Morgunblaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2016 ✝ Sigrún RósaSteinsdóttir fæddist 12.10. 1920 í Hafnarfirði. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 16.11. 2016. Sigrún, alltaf kölluð Bíbí, var dóttir hjónanna Steins G. Her- mannssonar, f. 1. október 1887, d. 3.5. 1953, og Maríu Jónsdóttur, f. 18. febrúar 1895, d. 18. desem- ber 1977. Tvíburasystir Sigrún- ar er Þórdís Steinsdóttir, kölluð Dídí, en hún lifir systur sína. Uppeldisbróðir þeirra var Sig- mar Guðmundsson, f. 25.12. 1916, d. 24.9. 1985. Þann 14. júní 1947 giftist Sig- rún Einari G. Ólafssyni vél- stjóra, f. 13.3. 1921 , d. 2.12. 1984. Börn þeirra eru 1) Steinunn María, f. 11.7. 1949, d. 27.6. 2016, gift Páli Einarssyni, börn þeirra eru Sigrún, Einar og Gunnar Þór. 2) Ólafur, f. 13.5. 1952, gift- ur Drífu Kristjánsdóttur, börn þeirra eru Fannar, Björt og Eld- ur. 3) Gunnar, f. 25.5. 1955, gift- ur Sigríði Dísu Gunnarsdóttur, börn þeirra eru Hrafnhildur María, Andri og Gunnur Líf. Langömmubörnin eru nítján og langalangömmu- börnin eru tvö. Dætur Einars eru Guðný Fríða, f. 1941, og Áslaug Anna, f. 1947. Sigrún ólst upp í Hafnarfirði og gekk í Barnaskóla Hafn- arfjarðar en seinna fór hún í Hús- mæðraskólann í Reykjavík. Bíbí vann í Apóteki Hafnarfjarðar og í blómabúðunum Blóm og ávext- ir og Sóley áður en hún giftist Einari. Hún var mest heimavinn- andi þegar börnin voru ung en vann jafnframt ýmis störf jafn- hliða heimilisstörfunum, svo sem við ræstingar, netahnýtingar og blómaskreytingar. Lengst af vann hún með manni sínum í íþróttahúsi Hafn- arfjarðar við Strandgötu, eða í tæp 20 ár. Bíbí átti alltaf heima í Hafnar- firði, lengst á Öldugötu 48 og síðan á Hjallabraut 9. Hún fór á hjúkrunarheimilið Hrafnistu 2015. Sigrún Rósa verður jarð- sungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 28. nóvember 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. Elskuleg móðir mín er nú látin 96 ára gömul. Hún lést með reisn og að mér finnst sátt við sitt lífs- hlaup. Hún kvaddi sitt fólk með sínum hætti og var tilbúin að fara. Ég vil trúa því að nú sé fagnaðar- fundur þegar mamma, Steinunn systir sem lést á þessu ári, pabbi og amma María hittast, þar er glatt á hjalla eins og á Öldugöt- unni forðum. Upp í hugann koma fjölmargar góðar og skemmtileg- ar minningar, minningar um góða móður sem var ávallt áhugasöm um velferð barna sinna og allrar fjölskyldunnar. Ekki síst var hún hvetjandi þegar kom að menntun og að styðja vel við þá sem minna mega sín. Mamma var fróðleiks- fús, las mikið, sérstaklega ævi- sögur og frásagnir af högum fólks. Áhugi á fólki var henni í blóð borinn, hún fór ekki í mann- greinarálit. Það var mamma sem hvatti fólkið sitt mest til að ljúka áföngum, ganga menntaveginn eins og þá var gjarnan sagt. Mamma var glaðvær, glæsileg kona sem hafði gaman af sam- skiptum við unga sem aldna. Sér- staklega hafði hún gaman af hverskyns mannfögnuðum og samveru við stórfjölskylduna. Hún naut þess að fara í ferðalög, hlusta á góða tónlist og sækja leikhús, vildi hafa líf og fjör í kringum sig. Hún ræktaði sam- skipti vel, við vini sína, frændfólk og fjölskyldu, öll nálgun var á uppbyggilegum nótum, hún mátti aldrei neitt aumt sjá. Þessir eðl- iskostir gerðu nærveru hennar einstaklega góða, ég man ekki eftir neinum sem ekki þótti vænt um hana móður mína. Það var hún sem hrósaði, hlustaði, hvatti og faðmaði. Það var mamma sem spurði hvernig börnunum liði, fjölskyldunni, það var hún sem mundi alla afmælisdaga og hringdi reglulega í alla til