Morgunblaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2016 og þeir leiði þig heim, inn í borg- ina heilögu Jerúsalem. (…) Já, þú hreifst sál mína frá dauða, auga mitt frá gráti, fót minn frá hrösun. Ég geng frammi fyrir Drottni á landi lifenda. (Sl. 116.8-9) Kór englanna taki á móti þér, og með Lasarusi sem fyrr var fá- tækur, gefi þér Guð hinn eilífa frið. Kristján Valur Ingólfsson, Skálholti. Þegar drengskaparmaðurinn og einn ástsælasti leikari okkar Íslendingan, Gunnar Eyjólfsson, er horfinn á braut er margs að minnast af samskiptum við ein- stakan mann. Ég var ungur að árum starfandi innan JC-hreyf- ingarinnar á Selfossi þegar ég kynntist Gunnari fyrst, hann var kominn til okkar til að fara yfir taltæknina, framsögn og fram- komu ræðumannsins í ræðustól og ekki síst beitingu raddarinnar svo áhrif ræðunnar næðu til hjartans. Hann kunni þetta allt úr leiklistinni og af leiksviðinu og ræðan miðar að því sama, að hrífa áheyrandann og flytja boð- skapinn af tilfinningu með raddblæ og öryggi þess manns sem er í jafnvægi og vekur traust fólksins í salnum. Ég gleymi aldrei einu besta trixinu sem hann kenndi okkur því flestum hættir til að þorna í munninum í ræðustólnum og þurfa þá ótæpi- lega að dreypa á vatni, en Gunn- ar sagði: „Bítið í tunguna, hún er eins og mýri full af vökva, munn- vatni sem smyr góminn og tal- færin, því vatnsglasið og þurr munnur truflar áheyrandann.“ Jafnframt hvernig maður átti að þylja kínversku orðin ma-nang og a-nang til að hreinsa röddina og ennisholurnar, þylja með vax- andi þunga þar til tárin streymdu fram. Við urðum vinir á þessari stundu og hann hnoðaði mig og mýkti og sneið af mér stífni og vonda vankanta svo ég varð aðeins betri á eftir eins og allir sem nutu handleiðslu hans. Gunnar var ógleymanlegur leik- ari og túlkaði hinar ólíku persón- ur af tilfinningu og einlægni, aldrei yfirdrifinn, röddin svo hrífandi og framgangan örugg. Eins og hann skilaði boðskap sín- um vel á leiksviðinu þá var hann alltaf á leiksviði lífsins að minna okkur á gleðina og hláturinn, hvað lífið væri dásamlegt eða þá hvernig ætti að takast á við erf- iðleika og harm lífsins. Hann var sannkristinn maður og í boðskap sínum aldrei með yfirlæti eða merkilegheit hins þjóðfræga manns heldur var hann til staðar fyrir vini sína og kunni að tala af auðmýkt og reynslu. Oft bauð hann mér að koma og kynnast lífsorkuæfingunum í qi-gong, en því miður þáði ég það ekki. Hann heimsótti mig og sat með mér dagpart heima hjá mér, þegar erfiðleikar sóttu að mér og mín- um flokki á hinu pólitíska sviði, ógleymanlegur dagur, vorum við þó ekki flokksbræður. Gunnar var hestamaður, ekki nema von því kaplamjólk kom lífsandanum í hann og gaf honum heilsu sem barni en um sveitina og hesta sína ræddi hann oft við mig. En fyrst og fremst var hann lifandi maður sem gaf öðrum at- hygli, vináttu og bræðralag, hann andaði að sér lífinu eins og segir í fræðunum en frá sér lífskrafti og uppskar lófatak og þakklæti samferðamannanna. Blessuð sé minning Gunnars Eyjólfssonar, megi Ísland eign- ast sem flesta menn af hans gerð. Guðni Ágústsson. Ég var drenghnokki þegar Gunnar Eyjólfsson gekk á fund föður míns þeirra erinda að biðja leyfis að nota drenginn í leiksýn- ingu („Á ystu nöf“), sem Gunnar