Morgunblaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2016 Vertu upplýstur! blattafram.is Á HVERJUM DEGI STUÐLUM VIÐ MÖRG AÐ KYNFERÐISOFBELDI MEÐ ÞVÍ AÐ LÍTA Í HINA ÁTTINA. Í HVAÐA ÁTT HORFIRU? majubud.is Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is Heimilistæki og innréttingar Eirvík býður heildarlausn fyrir eldhúsið. Innréttingarnar okkar eru hannaðar af íslenskum innanhússarkitektum og sérsmíðaðar í fullkominni verksmiðju í Þýskalandi. Verið velkomin í Eirvík – hönnun og ráðgjöf á staðnum. Blandari Öflugur og hljóðlátur blandari sem nota má t.d. til að mylja ís, búa til smoothie, súpur og eftirrétti. Sterkbyggður og framleiddur í Frakklandi. Safa- og berjapressa Sterkbyggð, afkastamikil og framleidd í Frakklandi. Pressar safa úr öllum ávöxtum, berjum og grænmeti. Góð nýting á hráefni og mjög lítil froða í safa. Matvinnsluvél Ótrúlega fjölhæf vél sem nota má t.d. til að skera, sneiða, rífa, blanda, þeyta, hnoða og búa til safa. Sterkbyggð og framleidd í Frakklandi. Brauðrist Gæðabrauðrist sem ristar, afþýðir og hitar upp flestar gerðir af brauðum. Baguette stilling möguleg þar sem önnur hlið brauðsins er ristuð. Einnig ber merki hans fjöldi kvik- mynda, sjónvarpsþátta og söng- leikja. Og ekki má gleyma hljóð- blöndun á öllum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Laugardalshöll í seinni tíð, fyrir daga Hörpu. Gunnar hefur mixað jólatónleika Björgvins Halldórssonar í Laugar- dalshöll alveg frá byrjun og mixaði líka útsendingu jólatónleika Fíladel- fíu í mörg ár og hefur verið að fara einstaka sinnum í Hof á Akureyri í svipuðum erindagjörðum, en hefur minnkað þetta töluvert frá því sem áður var. „Ég hef bara einu sinni gefist upp á að taka upp hljómplötu,“ segir hann. „Sú var með Fræbblunum, Viltu nammi, væna? Þá pöntuðu þeir fjóra tíma í Hljóðrita og tóku upp 18 grunna. Og Valgarður Guðjónsson hefur haft eftir mér að ég hafi sagt: „Viljið þið koma þessum mönnum út úr stúdíóinu.“ Þó að ég muni nú ekki glöggt eftir því sjálfur hef ég enga ástæðu til að ætla að þetta sé rang- lega hermt. Pönkið skildi ég ekki fyrr en mörgum árum síðar. Ég mixaði líka Melarokk, það voru tónleikar sem voru haldnir á Melavellinum í Vesturbæ Reykja- víkur á laugardegi 28. ágúst 1982. Fyrir hljóðmann var þetta alveg skelfilegt. Það var engin almennileg hljóðkerfaleiga komin þá, og því hrúgað saman hljóðkerfi úr öllu mögulegu; það átti meira að segja eftir að búa til eina snúru þegar tón- leikarnir voru afstaðnir. En ein- hvern veginn hafðist þetta nú. Það voru margar hljómsveitir en engar hljóðprufur, heldur bara stillt upp og byrjað. Þetta voru yfirleitt svona tvö lög á hljómsveit. Og þegar langt var komið á seinna lagið, þá var maður loksins byrjaður að ná tökum á sándinu, en þá kom næsta hljóm- sveit og maður þurfti að byrja upp á nýtt í glímunni. En þetta var eft- irminnilegt og mikil reynsla.