að spyrjast fyrir um hagi. Já það var hún sem hélt með báðum liðum þegar svo vildi til að fjölskyldu- meðlimir voru hver í sínu liðinu. Hún hélt alltaf með sínu fólki og hún var stolt af því, sá eitthvað frábært í hverjum og einum. Hún hafði líka ríka réttlætiskennd, þoldi ójöfnuð illa og vildi að allir fengju tækifæri. Hún var jafnað- armanneskja, hún var hafnfirsk- ur krati eins og hún móðuramma mín sem lengst af skúraði í Iðn- skólanum í Hafnarfirði þegar ég var gutti, þar hjálpaði ég stund- um til ásamt mömmu, það voru góðar stundir og oft hlegið mikið. Mikla áherslu lagði mamma á trúna og mátt bænarinnar, kenndi okkur fjölmargar bænir sem gott hefur verið að kunna á lífsleiðinni. Hógværð og auðmýkt koma líka upp í hugann núna. Það kostaði miklar rökræður að fá þær tvíburasystur, Bíbí, eins og mamma var alltaf kölluð, og Dídí systur hennar til að taka þátt í auglýsingaherferð þar sem mynd af þeim sem eineggja tvíburum birtist m.a. framan á síma- skránni, stórglæsilegar voru þær þar án fyrirhafnar. Mamma vildi ekki trana sér fram eða vera áberandi, hún þurfti þess ekki, hún hafði ekki þörf fyrir neinn ytri hégóma, styrkur hennar lá í innri gildum sem hún af staðfestu fylgdi og vék ekki frá. Ég sakna móður minnar, um leið og ég er þakklátur fyrir leiðsögn hennar og sanna væntumþykju í 61 ár. Blessuð sé minning hennar mömmu sem var mér og öðrum svo góð fyrirmynd. Gunnar Einarsson. Tengdamóðir mín, Sigrún Rósa Steinsdóttir, Bíbí, er látin. Hún lést í hárri elli, 96 ára gömul. Síðustu vikur og mánuðir voru henni erfiðir og heilsu hennar hrakaði ört en andleg færni henn- ar var næstum óskert fram á það síðasta. Hún fæddist 1920 og var önnur tvíbura. Hin er Þórdís og voru þær alltaf kallaðar Bíbí og Dídí. Þær ólust upp í Hafnarfirði og voru einu börn foreldra sinna, Maríu og Steins. Þær hlutu kær- leiksríkt uppeldi og þeim var inn- rætt að hjálpa öðrum eins og góð- um hafnfirskum krötum sæmdi. Það var oftar en ekki að þær voru sendar með mat á heimili þar sem fjárráð voru lakari en heima. Þessi samhjálp var henni því í blóð borin og var með henni alla tíð. Hún giftist Einari Ólafssyni 1947 en hann lést 1984. Börn þeirra eru Steinunn, sem lést í júní 2016, Ólafur og Gunnar. Barnabörnin níu, barnabarna- börnin 19 og barnabarnabarna- börnin tvö. Geri aðrir betur! Jafn- framt átti Einar dæturnar Guðnýju Fríðu og Áslaugu Önnu og kemur þaðan stór ættbogi. Bíbí hafði þann sérstaka eig- inleika að láta öllum í þessum stóra hópi líða jafn vel og sýndi öllum mikið ástríki. Hún var gegnheil og góð manneskja. Og kurteis var hún. Aldrei talaði hún illa um nokkurn mann en vissu- lega voru til karakterar sem henni var svolítið í nöp við. Kem- ur þá helst upp í hugann Gordon Brown þegar Icesave-deilan var upp á sitt besta. Hún þoldi ekki hroka og yfirgang hjá svipljótum fúlum körlum. En kímnigáfa hennar fleytti henni langt í því að umbera svona kóna og gat hún þá hlegið að þeim með sínum dillandi og smitandi hlátri. Það var ekkert sem hún vildi ekki fyrir aðra gera og voru aðrir settir skör ofar en hún sjálf. Henni þótti fátt skemmtilegra en að halda matarveislu, því fleiri gestir þeim mun betra, og því fleiri réttir þeim mun betra. Og svo klykkt út með dýrindis pönnukökum í eftirrétt. Fjárráðin á heimilinu voru stundum knöpp en alveg aðdáun- arvert hvernig henni tókst að halda á spöðunum, eignast íbúð og bíl og koma börnum sínum til mennta. Hún gerði það sem þurfti að gera og allt var hægt. Alltaf já. Við kveðjum í dag góða mann- eskju. Við syrgjum