var að leikstýra. Hlutverkið kall- aði á texta upp á eina og hálfa blaðsíðu. Faðir minn sá meinbug á þessari bón og sagði að dreng- urinn gæti ekki lært skólaljóðin skammlaust, en viti menn, drengurinn gat þetta. Hvort þetta varð kveikjan að því, sem síðar varð, veit ég ekki en í leik- listarskóla fór ég þegar ég óx úr grasi. Einn af kennurum mínum var Gunnar Eyjólfsson en hann var einn aðalkennara skólans. Það fyrsta sem ég merkti í fari þessa listamanns var hlýtt hand- tak og þessi athugulu augu. Hann kenndi mér svo margt um listir og ekki síður um lífið en það er eitt og það sama. Einn af kost- um Gunnars var að hann var kröfuharður, jafnt við sjálfan sig sem aðra. Hver blóðdropi í hon- um var leikhús. Bæði var hann örlátur á tilfinningar sínar og hann speglaði manneskjuna svo vel. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að leika undir hans stjórn og verða meðleikari hans í ýmsum sýningum. Sú sýning sem mér er minnisstæðust var „Sölumaður deyr“ þar sem við lékum feðga. Eftir sýningu vor- um við iðulega upprifnir og bauð þá Gunnar oft í kvöldspjall heima hjá sér, sem gat teygst fram á nótt. Ég dróst að sterkri réttlæt- iskennd Gunnars, sem hann stóð fast á. Þegar stórum hópi lista- manna var sagt upp hjá leikhús- inu fór Gunnar ekkert dult með hvað honum fannst um það. Ég fullyrði að hann galt fyrir það um hríð. Góðmennsku Gunnars voru engin takmörk sett. Þegar dró ský fyrir sólu í lífi mínu kom þessi góði og örláti maður til mín og rétti mér kerti og sagði: „Kveiktu á kertinu þegar þér líð- ur illa, þegar kertið verður brunnið upp verður sársaukinn mildari.“ Sviðið verður tómlegt án þín, Gunnar. Hafðu þökk fyrir allar ómetanlegu stundirnar. Katrínu, Karítas, Þorgerði Katrínu og fjölskyldum þeirra votta ég innilega samúð. Hákon J. Waage. Gunnar var okkur kaþólskum sem einn af máttarstólpum safn- aðarins, mætti jafnan í messu og blandaði geði við marga eftir at- hafnirnar. Meðal áhugamála hans var að fá viðurkennda helgi Jóns biskups Arasonar, forföður okkar allra, síðustu alda Íslend- inga. Það gleymist ekki, með hví- líkum tilþrifum hann flutti tillögu sína í s.k. akademíu biskups, Al- freðs Jolson, um að við styddum það mál af alefli. Ekki síður má minnast hins, í pílagrímaferð að Skálholti, er hann sagði okkur frá útlendri konu, sem kom þar að aftökustað og minningarsteini Jóns biskups og sona hans, kraup þar niður, baðst fyrir og kyssti steininn, sem þeir voru höggnir á, „þetta er helgur staður, hér hefur písl- arvættisblóð runnið“, sagði hún, og fóru allir í hópnum að hvöt Gunnars að krjúpa þar við stein- inn. Árum áður höfðu Gunnar og félagi hans Baldvin Halldórsson leikari boðið mér þátttöku í nám- skeiði í Talskólanum, sem þeir ráku saman, en þar var lærdóms- rík áherzla á rétta öndun og skel- eggan framburð og framkomu þeirra sem þurfa að halda ræður eða koma fram í fjölmenni. Svo sannarlega bar ævistarf Gunnars því vitni, að menntaður var hann við fyrsta flokks leik- listarskóla, Royal Acacdemy of Dramatic Art í Lundúnum, en aðrir samferðamenn munu minn- ast hans langa og farsæla ferils í fjölda leikrita og kvikmynda. Rödd hans, hljómmikil og hlý, lif- ir áfram með þjóðinni. Heilar þakkir, Gunnar! Og votta vil ég ekkju hans Katrínu, dætrunum tveimur og barna- börnum, sem og öðrum ástvin- um, innilega samúð. Blessuð sé minning þessa sífellt uppörvandi málvinar okkar svo margra. Guðs eilífa ljós lýsi honum. Jón Valur Jensson. ✝ Margrét Sigríður Friðriksdóttir fæddist á Hofsósi í Skagafirði 4. júlí 1926. