Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Síða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Síða 41
Helgarblað 27. febrúar–2. mars 2015 Fólk Viðtal 33 var, fór og leitaði mér hjálpar. Ég fór til sálfræðings og í kjölfarið til heilara og nuddara því það tekur á líkamann að fara í gegnum svona vinnu. Það besta var að ég gat farið til baka og skilað þessu öllu til foreldrahúsanna og þar var tekið við því og þar með auðveldara að fyrir gefa. Það er svo dýrmætt. Í dag sé ég allt skýrara og er ekki að burðast með þessa reiði for­ tíðar lengur. Auðvitað koma dagar sem eru erfiðari en aðrir. Jólin hafa til dæmis alltaf verið erfið en leik­ húsið hefur snúið því við undanfarin ár. Jesús litli hefur skapað jólin upp á nýtt fyrir mig.“ Engar meðlagsgreiðslur Þótt Kristjana hefði eitthvað daðrað við djass lærði hún klassískan söng í Söngskóla Reykjavíkur. En eftir að hafa heyrt Ellu Fitzgerald syngja „How High the Moon“ á Berlínar­ konsertinum fræga var ekki aftur snúið. „Ég hélt alltaf að djassinn væri bóla sem myndi líða hjá og ég yrði að verða alvöru óperusöngkona. Djass­ inn fór hins vegar aldrei úr höfðinu á mér, þetta var eitthvað sem ég réð ekki við,“ segir Kristjana sem lauk námi í djasssöng frá Konunglega listaháskólanum í Haag í Hollandi árið 2000 með hæstu einkunn. Rétt áður en hún fór utan í nám­ ið hafði hún kynnst barnsföður sín­ um heima á Íslandi. „Við fórum að slá okkur upp korter í brottför mína til Hollands. Við vorum saman í níu ár og eignuðumst eina dóttur, Ragn­ heiði Lóu. Svo skildum við 2005. Hann er einn af mínum bestu vinum í dag. Við eigum þetta barn saman og skiptum því jafnt á milli okkar. Við hjálpumst að með hana og tók­ um þá ákvörðun að fella niður með­ lagsgreiðslurnar. Þetta er afar einfalt. Ef ég er blönk borgar hann meira og ef hann er blankur borga ég meira. Þetta er allt gert fyrir hana, þessa stórkostlegu manneskju sem er nýorðin 12 ára.“ Barnið mesta blessunin Hún neitar því að hafa fundist henni hafa mistekist þegar hún var orðin einstæð móðir, líkt og móðir hennar með hana á sínum tíma. „Þetta bara gekk ekki og þess vegna tókum við þessa ákvörðun. Lóa var rétt tveggja og hálfs árs og þekkir ekkert annað. Skilnaðurinn var auðvitað erfiður en við ákváðum fljótt að tala aldrei illa um hvort annað og að okkar vanda­ mál væru ekki hennar vandamál. Lóa upplifir okkur sem vini og það hefur aldrei verið neitt „drop zone“ eins og oft verður eftir skilnað. Við setjumst frekar niður og fáum okkur kaffibolla og ræðum málin.“ Kristjana segir það ekki hafa verið sérstaklega í kortunum hjá henni að verða móðir. „Ég var að verða 35 ára svo ég fór seint af stað. Ég ætlaði alltaf að verða tónlistarmaður og var ekk­ ert að spá í börn enda var ég ekki viss um hvað ég ætlaði mér þegar hún kom undir. En sem betur fer fór þetta svona enda hefur dóttir mín verið mín mesta blessun. Þetta er eins og að vera með lítinn gúrú á heimilinu; hún sér í gegnum allt og er um leið mælir á hamingjuna. Ef hún er eitt­ hvað fúl á það líka við um mig. Hún er beintengd við mig. Frábær sál­ fræðingur sagði mér að enginn kæm­ ist óskaddaður frá foreldrum sín­ um, það er gott að hafa það á bak við eyrað. En við Lóa erum góðar vinkonur og hún er algjör móður­ betrungur þetta barn.“ Hún segir fleiri börn ekki hafa verið í spilunum. „Það hefði verið gaman að eignast fleiri en það gerð­ ist ekki. Það góða er að Lóa á samt systkini. Ég hafði mestar áhyggjur af því að hún yrði ein en aðra hvora viku er hún litla dekurrófan hennar mömmu sinnar en hina vikuna er hún að hjálpa pabba sínum með litlu syst kini sín sem eru hreint alveg dá­ samlegar mannverur.