öll en sérstak- lega er hugurinn hjá Þórdísi (Dídí). Samband þeirra var fal- legt og náið eins og eineggja tví- bura er siður. Páll Einarsson. Bíbí tengdamamma er látin og það eru margar minningar og þakklæti sem streyma í gegnum hugann. Það eru rúmlega fjörutíu ár síðan ég fékk fyrsta faðmlagið ofarlega í stigaganginum á Öldu- götu 48 og frá þeim tímapunkti áttum við Bíbí margar góðar og ógleymanlegar stundir. Skömmu eftir okkar fyrstu kynni lá leið okkar hjóna til Þýskalands og þangað komu þau Einar og Bíbí á hverju ári. Það var alltaf mikil til- hlökkun að fá þau í heimsókn. Á þessum árum var ekki hringt en mikið skrifað og Bíbí lét ákveðin vita af því ef pósturinn kom ekki reglulega inn um lúguna á Öldu- götunni. Þau hjónin, Einar og Bíbí, voru samhent við störf í íþróttahúsinu við Strandgötu og hann var einstakur kaffisopinn á vaktinni hjá þeim. Bíbí hélt áfram að vinna þar eftir að Einar lést ár- ið 1984, allt þar til aldurinn sagði til. Hún var í fyrstu ekki sátt við að þurfa að hætta að vinna, full af starfsorku, en var fljót að aðlag- ast og við tóku nýir tímar. Bíbí hafði mjög gaman að því að ferðast og naut þess meðan heils- an leyfði, sérstaklega voru Bændaferðirnar með leiðsögn í uppáhaldi. Eftir að hún fór á Hrafnistu var það hennar draum- ur að komast í síðustu utanlands- ferðina. Spurði alltaf af og til, tak- ið þig mig ekki með í eina ferð ef ég fer að hressast. Því miður varð ekki af því. Bíbí hafði mikla ánægju að vera með barnabörnunum og mikill stuðningur var frá henni á meðan á mínu námi stóð og börn- in voru ung. Hún dekraði við þau, já stundum um of. Eitt sinn sem oftar passaði hún börnin í heila viku og foreldrarnir voru í kjöl- farið oft minntir á þann tíma með söknuði, þegar pönnukökur voru í morgunmat, farið í bíó oftar enn einu sinni og keyrsla eftir pöntun. Það var alltaf mikill kraftur og athafnarsemi í Bíbí, hún keyrði bíl fram til níræðs, bjó heima til 95 ára. Hún var oftast búin að þrífa heimilið að mestu áður en heimilishjálpin kom til þess að geta sest niður með henni og spjallað. Hún hafði mikinn áhuga á öllu sem var að gerast, fylgdist vel með fréttum fram til síðasta dags og spurði reglulega um fjöl- skyldu, vini okkar og börnin þeirra. Fyrir rétt um ári kom að því að tengdamamma þurfti að fara á hjúkrunarheimili þar sem hún naut góðrar umönnunar starfsfólks á Hrafnistu í Hafnar- firði. Reyndar sagði hún stundum að henni fyndist fólkið á Hrafn- istu margt orðið dálítið fullorðið. Það einkenndi tengdamömmu að vera ung í anda, minning um hana mun lifa. Sigríður Dísa Gunnarsdóttir. Amma Bíbí var langsterkasta kona sem ég hef kynnst. Mikið hefði ég viljað geta eytt endalaus- um stundum með henni. Það var alltaf spennandi að heimsækja ömmu Bíbí þegar við fjölskyldan komum í borgina frá Vestmanna- eyjum. Hún hafði alltaf eitthvað á boðstólum og engin hætta á að nokkur maður færi svangur heim. Hún sagði okkur sögur frá stríðs- árunum yfir nokkrum pönnukök- um sem einkenndu þessa stór- skemmtilegu konu sem amma var. Það eru mikil forréttindi að hafa kynnst henni og að hafa átt hana sem ömmu en hún hefur veitt mér mikinn innblástur og er mín helsta fyrirmynd og hvatning í lífinu. Elsku amma, ósk þín uppfyllt- ist, þú kvaddir í friði og ró. Þú munt ávallt eiga stað í hjarta mér. Takk fyrir lífið sem þú gafst mér. Ég elska þig. Hvíldu í friði. Þín Hrafnhildur. Elsku amma Bía. Það er ólíklegt að við systkinin munum einhvern tímann aftur kynnast manneskju sem var jafn lífsglöð og þú. Minningarnar streyma fram