Morgunblaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2016 Við þurfum að stefna að því að hið opinbera verji tvöfalt meiri fjár- munum til stuðnings ís- lenskunni en nú er! Því ljóst virðist nú, að staða íslenskunnar sé smám saman að hopa á flestum vígstöðvum. En um leið er hún; ásamt bók- menntunum okkar; helsta réttlæting okkar fyrir að mega teljast sjálfstæð þjóð; að mati nágrannaþjóðanna. Því verð- ur að endurskapast almenn vitund- arvakning um þessa stöðu okkar í heild sinni; því flest viljum við að Ís- land haldi áfram að vera sjálfstætt þjóðríki. Undanhaldið birtist á mörgum sviðum: A) Í minnkandi tíma sem grunn- skólanemar hrærast í íslenskum bók- lestri sér til afþreyingar og dægra- styttingar. B) Í vaxandi ásókn frá margskonar skjámiðlum á erlendum tungu- málum, eftir athygli þeirra og tíma. C) Í vaxandi fjölda annarra skóla- faga en íslensku sem keppa um at- hygli þeirra; svosem raungreina, við- skiptagreina, og fleiri tungumála. D) Einnig valgreina af öðru tagi í grunnskólum og framhaldsskólum; svo sem tónlistar, myndlistar, iðn- greina, heilbrigðisgreina og íþrótta. E) Þá má nefna aukinn þrýsting á að nota frítíma grunnskólanema til markviss fagnáms; með þeim afleið- ingum að bókmenntaiðjan snýst æ meira upp í að ná sér í hærri ein- kunnir; með meðfylgjandi sundur- klipptri athygli á þeirri flæðandi sem gefur af sér gróskuna í tungu- málanautninni og bókmenntaiðjunni. F) Þetta verður svo til þess að unga fólkið fær minni orðaforða á ís- lensku og minni leshraða. G) Einnig minni stílfærni. H) Einnig skortir það þá dýptina sem kemur jafnvel fram hjá lang- lærðum sérfræðingum svosem sum- um íslenskufræðingum á meistara- stigi í ritlist! I) Annar angi er svo nýbúavæð- ingin: Hlutfall nýbúa fer nú vaxandi. J) Hlutdeild íslenskunnar verður jafnan minni í nýbúunum eftir því sem þeir flytjast eldri til landsins. Þar má því lengi styðja við aukna ís- lenskufræðslu hinna fullorðnu nýbúa. K) Vaxandi misbrestur virðist verða á íslenskutileinkun nýbúa- barna á skólaaldri eftir komualdri; svo ekki veitir þar af tvöföldu fjár- magni að heldur. Enda getur ónóg ís- lenska hamlað námsframvindu þeirra almennt. Heildarfjöldi nýbúa á Íslandi er rúm tuttugu prósent landsmanna nú þegar, ef allt er talið. En ef sú tala meir en tvöfaldast á næstu áratug- um, ríður á að okkar íslenska tunga og bók- menntir nái að melta aðkomumenningu þeirra sér til hagsbóta, þannig að þjóðin missi ekki móðinn við að lifa og hrærast í íslensk- unni; og missi ekki hvatann til að verða sjálfstæðari en t.d. Grænlendingar og Færeyingar. L) Önnur hlið á þessu er bókmennt- irnar: Við mættum einnig tvöfalda alla opinbera styrki til þeirra. M) Hnignunareinkenni eru þar að skáldsögurnar og ljóðin eru þegar að verða einfaldari á síðustu áratugum. N) Enn önnur þörf er svo að auka fortíðartengslin okkar við eigin bók- menntaarf og sögu, með því að hampa sérstaklega okkar eldri núlif- andi skáldum sem og hinum látnu. O) Það er svo annað mál hvað mætti skera niður í skólakerfinu á móti: erlend tungumál, stærðfræði, kristnifræði, tónlist eða myndlist? P) Huga má svo að fleiru skyldu; svosem málfarsráðunautum fyrir fjölmiðla, hreintynglingslegri mannanafnalögum á kostnað er- lendra nafna nýbúa, og íslenskunámi fyrir brottflutta Íslendinga; og minni rafbókavæðingu og hljóðbókavæð- ingu. Við