Morgunblaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.11.2016, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2016 Hvarf bresku stúlkunnarMadeleine McCann íPortúgal í maí 2007kom fyrst upp í hugann við lestur spennusögunnar, sem hér er til umræðu. Munurinn ligg- ur helst í því að í fyrrnefnda til- vikinu er enn engin lausn í sjónmáli en í bókinni skýrast línur í lokin. Hjónin við hliðina er nokk- uð óvenjuleg saga. Hjón eru í matarboði hjá nágrönnum í sama raðhúsi en fara heim til sín til skiptis á hálftíma fresti til þess að líta eftir sex mánaða gamalli dóttur sinni, sem er ein heima. Klukkan eitt eftir miðnætti er komið að Anne og Marco fer með henni. Vaggan er tóm. Shari Lapena dregur upp ansi trúverðuga mynd af stöðu mála, viðbrögðum þeirra sem hlut eiga að máli, sönnum skýringum og ósönnum og ásökunum í allar áttir. Þegar betur er að gáð virðast ansi margir, sem tengjast stúlkunni á einn eða annan hátt, hafa óhreint mjöl í pokahorninu, spurningin er bara hver er sekur í þessu máli. Sagan er þrælspennandi og þar sem reglulega kemur upp nýr flöt- ur er ekki hægt annað en að halda áfram að lesa, þar til málið skýr- ist. Rasbach rannsóknarlögreglu- maður heldur vel um taumana og veltir hverjum steini. Það eru brotalamir hér og þar og hann er fljótur að renna á lyktina enda kemur lausn mála honum aldrei á óvart. Þessi glæpasaga er ekki aðeins spennandi heldur vekur ýmsar spurningar. Hvað hugsar þetta fólk eiginlega? Hvers vegna hagar það sér eins og það gerir? Svörin liggja fyrir áður en yfir lýkur. Ljósmynd/Joy von Tiedemann Flétta Shari Lapena skrifar þræl- spennandi sögu að mati rýnis. Glæpasaga Hjónin við hliðina bbbbn Eftir Shari Lapena. Ingunn Snædal þýddi. Kilja. 310 bls. Bjartur 2016. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Launráð og svik Rauði dregillinn og hvers kyns prjál verður víðsfjarri þegar nýj- asta kvikmynd Martins Scorsese, sem nefnist Silence, verður frum- sýnd í Vatíkaninu á morgun. Mynd- in er afrakstur af 27 ára gamalli hugmynd sem leikstjórinn hefur sjálfur lýst sem þráhyggju. Ekki er búist við því að páfinn verði viðstaddur frumsýningu, en um 400 prestar munu horfa á 159 mín. langa myndina sem byggist á sönnum atburðum 17. aldar jesúíta- trúboða í Japan. Silence byggist á samnefndri skáldsögu eftir Shu- saku Endo sem út kom 1966. Samkvæmt frétt The Guardian var stikla úr myndinni frumsýnd í síðustu viku og gefur hún til kynna að mikið sé um bæði ofbeldi og ang- ist í myndinni. Í um 250 ár var kristin trú bönnuð í Japan og fólk pyntað fyrir trú sína. Myndin gerist á 17. öld og þar afneitar Ferreira (sem Liam Neeson leikur) trú sinni af ótta við pyntingar og er neyddur til að taka þátt í athöfn þar sem kristin trúartákn eru vanhelguð og eyðilögð. Tugir þúsunda Japana voru ofsóttir, pyntaðir og myrtir vegna trúar sinnar, en banni við kristni var fyrst aflétt árið 1873. Scorsese frumsýnir í Vatíkaninu Afneitun Liam Neeson í hlutverki sínu sem Ferreira í myndinni Silence. Tillaga Jóhannesar Dagssonar, heimspekings og lektors við mynd- listardeild Listaháskóla Íslands, varð hlutskörpust í lokavali á til- lögum að haustsýningu í Hafnar- borg fyrir árið 2017. Þetta er í sjö- unda sinn sem slíkt val fer fram, sem er í höndum Listráðs og forstöðu- manns Hafnarborgar. „Sýningartillagan sem ber vinnu- titilinn „Málverk – eitthvað annað en miðill“ fjallar um málverkið sem nálgun við myndræna framsetningu, burtséð frá miðli verksins og er markmið sýningarinnar að veita innsýn inní þessa þróun málverksins og nýju stöðu þess,“ segir í tilkynn- ingu frá Hafnar- borg. Jóhannes lauk doktorsnámi í heimspeki frá Háskólanum í Calgary í Kanada 2012. Áður