Morgunblaðið - 28.11.2016, Side 18

Morgunblaðið - 28.11.2016, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ HarðstjórinnFidelCastro féll frá á föstu- dagskvöld sam- kvæmt upplýs- ingum frá yngri bróður hans Raúl. Í nær sex áratugi hafa þeir bræður ráðið öllu á Kúbu og stýrt lands- mönnum harðri hendi. Fyrstu fimm áratugina var Fidel ein- valdur en síðasta áratuginn hafa þeir Raúl haldið saman um stjórnartaumana, Raúl í vaxandi mæli vegna aldurs og veikinda Fidels, sem var ní- ræður þegar hann féll frá. Raúl er sjálfur ekkert ung- lamb, 85 ára gamall. Það var mikil ógæfa, ekki aðeins fyrir Kúbu, heldur fyr- ir fjölda annarra ríkja og raunar heimsbyggðina alla, að maður eins og Fidel Castro skyldi ná völdum á Kúbu fyrir tæpum sex áratugum. Ekki vegna þess að sá sem hann felldi af stalli hafi verið til sér- stakrar fyrirmyndar, heldur vegna þess hve vel Fidel Castro gekk að halda völdum í allan þennan tíma, og hversu langt hann var tilbúinn að ganga til að tryggja áfram- haldandi völd sín. Vinstrimenn á Vestur- löndum hafa stundum leyft sér að tala eins og Fidel Castro væri annars konar og betri harðstjóri en aðrir slíkir. Að hann brynni fyrir hug- sjónir sínar og nefndu langar ræður hans um marx- lenínisma og félagslega vel- ferð því til staðfestingar. Og á þessari kveðjustund vitna þeir jafnvel um að þeir hafi allt að því kiknað í hnjáliðunum við að hitta hinn mikla byltingar- leiðtoga. Þetta viðhorf er meðal ann- ars til marks um hve mikill markaðsmaður Fidel Castro var, þó að hann gæti talað þindarlaust gegn frjálsum markaði. Hann kunni öðrum betur að markaðssetja sjálfan sig sem byltingarhetju og mann fólksins á sama tíma og hann kúgaði alþýðuna og fangelsaði, drap eða flæmdi úr landi alla þá sem ekki sættu sig möglunarlaust við ógn- arstjórn hans á eyjunni. Sósíalíski hugsjónaeldurinn sem Fidel Castro lét líta út fyrir að réði öllum ákvörð- unum sínum var miklu frekar til marks um hentistefnu enda fór sá eldur ekki að brenna fyrr en byltingarleiðtoginn þurfti að vingast við Sovét- ríkin og fá stuðning þeirra, efnahagslegan og annan. Harðstjórnin á Kúbu hefur verið sama marki brennd og harðstjórn hvarvetna, hvort sem hún er falin á bak við sósíalisma eða aðrar villu- kenningar. Afleið- ingar þessarar kúgunar og of- stjórnar hafa verið skortur og fátækt og þess vegna þurfti Fidel Castro að snúa sér að Sovétríkjunum á sjöunda áratugnum. Síðar, þegar þeirra naut ekki lengur við, sneri hann sér að olíu- framleiðandanum Venesúela. Þar kom hann sér upp vinum sem dældu olíu inn í kúb- verska hagkerfið á meðan olían var á nægilega háu verði til að Venesúela hefði fjár- hagsleg tök á slíku. Síðan hef- ur dregið mjög úr því, bæði vegna þess að stjórnarhætt- irnir í Venesúela hafa líkst um of stjórnarháttum á Kúbu með tilheyrandi efnahagsvanda, og vegna þess að olíuverðið hefur orðið óhagstæðara framleið- endum. Áhrif Kúbu á Venesúela eru aðeins hluti af þeim áhrifum sem utanríkisstefna Fidel Castro hefur haft í gegnum tíðina, en hann hefur, meðal annars með hernaðaraðstoð, stutt við þóknanlega hópa og ýtt undir ófrið. Þetta hefur iðulega verið gert í nafni fjandskapar við Bandaríkin, en fljótlega eftir byltinguna gerði hann þau að helsta óvini sínum, meðal annars með þjóðnýtingu á eignum banda- rískra borgara, þó að hann hafi áður talað vinsamlega til Bandaríkjanna og látið eins og hann berðist fyrir frelsi og lagabótum til handa íbúum Kúbu. Fjöldi stuðningsmanna hans trúði þeim orðum fyrir byltingu og varð fyrir von- brigðum þegar hann tók upp hefðbundna kúgunarstefnu harðstjóra og leitaði ásjár Sovétríkjanna. Einn þeirra, sem höfðu siglt með honum til Kúbu vegna byltingarinnar og barist með honum til sigurs, lýsti því svo að byltingar- mennirnir hefðu verið tilbúnir að mæta dauða sínum í barátt- unni fyrir frelsið, en þegar Fidel