og ekki er hægt að minnast þín án þess að nefna stafla af nýbökuð- um pönnukökum, eða lambalær- isveislurnar þínar. Þú naust þess svo sannarlega að taka á móti gestum og gera vel við þá. Það er okkur svo minn- isstætt að þú varst ekki aðeins amma okkar, heldur voru allir okkar vinir sem kölluðu þig líka ömmu Bíu því þú tókst þeim með sömu hlýju líkt og þeir væru einn af fjölskyldunni. Þú varst hrókur alls fagnaðar og öll vildum við hafa þig hjá okk- ur á hátíðisdögum, sem og öllum öðrum dögum. Það var varla af- mæli, fermingarveisla né nokkur mannamót sem þú misstir af og það var aðdáunarvert hversu mikla orku þú hafðir og hvað þú varst alltaf til í allt. Við systkinin munum t.d. eftir þér að spila körfubolta á áttræðisaldri, róla í aparólu með langömmubörnun- um og síðast en ekki síst öllum spilakvöldunum með okkur sem oft teygðust fram á nótt. Það var alltaf spennandi og skemmtilegt að fá að gista hjá ömmu Bíu en það var ávísun á dekur, góðan mat (sem að sjálf- sögðu við fengum að velja), og þegar var komið að háttatíma þá var lesin saga og farið með bæn- irnar sem þú kenndir okkur öll- um. Án undantekninga vaknaði maður svo við ilminn af nýbök- uðum pönnukökum. Þú hafðir óskaplega gaman af því að ferðast og við vorum öll svo lánsöm að fá að ferðast með þér, hvort sem það var innanlands eða utan. Upp úr stendur fjölskyldu- ferðin til Danmerkur sumarið 2004 þar sem við gistum á Frúar- garðinum glæsilega á Jótlandi. Við minnumst þess að þér þótti svo vænt um það og gaman að þarna væru saman komnir fjórir ættliðir. Þar sem þú varst ein- staklega skemmtileg kona og með mikinn húmor, þá stendur upp úr hvað við nutum okkar saman þessara daga og hlógum mikið. Afkomendahópurinn þinn er orðinn ansi stór og þú náðir þeim merka áfanga að fá fimm ættliði í beinan kvenlegg og nú eru komn- ar tvær langalangömmustelpur. Það var ótrúlega gaman hvað þú ljómaðir þegar þú varst innan um börn, hvort sem það voru þín eig- in eða annarra. Við systkinin erum óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig svona lengi með okkur. Þakklát fyrir allar yndislegu sam- verustundirnar, allt það sem þú kenndir okkur og síðast en ekki síst það sem þú skilur eftir þig fyrir okkur hin. Hvíldu í friði, elsku amma okk- ar, og knúsaðu mömmu frá okkur. Þín Sigrún, Einar og Gunnar Þór. Ekki átti ég von á því þegar ég hitti þig seinast að þetta yrði sein- asta skiptið okkar saman. En nú hittirðu elsku ömmu Steinu aftur. Ég er svo þakklát fyrir allan tímann okkar saman, að alast upp með þig í næsta húsi og að fá að eyða tíma með þér. Borða engjaþykkni frammi í sjónvarpsholi, lesa saman, púsla, leika í garðinum á Hjallabraut á róló, labba saman í fiskbúðina og kaupfélagið, koma inn í heitar pönnukökur og njóta nærveru þinnar. Fá að gista hjá ömmu, fara með kvöldbænir saman og tala um heima og geima. Ómetanlegur tími og ótal minningar sem koma upp í hug- ann. Sama hvenær ég kom, alltaf var eldhúsborðið hlaðið veiting- um og þú tókst á móti manni með opinn faðm og bros á vör. Mikið á ég eftir að sakna þess að koma til þín og spjalla saman, naglalakka þig og hlæja saman. Það er ómetanlegt að hafa átt langömmu sem er ein af þínum traustustu og bestu vinkonum líka. Hvernig er hægt að þakka, það sem verður aldrei nægjanlega þakkað? Hvers vegna að kveðja, þann sem aldrei fer. Við grátum af sorg og söknuði en í rauninni ertu alltaf hér. Höndin sem leiddi mig í æsku mun gæta mín áfram minn veg. Ég veit þó að víddin sé önnur er nærveran nálægt mér. Og sólin hún lýsir lífið