þetta ber að hafa í huga, að tungan er það flóknasta og þjóðleg- asta sem hver þjóð á. Q) Þjóðtungan er líka uppspretta tilvistarlegrar öryggiskenndar: Við ferðalangarnir finnum glöggt að vegna fámennis stendur íslensku- mælandi þjóðríkið hallari fæti en t. d. Danmörk, Spánn, England, Ítalía, Austurríki, og jafnvel Kanada. Þetta mál hyggst ég nú kryfja nán- ar hér á næstu árum. En nú vil ég aðeins ljúka máli mínu með þjóðlegri ferskeytlu úr nýlegri ljóðabók minni, en hún er svona: … Brennisóley bráðum verður sólskinsbrúna stúlkan mín; hrífuknáa hnátan, Gerður; heykist þegar dagur dvín. Eftir Tryggva V. Líndal » Við þurfum að stefna að því að hið opin- bera verji tvöfalt meiri fjármunum til stuðnings íslenskunni en nú er! Því ljóst virðist nú, að staða íslenskunnar sé smám saman að hopa á flestum vígstöðvum. Tryggvi V. Líndal Höfundur er skáld og menningar- mannfræðingur. Hægjum á undan- haldi íslenskunnar! Þeim ætlar seint að linna átökum um bygg- ingu nýs spítala við Hringbraut. Hinn 24. október sl. kom tólf síðna kálfur með einu dagbaðanna þar sem mynd var af heilbrigð- isráðherra að kasta torfi upp í loftið. Við fyrstu sýn kom upp í hugann enn eitt kosn- ingaplaggið en þegar grannt var skoðað kom í ljós að þetta voru lof- greinar um uppbyggingu á Landspít- alanum við Hringbraut. Þarna voru menn og mannvirki dásömuð út í eitt en plaggið var gefið út af einhverjum sem kalla sig „Nýr Landspítali ohf.“ sem mun vera umsjónaraðili með verkefninu. Þar sem skoðun mín er sú að heil- brigðiskerfið og uppbygging þess eigi að snúast um sjúkdóma fólks í land- inu, sársauka, kvíða, angist og líf og dauða, fór ég að leita að orðinu sjúk- lingur og eftir þónokkra leit kom í ljós að það var á tveimur stöðum á öll- um þessum tólf síðum. Það sem kom svo upp í huga var að þessu yrði nú fljótlega svarað af andstæðingum uppbyggingarinnar við Hringbraut enda stóð ekki á þeim frekar en fyrri daginn. Í Morgunblaðinu hinn 27. október sl. birtist síðan svargrein með sömu rökum og alltaf koma frá þeim nema nú beindu þeir spjótum sínum að þeim ein- staklingum sem að verkefninu sneru en minntust ekkert á sjúk- linga þessa lands frekar en fyrri daginn. Hvort það sé vænna til árang- urs skal ósagt látið. Það er undirrituðum alveg ómögulegt að skilja hvernig hægt er að fjalla um þessi bygg- ingamál og reyndar heilbrigðismálin í heild án þess að minnast á sjúklinga þessa lands. Árið 1987 var reist bygging sem var kölluð „Tann- garður“ í daglegu tali en gengur und- ir nafninu Læknagarður. Ef minnið svíkur mig ekki átti þessi bygging að vera upphafið af frekari uppbyggingu á Landspítalalóðinni sem síðan varð ekkert af. Í þessu samhengi er auð- velt að geta sér til um það, að und- irbúningurinn að þeim fram- kvæmdum sem þá voru ákveðnar hafi hafist um eða eftir 1980 og þá hafi legið fyrir þörf fyrir aukna þjónustu við sjúklinga landsins. Samkvæmt Hagstofunni voru íbú- ar landsins hinn 1. janúar 1980 226.948 en nú þrjátíu og sex árum síð- ar eru þeir orðnir 332.529 sem mun vera um 46% fjölgun. Ekki sést að það hafi orðið 46% aukning á bygg- ingaframkvæmdum við Landspít- alann. Þar til viðbótar hefur ferða- mönnum fjölgað margfalt, sérstaklega síðustu árin. Því miður var ekki haldið áfram með þær fram- kvæmdir sem byrjað var á eftir 1980 og væri staða sjúklinga landsins önn- ur en