera drjúg fjáröflun fyrir skátahreyf- inguna. Uppbygging skátamið- stöðvarinnar á Úlfljótsvatni var Gunnari einnig mikið metnaðar- mál og má segja að hann og Jón- as B. Jónsson, heitinn, hafi í sam- einingu lyft þar Grettistaki, og lagt grunninn að því fjölbreytta fræðslu-, útivistar- og náttúr- verndarstarfi sem þar er nú sinnt. Skátar sakna vinar í stað og harma einstakan liðsmann. Fyrir hönd stjórnar Bandalags ís- lenskra skáta þakka ég Gunnari fyrir samfylgdina, hjálpina og ómælt starf í þágu skátahreyf- ingarinnar á Íslandi og bið að ei- líft skátaljós lýsi honum heim- leiðina. Megi Guð styrkja þá sem syrgja. Þú ert skáti horfinn heim, himinn, jörð, ber sorgarkeim. Vinar saknar vinafjöld, varðar þökkin ævikvöld. Sérhver hefur minning mál, við munum tjöld og varðeldsbál, bjartan hug og brosin þín, þau bera ljósið inn til mín. Kveðjustundin helg og hlý, hugum okkar ríkir í. Skátaminning, skátaspor, skilja eftir sól og vor. (Hörður Zóphaníasson.) Bragi Björnsson, skátahöfðingi. Þá hefur hann yfirgefið sviðið – meistarinn. Stórbrotinn leikari, mikilfenglegur persónuleiki, ein- stök frásagnargáfa. Gunnari kynntist ég fyrst per- sónulega á lokaári í menntaskóla þegar ég var aukaleikari í sýn- ingu Þjóðleikhússins á Hamlet. Hann fór hamförum á sviðinu en var manna ljúfastur baksviðs. Leiðir okkar áttu eftir að liggja oft saman á næstu áratugum. Ég hafði aflað mér leikstjóra- menntunar erlendis og fyrsta verk mitt með Gunnari var í Kaupmanni í Feneyjum þar sem hann lék hertogann, lítið hlut- verk en mikilvægt. Í þessari vinnu kynntist ég því hversu ákveðinn hann gat verið og jafn- vel ósveigjanlegur. Ef hann beit eitthvað í sig var erfitt að hnika honum í aðra átt. Þetta kom flatt upp á mig, reynslulítinn leik- stjórann, sem hafði lært að leik- stjórinn ætti alltaf síðasta orðið. En þetta átti eftir að breytast. Við unnum saman mörg hlutverk þar sem samstarfið var eins og best verður á kosið og við urðum mestu mátar. Gunnar var glæsilegur maður, sem hreif fólk með sér og hafði sterka nærveru og sviðsútgeisl- un sem að sjálfsögðu nýttist hon- um til fulls á leiksviðinu. En hann var líka hlýr, tilfinningaríkur og örlátur. Hann hlaut ótal verðlaun og viðurkenningar á ferli sínum, en það sem mest er um vert er að hann naut viðurkenningar og væntumþykju áhorfenda alla tíð. Hann hafði mikinn sviðssjarma, skýra og áhrifamikla framsögn og það gustaði af honum á sviði; tilþrifamikill og næmur skap- gerðarleikari. Hann lék nokkur hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur að loknu námi, m.a. Galdra-Loft, en var fastráðinn við Þjóðleikhúsið 1961 og starfaði þar í meira en hálfa öld. Hann var sjálfkjörinn í helstu burðarhlutverk leikbók- menntanna: Hamlet, Fást, Ödí- pús, Jagó og ekki síst Pétur Gaut, sem hann tók sérstöku ást- fóstri við og kunni utanbókar allt fram í andlátið. Á 75 ára afmæli sínu vann hann það afrek að leika Gautinn sem einleik á Stóra svið- inu við frábærar undirtektir. Ég fékk að leikstýra honum í nokkr- um sýningum, skemmtilegust var samvinnan í Sumargestum og seinna Villiöndinni, þar sem hann lék gamla Ekdal eftirminni- lega. Ég var líka svo lánsamur að fá hann til að leika gyðinginn Ísak í Fanný og Alexander í Borgarleikhúsinu, þá orðinn 85 ára og varð það hans síðasta hlutverk. Þegar ég tók við starfi þjóð- leikhússtjóra var Gunnar að komast á eftirlaunaaldur en vildi gjarnan leika lengur sem við að sjálfsögðu þáðum. Hann naut þess