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 14. nóvember 2016. Foreldrar Sig- ríðar voru Friðrik Jónsson, f. 23.10. 1894, d. 16.7. 1978, og Guðrún Helga Kristín Sigurðardóttir, f. 17.10. 1902, d. 3.4. 1992. Systkini Sigríðar: Sigurður Marteinn, f. 1924, d. 2011, Jón Friðrik, f. 1929, d. 1959, Haf- steinn Ásgrímur, f. 1931, d. 1959, og Snorri, f. 1933. Sverrir Símonarson fæddist í Vestmannaeyjum 19. desember 1930. Hann lést á bráðadeild Landspítala 16. nóvember 2016. Foreldrar Sverris voru Símon Guðmundsson, f. 21.5. 1884, d. 2.4. 1955, og Pálína Jóhanna Pálsdóttir, f. 29.9. 1880, d. 23.11. 1980. Þau eignuðust 14 börn og komust 10 þeirra til fullorðins- ára. Þau voru: Sigríður, fædd 1914, Fjóla, fædd 1918, Einar, fæddur 1920, Margrét, fædd 1923, Helga, fædd 1925, Karl, fæddur 1926, Sigríður Svanborg, fædd 1927 og Magnús, fæddur 1929. Eftirlifandi systir Sverris Sonur Sverris frá fyrra sam- bandi er Símon, f. 26.3. 1951. Börn hans eru: 1) Erna Birna, maki Jónas Hjálmarsson. Synir þeirra eru: Jónas Kristófer og Morgan Símon, hans kona er Mariette Jonsson, þau eiga eitt barn. 2) Ægir Símonarson, maki Oddbjörg Kristjánsdóttir. Börn þeirra: Hróar Þór, f. 1993, d. 1994, Stefán Kári, Sigurbjörg Ósk og Guðmundur Örn. 3) Andrea, maki Gauti Ólafsson. Börn þeirra: Stefanía og Haf- steinn Óli. 4) Karín Rós. Sigríður ólst upp á Hofsósi og gekk þar í skóla, fór síðan í Hús- mæðraskólann á Akureyri og eftir það á Hallormsstað að læra vefnað. Hún starfaði á sínum yngri árum m.a. í Kaupfélaginu á Hofsósi og rak um tíma hótelið þar en eftir að hún flutti til Reykjavíkur vann hún við versl- unar- og skrifstofustörf, síðast hjá P. Samúelsson hf. Sverrir gekk í barnaskóla í Vestmannaeyjum en þegar hann var á 14. ári flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Hans aðalstarf í gegnum tíðina var sjómennska og var hann á ýmsum bátum og togurum, síðustu árin bátsmaður á togurum Bæjarútgerðar Reykjavíkur, nú HB Granda. Útförin verður gerð frá Lindakirkju í Kópavogi í dag, 28. nóvember 2016, og hefst athöfn- in klukkan 15. er Sveinbjörg Símonardóttir, f. 1934. Sverrir og Sigríður gengu í hjónaband 5. október 1961. Þau bjuggu fyrstu búskaparárin í Eskihlíð og síðar á Bragagötu og á Laugarnesvegi. Lengst af eða í rúm 30 ár bjuggu þau á Kópa- vogsbraut 68 í Kópavogi en síð- ustu æviárin voru þau búsett að Boðaþingi 24. Þau áttu ekki börn saman en Sigríður átti dóttur, Guðrúnu Kristinsdóttur, f. 4.12. 1953, frá fyrra hjónabandi. Börn hennar eru: 1) Margrét Hjálmarsdóttir. Börn hennar: Arnar Þór og Rak- el Ósk Ásgeirsbörn og Lilja Kar- en Alexandersdóttir. 2) Haf- steinn Hjálmarsson, maki Ann-Charlotte Fernholm. Börn þeirra: Carl Mikael og Isabella Ásrún. Börn Hafsteins frá fyrra sambandi eru Brynjar Freyr og Bergþór Logi. