Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 30
 27. febrúar–2. mars 20152 Bjór - Kynningarblað S kúli Craftbar er nýr og bráð- skemmtilegur bjórbar sem var opnaður 14. desember í Aðalstræti 9. Staðsetningin réð nafninu en styttan af Skúla fógeta stendur á torginu fyrir framan. Skúli leggur aðaláherslu á bjór, en þar má einnig finna úrval af léttvínum og sterkum vínum fyrir þá sem hneigjast frekar í þá átt. „Það er alltaf hópur af fólki sem kemur strax eftir vinnu á virkum dögum og fær sér einn í rólegheit- um eftir vinnudaginn. Á kvöldin eru hér alls konar hópar og setið í flestum sætum, mun meira af Ís- lendingum en útlendingum þrátt fyrir að fjöldi hótela sé í mið- borginni,“ segir Stefán Magnússon eigandi Skúla Craftbar. Tólf tegundir á krana Barþjónar Skúla eru sérfróðir um bjór og leiðbeina þér við val á rétta bjórnum, en hætt er við að úrval tegunda eigi eftir að fá leikmann til að svitna smávegis. Skúli býður upp á yfir 100 tegundir af bjór á flösku og á krana eru 12 tegundir, sem rúlla eftir því hvernig stemningin, úrval- ið og árstíðin er hverju sinni. Í þessari viku voru sex íslenskir bjórar á krana, allir frá Borg bruggunarhúsi og sex erlendir. Nöfnum kranabjóra, verði og pró- sentustigi eru gerð góð skil á bjór- töflunni beint fyrir ofan kranana, þannig að hver og einn er viss um hvaða mjöður freyðir í glasinu hans. Afmælishelgin „Næstu helgi verða tíu íslenskir bjórar á krana á afmælisverði,“ segir Stefán. „Við verðum með Borg, Gæðing, Kalda og Ölvisholt hlið við hlið á dælunum okkar, líklega í fyrsta sinn í sögunni. Þar má nefna Þorlák páskabjórinn frá Borg, Páska Kalda og Barón páskabjór Ölvis- holts. Svo fannst okkur vanta smá hveiti á krana og mun Gæðingur sjá um þá sálma hjá okkur. Tveir erlendir bjórar verða þó áfram á krana, Cocoa Psycho og síðar kem- ur í ljós hver hinn er. Þetta er þó bara brot af því sem við verðum með,“ segir Stefán og er spenntur fyrir komandi helgi. Yfir helgina verður allur bjór á krana á undir þúsund krónum. Margar leiðir til að njóta bjórsins Skúli býður þó upp á fleiri leið- ir til að njóta bjórsins en að velja hann beint af krana. Í boði eru nokkrir valmöguleikar: kranasmakk, flöskur handa öllum og upplifun. Einnig er hægt að fá sér bjór og kjöt- og ostaplatta, en Skúli býður upp á úrvalsosta frá Ostabúðinni á Skólavörðustíg. Gæðastund er síð- an alla virka daga kl. 16–19 og kl. 14– 17 um helgar, en þá eru Brio og bjór dagsins á tilboði. Kranasmakk, taktu flugið „Bjór er bæði til að njóta og ekki síður til að smakka eitthvað nýtt,“ segir Stefán. Flugbakkar eru rosa- lega vinsælir og bjóða upp á alveg nýja upplifun og eru þeir þrenns konar. Go local, eða íslenski bakk- inn býður upp á sex smakkglös af íslenskum bjór og lýsingum með, Sjálfstæði bakkinn, en þar velur þú sjálfur sex bjóra af töflunni, og síð- ast en ekki síst, All in, þar sem allir tólf bjórarnir eru valdir. Upplifun Það er þetta með valkvíðann og því getur verið erfitt að velja af stór- um, flottum flöskulista. Þess vegna hefur Freyr Rúnarsson, bjórmeist- ari hússins, sett saman fjóra mis- munandi smakkpakka. Mjúki pakk- inn er fyrir byrjendur, harði pakkinn fyrir þá sem hafa sterka og reynda bragðlauka, ævintýrapakkinn fyrir þá sem þora og vilja prófa eitthvað spennandi og skrýtið og lúxuspakk- inn fyrir þá vandlátu. Flöskur handa öllum „Hér á Skúla bjóðum við upp á yfir 100 tegundir af flöskubjór,“ segir Stefán. Flöskulistinn liggur frammi á barnum. Sem dæmi af flöskulista má taka belgískt öl, en um það seg- ir á flöskulistanum: Belgíski bjór- inn er þægilegur og ljúfur bjórstíll, ölið þeirra er sérstaklega bragðmik- ið en þó á mildu nótunum. Ávextir og gerkeimur er ríkjandi og oft þó nokkur sæta en beiskir humlar fjarverandi. Það er svo orðið vin- sælt uppátæki meðal heimamanna meðal handverksbrugghúsa utan Belgíu að brugga bjór í anda Belga og þá oft með einhverju twisti og krúsídúllum sem kemur oft mjög skemmtilega út. Opnunartími Skúla er til kl. 23.00 virka daga og kl. 01.00 um helgar. „Stemningin er lágstemmd, róleg og gerð til að njóta þess að vera til,“ segir Stefán. n Íslenskir bjórar á afmælisverði Yfir 100 tegundir af flöskubjór í boði og 10 íslenskir á tilboði um helgina Bjórtaflan og kranarnir Stefán Magnússon eigandi við bjórtöfluna. Mynd SigTryggUr Ari Eigandi við kranana Stefán Magnússon eigandi stendur vaktina. Mynd SigTryggUr Ari Erlendur bjór Yfir 100 tegundir erlendra bjóra eru í boði á flöskum. Mynd SigTryggUr Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.