Morgunblaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2016 Jólahlaðborð Marentzu Poulsen Borðapantanir í síma 553 8872 Frekari upplýsingar og matseðil má finna á www.floran.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is María Rán Guðjónsdóttir og Þor- gerður Agla Magnúsdóttir stofnuðu útgáfufyrirtækið Angústúru fyrr á þessu ári. „Við kynntumst í bókabrans- anum. Ég var að vinna hjá Crymo- geu og Agla hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. Við eigum líka marga sameiginlega vini,“ segir María Rán um kynni þeirra en sagan nær reyndar lengra aftur en þetta. „Mömmur okkar voru bestu vin- konur í Hjúkrunarskólanum í gamla daga,“ segir Agla (eins Þorgerður Agla er jafnan kölluð) en það kom upp úr dúrnum eftir á. „Og ennþá sætari saga en það er að mamma Öglu fékk mömmu mína með sér í partí þar sem hún hitti pabba minn. Svo byrja þau að vera saman upp úr því,“ segir María Rán en þetta var í íbúðinni sem hún býr nú í en amma hennar og afi byggðu húsið, sem stendur við Grenimel 39. Í bakhúsi á lóðinni er nú rekið forlagið Ang- ústúra. „Ég hitti mömmu hennar Öglu og sagði við hana að mér fyndist ég eiga henni líf mitt að þakka,“ segir María Rán. Þetta hljómar örlagakennt, að minnsta kosti ef maður er for- lagatrúar, sem er við hæfi í þetta skiptið. Þær höfðu ennfremur hist á bókamessum erlendis og smullu þar saman. „Ég var búin sækja bókamessur í nokkurn tíma,“ segir Agla, sem starfaði áður hjá Miðstöð íslenskra bókmennta, Bókmenntasjóði og Bjarti bókaútgáfu. „Hluti af því starfi sem ég vann hjá miðstöðinni var að standa fyrir kynningum á íslenskum bók- menntum erlendis, fara á bóka- messur og hitta erlenda útgef- endur,“ segir hún en þess á milli gekk hún um bókamessurnar og sá þar forvitnilegar bækur sem hún hugsaði að gaman væri að kæmu út á íslensku. „Ég var búin að fylgjast með út- gáfu hérlendis í mörg ár og hugsaði að það væri gaman að gera þetta einhvern tímann sjálf,“ segir Agla og María Rán tekur undir þetta og segist alltaf hafa átt þennan draum. Draumurinn rættist hratt, þær ákváðu að stofna forlagið í maí og það koma út fjórar bækur frá Ang- ústúru fyrir jólin. Fallegar bækur í vönduðum þýðingum Hvert stefnið þið? „Við erum með skýra sýn. Okkur langar til að gefa út fallegar bækur frá öllum heimshornum. Það er til- viljun að við byrjum á mat- reiðslubókum og barnabókum en við féllum bara fyrir þessum bókum og fannst spennandi kostur að byrja á þeim. Við munum einbeita okkur aðallega að þýðingum til að byrja með,“ segir María Rán en þær hyggjast bjóða upp á bækur í áskrift, vandaðar þýðingar á bók- menntum víða að úr heiminum. „Þar fyrir utan langar okkur að gefa út huggulegar bókmenntir,“ segir María Rán og Agla grípur orðið: „Svona sumarbústaðabók- menntir.“ Hún bendir á að fólk lesi alls- konar bækur. „Staðreyndin er að þeir sem lesa, lesa oftast allskonar bækur, ekki bara eina tegund, rétt eins og við viljum ekki alltaf borða það sama.“ „Við erum þegar búnar að festa kaup á einni mexíkóskri bók svo er- um við líka að líta til Nígeríu og Pakistan,“ segir María Rán, sem er einnig þýðandi og hefur fyrst og fremst verið að þýða úr spænsku. „Þetta eru bækur sem hafa vakið áhuga okkar upp á síðkastið,“ segir Agla en þetta eru bækur sem hafa komið út í tugum landa áður. Þær segja að það sé nóg af bókum þarna úti og þær ætla sér að velja það besta úr. „Við teljum okkur hafa gott nef,“ segir Agla. „Maður þarf fyrst og fremst að hafa mikinn áhuga á bókum og áhuga á fólki. Þetta snýst líka mikið um að fá rétta fólkið með sér í lið,“ segir María Rán. „Það er svo margt skapandi fólk sem kemur að bóka- útgáfu, hvort sem Forlögin leiddu þær saman  Angústúra er nýtt bókaforlag  Leggur áherslu á fallegar bækur frá öllum heimshornum og vandaðar þýðingar  Verður hægt að fá bækur í áskrift  Fjórar bækur komnar út fyrir jólin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.