“ Svolítið klofin persóna Kristjana viðurkennir að erfiðar minningar frá æskunni hafi komið upp á yfirborðið þegar hún eignaðist barn. „Að sjá dóttur mína á þessum aldri varð til þess að flóðgáttir hrein­ lega opnuðust og gerði það að verk­ um að ég fór og vann alla þessa vinnu með sálfræðingi. Þá fyrst áttaði ég mig á alvarleika málsins. Þess vegna er hún það besta sem hefur komið fyrir mig. Annars væri ég að drösl­ ast með þetta ennþá,“ segir Kristj­ ana og það er greinilegt að það rífur í að ræða þessi mál enda ekki eitt­ hvað sem hún hefur hingað borið á torg. „Ég hef alltaf verið svolítið klofin persóna. Á sama tíma og ég elska að vera innan um fólk þá er önnur hlið á mér sem er einstaklega prívat týpa. Ég á til að draga mig í hlé sem getur haft áhrif á sambönd mín við fólk sem er mér náið. Það er mér nauðsynlegt að taka sjálfa mig stundum hrein­ lega úr sambandi og þá svara ég ekki einu sinni í síma. Þetta er eitthvað í mér frá því ég var lítil, ég var oft svo afskipt. En ég reyni að horfa jákvæð­ um augum á þetta líka því einvera getur verið góð og það verður greið­ ur aðgangur að uppsprettunni þar sem sköpunarrásin er galopin og al­ gerlega nauðsynleg fyrir vinnandi listamann og því kýs ég ekki að líta á þetta sem eitthvað slæmt. Þá væri ég ómöguleg.“ Trúðurinn Bella fæddist Auk þess að vera ein þekktasta djass­ söngkona landsins var Kristjana vin­ sæll raddþjálfari en hefur síðustu ár starfað sem tónlistarstjóri og tón­ skáld í Borgarleikhúsinu. En þar með er ekki allt upp talið því árið 2009 hlaut hún Grímuverðlaunin ásamt kollegum sínum fyrir trúðasýn­ inguna Jesú litla. „Þegar ég kom heim frá Hollandi fór ég að að kenna í FÍH og eftir frekara söngtækninám í Dan­ mörku fékk ég símtal frá Stöð 2 og var beðin um að raddþjálfa krakkana í Idolinu. Eftir það stoppaði ekki sím­ inn hjá mér. Í kjölfarið fór ég að vinna í Borgarleikhúsinu þar sem ég kynnt­ ist Bergi Þór Ingólfssyni og Halldóru Geirharðsdóttur og trúðameistar­ anum Rafael Bianciotto. Hann bauð mér að koma á trúðanámskeið og þar fæddist trúðurinn Bella. Hún er tölu­ vert frakkari en besta vinkona henn­ ar, Kristjana, en fyrst og fremst er hún mjög góð sál. Ég hugsa að hún sé með þetta ómengaða ljós í sálinni sem við fæðumst öll með, það er svolítið gull í henni. Svo elskar hún óperur svo ég fæ útrás fyrir söngskólagönguna í henni. Hún er svakalegt krútt.“ Mörkin sett Kristjana segir starfið í leikhúsinu hafa hjálpað sér að vinna í æsku­ málum sínum. „Ég hef brennandi áhuga á þessum sýningum sem ég hef unnið að með Bergi og Dóru. Við höfum fjallað um fyrirgefninguna og kærleikann í Jesú litla og þennan kjark að þora að standa í ljósinu. Svo sýndum Hamlet litla fyrir skólabörn og ræddum í leiðinni við þau um að setja sér mörk við ofbeldi. Í þeirri sýningu lék ég vonda karlinn sem veður yfir mörk allra og skilningur­ inn verður enn dýpri og meiri þegar maður hefur sjálfur upplifað ýmis­ legt. Hamlet litli hlaut einnig Grímu­ verðlaunin í fyrra sem Barnasýning ársins. Þar samdi ég alla tónlistina líka. Og núna er ég byrjuð að vinna að nýrri trúðasýningu með Bergi sem er byggð á síðustu dögum Sókratesar og verður hún frumsýnd í haust. Leik­ húsið hefur því hjálpað mér í gegn­ um marga persónulega baráttu og ég er svo þakklát fyrir þau tækifæri sem ég hef fengið og í kjölfarið þeim frá­ bæra vinskap sem er mér svo óend­ anlega kær.