“ Trölli og Viska „Útvarpsdraumurinn hafði alltaf fylgt mér,“ segir Gunnar. „Alveg frá því ég fór að nota lóðbolta dreymdi mig um að búa til útvarpssendi. Pabbi var oft að gera við talstöðvar þannig að hann þekkti til slíkra fjar- skiptatækja innvortis og hjálpaði mér af stað. Eftir allt þetta skóla- útvarp, eftir að ég var kominn til Siglufjarðar, nefndi ég við menn rétt fyrir eitt Síldarævintýrið hvort við ættum ekki að starfrækja útvarp fyrir og á meðan hátíðin stæði. Og það varð úr. Við fengum útvarpsleyfi í eina viku. Þetta var svo endurtekið í tvö eða þrjú ár, en svo ákvað ég taka alfarið við keflinu og stækkaði þetta og víkkaði. Nafnið Trölli kom bara út af Tröllaskaganum.“ Í upphafi langaði hann einfaldlega að útvarpa góðri tónlist sem ekki væri með neinu tilgangslausu blaðri á milli laga. Síðar bættist við dag- skrárgerð. Trölli er núna hugsaður eins og leiksvið fyrir þau sem vilja og geta gert útvarpsefni. „Trölli náð- ist fyrst bara í Siglufirði, en svo fékk ég leyfi til að hafa sendi í Ólafsfirði, og um svipað leyti í Hrísey, fyrir norðanverðan Eyjafjörð, í austri og vestri, og svo næst hann á einstaka stað í Fljótum, í góðum tækjum, og á Hvammstanga.“ Í dag vinnur Gunnar mest við vef- forritun og líður þá aldrei betur en með góða tónlist í eyrum. „Síðustu 2-3 árin hef ég gengið með þá hugmynd að hljóðvæða söfn, setja inn hljóðmyndir til að skapa viðeigandi andrúmsloft í söfnum með því að koma fyrir nokkuð mörg- um hljóðgjöfum á völdum stöðum í hverju safni. Þannig mætti t.d. hugsa sér að við hvern bryggjupolla í Síldarminjasafninu væri sjávargutl – hljóðritað hér á Siglufirði – ekki bara eitt hljóð frá mörgum hljóð- gjöfum, heldur sérstakt hljóð á hverjum stað í safninu. Þetta hefur hingað til verið mjög kostnaðarsamt, en ég er núna að vinna að hugmynd sem gerir þetta gerlegt með góðu móti.“ Konur og börn og framtíðin „Eftir að ég fór í Hljóðrita og upp úr því tók stúdíóvinnan mann alveg. Allt annað var á eftir því í röðinni. Eins og gefur að skilja passaði þetta illa við fjölskyldulífið. Það getur eng- in kona endalaust búið við slíkt, allra síst með lítil börn, og ég hafði engan þroska til að átta mig á því að maður þyrfti að sinna fjölskyldunni til jafns við hitt, ef ekki meira, þannig að fyrra hjónabandið fór, í góðu að vísu; þetta einfaldlega gekk ekki upp. Og seinna hjónabandið endaði af land- fræðilegum ástæðum, því við vorum þá komin norður á Siglufjörð, en konan vildi flytja til Reykjavíkur, aðallega vegna atvinnu sinnar. Þegar ég er spurður út í það hvernig ég hafi það svara ég því til að ég hafi oftast verið miklu verri. Ég á sex börn með þremur konum. Þau eru: Sigrún Birna, bóndi á Vatnsnesi, Helgi Hrafn, Pírati og fyrrum alþingismaður, Arndís Anna, lögfræðingur hjá Rauða Krossi Ís- lands, Lísa Margrét, sem stefnir á læknanám, Dagrún Birta, nemi á listabraut MTR og Sara María, skiptinemi í Japan. Barnabörnin eru orðin fimm. Ég er því afskaplega hamingjusamur í dag, á mjög góðum stað í lífinu, er kominn í nýja sambúð með yndislegri konu, Kristínu Sig- urjónsdóttur ljósmyndara, og sé ekkert nema bjarta tíma fram- undan.