Morgunblaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2016 Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@kerfi.is | kerfi.is Fagleg & persónuleg þjónusta Dæmi: KOMO Frábær kaffivél í móttökuna 3.900,- án VSK Þjónusta- & leigugjald á mán. Drykkjarlausnir fyrir þitt fyrirtæki Hagkvæmara en þú heldur! Kæli- og frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666 Fyrstu tölur frá Bandaríkjunum benda til að færri hafi lagt leið sína í hefðbundnar versl- anir og salan þar verið minni á þakkargjörð- ardag og svarta föstudag þetta árið, borið saman við síðasta ár. Greinir Reuters frá þessu en bendir á að þar með sé ekki sagt að heildarsalan yfir þessa miklu útsöluhelgi hafi minnkað; verslanir hafi lengt hjá sér út- sölutímabilið og byrjað útsölur fyrr svo að salan dreifist yfir fleiri daga. Þá heldur sala yfir netið áfram að aukast, en í ár fór heild- arsala bandarískra netverslana á svarta föstudegi í fyrsta skipti yfir þriggja millj- arða dala markið. Mælingar markaðsrannsóknafyrirtækisins RetailNext benda til þess að komum við- skiptavina í hefðbundnar verslanir hafi fækkað um 5% milli ára og sölufærslum fækkað um 7,9% tvo stærstu útsöludagana. Netverslun eykst um fimmtung Adobe Digital Index sýnir að netverslun á þakkargjörðardag og svarta föstudag nam samtals 5,27 milljörðum dala sem er 18% aukning milli ára. Þar af seldist varningur fyrir 3,34 milljarða á svarta föstudag, sem er 21,6% aukning milli ára, og í fyrsta skipti að neytendur keyptu varning fyrir meira en 1 milljarð dala í gegnum snjallsímana sína. Því er spáð að smásöluverslun vestanhafs muni aukast um 3,6% þessi jólin og að bandarískir neytendur muni versla fyrir samtals 655,8 milljarða dala. Mun meðal Bandaríkjamaðurinn verja um 636 dölum í jólagjafir og annan hátíðlegan varning í ár. ai@mbl.is Mikil aukning í sölu yfir netið  Færri heimsóttu búðir en netverslun þeim mun blómlegri á svarta föstudag AFP Tilboð Viðskiptavinir með glæný raftæki fyrir utan verslun í Kaliforníu á svarta föstudag. Seðlabanki Ind- lands hefur lagt á tímabundið bann við því að bankar landsins kaupi skuldabréf. Eins og greint hefur verið frá ákvað ríkisstjórn Narendra Modi fyrr í mánuðinum að ógilda alla 500 og 1.000 rúpía seðla. Í kjölfarið flyktust landsmenn í bankana og lögðu seðlana sína inn á bankabók. Vildi þá ekki betur til en svo að bankarnir, með fullar hendur fjár, tóku til við að kaupa skuldabréf í miklum mæli. Um 6.000 milljarðar rúpía hafa verið lagðir inn hjá bönkunum frá 8. nóvember, jafnvirði um 87 milljarða dala. Hafa bankarnir á sama tíma keypt skuldabréf fyrir jafnvirði tæplega 63 milljarða dala. Fyrir vikið hefur verð skuldabréfa rokið upp og ávöxtunarkrafa lækkað um meira en 50 punkta, sem svo leiddi til þess að inn- og útlánsvextir bankanna hafa lækkað. Að sögn FT hefur indverski seðlabankinn bæði áhyggjur af því að þessi miklu skuldabréfakaup bjagi skuldabréfamarkaðinn, og eins að lægri bankavextir geti haft verðbólguaukandi áhrif. ai@mbl.is Skulda- bréfakaup bönnuð Narendra Modi Farsíminn gæti hjálpað þeim sem ekki eiga bankareikning að sann- færa lánveitendur um gott lánshæfi sitt. Bloomberg greinir frá að Fair Isaac Corp. sem reiknar út FICO- lánshæfiseinkunnina, mest notuðu lánshæfiseinkunn heims, hafi byrj- að samstarf við tvö sprotafyrirtæki sem þróað hafa leiðir til að mæla lánshæfi einstaklinga út frá því hvernig þeir nota farsímann sinn. Verður byrjað að reikna lánshæfi með þessari nýju matstækni í Ind- landi og Rússlandi. Oftar hringt í fjáða Byggjast lánshæfisútreikningarnir meðal annars á því að alla jafna virðist oftar hringt í fólk sem hefur meira milli handanna. Þá er hægt að nota tæknina til að framkvæma persónuleikapróf í gegnum símann og þannig meta lánshæfið. Eins má nota símaskrána til að sjá hvort lán- takandinn er tengdur fólki með laka eða góða greiðslusögu. Í dag eru um tveir milljarðar manna án bankareiknings, en til þessa hefur viðskiptasaga fólks hjá bönkum verið helsta leiðin til að reikna lánshæfi einstaklinga. Rösk- lega 20% allra Indverja eru banka- reikningslausir og nærri 12% Kín- verja og gæti nýja tæknin bætt aðgengi þeirra, og annarra í sömu sporum, að lánum. ai@mbl.is AFP Reikna lánshæfi út frá símanotkun Möguleikar Meðlimir leikhóps í Kína kíkja á símann. Gögn um símanotkun, og jafnvel númerin í símanum geta nýst til að meta lánshæfi einstaklinga. Verkfall flugstjóra varð til þess að þýska flugfélagið Lufthansa varð að aflýsa 2.755 flugferðum í síðustu viku og raskaði það ferðalögum 345.000 manns. Fóru flugstjórarnir í sólarhringslangt verkfall á miðviku- dag en framlengdu verkfallið í þrí- gang. Stéttarfélag flugstjóranna batt enda á verkfallið á sunnudag en hafnaði um leið nýjasta launatilboði flugfélagsins og hótaði frekari verk- fallsaðgerðum í þessari viku. Lufthansa hefur boðið flugstjór- unum samtals 4,4% launahækkun á þessu ári og því næsta en hafði áður boðið 2,5% hækkun. Einnig hefur flugfélagið lagt til eingreiðslu sem jafngildir tæplega tvennum mánað- arlaunum, en vill í staðinn að flug- stjórarnir samþykki breytingar á líf- eyrissparnaðarkerfi þar sem farið yrði úr fastréttindakerfi yfir í ið- gjaldatengt kerfi. Myndi breytingin bæta rekstrarforsendur flugfélags- ins til lengri tíma litið. Eru þetta fyrstu aðgerðir flug- stjóra Lufthansa á þessu ári en frá 2014 hafa þeir lagt niður störf fjór- tán sinnum. Carsten Spohr, forstjóri Luft- hansa, segir að þrátt fyrir góðan hagnað af rekstrinum á síðasta ári sé framtíð flugfélagsins í hættu ef ekki tekst að minnka rekstrarkostnað. Muni flugfélagið þá standa höllum fæti í samkeppni við lággjaldaflug- félög eins og Ryanair og ríkisstyrkt flugfélög landanna við Persaflóa. ai@mbl.is Höfnuðu tilboði Lufthansa AFP Aflýst Farþegi virðir fyrir sér upp- lýsingaskjá á Frankfurtflugvelli.  Hætta á frekari verkfallsaðgerðum flugstjóra í desember

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.