Morgunblaðið - 28.11.2016, Side 35

Morgunblaðið - 28.11.2016, Side 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2016 það eru höfundar, hönnuðir, ljós- myndarar, teiknarar eða þýðendur.“ Textinn segir hálfa söguna Ein af þeim bókum sem koma út fyrir jólin frá Angústúru er Bangsi litli í sumarsól, frönsk barnabók í þýðingu Guðrúnar Vilmundar- dóttur, sem stofnaði forlagið Bene- dikt nýverið. Þær segjast báðar hrífast af myndskreyttum barnabókum þar sem textinn segi aðeins hálfa sög- una en myndirnar svo mikla sögu. Nú er meira að segja orðinn til nýr flokkur barnabóka sem er „hljóðar bækur“ og bendir María Rán á að það hafi verið veitt sérstök verðlaun í þessum flokki á bóka- messu í Bologna. Þetta eru mynda- bækur án texta, aðeins er lesið í myndirnar. „Það er þetta samtal sem við er- um spenntar fyrir og þessi skapandi hlið eins og í teikni- og litabókunum okkar,“ segir María Rán og vísar til bókanna Tímaflakkaranna og Lita- bókarinnar hennar Rosie Flo. Þetta eru litabækur fyrir börn en líka teiknibækur því það vantar hand- leggi, fótleggi og höfuð á teikning- arnar. Þetta eru því óvenjulega skapandi litabækur. Það fjölgar í hópi kvenútgefenda en hvað um kvenkyns lesendur. Kaupa konur frekar bækur? „Meirihluti lesenda er konur og mestanpart þær sem kaupa bæk- urnar. Þær velja oftast bækurnar fyrir börnin og þær velja fyrir ætt- ingjana,“ segir Agla. Talið berst að rafbókum. „Þær eru búnar að toppa sig. Þær risu hæst í Bandaríkjunum og Bret- landi og fóru upp í rúmlega 30% en í Þýskalandi hefur rafbókin aldrei náð upp fyrir hljóðbókina,“ segir María Rán. „Hljóðbókin er í mikilli sókn,“ segir Agla, sem er mikill aðdáandi vel lesinna hljóðbóka. Þær segja að allir þessir miðlar geti vel unnið saman í framtíðinni. „Maður er vongóður gagnvart framtíðinni. Það þarf alltaf að halda fólki við efnið og minna á mikilvægi lesturs fyrir tungumálið, menn- inguna, tjáninguna og lýðræðið. Ég held að maður þurfi ekki að vera of svartsýnn,“ segir Agla og leggur áherslu á að prentuð bók sé ótrú- lega fullkominn miðill, sem þarf engan millilið. Góð bók öskrar á mann Bóklestur er ákveðið mótvægi við stuttar fréttir í dagsins önn. „Það er svo mikil hvíld að detta inn í eitthvað lengra. Við dreifum athyglinni á svo marga staði. Í bókinni förum við inn í ein- hvern heim og leyfum okkur að vera þar. Ef þetta er góð bók, þá öskrar hún á mann,“ segir María Rán. „Það er alltaf verið að tala um að vera í núinu. Bókin er fullkomin í það,“ segir Agla. Þær segja ástæðu fyr- ir því að fólk hafi gaman af að lesa allskonar bæk- ur, það sé skemmtilegt að fara inn í nýjan heim, sjá eitthvað nýtt og gleyma sér. Útgáfa á litlu málsvæði Ljóst er að fáir tala íslensku. Hvernig er að fara út í útgáfu fyrir svona lítið málsvæði? „Að vissu leyti er það svolítil bil- un, segir María Rán og hlær. „En samt sem áður, upplögin hjá ís- lenskum forlögum eru oft svipuð og hjá erlendum forlögum hjá stórum þjóðum. En þau geta aftur á móti sérhæft sig meira. Eins og það er forlag í Bretlandi sem gefur bara út karabískar bókmenntir. Þeirra upp- lög eru ekki stærri en á Íslandi. Og ef maður ber upplögin saman við það sem gerist á Norðurlöndunum eru þau bara mjög svipuð,“ segir María Rán og heldur áfram: „En hinsvegar það sem getur gerst hjá stærri þjóðum er að þú farir í tug- þúsunda eða hundraða þúsunda sölu en það getur ekki gerst hér.