Morgunblaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2016 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Vinsælt er að halda því fram aðhúsnæðiskostnaður sé hár hér á landi og sumir ganga jafnvel svo langt að nota þá staðhæfingu sem röksemd fyrir því að Íslendingar eigi að fara inn í brennandi hús Evrópusambandsins.    Á dögunumbirti VR efnahagsyfirlit og samkvæmt því er veruleikinn talsvert annar.    Þar kemur tildæmis fram að hlutfall landsmanna sem eru í eigin húsnæði og búa við það sem kallað er íþyngjandi húsnæð- iskostnaður er um 7%.    Hlutfallið er mjög misjafnt ámilli landa, til dæmis lægra á hinum löndunum á Norðurlöndum en hærra í Þýskalandi og Hollandi svo dæmi séu tekin. Á heildina litið er Ísland mjög nærri því að vera meðaldýrt á þennan mælikvarða.    Þegar horft er á þá sem búa íhefðbundnu leiguhúsnæði er myndin enn betri fyrir Ísland. Um fimmtungur þessara býr við íþyngj- andi húsnæðiskostnað, en hann telst íþyngjandi þegar hann nær 40% ráðstöfunartekna. Flest Evr- ópuríki, þar með talin tvö landanna á Norðurlöndum, standa verr að þessu leyti.    Oft fer of mikið fyrir neikvæðriumræðu um hag landsmanna. Staðreyndin er sú að Íslendingar hafa það að flestu leyti afskaplega gott.    Þetta felur ekki í sér að ekkertmegi bæta, en það er mikil- vægt að hafa eðlilegt samhengi í umræðunni. Hóflegur hús- næðiskostnaður STAKSTEINAR Veður víða um heim 27.11., kl. 18.00 Reykjavík 5 léttskýjað Bolungarvík 6 léttskýjað Akureyri 7 skýjað Nuuk -6 alskýjað Þórshöfn 7 skýjað Ósló 1 heiðskírt Kaupmannahöfn 3 léttskýjað Stokkhólmur 0 snjókoma Helsinki -4 snjókoma Lúxemborg 5 skýjað Brussel 6 léttskýjað Dublin 8 skýjað Glasgow 5 alskýjað London 7 skýjað París 7 skýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 4 heiðskírt Berlín 5 léttskýjað Vín 6 skýjað Moskva 1 skýjað Algarve 16 skýjað Madríd 9 rigning Barcelona 14 þrumuveður Mallorca 17 léttskýjað Róm 12 heiðskírt Aþena 15 alskýjað Winnipeg -4 þoka Montreal 0 skýjað New York 7 léttskýjað Chicago 2 þoka Orlando 23 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 28. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:39 15:54 ÍSAFJÖRÐUR 11:12 15:30 SIGLUFJÖRÐUR 10:56 15:12 DJÚPIVOGUR 10:15 15:16 Vænta má þess að breytingar á gjaldskrá Veitna nú um áramótin lækki veitugjöld hvers heimilis í Reykjavík um að jafnaði 4.100 krónur á ári. Frá áramótum lækk- ar gjaldið fyrir dreifingu rafmagns hjá Veitum um 5,8% en flutningsliðurinn er oft um helmingur rafmagnskostnaðar heimila. Þá lækkar verðið á köldu vatni um að jafnaði 11,2%. Með breytingum á vatnsgjaldi nú um ára- mótin verður stigið skref í þá átt að verðið fyrir þjónustu hverrar vatns- veitu endurspegli rekstrarkostnað hennar. Í Reykjavík og á Akranesi lækkar vatnsgjaldið um 11,2% og í Stykkishólmi um 8,8%. Á sama tímapunkti og gjald fyrir rafmagn og kalt vatn lækkar fer gjaldskrártaxti hitaveitu og frá- rennslis í hina áttina. Heita vatnið hækkar í verði um 0,48%, frárennsl- isgjöld um 1,%. Hvort tveggja er rökstutt með fylgni við vísitölur og eins miklum fjárfestingum, svo sem endurnýjun á pípum milli Reykja- víkur og jarðhitasvæða við Reyki í Mosfellsdal og frá Deildartunguhver um Borgarfjörð. sbs@mbl.is Gjaldskrá er breytt  Útgjöldin lækka Hiti Leiðslan frá Deildartunguhver. Blæðing er á slitlagi á köflum á veg- inum um Holtavörðuheiði frá Borg- arfirði ofan í Hrútafjörð. Þetta segir í tilkynningu frá Vegagerðinni í gær en blæðing veganna hefur leikið bíla mjög grátt. „Þetta er heljarinnar vinna að þrífa þetta. Það verður grjóthart ef það er ekki hreinsað af strax,“ segir Grétar Viðarsson, sem rekur fyrirtækið Ekja á Akureyri. Hann rekur fimm flutningabíla sem keyra á milli Ak- ureyrar og Reykjavíkur en bíll frá honum keyrði umræddan vegkafla í fyrradag og segir hann tjöruna hafa sest utan á bílinn, á raflagnir, dekk og fjöðrunarbúnað bílsins. Hann og sam- starfsmaður hans hafi því verið í sex tíma að að þrífa tjöruna af bílnum. Spyr hann hvar ábyrgð Vegagerð- arinnar sé í málinu enda fari tjaran mjög illa með bílana og skapi hættu þegar hún festist við dekk á bílum sem keyra þar sem hálka er en dekk- in missi þar allt grip. Ef tjaran nær að harðna á bílunum getur hún til dæmis eyðilagt dekk, sest á fjöðr- unarbúnað og nagað sig í gegnum loftpúða auk þess að skemma raf- magnslagnir. Sem dæmi um mögu- legan kostnað vegna þessa segir Grétar að hvert stykki af aft- urdekkjum kosti um 100 þúsund krónur og undir einum bíl séu átta dekk Þá geti þrif á bílnum kostað um hálfa milljón. Sex tíma þrif eftir vegablæðingar  Blæðingar eru á slitlagi vega um Holtavörðuheiði frá Borgarfirði í Hrútafjörð Blæðing Mikil tjara lagðist á bílinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.