Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Síða 37
Helgarblað 27. febrúar–2. mars 2015 Fólk Viðtal 29
Örvar dreymir um að breyta lífi
fólks sem af einhverjum ástæðum
getur ekki ferðast, eins og fötluðu
fólki, þeim sem glíma við erfið veik
indi og efnalitlu fólki. Myndefnið
sem notendur Console koma til með
að njóta er tekið upp með drónum,
en með þeim er meðal annars hægt
að ná ótrúlegum yfirlitsmyndum
úr lofti. „Minn tilgangur er að reisa
Berglindi mikilvægan minnisvarða
og ég tel að ég geri það með því að
breyta lífi fólks. Að hjálpa. Ég hef
alltaf viljað hjálpa fólki og reyni að
gera allt fyrir alla.“
Örmagnaðist um jólin
Síðustu jól voru Örvari mjög erfiður
tími, enda fyrstu jólin án Berglindar
frá því þau kynntust. „Ég sleppti
jólunum. Ég skreytti ekki heima hjá
mér og keypti ekki jólagjafir. Ég var
bara á fullu að skoða nýjustu tækn
ina í bransanum. Ég glímdi við mikla
streitu á þessum tíma og í eitt skipti
þá örmagnaðist ég heima hjá mér. Ég
missti meðvitund, líklega um mið
nætti, og rankaði við mér á stofugólf
inu um sex leytið um morguninn. Í
kjölfarið ræddi ég við geðlækni og
sálfræðing og líka vini mína.“ Örvar
fékk bæði róandi og svefnlyf til að
komast yfir erfiðasta hjallann.
En á sama tíma var að birta til í lífi
hans. Örvar hafði kynnst konu sem
hann er í sambandi með í dag, og sér
fyrir sér að geta eytt lífinu með. Þau
kynntust á Tinder aðeins mánuði
eftir að Berglind dó. „Ég leitaði á
Tinder í mikilli streitu og einmana
leika. Í sannleika sagt þá vildi ég bara
kanna hve mörgum stelpum þætti ég
sætur. Anna var fyrsta stelpan sem ég
„matchaði“ við. Við töluðum saman
í mánuð áður en við hittumst og
hún fór með mér í gegnum allt þetta
ferðalag. Hún var algjörlega til stað
ar fyrir mig og leyfði mér að segja
sér allt.“ Hann segir Önnu hafa verið
þennan hlutlausa aðila sem hann
þurfti á að halda. Hann þurfti að tala
við einhvern sem var ekki of tengd
ur honum og var ekki líka að syrgja
Berglindi.
Heillaðist af Önnu
„Ég sá aldrei fyrir mér að við myndum
byrja saman og ég hef sagt henni það.
En einn daginn ákvað ég að bjóða
henni í hádegismat því það var svo
gott að tala við hana. Ég fór og hitti
hana í Smáralind þar sem hún var að
vinna og tók skref aftur á bak þegar
ég sá hana, hún var miklu fallegri en
myndirnar á Tinder gáfu til kynna.
Svo var hún bæði ákveðin og sjálfs
örugg og það kom mér á óvart,“ segir
Örvar um fyrsta skiptið sem hann sá
Önnu í eigin persónu. Daginn eftir
þetta fyrsta stefnumót ákvað hann að
bjóða henni heim til sín og fann þá
strax hve vel þau höfðu náð að tengj
ast. „Það var svolítið magnað sem
gerðist. Anna gekk inn, nam staðar
við mynd af Berglindi og sagði að sér
liði eins og hún þekkti hana. Þá gerð
ist eitthvað í höfðinu á mér. Ég var
búinn að ákveða að ég ætlaði bara
að vera ekkill. Sá ekki fyrir mér að ég
gæti bundist annarri konu.“
Eins og gefur að skilja talaði Örvar
mikið um Berglindi þegar hann og
Anna voru að kynnast, enda skammt
liðið frá andlátinu. Hann segir sam
skipti þeirra hafa verið mjög hrein
skiptin. „Hún veit allt um mig. Alla
mína fortíð, sem er misskemmtileg.