hafði hann lagt stund á heimspeki og bókmenntir við Háskóla Íslands, þar sem hann lauk meistaranámi í heimspeki 2009. Jó- hannes er menntaður í myndlist frá Edinburgh College of Art og hefur tekið þátt í sýningum hér heima og erlendis. Málverk – eitthvað annað en miðill Jóhannes Dagsson Ævintýri Newt Scamander í leynilegu samfélagi norna og galdramanna í New York, sjötíu árum áður en Harry Potter les bók hans í skólanum. Bönnuð yngri en 9 ára. Metacritic 65/100 IMDb 8,0/10 Laugarásbíó 18.00, 21.00 Sambíóin Álfabakka 17.00, 19.00, 20.00, 22.00, 22.45 Sambíóin Egilshöll 17.10, 19.00, 20.00, 22.00, 22.40 Sambíóin Kringlunni 17.00, 18.00, 20.00, 21.00, 22.45 Sambíóin Akureyri 17.15, 20.00, 22.45 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.45 Fantastic Beasts and Where to Find Them Doctor Strange 12 Dr. Stephen Vincent Strange slasast illa á höndum. Til að leita sér lækninga heldur hann út í heim og hittir að lokum „hinn forna“sem kennir honum að nota hendurnar og hæfileika sína á alveg nýjan hátt svo úr verður hinn rammgöldrótti og svo gott sem ofur- mannlegi Doctor Strange. Metacritic 74/100 IMDb 8,2/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.45 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 The Accountant 16 Christian Wolff er stærðfræðingur sem hefur meiri áhuga á tölum en fólki. Hann notar litla endurskoðunarskrifstofu í smábæ sem yfirvarp, fyrir störf sín sem endurskoðandi fyrir hættulegustu glæpa- samtök heims. Metacritic 51/100 IMDb 7,7/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 22.00 Lion Lion fjallar um hinn fimm ára gamla Saroo sem týnist í lest á leið í burtu frá heimili sínu. Metacritic 75/100 IMDb 6,4/10 Smárabíó 16.40, 17.10, 19.30, 20.00, 22.20 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.20 The Light Between Oceans Metacritic 60/100 IMDb 7,2/10 Sambíóin Egilshöll 17.10 Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 17.30 Shut In Metacritic 22/100 IMDb 4,9/10 Smárabíó 22.20 Arrival 12 Metacritic 80/100 IMDb 8,5/10 Smárabíó 20.00, 22.35 Háskólabíó 21.00 Borgarbíó Akureyri 17.40 Jack Reacher: Never Go Back 12 IMDb 7,9/10 Sambíóin Álfabakka 22.45 Grimmd 12 Morgunblaðið bbbnn IMDb 5,8/10 Smárabíó 17.45 Háskólabíó 18.00 Bíó Paradís 20.00 Hacksaw Ridge 16 Metacritic 66/100 IMDb 8,7/10 Laugarásbíó 20.00, 22.45 Flöskuskeyti frá P 16 Metacritic 66/100 IMDb 7/10 Háskólabíó 18.10, 20.50 Borgarbíó Akureyri 17.40 Eiðurinn 12 Morgunblaðið bbbbb IMDb 7,7/10 Háskólabíó 18.10 The Girl on the Train 16 Metacritic 47/100 IMDb 6,8/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Max Steel 12 Metacritic 22/100 IMDb 4,9/10 Smárabíó 15.30 Masterminds Metacritic 47/100 IMDb 5,8/10 Smárabíó 20.10 Bad Santa 2 12 Enn á ný leggur hin fulli og fúli Willie á ráðin með litla fé- laga sínum Markus. Í þetta sinn ætla þeir að ræna góð- gerðasamtök í Chicago á að- fangadag. Metacritic 40/100 IMDb 5,5/10 Laugarásbíó 18.00, 20.00, 22.00 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.10 Smárabíó 17.45, 20.10, 22.20, 22.45 Háskólabíó 20.50 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.00 Sjöundi dvergurinn Sambíóin Álfabakka 18.00 Tröll Metacritic 45/100 IMDb 6,8/10 Laugarásbíó 18.00 Smárabíó 15.30, 17.45 Storkar Metacritic 55/100 IMDb 7,2/10 Sambíóin Álfabakka 17.00 Middle School Metacritic 51/100 IMDb 5,8/100 Smárabíó 15.30 Innsæi Bíó Paradís 22.00 Slack Bay Bíó Paradís 20.00 Baskavígin Bíó Paradís 20.00 Gimme Danger Bíó Paradís 22.00, 22.15 Svarta gengið Bíó Paradís 18.00 Captain Fantastic Metacritic 72/100 IMDb 8,1/10 Bíó Paradís 22.30 Rúnturinn I Bíó Paradís 18.00 Nahid Bíó Paradís 18.00 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.