alla tíð að vinna með ungu fólki og varð nú meðleikari, men- tor og leiðbeinandi yngstu kyn- slóðarinnar, sem þá hafði bæst við leikhópinn. Gunnar hafði ungur kynnst kínverska hugleiðslu- og öndun- arkerfinu chi-gong og innleiddi það hérlendis. Hann féllst á að kenna okkur í leikhúsinu þessi nytsömu fræði og höfum við læri- sveinarnir notið leiðsagnar hans á annan áratug. Gunnars verður ætíð minnst sem stórbrotins listamanns sem lagði merkan skerf til íslenskrar leiklistarsögu. Það var heiður að fá að kynnast honum og starfa með honum. Augnablikið milli þess að við öndum frá okkur og þar til að við öndum að okkur aftur heitir í chi- gong „andartak eilífðarinnar“. Vegna þess að í því hvílum við öll að lokum um alla eilífð. Hvíl vært, kæri vinur. Elsku Gulla, Karitas, Þorgerð- ur og fjölskyldur – innilegar samúðarkveðjur frá okkur Tótu og fjölskyldunni. Stefán Baldursson. Vinur minn og lærimeistari Gunnar Eyjólfsson er látinn. Ég leyfi mér að kalla hann vin því aldrei upplifði ég neitt annað frá honum en hlýju og vinarþel. Þannig bauð hann mér til sín í leiðsögn þegar ég var að sækja um leiklistarskóla og leiðbeindi mér af velvilja, kröfuhörku og al- úð. Og með leiðsögn slíks meist- ara flaug ég auðvitað bæði inn í skóla í London og Reykjavík. Seinna átti Gunnar eftir að leika föður minn í Sigla himinfley sem tekið var upp í Vestmanna- eyjum og enn var hann örlátur á leiðbeiningar og tilbúinn að segja mér sögur af ferli sínum. Og þeg- ar ég var skipaður þjóðleikhús- stjóri var hann fljótur að óska mér til hamingju og klappa mér og kyssa. Þannig var Gunnar mér alltaf örlátur umvandari og maður sem ég leit óskaplega upp til, enda var hann í öllu tilliti stór listamaður með stórt hjarta. Gunnar lék sitt fyrsta stóra hlutverk eftir útskrift frá RADA haustið 1948 og var það Galdra- Loftur. Þá var þegar ljóst að hér var kominn stórleikari af stærsta kalíberi enda gat leikdómari Morgunblaðsins ekki leynt hrifn- ingu sinni: „Leikur Gunnars var afar þróttmikill og tilfinningarík- ur og auðfundið að „innlifun“ hans í hlutverkið var sterk og innileg. Og hreyfingar hans voru svo mjúkar og óvenju glæsilegar, að ég hygg að slíkt hafi aldrei sést hér á leiksviði fyrr. Höfum við sannarlega eignast hér mik- ilhæfan leikara, sem Þjóðleikhús- ið verður að leggja kapp á að tryggja sér til frambúðar.“ Það kom því ekki annað til greina en að Gunnar yrði leikari við Þjóðleikhúsið og lék hann sitt fyrsta hlutverk strax á öðru starfsári leikhússins og var fast- ráðinn þegar hann var alkominn heim í byrjun sjöunda áratugar- ins. Í Þjóðleikhúsinu lék Gunnar öll helstu titilhlutverk leikbók- menntanna: Pétur Gaut, Hamlet, Fást, Ödípus konung, Jimmy Porter í Horfðu reiður um öxl, Stokkmann í Þjóðníðingi, Galdra-Loft, Prosperó í Ofviðr- inu, Jagó í Óþelló og Willy Lom- an í Sölumaður deyr. Gunnar var margverðlaunaður fyrir störf sín: Hlaut Shake- speare-verðlaunin hjá RADA, fyrstur útlendinga, vann Ten- nentverðlaunin, Silfurlampann, Edduverðlaun, heiðursverðlaun Grímunnar og riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu. Því öll vissum við að Gunnar var af- burðamaður og alla heillaði hann upp úr skónum. Þegar hann dvaldi í Vatíkaninu þá söng hann að sjálfsögðu með Jóhannesi Páli páfa. Leikstíll Gunnars var svo per- sónulegur að þá maður heyrði röddina fór aldrei milli mála hver talaði. Og það var hinn persónu- legi stíll sem gerði hann svo ein- stakan. Það var gæfa Þjóðleik- hússins