Morgunblaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2016 Rolls-Royce Marine Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður Sími 569 2100 • hedinn.is Service Provider Sieglinde Elisabeth Kahmann Björnsson óperusöngkona á 85 áraafmæli í dag. Hún fæddist í Dardesheim í Saxen-Anhalt íÞýskalandi, sem síðar eftir stríð 1945 var í A-Þýskalandi. Þar lauk hún grunnskólaprófi. Hún hafði mikinn áhuga á tónlist og vildi læra til söngs. Ráðamenn í þáverandi A-Þýskalandi höfðu aðrar hug- myndir og var henni skipað að vinna í verksmiðju. Hún flúði því sælu- ríkið 16 ára gömul og skreið yfir landamærin að nóttu til ásamt frænda sínum til V-Þýskalands. Henni tókst að komast til Stuttgart og þar hóf hún nám við Tónlistarháskólann þar í borg og lauk námi árið 1956. Strax að námi loknu var hún ráðin að óperunni í Stuttgart, síðar við óperuhúsin í Zürich, Kassel, Graz og Gärtnerplatz í München. Auk fastráðningar við áðurnefnd óperuhús söng hún víða sem gestur við önnur óperuhús. Sieglinde flutti til Íslands ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Björnssyni óperusöngvara árið 1977 þegar hann tók við stöðu framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún hóf strax kennslu við Söngskólann og síðar Tónlistarskólann í Reykjavík. Auk þess kenndi hún við Tónlistarskólana í Garðabæ og Reykjanesbæ. Sieglinde tók þátt í óperusýningum við Þjóðleikhúsið og Íslensku óp- eruna og kom fram á tónleikum við ýmis tækifæri. Hún var einsöngv- ari með Karlakór Reykjavíkur til Bandaríkjanna og Kanada svo og til Kína árið 1979. Börn þeirra hjóna eru tvö: Daníel, arkitekt, býr í Berl- ín, og Guðfinna, leiðbeinandi, býr í Svíþjóð. Barnabörnin eru þrjú. Hjónin Sieglinde og Sigurður kynntust í Óperunni í Stuttgart. Sameinuð í óperunni Sieglinde Kahmann er 85 ára í dag S esselja Guðmunda Magn- úsdóttir fæddist 28. nóv- ember 1966 á Ánastöðum í Hraunhreppi á Mýrum, en ólst upp frá 1972 á Hraunsnefi í Norðurárdal. „Æsku- minningar mínar eru flestar þaðan, tengdar búskapnum og ekki síst hest- unum sem við áttum.“ Sesselja á einnig góðar minningar úr grunnskólanum á Varmalandi í Stafholtstungum. „Ég var þar í heima- vist, sem mér þótti mjög skemmtilegt. Að geta verið með vinunum eitthvað að bardúsa allan daginn og fram á kvöld. Íþróttasalurinn og fótboltavöll- urinn voru í uppáhaldi. Kennarar skól- ans héldu utan um okkur krakkana á kvöldin og hjálpuðu okkur að skapa okkur félagslíf í skólanum. Haldin voru böll reglulega þar sem við sömd- um sjálf skemmtiatriði og urðu mörg leikritin til inni á herbergjum og voru í minningunni hin mestu snilldarverk. Það voru ýmsir tómstundaklúbbar í boði en mitt uppáhald var dans- kennsla hjá Sjöfn Ásbjörnsdóttur skólastjórafrú. Ég á ekki langt að sækja dansáhugann því foreldrar mín- ir dönsuðu alltaf mikið.“ Náms- og starfsferill Eftir að hafa klárað 9. bekk í Reyk- holti fór Sesselja í Samvinnuskólann að Bifröst og lauk þaðan prófi 1984. Sesselja G. Magnúsdóttir, dansfræðingur og kennari - 50 ára Fjölskyldan Sesselja og Ólafur ásamt Kolbeini og Marteini í hlíðum Esju. Mikilvirk í að skrifa um og kenna dans Hraunsnefssystkinin Sesselja fluttist ásamt fjölskyldu að Staðarhúsum þegar fæðingarstaður hennar brann en fluttist á Hraunsnef 5 ára gömul. Júlía Jagusiak og Kamilla Ása Níelsdóttir héldu tombólu fyrir utan Iceland í Kópa- vogi. Þær söfnuðu 14.230 krónum sem þær færðu Rauða krossinum á Íslandi. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.