Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 48
Helgarblað 27. febrúar–2. mars 201540 Sport n Toppliðin á Englandi undirbúa sig fyrir næsta tímabil n Chelsea og Manchester Þetta þurfa stórliðin að gera fyrir næsta tímabil Þ ó að enn séu tólf umferðir eftir af ensku úrvals- deildinni eru flest ef ekki öll lið deildarinnar farin að huga að leikmannamálum fyrir næsta tímabil. Sum félög þurfa að kaupa framherja til að gera enn betur en á þessari leiktíð á meðan önnur þurfa á öflugum varnarmanni að halda. DV tók saman og lagði mat á þörf toppliða deildarinnar á að styrkja sig fyrir næsta tímabil. Teknar voru saman upplýsingar um þau fé- lög sem skipa efstu átta sæti deildar- innar nú þegar skammt er til loka tímabilsins. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is 1 Chelsea Gæti keypt: Miðvörð Gæti einnig skoðað: Framherja Möguleg skotmörk: Raphael Varane, Lionel Messi, Mauro Icardi Chelsea hefur á að skipa frábærum leikmannahópi enda liðið með nokkuð þægilegt forskot á toppi deildarinnar. Spurningarmerki hafa þó verið sett við vörn liðsins, einkum miðverðina, þar sem hinn aldni höfðingi John Terry er fyrsti kostur. José Mourinho hefur notað Kurt Zouma og Gary Cahill við hlið hans til skiptis og virðist Mourinho ekki vera búinn að gera upp við sig hvorn hann eigi að nota. Þó að Terry hafi verið öflugur í vetur verður að horfa til þess að hann verður 35 ára á árinu og er kominn á síðasta snúning. Ekki þykir ólíklegt að Mourinho freisti þess að fá nýjan heimsklassaleikmann í vörnina fyrir næsta tímabil og hefur Raphael Varane, leikmaður Real Madrid, verið nefndur í því samhengi. Þá hefur Chelsea einnig verið orðað við framherja þó Diego Costa hafi farið á kost- um í vetur. Argentínumaðurinn Mauro Icardi, markahæsti leikmaður ítölsku deildarinnar, er líklegur kostur en Chelsea hefur einnig verið orðað við Lionel Messi sem þykir þó býsna langsótt. 2 Manchester City Gæti keypt: Varnarmann Gæti einnig skoðað: Miðjumann Möguleg skotmörk: Koke, Paul Pogba, Kevin de Bruyne Líkt og Chelsea hefur Manchester City á býsna öflugum leikmannahópi að skipa þar sem valinn maður er í hverri stöðu, stundum fleiri en einn. Líkt og hjá Chelsea hafa spurningarmerki verið sett við vörnina þar sem Vincent Kompany er fyrsti kostur í stöðu miðvarðar. Manuel Pellegrini hefur spilað með hvorum tveggja Eliaquim Mangala og Martin Demichelis við sína hlið en hvorugur er nógu góður fyrir lið sem ætlar að komast alla leið í öllum keppnum. Mangala er þó enn tiltölulega óreyndur á meðan Demichelis er kominn á síðasta snúning á ferli sínum. City gæti einnig bætt við sig miðjumanni þó að liðið sé ágætlega mannað þar. Liðið saknaði Yaya Toure afskaplega þegar hann fór í Afríkukeppnina og þegar David Silva er fjarverandi vegna meiðsla á liðið oftar en ekki erfitt uppdráttar í sóknarleiknum. Liðið hefur verið orðað við leikmann á borð við Koke, Paul Pogba og Kevin de Bruyne sem allir eru frábærir leikmenn. 