Castro hefði náð völdum hefði hann drepið frelsið. Kúbumenn eiga eins og aðr- ir betra skilið en kúgun Castro-bræðra eða þeirra sem Raúl mun velja sem eftir- menn. Yfirlýsingu sinni um dauða harðstjórans lauk Raúl með einkunnarorðum bylting- arinnar: Fram til sigurs, allt- af. Þýðingarmikið er fyrir Kúbumenn að þau orð nái ekki fram að ganga og að þessi tímamót verði nýtt til að reisa Kúbu úr rústum harðstjórnar- innar. Fidel Castro skilur eftir sig land í rústum undir stjórn Raúl bróður síns} Harðstjóri fallinn T alsverð umræða hefur skapast um utanþingsráðherra vegna ákvörð- unar Pírata að falla frá þeirri stefnu sinni að hafna þátttöku í ríkisstjórnarsamstarfi þar sem þingmenn eru ráðherrar. Sú stefna var sam- þykkt með nær öllum atkvæðum í kosn- ingakerfi Pírata í febrúar og var hluti af stefnuskrá flokksins fyrir þingkosningarnar í lok síðasta mánaðar. Stefnan þótti hins vegar eftir kosningar til þess fallin að gera Pírötum erfitt fyrir að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi eftir kosningarnar og var því ákveðið að breyta henni þannig að hún ætti aðeins við þingmenn flokksins. Burtséð frá þeirri framgöngu Pírata að boða eitt fyrir kosningar og gera svo eitthvað allt annað eftir þær, vinnubrögð sem þeir höfðu sjálfir fordæmt skömmu fyrir kosningar og kallað svik við kjósendur, þá hefur sú umræða lengi átt sér stað hvort ráðherrar, handhafar framkvæmdavaldsins, ættu einnig að vera sem þingmenn handhafar löggjafarvaldsins. Þetta hefur ekki þótt samræmast hugmyndum um þrí- skiptingu valdsins sem rekja má til franska heimspek- ingsins Montesquieu. Vel má taka undir það að æskilegt sé að slík þrískipting valdsins sé að öllu leyti til staðar. Það eru skýr skil á milli löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds. Hér á landi eru þau skil fyrir hendi ef undan er skilin sú stað- reynd að sömu einstaklingar og fara með æðsta fram- kvæmdavaldið eru einnig handhafar löggjaf- arvalds. Það er ráðherrar. Persónulega tel ég þetta fyrirkomulag að vísu ekki sérstakt vandamál enda til staðar víða erlendis svo sem í hinum löndunum á Norðurlöndum. Hins vegar ef áhugi er fyrir því að breyta þessu tel ég vel þess virði að velta því fyrir sér að taka mið af því fyrirkomulagi sem fyrir hendi er í Bandaríkjunum. Þar er æðsti hand- hafi framkvæmdavaldsins, forsetinn, kosinn í sérstakri kosningu. Hann velur síðan ein- staklinga í ráðuneyti sitt. Taki þingmenn sæti í ríkisstjórn verða þeir að afsala sér þingsæti sínu. Þannig eru skýr skil til staðar á milli lög- gjafarvaldsins, þingsins, og framkvæmda- valdsins, forsetans og ríkisstjórnar hans. Forsetinn er um leið þjóðhöfðingi Banda- ríkjanna og má segja að hann fari með sama vald og forseti og forsætisráðherra Íslands. Með þessu móti mætti ekki aðeins koma á algerri þrískiptingu valds- ins hér á landi heldur einnig sameina forsetaembættið, sem var í raun sett á laggirnar sem arftaki þess hlutverks sem höfuð danska konungdæmisins hafði áður hér á landi, og forsætisráðherraembættið. Þetta þýddi að kjósa mætti til forseta og þings á sama tíma og æðsti handhafi framkvæmdavaldsins væri kosinn í beinni kosningu af þjóðinni í stað þess fyrirkomulags sem fyrir hendi er í dag að eini einstaklingurinn sem kos- inn er með þeim hætti hefur í bezta falli mjög takmörkuð völd. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Sá valdamesti kosinn beint STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Þ jóðskjalasafni Íslands hefur frá því í maí 2010 borist 37 fyrirspurnir varðandi skjalasafn rannsókarnefndar Al- þingis um fall bankanna. Sumar þessara fyrirspurna voru afar um- fangsmiklar eða í allt að 200 liðum. Í mörgum tilfellum er óskað eftir að gögn varðandi feril ákveðins máls séu fundin og slíkt getur kallað á afar viðamikla rannsókn. