Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Page 28
Helgarblað 27. febrúar–2. mars 201528 Fólk Viðtal É g ætlaði bara að leika mér með dróna, en það vatt held­ ur betur upp á sig,“ segir Örv­ ar hlæjandi eftir að blaðamað­ ur hefur prófað hjá honum sýndarveruleikahjálminn sem í fram­ tíðinni mun koma til með að nýtast til sýndarferðamennsku sem hann er að þróa hjá fyrirtæki sínu Console Rym­ ur Productions Studios, en verkefnið sjálft kallast Rymur. Hugmyndin að sýndarveruleikaferðamennskunni kviknaði á dánarbeði eiginkonu hans, Berglindar Guðmundsdóttur, sem lést úr krabbameini þann 17. október síð­ astliðinn, eftir sjö ára baráttu við sjúk­ dóminn. En þann sama dag birtist við hana viðtal í DV, þar sem hún sagði sögu sína. Berglindi dreymdi um að ferðast en veikinda sinna vegna gat hún það ekki. Örvar fékk þá hugmynd að þróa hugbúnað sem gerði fólki kleift að ferðast um allan heiminn, jafnvel þótt það væri rúmliggjandi. Í kringum þá hugmynd stofnaði hann Console og atburðarásin síðustu þrjá mánuði hefur verið lyginni líkust. Lifði fyrir konuna En þetta byrjaði bara með einum dróna, litlu fjarstýrðu loftfari sem er búið myndavél. „Í ágúst á síðasta ári kom vinur minn í heimsókn með dróna og við fórum að leika okkur með hann. Það var sól úti og Berg­ lind fylgdist með okkur úti á palli. Ég sá strax að það voru þarna mikl­ ir möguleikar í myndatöku, því mér finnst mjög gaman að taka ljósmynd­ ir og er skapandi.“ Berglind var orðin mjög veik á þessum tíma og henni hrakaði hratt. Skömmu síðar var hún komin inn á líknardeild og Örvar fylgdi henni þangað. „Við áttum mjög dýrmætan tíma þar saman, í rauninni dýr­ mætasta tíma sem við höfðum átt frá upphafi. Við færðumst enn nær hvort öðru og ég fékk tækifæri til að syrgja hana fyrir framan hana. Ólíkt öllum öðrum sem henni tengjast, þá var ég sá eini sem gerði það. Flestir, ef ekki allir, eru enn í sorg núna, enda stutt síðan hún lést.“ Berglind og Örvar áttu til að mynda einlægt og hreinskilið spjall síðasta daginn sem hún var með fullri meðvitund. „Hún sagði við mig: „Örvar, finndu þér núna góða konu og hættu að fresta þínu lífi. Það er betra ef hún á eitt eða tvö börn, því ég veit þú yrðir góður pabbi. Eina skilyrðið sem ég set gagnvart þessari konu er að hún sé hundgóð“,“ segir Örvar og brosir út í annað þegar hann rifjar þetta upp. „Ég veit ekki alveg hvort hún átti við að konunni þyrfti að líka við hunda eða hvort hún átti bara að vera góð, en ég leyfði því að njóta vafans,“ bætir hann við, en Berglind átti tvo hunda sem hún hugsaði um líkt og þeir væru börnin hennar. Hún sagði í viðtalinu í DV að með því að hafa þá í lífi sínu, þá fengi hún snert af móðurhlutverkinu sem hún myndi aldrei upplifa. „Hún sagði mér að taka bara sénsinn, því ég væri búinn að vera að lifa fyrir hana í sjö ár og lítið sem ekkert hugsað um sjálfan mig. Hún sagði mér að láta drauma mína rætast.“ Vill hjálpa fólki Örvar tók Berglindi heldur betur á orðinu og aðeins nokkrum vikum eftir að hún dó var hann búinn að segja upp starfi sínu hjá Lýsingu, stofna fyrirtæki og farinn til Banda­ ríkjanna að kynna það. Fyrirtækið sérhæfir sig í sýndarferðamennsku sem gerir fólki kleift að upplifa heim­ inn úr stofunni heima hjá sér, fara á tónleika og stunda ýmiss konar af­ þreyingu. Það eina sem til þarf er sýndarveruleikahjálmur og snjall­ sími. En notendur sem skrá sig hjá fyrirtækinu munu fá ódýrari útgáfu af hjálminum án endurgjalds, sem og flest allt afþreyingarefni sem í boði verður. Örvar segir margt spennandi vera á teikniborðinu hjá fyrirtæk­ inu og samstarfssamningar við stór­ fyrirtæki í bígerð. Hann hefur því ekki áhyggjur af því að fyrirtækið standi ekki undir sér þótt grunnþjónustan verði án endurgjalds. Örvar Friðriksson missti konuna sína, Berglindi Guðmundsdóttur, úr krabbameini í október síðastliðinn. Eitt af því síðasta sem hún sagði áður en hún lést var að hann ætti að elta drauma sína. Hann tók hana á orðinu og stofnaði strax fyrirtæki sem mun sérhæfa sig í sýndaferðamennsku. Viðtökurnar hafa verið ótrúlegar og allt hefur gengið upp við kynningu verkefnisins. Sumir vilja meina að Örvar hafi farið of geyst af stað eftir missinn, en hann segist hafa byrj- að að syrgja löngu áður en konan hans dó. Því séu aðstæður hans afar sérstakar. Hann var búinn að syrgja drauma þeirra og líf saman. Eftir að Berglind hafði dáið í örmum hans ákvað að hann fara af stað og reisa henni minnisvarða með þessum hætti. Með því að að auðvelda fólki að skoða heiminn. Hún dó í örmum mínum „Ég fór að undir- búa mig sem ekkil mánuði áður en við giftum okkur Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is „Hún fékk meðvit- und, horfði í augun á mér og sagði: „Örvar, ég elska þig.“ Tveimur dögum síðar dó hún.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.