að njóta hæfileika Gunnars og metnaðar og hann átti sannarlega sinn þátt í að auka virðingu og gæði íslensks leikhúss. Fyrir það erum við öll þakklát og grátum Gunnar með fjölskyldu hans og vinum. Ari Matthíasson, þjóðleikhússtjóri. Með Gunnari er genginn ein- stakur maður. Ég kynntist hon- um fyrst þegar hann tók við kjöri sem skátahöfðingi árið 1988. Ég var þá félagsforingi skátafélags- ins Ægisbúa, en fljótlega fór hann að biðja mig um að taka að mér ýmis verkefni fyrir Banda- lag íslenskra skáta. Mér er sér- staklega minnisstæð samvera okkar á Landsmóti skáta 1990. Gunnar hafði komið ríðandi til móts og ákveðið að dvelja í skál- anum Fossbúð, sem er í nokkurri fjarlægð frá aðaltjaldbúðasvæð- inu. Hann fékk mig því til þess að vera með sér í skálanum og aka sér á mótssvæðið þegar þurfa þótti. Það var sérlega fróðlegt og skemmtilegt að spjalla við hann þarna. Á þessum árum var fjár- hagur BÍS afar þröngur og starfsmenn fáir. Til þess að reyna að bæta úr hugkvæmdist Gunnari að leita til bankastjóra Landsbankans og óska eftir því að þeir lánuðu einn starfsmann bankans til BÍS, á fullum laun- um. Á endanum var fallist á þessa tillögu hans og komu þá Gunnar og Þorsteinn Fr. Sig- urðsson, framkvæmdastjóri BÍS, á minn fund og óskuðu eftir því að ég tæki þetta verkefni að mér. Á þessum tíma hafði ég ekki ann- að í hyggju en að halda áfram störfum mínum í Landsbankan- um, en Gunnar hvatti mig til þess að íhuga þetta vel. Skemmst er frá því að segja að í ársbyrjun 1994 kom ég til starfa hjá BÍS og hef ekki litið til baka síðan. Það má því segja að Gunnar hafi ver- ið mikill örlagavaldur í mínu lífi og er ég honum ævinlega þakk- látur fyrir það. Gunnar var alla tíð áhugasamur um ganginn í skátastarfinu og síðast fyrir tæp- um tveimur árum kom hann á Endurfundi skáta í Skátamið- stöðinni og hvatti okkur til dáða. Það er með djúpri virðingu sem ég kveð þennan merka mann. Aðstandendum öllum sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur. Júlíus Aðalsteinsson, félagsmálastjóri Bandalags íslenskra skáta. Andið djúpt – hugsið ykkur báru sem fellur að strönd – andið frá og báran fellur frá – það fell- ur að og frá – á milli er andartak eilífðarinnar – Hann Gunnar. Margir myndu eflaust segja, að það hafi aldrei verið kyrrð í kringum hann. Það var þó hann sem kenndi mér fyrir 25 árum að finna kyrrðina og fylla líkamann orku með því að anda rétt. Og al- veg þangað til í vor á þessu ári tók hann þátt í qi gong-æfing- unum með okkur. Nú er hann hættur að anda, en ekki í hugum okkar. Ungur skólastrákur fór í Þjóð- leikhúsið og sá Gunnar leika Pét- ur Gaut, Andra í Andorra, Ham- let, Marat og Galdra-Loft. Hann varð aldrei samur og jafn. Nokkrum árum síðar er strák- ur kominn í Leiklistarskóla Þjóð- leikhússins. Kennari Gunnar Eyjólfsson: Á fyrsta ári. „Nú lærið þið Macbeth eins og hann leggur sig og við setjum hann upp hér í vetur. Ef þið getið farið með texta Shakespeare þá getið þið allt.“ Og þannig hófst okkar bardagi í Þjóðleikhúsinu. Við lékum sam- an í mörgum sýningum og ég leikstýrði honum í einum tólf. Við höfðum mjög öndverðar skoðanir á málefnum leikhússins; ungur róttæklingur að boða meiri áhrif starfsfólks á rekstur Þjóðleikhússins, og hins vegar reyndur leikhúsmaður og stór- stjarna. Það var segin saga, að ef ég stóð upp á fundum Leikara- félags Þjóðleikhússins þá stóð Gunnar upp og hafði aðra skoð- un. Og vica versa. Svo þegar kom að því, að ég átti að leikstýra Sölumaður deyr sagði ég við hann: „Ég vil að þú leikir Willy Loman, en þá verðum við að geta talað saman.