Hún passar mjög vel upp á mig. En
auðvitað er það rosalega erfitt fyrir
hana að vera næsta kona á eftir Berg
lindi. Hún er spurð út í það, hvern
ig sé að vera með mér. Sérstaklega
þegar ég segi frá því opinberlega
hvernig hugmyndin að sýndarferða
mennskunni kviknaði. Þá er bara
talað um Berglindi en ekkert um
hana.“
Rænd í Ameríku
Þrátt fyrir að samband Önnu og
Örvars hafi varað frekar stutt hafa
þau gert heilmikið saman. Örvar hef
ur til að mynda tvisar boðið henni til
útlanda, fyrst til London og svo San
Fransisco. Þau eru því strax byrjuð
að skapa sér dýrmætar minningar
saman. Ferðin til San Fransisco átti
að vera bæði vinnu og skemmtiferð
en breyttist nánast alfarið í vinnu
ferð vegna frábærra undirtekta við
sýndarferðamennskuverkefninu.
„Fyrsta daginn þarna úti fórum
við í Palace of fine arts en þegar við
komum til baka í bílinn var búið að
brjótast inn í hann og stela öllu; pen
ingum, kortum og vegabréfum. Við
fórum á næstu lögreglustöð og gáfum
skýrslu, en þar hringdi síminn minn
og á hinni línunni var maður að
nafni Gene. Hann spurði mig hvort
ég hefði verið rændur því hann hefði
fundið töskuna mína með öllum
nafnspjöldunum.“
Ótrúlegar tilviljanir
Þeir mæltu sér mót en Örvar var ekk
ert sérstaklega spenntur fyrir því,
enda taldi hann Gene allt eins geta
verið þann sem rændi þau og að
hann ætlaði að vinna þeim mein. Sú
hugsun hvarf þó fljótlega. „Við Anna
fórum og fengum okkur að borða
áður en við hittum hann og yfir
matnum sagði ég við hana: „Hvað ef
þessi Gene er maðurinn sem tengir
allt þetta saman, sem við erum að
gera?““ En Örvar trúir því að með því
að hugsa jákvætt sé líklegra að góðir
hlutir hendi fólk. „Það virkaði reynd
ar ekki með Berglindi, þrátt fyrir að
ég reyndi alltaf að vera jákvæður og
vona það besta.“
Anna hafði hins vegar ekki mikla
trú á þessum vangaveltum Örvars um
að Gene yrði lykillinn að velgengni
þeirra. En áður en þeir hittust ákvað
Örvar að „gúggla“ manninn og í ljós
kom að hann er yfirmaður tækni
mála hjá Google. Að leiðir þeirra
tveggja skyldu liggja saman á þess
um tímapunkti var því ansi ótrúlegt.
Örvar trúir því varla ennþá sjálfur.
„Ég átti fund hjá Google daginn eftir,
með frænda mínum sem hafði mik
ið hjálpað mér í tengslum við Berg
lindi. Ég hitti líka Gene aftur og sýndi
honum allt, og hann er orðinn vinur
minn í dag.“ Hann heillaðist af hug
mynd Örvars og vildi leggja hönd á
plóg svo hún gæti orðið að veruleika.
„Hann dróst að mér og ég að honum
því hann er mjög ör og ég er svo ró
legur og yfirvegaður. Þannig mynd
uðum við teymi. Við áttum æðislegan
dag saman í Google og fórum yfir all
ar þessar hugmyndir. Mamma hans
er fötluð og hann sá fyrir sér hún
gæti nýtt sér þetta. Ég lofaði honum
því að um leið og við værum búin að
þróa hugbúnaðinn þá færi ég í eigin
persónu með búnaðinn og heim
sækja hana.“
Hollywood á leið til Íslands
Á meðan Örvar var staddur í San
Fransisco fékk hann líka símtal frá
manni sem
hafði séð
kynningar
myndbandið
frá Console
um Rymur
hugmyndina.
Honum leist
til að mynda
mjög vel á þá
hugmynd að
bjóða upp
á sýndar
veruleikaaaf
þreyingu í
flugvélum.
Örvar vissi
ekkert við
hvern hann
var að tala
en var tilbú
inn að hitta
manninn.