nú er ef svo hefði verið. Þetta sýnir hversu gríðarlega mikilvægt það er að halda áfram þeirri upp- byggingu sem nú er hafin á Landspít- alalóðinni við Hringbraut svo að sjúk- lingar sjái að verið sé að byggja upp betri þjónustu við þá. Það er fárán- legt að leggja það á sjúklinga að búa við óbreytt ástand næstu tólf til fimmtán árin, nóg hafa þeir þurft að gang í gegnum síðustu áratugina. Væri möguleiki að þessir gagn- stæðu hópar gætu komist að sam- komulagi, t.d. um þá hugmynd að byggður yrði spítali á einhverjum stað sem yrði þá viðbót við Landspít- alann og uppbyggingunni við Hring- braut yrði haldið áfram og henni hraðað. Í þeim spítala mætti m.a. sameina þá þjónustu sem er einka- rekin víða um borgina. Það er kominn tími til að menn slíðri sverðin og fari að tala saman með þarfir sjúklinga í forgrunni. Eftir Jón H. Guðmundsson » Því miður var ekki haldið áfram með þær framkvæmdir sem byrjað var á eftir 1980 og væri staða sjúklinga landsins önnur en nú er ef svo hefði verið. Jón H. Guðmundsson Höfundur er ellilífeyrisþegi og krabbameinssjúklingur. Spítali á einhverjum stað Svo virðist sem mörgum, í það minnsta stjórn- málamönnum, hugn- ist það að Ísland gangi í Evrópusam- bandið. Þar eð stjórnmála- menn eru kosnir til þess að gæta þjóðar- hagsmuna og skapa og varðveita þá stjórnarfars- og efnahagslegu um- gjörð sem tryggir hverjum og ein- um Íslendingi tækifæri til að lifa og dafna eins og hugur hans stendur til, auðvitað að því gefnu að hann skaði ekki náungann, þarf að hafa ofangreint í huga. Ljóst er að við getum hvort sem er í eða utan ESB not- ið há- og lágmenn- ingar evrusvæðisins og því skiptir menn- ingin ekki sköpum þegar tekin er afstaða til ESB-aðildar. Það er því líklegast að efnahagslegar ástæður komi til með vega þyngst þegar ákvörðun um aðild að ESB eða ekki er tekin. Sé litið til hagvaxtar á evrusvæðinu sam- anborið við hagvöxt á Íslandi á tímabilinu 2004 til 2015 þá var heildarhagvöxtur mældur á föstu verðlagi vergrar lands framleiðslu um 12% á móti 48%. Sé litið á ESB-svæðið í heild þá var vöxtur yfir sama tímabil 14%. Sé litið til atvinnuleysis, sem víti til varnaðar, þá var atvinnuleysi á Íslandi 4% að meðaltali árið 2015 á meðan það var 9,4% á ESB- svæðinu og 10,9% að meðaltali í evrulöndum. Í atvinnuleysinu fel- ast tapaðar tekjur auk þess að með auknu atvinnuleysi aukast út- gjöld í formi atvinnuleysisbóta. Lauslega áætlað þýðir það að ef atvinnuleysi á Íslandi hefði verið það sama og á evrusvæðinu árið 2015 hefði töpuð verg landsfram- leiðsla numið 152 milljörðum króna og auknar atvinnuleysis- bætur 23,8 milljörðum á árs- grundvelli. Verg landsframleiðsla hefði þá orðið 2.053.000.000 í stað 2.205.439.000.000, að viðbættum 23.800.000.000 útgjaldaauka vegna atvinnulausra. Þessar hagtölur, fengnar frá Eurostat, Hagstofu Íslands og Vinnumálastofnun, benda til þess að Íslendingum hafi ekki vegnað illa þótt á móti hafi blásið og því erfitt að réttlæta ESB- og/eða evruaðild á efnahagslegum for- sendum. Allt tal um myntráð, þar sem oftast er talað um evru sem akker- ismynt, er á frumstigi og af þeim sökum lítið annað en draumórar. Hver er akkerismyntin, hver er nauðsynleg upphæð hennar með hliðsjón af æskilegu peningamagni í umferð og því tengt, er núver- andi gjaldeyrisforði nægjanlegur eða verður að bæta við hann? Þar eð