Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Qupperneq 11
Helgarblað 27. febrúar–2. mars 2015 Fréttir 11 Eru aðstæður varanlega breyttar? Þegar þingmenn Framsóknarflokks- ins gagnrýndu einir ofurhagnað bankanna á Alþingi síðastliðinn miðvikudag og hótuðu jafnvel að skattleggja þá og þrotabúin frekar má segja að þeir hafi haldið þeim þræði sem skóp flokknum eftirminnilegan sigur í þingkosningunum 2013. Að mati Helgu Kristínar og Emmanuels er rökrétt samhengi milli umpólun- arinnar sem skóp sigur Framsóknar- flokksins og kreppu vinstri flokk- anna, ef rétt er skilið. Vonir kjósenda um aukið lýðræði, sterkari varnir gegn voldugum útlendingum og þar með aukið réttlæti fyrir íslensk heimili vöknuðu með baráttumál- um Framsóknarflokksins í stjórn- arandstöðu kosningabaráttu (og sjálfstæðismanna að nokkru leyti). Þessir þræðir náðu langt inn í raðir síðustu ríkisstjórnar og veiktu bar- áttu þeirra. Höfundar líta svo á að Icesave-deilan hafi beint kastljósinu að mikilvægum spurningum um lýðræði og merkingarbæra þátttöku almennra kjósenda um mál sem varða líf og tilveru þeirra. Hliðstæð- urnar eru víða; á Spáni, í Grikklandi, í Occupy-hreyfingunni í Bandaríkj- unum og víðar. n Bankar gegn almanna- hagsmunum Þingmenn Framsóknarflokks gagnrýna ofurgróða bankanna T veir þingmenn gerðu ofurhagnað bankanna að umtalsefni í umræðum um störf þingsins á Alþingi síðastliðinn miðviku- dag; Karl Garðarsson og Ásmundur Einar Daðason, þingmenn Framsóknarflokksins. Karl lýsti eftir samfélagslegri ábyrgð bankanna og óskaði þeim til hamingju með hagnaðartölurnar. „Til hamingju, eigendur Arion banka, sem eru flestir andlitslausir,“ sagði Karl og benti á að arður- inn sem færi í vasa þeirra yrði líkast til tvöfalt meiri en í fyrra. Karl benti á að bankarnir státi af samfélagslegri ábyrgð og láti stundum fé af hendi rakna til góðra mála. „En það fer minna fyrir ábyrgð þeirra gagnvart viðskiptavinum sínum. Viðskiptavinum sem halda þessum stofnunum gangandi á einn eða annan hátt. Í nánast verðbólgulausu landi lætur Arion banki íbúðarkaupendur borga allt að 8 prósenta ársvexti af óverðtryggðum lánum. Ársvextir af kreditkortalánum eru 12 prósent. Ef þú ætlar að leggja pening inn á reikning hjá Arion banka eru vextirnir frá 0,1 prósenti og upp í um það bil 1 prósent sem bankinn býður ykkur upp á.“ Karl gat þess að tölurnar frá Íslandsbanka væru ekki ólíkar þeim sem hér eru nefndar frá Arion banka. „Það er stundum talað um vaxtaokur. Það má nota það um viðskiptahætti bakanna. Á meðan stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins berjast við að bæta lífskjör almennings eru bankarnir alltaf með allt sitt á þurru. Hinn almenni borgari hefur ekkert val. Hann þarf að eiga viðskipti við stofnanir sem hafa aðeins eina hagsmuni að leiðarljósi, hagsmuni eigend- anna. Hjá þeim er samfélagsleg ábyrgð bara klisja.“ Ásmundur Einar Daðason sagði fjármálastofnanir ekki skila stýri- vaxtalækkun til almennings. Munur inn- og útlánsvaxta hefði þvert á móti aukist. Hann efaðist um að tekist hefði að endurreisa bankakerfi sem tryggði hagsmuni almennings og eðlilega samkeppni. „Það er alla vega alveg ljóst að það var full ástæða til þess að taka þrotabú föllnu bankanna, sem eiga í dag reiðufé upp á 1.400 milljarða króna og eignir upp á 2.500 milljarða, að það var full ástæða til þess að láta þessi þrotabú greiða hér eðli- lega skatta til samfélagsins sem þessi ríkis- stjórn ákvað að gera hér í síðustu fjárlögum. Vegna þess að nú eru þessi þrotabú að fá þennan arð greiddan. Og það er full ástæða til að ganga lengra hvað þetta snertir og þrotabúin greiði hér hærri skatta, bæði í formi þeirra skatta sem verið hefur til um- ræðu um útgönguskatta og hugsanlega bara hærri skatta almennt. Vegna þess að þessi þrotabú eru ekki að skila þessu í gegnum dótturfélög sín, Arion banka og Íslands- banka, til almennings.