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar kom út í apríl 2010 og var mikil að vöxtum, alls 9 bindi og samtals um 2.340 blaðsíður. Nefndin afhenti síð- an Þjóðskjalasafninu gögnin, sem afl- að var við gerð skýrslunnar, samtals níu gagnagrunna og nálægt tugi þús- unda rafrænna skjala af margvíslegu tagi. Umfang pappírsskjala er um 10 hillumetrar, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskjalasafninu. Upplýsingalög gilda um aðgang að skjalasafni rannsóknarnefndarinnar og samkvæmt þeim er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni ein- staklinga og fyrirtækja, sem sann- gjarnt er og eðlilegt að fari leynt, nema sá sem á í hlut veiti samþykki. Lítill hluti opinber Aðeins lítill hluti gagna rann- sóknarnefndarinnar er opinn al- menningi. Þjóðskjalasafnið segir að stór hluti gagnanna sé afar viðkvæm gögn í skilningi laga og það bryti í bága við ýmis lög, sem snerta með- ferð slíkra gagna, að veita almenn- ingi aðgang. Þjóðskjalasafnið hefur m.a. fengið ýtarlegar beiðnir frá erlendum og innlendum tryggingafélögum um að- gang að gögnum úr fórum rannsókn- arnefndarinnar. Eru þessar beiðnir hluti af gagnaöflun vegna dómsmála sem slitastjórnir gömlu bankanna höfðuðu til að fá greiðslur vegna svo- nefndra stjórnendatrygginga sem bankarnir keyptu. Tryggingafélögin neituðu að borga á þeirri forsendu að lögbrot hefðu verið framin í rekstri bankanna; fram á það hefði m.a. ver- ið sýnt í skýrslu rannsóknarnefnd- arinnar. Óskum tryggingafélaganna um að- gang að gögnum rannsóknarnefnd- arinnar hefur almennt verið hafnað og í öllum tilfellum, nema tveimur, hefur úrskurðarnefnd um upplýs- ingamál staðfest þá niðurstöðu í mál- um sem vísað hefur verið þangað. Tryggingafélögin hafa raunar einnig óskað eftir upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu og Seðlabank- anum en lítið orðið ágengt. Hart tekist á Þjóðskjalasafnið segir að beiðnir um aðgang að gögnum séu ávallt teknar fyrir og metnar á grundvelli laga. Í 13 tilfellum af 37 hafi verið veittur aðgangur að gögnum rann- sóknarnefndarinnar í heild eða að hluta. Í flestum tilfellum hafi verið um að ræða aðgang að eigin skýrslu eða aðgang að gögnum vegna rann- sóknar. Þá hafi rannsakandi, t.d. sak- sóknari í máli, haft heimildir til að- gangs að gögnunum, stöðu sinnar vegna. Stundum hefur verið hart tekist á um aðgang að upplýsingum rann- sóknarnefndarinnar. Eitt málið fór raunar alla leið til Hæstaréttar. Það var mál sem slitastjórn SPB hf., áður Icebank, höfðaði til að fá aðgang að tilteknum hlutum úr skýrslum, sem átta starfsmenn Seðlabanka Íslands gáfu fyrir rannsóknarnefndinni. Þjóðskjalasafnið hafnaði beiðninni og bæði héraðsdómur og Hæstiréttur staðfestu þá niðurstöðu. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóð- skjalasafninu er annað mál af þessu tagi í uppsiglingu. Tíu hillumetrar af rannsóknargögnum Morgunblaðið/Kristinn Skýrsla Rannsóknarnefnd Alþingis afhenti Þjóðskjalasafni gögn sín. Mikil vinna og kostnaður hefur falist í því að afgreiða beiðnir um gögn úr safni rannsóknar- nefndarinnar. Í skriflegu svari Eiríks G. Guðmundssonar, þjóðskjala- varðar til Morgunblaðsins, seg- ir að vinna safnsins felist í að finna gögn í samræmi við óskir fyrirspyrjenda en fyrir komi að spurt sé um gögn sem rann- sóknarnefndin hafði ekki í fór- um sínum og safnaði jafnvel aldrei. Þá þurfi að leggja mat á þau gögn sem eru í skjölum nefndarinnar, hvort viðkomandi eigi rétt á að fá gögnin og hvort hætta sé á að þeir hags- munir, sem eru tilgreindir í skjölunum, skaðist ef upplýs- ingar eru veittar. Loks þurfi að afgreiða beiðnina með lög- formlegum hætti. Allt þetta sé afar tímafrekt og krefjist sérþekkingar, bæði á sviði skjalavörslu og á þeim lagaramma sem fjallar um að- gang að slíkum gögnum. Mikil vinna og kostnaður GAGNABEIÐNIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.