Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Qupperneq 19
Fréttir Erlent 19Helgarblað 27. febrúar–2. mars 2015 O pinberar aftökur, loft- árásir, þvinguð hjóna- bönd og þvingaðar blóð- gjafir eru daglegt brauð fyrir íbúa Raqqa sem er ein fjölmennasta borg Sýrlands. Borgin, sem eitt sinn var ein sú frjálslyndasta í landinu, er nú höf- uðstaður Íslamska ríkisins, ISIS, sem stjórnar með harðri hendi. CNN fjallaði um stöðuna í Raqqa á dögunum og má segja að auð- velt sé að komast til borgarinnar. En þegar fólk ætlar að fara, flýja átök- in og þær hörmungar sem blasa við, vandast málið. Pyntaður og drepinn „Líf mitt er farið. Skólinn er far- inn og ég á mér enga framtíð. Þetta er eitthvað sem ég hefði ekki vilj- að sjá í borginni minni,“ segir Abu Ibrahim al-Raqqawi, aðgerðasinni í borginni. Al-Raqqawi er ekki hans rétta nafn heldur nafn sem þessi fyrrverandi læknanemi tók sér þegar hann stofnaði samtök, RSS, sem berjast gegn Íslamska ríkinu. Hafa samtökin meðal annars beint spjótum sínum að mannréttinda- brotum liðsmanna Íslamska rík- isins í Raqqa og birt myndir og myndbönd af voðaverkum þeirra í borginni. Al-Raqqawi segir að samtökin séu þyrnir í augum Ís- lamska ríkisins og einn liðsmaður samtakanna hafi verið pyntaður og drepinn. Íslamska ríkið hafi gefið til kynna að sömu örlög bíði annarra liðsmanna þegar þeir finnast. Vill bjarga borginni Þrátt fyrir hótanir segir Al-Raqqawi að hann muni halda starfa sínu áfram. „Ástandið hér neyðir mig til þess. Ég hef engan áhuga á að verða þekktur og ég vil alls ekki að allir viti hvað ég er að gera. Ég geri þetta fyrir borgina, fjölskyldu mína og íbúa borgarinnar. Við erum að reyna að bjarga þessari borg,“ segir hann. 40 teknir af lífi Al-Raqqawi segist hafa séð mörg ódæðisverkin í borginni undanfarin misseri. Hafa ber í huga að um frá- sögn Al-Raqqawis er að ræða og er tekið fram í umfjöllun CNN að ekki hafi reynst mögulegt að fá stað- festingu á því sem hann segist hafa séð. Al-Raqqawi segir að á undan- förnum tveimur mánuðum hafi 40 manns verið teknir af lífi í Raqqa fyrir ýmsar sakir. Sumir voru teknir af lífi fyrir að vera liðsmenn Free Syrian Army, aðrir vegna gruns um að vera samkynhneigðir og enn aðr- ir vegna gruns um morð. Þá séu þeir sem tala opinberlega gegn Íslamska ríkinu, eins og liðsmenn RSS-sam- taka Al-Raqqawis, einnig skotmörk. Neyddir til að gefa blóð Al-Raqqawi bendir í viðtalinu við CNN á að sumir íbúar séu neyddir til að gefa blóð. Loftárásir hafi verið gerðar á borgina og þörfin fyrir blóð sé talsverð fyrir liðsmenn Íslamska ríkisins sem hafa særst í slíkum árás- um. Þá sé borgin eins og ógnarstórt fangelsi fyrir konur sem búa í borginni. Ef þær eru yngri en 45 ára fái þær ekki að yfirgefa borgina. Al- Raqqawi segir að samtök hans viti um 270 tilvik þar sem konur, eða stúlkur, hafi verið neyddar í hjóna- bönd með liðsmönnum Íslamska ríkisins. Einnig hafi liðsmenn sam- takanna tekið Jasídastúlkur og gert þær að þrælum sínum. Byggingar málaðar bleikar Fljótlega eftir að Íslamska ríkið hreiðraði um sig í Raqqa og tilkynnti um stofnun kalífadæmis sumar- ið 2014 voru fjölmargar byggingar málaðar í einkennislit ISIS sem er svartur. Að undanförnu hafa þess- ar byggingar þó verið málaðar í öðrum litum. Sumar eru bleikar, aðrar hvítar eða grænar. Ástæðan er sú að liðsmenn samtakanna vilja villa um fyrir Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra sem gert hafa loftárásir á liðsmenn ISIS. Flott hús og flottir bílar Fjölmargir erlendir liðsmenn Ís- lamska ríkisins hafast við í borginni, einstaklingar sem hafa farið sér- staklega til Sýrlands til að ganga í raðir samtakanna. „Þetta er himna- ríki fyrir marga af þessum erlendu aðilum. Þeir fá nóg af peningum, fá flottustu húsin og aka um á flottum bílum,“ segir Al-Raqqawi. Sumir er- lendir liðsmenn samtakanna séu þó ekki jafn heppnir. Al-Raqqawi segir að orðrómur sé á kreiki um að sumir þeirra hafi verið drepnir þegar þeir reyndu að flýja borgina og snúa baki við Íslamska ríkinu. „Vegabréfin eru tekin af þeim og ef einhver reynir að flýja er hann drepinn umsvifalaust. Það er ekkert vandamál að komast inn í borgina. Vandamálið er hvernig á að komast burt.“ n Höfuðvígi ISIS eins og risastórt fangelsi n Þvinguð hjónabönd og þvingaðar blóðgjafir n Ungum konum ekki hleypt úr borginni Erfið staða Margir íbúar Raqqa er í erfiðum aðstæðum. Al-Raqqawi segir að konur undir 45 ára aldri megi ekki yfirgefa borgina og sumar séu neyddar í hjónaband. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is „Það er ekkert vandamál að komast inn í borgina. Vandamálið er hvernig á að komast burt. Stjórna með harðri hendi Liðsmenn Ís- lamska ríkisins hafa gert borgina Raqqa að eins konar höfuðvígi sínu. ÖRYGGISVÖRUR VERKTAKANS KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! – Þekking og þjónusta í 20 ár Kemi • Tunguhálsi 10 • 110 Reykjavík www.kemi.is • Sími: 415 4000 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.