“ t úr stúdíóinu Heimsmeistarinn MagnúsCarlsen og áskorandihans, Sergei Karjakin,setjast niður kl. 19 í kvöld að íslenskum tíma og tefla tólftu og síðustu skákina í einvíginu um heimsmeistaratitilinn, sem stað- ið hefur yfir í New York síðan 11. nóvember sl. Margt bendir til þess að Norðmaðurinn muni tefla stíft til sigurs í kvöld en hann er með hvítt og eftir að hann jafnaði metin hefur sjálfstraust hans aukist, eins og sást þegar ellefta skákin fór fram á laug- ardaginn en þar mátti Karjakin gæta sín þó að hann hefði hvítt en náði að knýja fram jafntefli með þráskák. Staðan er því jöfn fyrir skákina í kvöld, 5 ½ : 5 ½, og spenn- an í hámarki. Í sögulegu samhengi, og ef frá er talið tímabilið 1993 – 2005 þegar tveir heimsmeistaratitlar voru í „umferð,“ þá er þetta í fimmta sinn í sögunni sem slík staða kemur upp fyrir lokaskák heimsmeistara- einvígis: Botvinnik gegn Bronstein 1951, Botvinnik gegn Smyslov 1954, Kramnik gegn Topalov 2006 og An- and gegn Gelfand 2012. Ljúki skákinni í kvöld með jafn- tefli verða tefldar fjórar atskákir á miðvikudaginn með tímamörkunum 25 10. Magnús vann heimsmeist- aramótið í atskák 2014 og 2015 og er sigurstranglegur á þeim vettvangi en sé miðað við þá erfiðleika sem hann hefur átt við að stríða í einvíg- inu er ekkert gefið. Verði áfram jafnt eftir atskákirnar eru á dagskrá tvær hraðskákir, 5 3 og svo að lok- um bráðabanaskák. Sergei Karjakin hefur lengi alið með sér þann draum að verða heimsmeistari. Hann er yngsti stór- meistari skáksögunnar, náði til- skildum áföngum aðeins 12 ára gamall. Hann er fæddur árið 1990 í Simferopol í Úkraínu á áhrifasvæði Rússa á Krímskaganum. Fyrir sjö árum fluttist hann til Moskvu og gerðist rússneskur ríkisborgari. Taflmennska hans í einvíginu bendir til þess að hann hafi dregið mikinn lærdóm af öllum heimsmeistara- einvígjum sem háð hafa verið frá árinu 1951: New York 2016; 11. einvígisskák: Sergei Karjakin – Magnús Carl- sen Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Spænski leikurinn hefur komið fyrir í sjö af ellefu skákum einvíg- isins. 3. … a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. d3 b5 7. Bb3 d6 8. a3 O-O 9. Rc3 Be6 Carlsen lék 9. ... Ra5 í 2. einvígis- skákinni. Báðir leikirnir eru góðir. 10. Rd5 Rd4 11. Rxd4 exd4 12. Rxf6 Bxf6 13. Bxe6 Dæmigert fyrir taflmennsku Kar- jakin. Var ekki aðeins meira púður í 13. Bd5? 13. … fxe6 14. f4 c5 15. Dg4 Dd7 16. f5 Eftir mikil uppskipti sem þóttu benda til þess að Magnús væri sátt- ur við skiptan hlut virtist staða Kar- jakin örlítið betri. En ekki er allt sem sýnist. 16. … Hae8 17. Bd2 c4 18. h3 c3 19. bxc3 d5! Tveir síðustu leikir Carlsens þóttu bráðsnjallir þótt þeir nái ekki að raska jafnvægi stöðunnar. 20. Bg5 Bxg5 21. Dxg5 dxe4 22. fxe6 Hxf1+ 23. Hxf1 Dxe6 24. cxd4 Nú liggur beinast við að leika 24. ... exd3 25. cxd3 De3+ 26. Dxe3 Hxe3 27. Hd1 He2 og staðan er jafn- teflisleg. En Magnús reynir að hrista upp í stöðunni með því að veðja á e-peðið. 24. … e3!? 25. He1 h6 26. Dh5 e2 27. Df3 a5 28. c3 Da2 Hótar 29. … Dd2 en Karjakin finnur bestu varnarleiðina. 29. Dc6! He6 30. Dc8+ Kh7 31. c4 Dd2 32. Dxe6 Dxe1+ 33. Kh2 Df2 34. De4+ - og hér sættust keppendur á jafntefli, hvítur þráskákar. Mælt er með vefsvæðinu Chess24.com til að fylgjast með skákinni í kvöld. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Spennan í hámarki – úrslitaskák Carlsen og Karjakin verður tefld í kvöld Atvinnublað alla laugardaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.