“ Sögulegur sigur Telja má að Sigmundur Davíð Gunn- laugsson og Framsóknar- flokkurinn hafi þrætt saman baráttu fyrir almannahags- munum og sjálfstæði þjóðar undir merkjum Icesave- deilunnar. Mynd Sigtryggur Ari Interpol lýsir enn eftir íslenska Manet-verkinu Eina verkið í gagnagrunni Interpol yfir menningarþýfi sem var stolið á Íslandi V erðmætt málverk eftir Éd- ouard Manet, sem var stolið af heimili í Reykjavík árið 1964, er eina listaverkið í gagnagrunni alþjóðalög- reglunnar Interpol yfir stolin listaverk á Íslandi. Myndin hvarf af stofuvegg einbýlis- húss við Smáragötu í Reykjavík á með- an heimilisfólk var í skíðaferðalagi í Noregi vorið 1964. Lögreglan rann- sakaði húsið og fór meðal annars fram fingrafaraleit í kjallaranum þar sem talið var að þjófurinn gæti hafa far- ið inn, en engin ummerki fundust. Hanna Gunnarsdóttir, dóttir eigand- ans, Gunnars Guðjónssonar skipa- miðlara, segir í samtali við DV að myndin hafi verið metin á 25 þúsund dollara þegar henni var stolið. Á nú- verandi verðgildi eru það að minnsta kosti 25 milljónir íslenskra króna. Hins vegar hefur verð á listaverkum hækkað umtalsvert á undanförnum áratugum og því líklegt að enn meira fengist fyrir myndina í dag. Verk eftir Manet eru með dýrustu málverkum í heimin- um í dag og hafa einstök verk selst fyrir milljarða króna. Ef verkinu hef- ur verið komið í verð er líklegast að það hafi ver- ið flutt erlendis og selt á svörtum markaði. Listaverkaþjófnaðir sjaldgæfir á Íslandi Samkvæmt Interpol er verslun með stolin menningarverðmæti fjórði stærsti ólöglegi iðnaðurinn í heimin- um í dag á eftir eiturlyfjasölu, pen- ingaþvætti og vopnasölu. Þjófnaður og verslun með stolin menningarverð- mæti geta verið gríðarlega gróðavæn- leg, enda verkin oft fyrirferðarlítil, mjög verðmæt og illa varin í sýningar- sölum og heimahúsum. Jafnvel þótt aðeins hluti af markaðsvirði fáist fyrir verkin getur þjófnaðurinn því hæglega borgað sig fyrir glæpamennina. Samkvæmt lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu eru sérstakir lista- verkaþjófnaðir gríðarlega sjaldgæfir á Íslandi. Þegar listaverk hverfa er það helst í hefðbundnum innbrotum þegar þau eru tekin í framhjáhlaupi með öðrum hlutum sem auðveldara er að koma í verð. Manet í stærsta ráni Bandaríkjanna Interpol hefur haldið úti gagnagrunni yfir stolin menningarverðmæti frá ár- inu 1947. Um 45 þúsund listaverk og menningarminjar eru í gagnagrunnin- um, en konumyndin eftir Manet er eina verkið á listanum sem hvarf á Ís- landi. Verkum eftir íslenska listamenn hef- ur þó verið stolið erlendis, í gagna- grunni Interpol er til dæmis að finna landslagsmálverk eftir Jóhannes Kjar- val sem var stolið í Luzern í Sviss árið 2006. Hálfsárslega lýsir Interpol sérstak- lega eftir verðmætustu menningar- verðmætunum sem hafa horfið á undangengnum mánuðum. Slík vegg- spjöld, sem nefnast „The most wanted works of art,“ birtust fyrst árið 1972 og komst íslenska Manet-myndin því aldrei á slíkan lista. Eitt annað málverk eftir Manet er að finna í gagnagrunninum. Það er olíumálverkið Chez Tortoni sem var stolið af Isabella Stewart Gardner- listasafninu í Boston í Bandaríkjun- um í mars 1990. Tveir menn dulbún- ir sem lögregluþjónar laumuðu sér inn, bundu öryggisverði á safninu og stálu 13 listaverkum, að verðmæti 66 milljörðum króna. Þetta er talinn vera stærsti einstaki eignaþjófnaður í sögu Bandaríkjanna. Safnið býður 664 milljónir króna fyrir upplýsingar sem geta leitt til þess að verkin verði endur- heimt. Fyrirsætan fundin? Listasögufræðingurinn Maryanne Stevens, fyrrverandi aðalsýningarstjóri Royal Academy of Arts í London og höfundur bókarinnar Manet: Portra- ying Life, segir í tölvupósti til DV að konumyndin virðist vera olíumál- verk málað á striga, verkið sé merkt en erfitt sé að greina hvað standi á henni. „Tæknin er svipuð þeirri lausu með- höndlun á málningunni sem Manet tók upp undir lok ævi sinnar, frá um 1879 til 1883,“ segir Stevens. Manet var einn þekktasti málari Frakklands á 19. öld. Hann er almennt talinn einn af brautryðjendum impressjónismans, list hans var umdeild á meðan hann lifði. Hann lést árið 1883 eftir löng veik- indi, 49 ára. „Ef myndin er eftir Manet tengist fígúran á myndinni tveimur verkum frá 1881, Le Printemps og Le Modiste. Fyrirsætan gæti vel verið Isabelle Lemonnier, en það er mögulega gefið til kynna með einkennandi hársveip á enninu,“ skrifar Stevens. Á árunum 1879 til 1882 gerði Manet nokkrar aðr- ar myndir af Isabelle, sem var dóttir auðugs skartgripasmiðs frá París. Af bréfaskriftum að dæma var málarinn sérstaklega hrifinn af konunni þrátt fyrir að hún væri umtalsvert yngri en hann, eða rétt um tvítugt. n Kristján guðjónsson kristjan@dv.is Stærsti þjófnaður Bandaríkjanna Málverkið Chez Tortoni eftir Manet var á meðal 13 málverka sem var stolið árið 1990 í einum stærsta einstaka þjófnaði sögunnar í Bandaríkjunum. Le Printemps Myndbyggingin í þessu verðmætasta málverki Manets er áþekk þeirri sem hann nýtir sér í litlu konumyndinni sem hvarf í Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.