3 Arsenal Gæti keypt: Miðjumann Gæti einnig skoðað: Markvörð og miðvörð Möguleg skotmörk: Paul Pogba, Morgan Schneiderlin, Hugo Lloris Arsenal hefur spilað ágætlega að undanförn, ef undan er skilið slæmt tap gegn Monaco í Meistaradeildinni í vikunni, og bendir flest til þess að liðið nái einu af fjórum efstu sætunum í vor. Ætli liðið sér að taka skref fram á við verður Arsene Wenger að huga að nokkrum stöðum. Vandamál Arsenal inni á vellinum eru fyrst og fremst aftarlega á miðjunni þar sem liðið vantar sárlega öflugan leiðtoga. Mikel Arteta, Mathieu Flamini og Francis Coquelin hafa skipt þessari stöðu á milli sín í vetur með misjöfnum árangri. Liðið vantar leikmann eins og Patrick Vieira eða Gilberto Silva sem báðir voru frábærir á sínum tíma. Arsenal hefur verið orðað við Paul Pogba, leikmann Juventus, sem gæti smollið eins og flís við rass í Arsenal-liðið. Hann mun líklega kosta hátt í 80 milljónir punda en gæti orðið sú fjárfesting sem Arsenal þarf á að halda til að koma liðinu í fremstu röð. Enn sem fyrr hafa spurningarmerki einnig verið sett við markverði Arsenal-liðsins, þá Wojciech Szczesny og David Ospina. Þykir ekki ólíklegt að Arsene Wenger finni nýjan fram- tíðarmarkvörð í sumar og hafa Hugo Lloris, markvörður Tottenham, og Bernd Leno, markvörður Bayer Leverkusen, verið nefndir. United að missa annað ungstirni Svo gæti farið að sagan frá sumrinu 2012 endurtaki sig en þá missti Manchester United tvo af sínum efnilegustu leikmönnum, Paul Pogba og Ravel Morrisson, á frjálsri sölu til annarra félaga. Andreas Pereira er nítján ára miðjumaður hjá United sem gæti náð langt. Hann kom til félagsins frá PSV í Hollandi árið 2012 og skrifaði undir þriggja ára samn- ing sem rennur út í sumar. Þrátt fyrir áhuga United á að halda honum hjá félaginu hefur hann ekki enn skrifað undir nýjan samning og hafnaði hann nýjasta samningstilboði United. Daily Mail greinir frá því að Paul Pogba, sem fór til Juvent- us árið 2012, hafi hvatt hann til að ganga í raðir Ítalíumeistar- anna í sumar. Pogba er í dag í hópi bestu miðjumanna heims og eftirsóttur af öllum stórliðum Evrópu. Líkt og í tilfellum Pogba og Morrison er talið að lítill leik- tími með aðalliði United eigi sinn þátt í að Pereira hefur enn ekki skrifað undir nýjan samning. Þó að spilamennska United á leiktíð- inni hafi ekki verið upp á marga fiska hefur Pereira aðeins komið við sögu í einum leik á tímabil- inu, í deildabikarnum í byrjun leiktíðar. Pereira er fæddur í Belgíu en á brasilíska foreldra. Hann hefur leikið með U15, U16 og U17 ára liðum Belgíu en spilaði einnig leik með U20 ára liði Brasilíu í fyrra. Pissaði í skóinn sinn Besti knattspyrnumaður heims í bobba C hristiano Ronaldo, besti knattspyrnumaður heims, kynnti nýlega til leiks nýja CR7- skólínu. Við það rumskaði íþróttavörurisinn Nike, sem gerir því skóna að til greina komi að svipta Ronaldo samningi sínum. Nike greiðir Ronaldo 1,1 milljarð króna á ári fyrir að klæðast skóm frá Nike. Hagnaður Ronaldos af skósölunni gæti þannig farið fyrir lítið. Því má segja að Ronaldo kunni að hafa piss- að í skóinn sinn. Nike hefur farið þess á leit við Ronaldo að hann taki skóna úr sölu. CR7, fyrirtæki Ronaldos, set- ur skólínuna á markað í samvinnu við portúgalska fyrirtækið Portugal Footwear. Íþróttaskór eru þar á með- al og einmitt þar stendur hnífurinn í kúnni. Fréttamiðlar í Portúgal greina frá því að Ronaldo hefði þurft leyfi frá Nike til að setja skólínuna á markað. Spurningin er hins vegar hvort þeir séu reiðubúnir til að missa þennan dýrmæta spón úr aski sínum. Leiða má líkur að því að þá muni aðrir íþróttavöruframleiðendur ganga á eftir markaskoraranum með grasið í skónum. n Vandamál Ronaldo gæti þurft að draga skólínuna til baka. www.sportvik.com Skíðahjálmar gleraugu áburður sköfur brynjur ofl Sigti þrengingar heyrnarhlífar gleraugu töskur ofl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.