Seðlabankinn yrði aflagður, með hvaða hætti yrði lánum til þrautavara fyrirkomið? Öll nefnd atriði og fleiri gera það að verkum að nefnd stefna á myntráð er lítið annað en pípudraumur og naumast gott og gilt markmið á þessu stigi og því innantóm í pólitískri mark- miðssetningu og umræðu. Lög og reglur réttarríkisins, þar með talin mannréttindi, getum við og eigum að standa vörð um. Þar sem samningar og samskipti yfir landamæri eru nauðsynleg göng- um við til verks sem fullvalda þjóð. Það er ekki alltaf á það treyst- andi að grasið sé grænna hinum megin girðingar. Eftir Þorbjörn Guðjónsson Þorbjörn Guðjónsson » Það er ekki borð- leggjandi að það sé Íslendingum til fram- dráttar að gerast hluti af ESB eða þá evru- svæðinu. Höfundur er cand. oecon. Hvers vegna aðild Íslands að Evrópusambandinu? Þegar ég leit yfir kosningaloforð flokk- anna fyrir nýliðnar al- þingiskosningar vökn- aði mér um augun. Allir lýstu þeir áhuga sínum á að rétta öldruðum og öryrkjum hjálparhönd, vinna gegn fátækt – sem væri svartur blettur á þjóðinni – og bæta vel- ferðarkerfið. Stuðningur skyldi út- vegaður þeim sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Menntun og menningu yrði stutt vandlega við. Til að fá allt þetta og meira til þyrftum við ekki annað en kjósa – rétt. Þökk sé almættinu hugsaði ég. Augu stjórnmálamanna hafa opnast – þeir hafa séð ljósið. Auðvitað viss- um við að þetta kallaði á útgjöld, en það var tæpast vandamál eins vel og þeir höfðu haldið á spilunum undan- farin ár. Tekjur höfðu aukist, nýr fiskistofn hafði tekið sér bólfestu á miðunum við landið og fjöldi ferða- manna hafði margfaldast og þar með tekjur af þeim. Seðlabankinn var að springa af uppsöfn- uðum gjaldeyri. Greinilega var nóg til af peningum. Okkur sem er annt um að allir landsmenn búi við vel- ferð og öryggi – og það á vonandi við um okk- ur öll – höfum enga ástæðu til að ætla að stjórnmálamennirnir meintu ekki það sem þeir sögðu, og að fjár- munir til verksins væru til. Við rásmarkið Eftir nokkra daga fáum við væntanlega ríkisstjórn og þing- meirihluti skýrist. Sama er hvaða flokka við fáum í valdastólana því að í ofanefndum mannúðar- og velferð- armálum eru þeir sammála. Ef hinn nýi forseti okkar – og vel- kominn sé hann til starfa – þarf að skipa utanþingsstjórn, væntanlega sérfræðing í hvert ráðuneyti, þá eiga þeir auðvitað vísa aðstoð for- ystumanna allra flokka. Þeir geta t.d. lagt fram loforðin, upplýsingar um hvað þeir töldu forgangsmál – og svo auðvitað bent á hvernig átti að fjármagna framkvæmdirnar. Launastefnan Slæmt var að nýliðnu Alþingi gafst ekki tími til afþakka þann blauta sjóvettling sem kjararáð há- launaðra ráðamanna sló framan í al- þýðu landsins áður en þingi var slit- ið. Það hefði verið reisn yfir því. Þetta eitt er tilefni til að kalla Al- þingi saman. Mitt ráð er að kjararáð verði leyst frá störfum og ráðamenn sem fengu flestir tuga prósenta launa- hækkun afþakki hana strax – áður en einhverjir aðrir gera það fyrir þá. Þingmenn, nú er tækifærið Eftir Baldur Ágústsson » Í mannúðar- og vel- ferðarmálum eru all- ir flokkar einhuga. Það er ekki eftir neinu að bíða. Þökk sé þing- mönnum öllum. Baldur Ágústsson Höfundur er fv. flugumferðarstjóri, forstjóri og forsetaframbjóðandi. baldur@landsmenn.is – landsmenn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.