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að amma og afi hafi kvatt okkur með aðeins tveggja daga millibili, þau sem alltaf hafa leikið svo stórt hlutverk í lífi okkar. Þakklæti er okkur efst í huga fyr- ir allar gleðistundirnar og í sorg- inni er vissulega notalegt til þess að hugsa að þau fari saman í þetta hinsta ferðalag. Hann hefur verið sterkur strengurinn á milli þeirra eftir rúmlega 55 ára hjónaband. Ég sótti frá unga aldri mikið til ömmu og afa og var víst aðeins þriggja ára þegar ég rölti ein til þeirra í heimsókn. Við bróðir minn, Hafsteinn, vorum yfirleitt meira hjá þeim en heima hjá okk- ur og má með sanni segja að þau hafi lagt sitt af mörkum við að koma okkur til manns. Amma var dásamleg kona. Hún var hlý og elskuleg en jafnframt fylgin sér og hreinskilin og alltaf var hægt að leita til hennar og fá góð ráð. Við vorum góðar vinkonur og brölluðum ýmislegt saman; fór- um í leikhús, á tónleika, norður á Hofsós og til útlanda og að sjálf- sögðu í búðir, því amma vissi fátt skemmtilegra en að versla og vera vel til höfð. Þar sem við bjuggum yfirleitt aðeins örstutt frá rölti ég stundum til hennar, bara til að spjalla eða horfa með henni á sjónvarpið. Alltaf átti amma eitthvað gott að maula og þegar kalt var og ég var orðin eldri var stundum boðið upp á „Nóatúnskakó“. Afi var sjómaður fram í fing- urgóma enda Eyjapeyi sem snemma byrjaði að stunda sjóinn. Ég man enn eftir fiskilyktinni og kössunum sem hann kom með, reyrðum saman með grænum trolltvinna. Það var ýmsu reddað með honum. Afi var lunkinn við viðgerðir og í landi átti hann sínar gæðastundir í bílskúrnum við ýmislegt dútl, sönglandi „bíbbír- íbbíbbí“ út í eitt þegar vel lá á honum. Hann taldi aldrei eftir sér að þjóna barnabörnunum t.d. í hjóla- og síðar bílaviðgerðum þá stuttu stund sem hann stoppaði. Þá kenndi hann okkur að hjóla með því einu að styðja einum fingri á bakið á okkur. Ísbíltúr- arnir sem við fórum í voru ótelj- andi og alltaf var ekið niður á Granda til að athuga með skips- ferðir og spjalla við menn um fiskiríið. Ég bjó hjá ömmu og afa frá 14 ára aldri í rúm sjö ár. Þau komu mér í gegnum unglingsárin og kenndu mér svo margt. Reyndar lærði ég ekki að elda – sem er ótrúlegt þar sem amma var snilldarkokkur. Ég var prinsess- an á bauninni sem átti aðeins að einbeita mér að náminu og fé- lagslífinu, sem ég og gerði. Amma og afi sáu heldur ekki sólina fyrir barnabarnabörnun- um og stjönuðu við þau út í eitt á meðan þau gátu. Börnin hafa því svipaða sögu að segja af sam- neyti við þau og meðal þeirra minninga sem koma upp í huga þeirra eru súkkulaðikakan fræga, ísblóm eða krispí eggja- brauð í eldhúsinu hjá ömmu, dútl í bílskúrnum með afa, ísbíltúrar með viðkomu í Kolaportinu, sem og leikir og sleðaferðir í garðin- um eða á Rútstúni. Ótal minningar leita á hugann við andlát afa og ömmu. Um þessar mundir eru þær ekki síst tengdar jólum og áramótum sem við höfum nær alltaf átt saman. Það verða öðruvísi jól í ár og næstu ár. Við þökkum ömmu og afa fyrir allt – við munum alltaf sakna þeirra. Margrét (Dúdda), Arnar, Rakel og Lilja. Elsku afi minn og elskuleg Dúdda amma mín létust í faðmi fjölskyldunnar fyrir skömmu, ég kveð ykkur með miklum söknuði, en samt er þetta eitthvað svo fal- legt, þið eruð saman. Það var ætíð gott að koma til ykkar á Kópavogsbrautina og svo síðar í Boðaþingið, eða hinn Kópavog eins og þú sagðir við mig, afi. Alltaf var tekið á móti manni með bros á vör og eitthvað gott með