Hann gaf hon
um upp stað
setningu á
fundarstað og áður en Örvar vissi af
var hann staddur fyrir utan Capitol
Recordsbygginguna í Los Angel
es. „Ég hitti þarna fjóra gaura sem
voru umkringdir alls konar tækja
drasli. Í ljós kom að einn þeirra var
Lucas Foster, stór framleiðandi í
Hollywood. Þeir sögðust elska þessa
hugmynd og spurðu hvernig þeir
gætu hjálpað mér.“ Þessi fundur átti
heldur betur eftir að draga dilk á eft
ir sér því tökulið á þeirra vegum er á
leið til Íslands um miðjan mars til að
mynda íslenska veturinn. Fólk um
allan heim mun því fljótlega geta
upplifað Ísland að vetri til, án þess að
stíga upp í flugvél.
Þá er búið að opna fyrir þann
möguleika að Örvar vinni að sýndar
veruleikaafþreyingu í samstarfi við
Paramount Pictures þar sem hug
myndin er að sameina kvikmynda
og ferðaiðnaðinn með ýmsum hætti.
Meðal annars með því að tölvuteikna
kvikmynda og teiknimyndapersón
ur inn í landslagsmyndir. „Sjáðu
fyrir þér Bárðarbungu, norðurljósin,
Transformers og Dispicable me. Kvik
myndapersónur að kynna Ísland og
Ísland að kynna þær. Hvernig getur
þetta klikkað?“ spyr Örvar sposkur á
svip.
Gjöf til líknardeildarinnar
„Aðalmarkmið okkar er að færa
heiminn til þín. Að gera fólki kleift að
fara þangað sem það dreymir um,“
segir Örvar en hann bauð ungum
fötluðum manni, sem er bundinn við
hjólastól, að prófa búnaðinn hjá sér
um daginn og sá varð mjög hrifinn.
„Það eru til
dæmis margir
staðir á Íslandi
sem fatlaðir eiga
erfitt með að
skoða, eins og
bara Gullfoss.
Upplifunin þarf
ekki að vera í
rauntíma, enda
myndskeiðin
jafnvel fallegri
heldur en upp
lifunin í eigin
persónu.“
Örvar ætlar
sér að gefa ýms
um stofnun
um sýndar
veruleikabúnað,
þar sem hann
veit að skjól
stæðingar munu
njóta góðs af,
líkt og á líknar
deildinni þar
sem Berglind dvaldist sína síðustu
ævidaga. „Þegar þetta fer í alvörunni
á flug og efnið okkar er tilbúið þá fer
ég beint niður á líknardeild, en ég hef
ekki farið þangað síðan Berglind dó.
Þar verður þessi fyrsti minnisvarði
um hana settur upp. Til að hjálpa
sjúklingum sem eru á sínum síðustu
dögum að ferðast um allt.“
Aflýstu brúðkaupsferðinni
Berglind hafði unun af því að ferð
ast og reyndi að gera eins mikið af því
og hún gat á meðan heilsan leyfði. Á
ákveðnum tímapunkti kom að því að
hún varð að viðurkenna fyrir sjálfri
sér að hún ætti aðeins eitt ferðalag
eftir – hið óumflýjanlega, sem bíður
allra. „Þegar ég sá tölvupóstinn hjá
henni voru þar nánast bara tölvu
skeyti frá ferðaskrifstofum og stelpan
var að lesa þetta. Hjarta mitt brast við
að sjá þetta.“
Á sjúkrabeðinum varð Berglind
bæði að aflýsa ferð til Parísar og gefa
draumaferð til Las Vegas upp á bát
inn, að sjá Celine Dion. „Við fórum
aldrei í brúðkaupsferðina okkar og
áttum aldrei brúðkaupsnótt einu
sinni,“ segir Örvar, en þau giftu sig
einu og hálfu ári áður en Berglind
lést. Þau höfðu lengi frestað því
Reisir minnisvarða Örvar vill
reisa Berglindi minnisvarða með
því að gera fólki í svipaðri stöðu
og hún var í kleift að skoða
heiminn. Mynd SiGtRyGGuR ARi
„Ég leitaði
á Tinder í
mikilli streitu og
einmanaleika. Í
sannleika sagt
þá vildi ég bara
kanna hve mörg-
um stelpum
þætti ég sætur.
Hjónin Örvar og Berglind giftu sig einu og hálfu ári áður en hún dó í örmum hans.
Breytti honum Örvar segir að Berglind hafi gert hann að þeim manni sem hann er í dag.
Hann er henni þakklátur fyrir það.
17. október 2014