“ Lífstíllinn hentar Kristjana segir lífsstíl listamanns­ ins henta sér vel. „Ég er tvíburi og ef maður spáir í stjörnumerkin hentar það honum best að hafa mörg járn í eldinum. En ég, eins og flestir lista­ menn, hef oft hugsað um það að þegar verkefnin hafa ekki raðast upp næsta árið og óvissan um innkomu nagar mann, hvort ég ætti að skipta yfir í níu til fimm vinnu og eiga frí um helgar. Ég er náttúrlega með barn. Ef ég væri ein væri þetta auðveldara. En ég hef getað sinnt þessu svona þótt ég hafi stundum móral gagnvart Lóu fyrir að vera svona mikið í burtu. En það sem hún fær í staðinn er svo mikið. Ég veit ekki hversu margar æfingar af Söngvaseið og Galdra­ karlinum í Oz hún hefur setið með mér uppi í Borgarleikhúsi. Það er ör­ ugglega eitthvað sem marga krakka dreymir um. Annars hefur aldrei verið neitt vesen með hana Lóu. Við pössum vel upp á hana. Það er gott fólk í kringum okkur sem hjálp­ ar okkur að hlúa að henni. Auðvitað gerir samviskubitið oft oft vart við sig en ég held að það sé eðlilegt hjá öll­ um foreldrum. Hún hefur allavega kynnst fjölda skemmtilegs og skap­ andi fólks sem á vel við hana enda ætlar hún sér að vinna í leikhúsi í framtíðinni.“ Uppgjör við fortíðina Varðandi sína framtíð segist Krist­ jana ætla að einbeita sér meira að tónlistinni. „Ég er nýbúin að syngja á stórtónleikum með Stórsveit Reykja­ víkur og undirbúningurinn tók um tvö ár. En núna er það Sókrates í Borg­ arleikhúsinu og svo er það platan sem ég hef haft á teikniborðinu í langan tíma. Ég hef unnið með svo stórkost­ legu tónlistarfólki í gegnum tíðina að tónlistin sem ég sjálf hef samið frá því ég var lítil stelpa hefur lent ofan í skúffu. En nú er ég byrjuð á sólóplöt­ unni, hún verður uppgjör við fortíð­ ina í leiðinni. Vonandi tekst mér að koma henni frá mér núna,“ segir hún og bætir við að ekki verði um djass­ plötu að ræða. „Þetta er „alternative“ popptónlist eins og margir hér á landi eru að semja. Ég mun gefa plötuna út undir listamannsnafninu Bambaló, en pabbi kallaði mig alltaf því nafni þegar ég var lítil. Þetta verður upp­ reisn æru fyrir litlu stelpuna sem ég einu sinni var.“ Hlakka til að verða gömul Kristjana verður 47 ára á árinu. „Ég er með frekar litla aldurskomplexa og fagna alltaf þegar ég á afmæli enda verð ég betri listamaður og mann­ eskja með hverju árinu. Ég hlakka til að verða gömul,“ segir hún brosandi. Aðspurð hvort ástin hafi bankað upp á þagnar hún í smá stund en segist svo brosandi eiga góðan vin. „Þetta er svolítið loðið einmitt núna. Ég veit ekki hvað verður. Það verður bara að koma í ljós. Ég hef verið einhleyp meira og minna síðan ég skildi. Ég ákvað að eyða frekar tímanum í að vinna í mínum málum því ég held að þegar maður er krumpaður á sál­ inni laði maður þannig fólk að sér. Ég hef notað tímann til að taka til og er nýfarin að líta í kringum mig. Ég var ekki tilbúin fyrr. Núna er ég tilbúin. Hver veit hvað gerist.“ n Mæðgur Kristjana var að verða 35 ára þegar hún varð móðir. Mynd JónaTan GarðarSSon Vinkonurnar björguðu Vinkonur Kristjönu komu sterkar inn þegar hún missti föður sinn. Með pabba Pabbi Kristjönu kallaði hana gjarnan Bambaló. „Skilnaður- inn var auð- vitað erfiður en við ákváðum fljótt að tala aldrei illa um hvort annað og að okkar vandamál væru ekki hennar vandamál Lakkað smeLLuparket • 30 ára ábyrgð Parket & gólf • Ármúla 32, 108 Reykjavík • S: 5681888 • parketoggolf.is Verð: 9.060 kr. m² Nú á tilboðsverði: 6.342 kr. m² Hágæða PlankaParket - eik Sauvage einstakt tilboð -30% afsláttur ATH TAkmArkAð mAgn Parket og gólf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.