kaffinu, svo ekki sé minnst á allt Quality Street sem hægt var að úða í sig sem barn. Ég minnist fiskilyktarinnar úr skúrnum hans afa og ilmsins af jólakökunum hennar ömmu. Ég minnist gleðinnar þegar þið hitt- uð börnin mín í fyrsta skipti, ég vildi óska þess að þau hefðu feng- ið að kynnast ykkur betur. Ég á margar góðar minningar sem erf- itt er að koma á blað. Það var svo gott að koma til ykkar. Andrea Símonardóttir. Fyrsta minning mín um Dúddu frænku og Sverri er frá því að þau komu á Sauðárkrók í gamla daga. Það var eitthvað að bílnum þeirra þannig að Sverrir þurfti að fara á verkstæði og fékk ég að fara með. Honum þótti ekki verra að hafa mig með þar sem flestir sem unnu á verkstæði KS þekktu mig og þá pabba auðvitað. Þetta gekk vel og fékk Sverrir forgangsþjónustu. Hann bauð mér síðan upp á Spur sem var í stærstu gosflöskunum. Dúdda og Sverrir komu oft á Krókinn og Hofsós í gamla daga með Gunný. Mér fannst Dúdda snemma lík ömmu á Hofsósi. Hún hafði svip- aðan hljóm í röddinni. Gunný dóttir hennar hefur einnig þenn- an sérstaka hljóm. Líka Hulda frænka og jafnvel Dúdda systir, svei mér þá. Þessi hljómur er góðlegur og vekur upp góðar minningar. Seinna lágu leiðir okkar Sverr- is saman. Það var þegar ég fór í fyrstu sjóferð mína á Hjörleifi. Þetta var einn af síðustu síðutog- urunum sem Bæjarútgerðin í Reykjavík gerði út og Sverrir var bátsmaður og aðalkallinn á dekki. Snorri bróðir Dúddu og pabba var skipstjóri. Þetta var mikil æv- intýraferð í febrúar 1974 þar sem allt gerðist sem gat gerst. Fyrst þurfti ég að bera kokkinn, sem var í yfirstærð, um borð. Goða- foss stímdi þá á Hjörleif og lask- aði hann að aftan. Hjörleifur strandaði síðan í Reykjavíkur- höfn. Allir voru þá reknir upp úr skipinu og fóru flestir á Röðul. Þegar út á rúmsjó var komið nokkrum dögum seinna, og veðr- ið brjálað, bilaði spilið og við misstum allt út, trollið og hler- ana. Strákarnir sögðu trollið stút- fullt af ufsa. Sverrir tók þessu öllu með jafnaðargeði en viður- kenndi seinna að ég hefði orðið vitni að svipuðu og hann hefði orðið á allri sinni sjómennsku. Það var alltaf yndislegt að heimsækja Dúddu og Sverri. Það minnti mig alltaf á heimsóknir til ömmu á Hofsósi. Blessuð sé minning þeirra hjóna og við Sigga sendum innilegar samúðarkveðj- ur til Gunnýjar, Símonar, Snorra og fjölskyldna þeirra. Ragnar Marteinsson. Sigríður Friðriksdóttir og Sverrir Símonarson Ástkær sonur minn, bróðir, mágur og frændi, EYSTEINN SKARPHÉÐINSSON, Heiðarhvammi 3, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 16. nóvember. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 1. desember klukkan 13. . Anna Margrét Jónsdóttir Hólmfríður Skarphéðinsdóttir Njáll Skarphéðinsson Jón Valgeir Skarphéðinsson Anna Andrésdóttir Sigurður Skarphéðinsson Linda Hrönn Birgisdóttir Rakel Valsdóttir Jón Oddur Guðmundsson og frændsystkini. Ástkæra móðir okkar, dóttir, tengdamóðir, systir og amma, INGIBJÖRG VILHJÁLMSDÓTTIR Prestastig 6, lést á Landspítalanum, Hringbraut, 22. nóvember. Útförin fer fram frá Guðríðarkirju þriðjudaginn 6. desember kl. 11. . Álfheiður Jónsdóttir, Ásta Kristín Guðbjörnsdóttir, Haraldur Guðbjörnsson, Guðbjörn Guðbjörnsson og aðrir aðstandendur. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.