eins og sólin sem lýsti frá þér. Þegar að stjörnurnar blika á himnum finn ég bænirnar, sem þú baðst fyrir mér. Þegar morgunbirtan kyssir daginn, finn ég kossana líka frá þér. Þegar æskan spyr mig ráða, man ég orðin sem þú sagðir mér. Vegna alls þessa þerra ég tárin því í hjarta mínu finn ég það, að Guð hann þig amma mín geymir á alheimsins besta stað. Ótti minn er því enginn er ég geng áfram lífsins leið. Því með nestið sem amma mín gaf mér, veit ég að gatan hún verður greið. Og þegar sú stundin hún líður að verki mínu er lokið hér. Þá veit ég að amma mín bíður og með Guði tekur við mér. (Sigga Dúa.) Ég elska þig af öllu hjarta amma, takk fyrir allt saman. Þín Berglind. Þakklæti er okkur efst í huga þegar við minnumst hennar Bíu ömmu okkar. Þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samfylgdar hennar, hlýju og kærleika öll okk- ar uppvaxtarár og fram á fullorð- insaldur. Þakklæti fyrir að börnin okkar hafi fengið að kynnast fal- legu góðu Bíu ömmu okkar. Bíu ömmu sem kenndi okkur svo margt og var fyrirmynd okkar. Bíu ömmu sem hafði einlægan áhuga á lífi afkomenda sinna og velferð. Bíu ömmu sem alltaf var boðin og búin til að aðstoða. Sem var alltaf svo stolt af okkur og tilbúin að sjá það jákvæða. Við vorum líka stolt af henni. Þessari glæsilegu konu sem allt fram til síðasta dags gaf frá sér þá hlýju og birtu sem einkenndi hennar líf og við vorum svo lánsöm að fá að njóta. Takk fyrir allt, elsku Bía amma! Hrafnhildur María, Andri og Gunnur Líf. Í minningunni verður Bíbí móðursystir mín ávallt með bros- ið sitt bjarta. Bros sem lýsti henni svo vel: lífsgleðinni, elskusem- inni, velviljanum í garð annarra og lönguninni til að skapa gott andrúmsloft í kringum sig. Þær voru tvíburasystur Bíbí og móðir mín. Bíbí og Dídí, svo líkar að margir þekktu þær ekki í sundur og ekki hjálpuðu gælu- nöfnin til. Þær voru mjög nánar og háðar hvor annarri. Eftir situr nú Dídí ein á Hrafnistu. Þær voru fæddar og uppaldar í Hafnarfirði. Þar bjuggu þær alla tíð og aldrei langt hvor frá annarri eftir að þær stofnuðu heimili. Þær töluð- ust við í síma yfirleitt oftar en einu sinni á dag, næðu þær ekki að hittast þann daginn. Þær gátu verið ósammála og deilt, en svo var það gleymt. Samskipti og samhjálp voru mikil milli fjöl- skyldnanna. Eftir að Steinn afi lést og æskuheimili þeirra systra var selt bjó María amma á heim- ilum systranna til skiptis. Eins og í lífi flestra skiptust á skin og skúrir á langri ævi Bíbíar. Í erfiðleikum sýndi hún ávallt mikinn styrk og æðruleysi en hún kunni líka að njóta góðu daganna. Það sem einkenndi Bíbí ekki síst voru seigla og ósérhlífni. Hún var kjarkmikil og óeigingjörn og hugsaði meira um aðra en sjálfa sig. Henni var mjög annt um fjöl- skyldu sína og var umhyggjusöm eiginkona og móðir. Einnig var hún ræktarsöm við frændgarð sinn og vini. Vaxandi heilsubrestur og elli- hrumleiki ollu því að síðustu misserin urðu Bíbí erfið. Dýpra varð á brosinu. Það átti ekki við Bíbí að vera öðrum háð um flesta hluti og hafa síminnkandi getu til þátttöku í lífinu. Hún var í eðli sínu félagslynd, hafði áhuga á fólki og vildi geta gert gagn og gefið af sér. Erfið veikindi tveggja barna hennar síðustu ár- in og síðan andlát Steinunnar dóttur hennar síðastliðið sumar voru henni þungbær. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir ástúðina og tryggðina sem móðursystir mín sýndi mér allt frá fyrstu tíð. Fari hún í friði. María Þ. Gunnlaugsdóttir. Sigrún Rósa Steinsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.