“ Það varð úr, 50 sýningar, enn einn sigur Gunn- ars og leikhússins. Í tæp 30 ár áttum við í þessu skemmtilega stríði. Það lá stund- um í loftinu að leikstjórar treystu sér ekki í Gunnar. Þar misstu þeir af miklu. Þetta var ekkert auðvelt, það hvein auðvitað í, en það var rætt tæpitungulaust um hlutina – eitthvað nýtt varð til í ferlinu og blómstraði. Og svo gagnkvæm virðing, væntum- þykja og vinátta alla tíð. Við unnum saman fjögur leik- rit Ólafs Hauks, Milli skinns og hörunds, Kennarar óskast, Þrek og tár og svo Græna landið, en þá var Gunnar kominn undir átt- rætt, á sviðinu allan tímann í 62 sýningum í Keflavík, Reykjavík, Akureyri og Færeyjum. Og við glímdum saman við Prospero í Ofvirðinu, sýslumann- inn í Sveitasinfóníu, og síðast þegar Gunnar var kominn á ní- ræðisaldurinn var það Jónatan í Hart í bak. Aldrei neitt gefið eft- ir – alltaf sami eldmóðurinn og ákafinn. Við hlógum og grétum með öllum þessum körlum hans Gunnars á sviðinu, nokkrir þeirra þrjóskuhausar (eins og sumir), en sannir og skemmtileg- ir. Það var ekki ónýtt að vinna með Gunnari sýninguna Uppgjör við Pétur Gaut, sem hann sýndi á Stóra sviðinu í tilefni af 75 ára af- mæli sínu. Þar lék hann einn stóran hluta leikritsins, sem aldr- ei hafði vikið frá honum þó ald- urinn færðist yfir. Það má geta þess að Ríkisút- varpið flutti Uppgjörið við Pétur, og sjónvarpið hefur sýnt upptök- ur af Þreki og tárum, Græna landinu og Hart í bak. Við hjónin sendum þér Gulla og dætrunum Karitas og Þor- gerði dýpstu samúðarkveðjur með þökkum fyrir allt og allt og hann Gunnar. Þórhallur Sigurðsson, Kveðja frá Skálholti Húsbóndi hans sagði við hann: Gott, þú góði og trúi þjónn. Yf- ir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns. (Matt. 25.21) Sá hinn góði og trúi þjónn, Gunnar Eyjólfsson, er genginn inn til fagnaðar Herra síns að loknu löngu og drjúgu dagsverki. Hann var sannarlega ekki bara trúr yfir litlu eins og þjónninn í dæmisögunni sem hér var vitnað til, heldur á okkar mannlega mælikvarða einnig yfir miklu. En hann hafði það vinnulag að vera jafn trúr yfir öllum verkefnum, stórum og smáum. Í hans augum voru hin smærri jafn þýðingar- mikil hinum meiri. Aðrir munu fjalla um ævi hans og arfleifð. Hér skal aðeins þakkað og þess minnst hversu öflugan vin Skál- holt átti í honum. Hinn 7. nóvember fyrir tveim árum flutti hann síðast ávarp á minningardegi um voðaverkin 7. nóvember 1550 þegar Jón biskup Arason og synir hans Björn og Ari þoldu það píslarvætti að vera leiddir til höggstokks á myrkasta morgni hins nýja siðar. Enginn sem á hlýddi gleymir orðum hans og eldmóði. Við heyrðum blóð hinna myrtu hrópa inn í himininn eins og segir í Fyrstu bók Móse (4. 10) Drottinn sagði: „Hvað hef- urðu gert? Blóð Abels, bróður þíns, hrópar til mín af jörðinni. Fyrir ári var hann einnig þar, en tók ekki til máls. Ég sá til hans síðast þar sem hann sat í bílnum og fylgdist með hópnum sem stóð við minnismerkið um Jón biskup og syni hans og söng upp í vind- inn og úrhellið á móti myrkrinu söng kynslóðanna: In Paradisum deducant te Angeli. Einmitt þannig kveðjum við einnig hann, trúmanninn og pre- dikarann, í þökk og djúpri virð- ingu: Til paradísar leiði þig kór englanna. Við heimkomu þína taki á móti þér píslarvottafjöld, Gunnar H. Eyjólfsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.