“ Eru Íslendingar eins mikil bóka- þjóð og sagt er? „Eitthvað af þessu er mýta en við höldum enn í þann sið að gefa bækur í jólagjafir og af- mælisgjafir,“ segir María Rán. Agla bendir á að fólk sé líka farið að kaupa meira af bókum fyrir sjálft sig en til dæmis er bókabúðin Ey- mundsson í Leifsstöð stór söluaðili. Bækur frá Angústúru eru í öllum helstu bókabúðum en verða líka í bakhúsinu við Grenimel. „Það er mikil hverfisstemning í gangi hér og okkur langar að vera með í þessari hverfisbylgju, sem er Melabúðin, Kaffi Vest, sundlaugin og Borðið. Það er greinilega þörf fyrir þetta. Fólk vill persónulegri viðskipti og sérverslanir eins og áður var, það vill geta sótt meiri þjónustu í hverf- ið sitt. Það er engin bókabúð í hverfinu en fólk getur komið til okkar og keypt beint af okkur,“ seg- ir María Rán. „Okkur langar að vera í samstarfi við þessa aðila í hverfinu, vera lókal en á sama tíma mjög glóbal. Koma með allan heiminn í hverfið,“ segir hún. Líka nýklassík „Okkur langar líka að gefa út ný- klassík, bækur sem hafa ekki komið út hér en manni finnst að ættu að gera það,“ segir Agla en þetta ætla þær að gera í bland við nýjar bæk- ur, sem munu þó eiga vinninginn. Þær segja að allir spyrji út í nafn forlagsins. „Það er tekið úr hinum stórkostlega bókmenntaflokki um Múmínálfana eftir Tove Jansson, úr Halastjörnunni. Þetta er mannætu- runni sem ræðst á Snorkstelpuna og ætlar að éta hana,“ segir María Rán en angústúra er suðuramer- ískur runni, en líka er unninn bitter úr honum sem gerir gæfumuninn í fjölmörgum úrvalskokkteilum. Morgunblaðið/Eggert Stofnendur María Rán Guðjónsdóttir og Þorgerð- ur Agla Magnúsdóttir, stofnendur Angústúru, við skrifstofu forlagsins við Grenimel. » Staðreyndin er að þeir sem lesa,lesa oftast allskonar bækur, ekki bara eina tegund, rétt eins og við viljum ekki alltaf borða það sama. Útgáfa Þessar fjórar bækur koma út hjá Angústúru fyrir jólin. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA? MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fim 1/12 kl. 20:00 125.s Fös 9/12 kl. 20:00 130. s Lau 17/12 kl. 20:00 135. s Fös 2/12 kl. 20:00 126.s Lau 10/12 kl. 20:00 131. s Sun 18/12 kl. 20:00 136. s Lau 3/12 kl. 20:00 127.s Sun 11/12 kl. 20:00 132. s Mán 26/12 kl. 20:00 137. s Sun 4/12 kl. 20:00 128. s Fim 15/12 kl. 20:00 133. s Fös 6/1 kl. 20:00 138. s Fim 8/12 kl. 20:00 129. s Fös 16/12 kl. 20:00 134. s Gleðisprengjan heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 3/12 kl. 13:00 18.sýn Sun 11/12 kl. 13:00 21.sýn Mán 26/12 kl. 13:00 24.sýn Sun 4/12 kl. 13:00 19.sýn Lau 17/12 kl. 13:00 22.sýn Lau 10/12 kl. 13:00 20.sýn Sun 18/12 kl. 13:00 23.sýn Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Njála (Stóra sviðið) Mið 7/12 kl. 20:00 Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur. Síðustu sýningar. Jólaflækja (Litli salur) Lau 3/12 kl. 13:00 3. sýn Lau 10/12 kl. 13:00 5. sýn Sun 4/12 kl. 13:00 4. sýn Sun 11/12 kl. 13:00 6. sýn Bráðfyndin jólasýning fyrir börn Brot úr hjónabandi (Litli salur) Mið 30/11 kl. 20:00 aukas. Sun 4/12 kl. 20:00 aukas. Mið 7/12 kl. 20:00 16. sýn Lau 3/12 kl. 20:00 14.sýn Þri 6/12 kl. 20:00 15.sýn Aðeins þessar sýningar. Ósóttir miðar seldir samdægurs. Jesús litli (Litli salur) Fim 1/12 kl. 20:00 2. sýn Fös 9/12 kl. 20:00 5. sýn Fim 15/12 kl. 20:00 7. sýn Fös 2/12 kl. 20:00 3. sýn Lau 10/12 kl. 20:00 aukas. Lau 17/12 kl. 20:00 8. sýn Fim 8/12 kl. 20:00 4. sýn Sun 11/12 kl. 20:00 6. sýn Sun 18/12 kl. 20:00 9. sýn Margverðlaunuð jólasýning Salka Valka (Stóra svið) Fös 30/12 kl. 20:00 Frums. Fim 19/1 kl. 20:00 6. sýn Mið 1/2 kl. 20:00 11. sýn Fim 5/1 kl. 20:00 2. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 7. sýn Fim 2/2 kl. 20:00 12. sýn Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Þri 24/1 kl. 20:00 8. sýn Sun 5/2 kl. 20:00 13. sýn Þri 17/1 kl. 20:00 4. sýn Mið 25/1 kl. 20:00 9. sýn Mið 18/1 kl. 20:00 5. sýn Fös 27/1 kl. 20:00 10.sýn Ein ástsælasta saga þjóðarinnar í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Yönu Ross Mávurinn (Stóra svið) Mið 4/1 kl. 20:00 Aðeins þessi eina sýning Óður og Flexa halda afmæli (Nýja sviðið) Sun 4/12 kl. 13:00 Sun 11/12 kl. 13:00 5 stjörnu barnaverk frá Íslenska dansflokknum Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is hafðu það notalegt handklæðaofnum Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidjan.is - sími 577 5177 Eigum úrval af

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.