Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Qupperneq 52
Helgarblað 27. febrúar–2. mars 201544 Menning Í samsýningunni #KOMASVO er innblástur frá íþróttaheiminum notaður L itrík fyrirtækjamerki á gólfum handboltaleikvangsins, risa- stór auglýsingaskilti á hliðar- línunni, knattspyrnustjörnur í nærfataauglýsingum og íþróttabúningar sneisafullir af til- kynningum – allt til að borga fyrir umgjörð leiksins sem fer fram á vell- inum. Samsýningin #KOMASVO sem fer nú fram í Listasafni ASÍ fær- ir þessa fagurfræði íþróttaheimsins inn í hvítan og naumhyggjulegan tening safnsins. Listamennirnir sex, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Ásgeir Skúla- son, Nikulás Stefán Nikulásson, Sig- urður Atli Sigurðsson, Sindri Leifs- son og Sæmundur Þór Helgason ásamt framkvæmdarstjóranum Írisi Stefaníu Skúladóttur láta sér hins vegar ekki nægja að rannsaka samband lista, íþrótta og auglýs- inga í kyrrstæðum myndlistarverk- um heldur breyta sýningunni í einn allsherjargjörning þar sem tungu- tak og viðhorf íþróttanna er fært inn í samhengi listarinnar: leikgleðin, sigur viljinn og áherslan á að gera sitt besta. Þannig etja þeir saman og rannsaka svið sem virka nánast eins og andstæðir pólar í samtímanum en eru kannski skyldari en margir vilja viðurkenna. Sýningin vekur þannig meðal annars upp spurningar um hlutverk og sýnileika styrkja og pen- ingaafla í menningarlífinu. Nú líður að leikslokum sýningar- innar, dómarinn mun flauta leik- inn af um helgina. DV hitti á fram- kvæmdastjóra sýningarinnar, Írisi Stefaníu, og tvo liðsmenn, Leif Ými og Sigurð Atla, og ræddi gengi sýn- ingarinnar hingað til og taktíkina fyrir lokasprettinn. Kaos og kitsch Leifur segir að þeir hafi fyrst og fremst nálgast íþróttirnar í gegnum hug- myndina um leikinn og leikgleðina. „Mér finnst strákarnir vera að spila mikið á leikinn og hreyfanleikann í íþróttunum, en líka kúltúrinn, til dæmis hvernig er talað: upphrópanir eins og „massa þetta“ og „koma svo strákar“. Þetta verður svo líka hluti af vinnuandanum,“ segir Íris. Það er hægt að taka undir þetta, sýningin tekur sig ekki alvarlega. Verkin eru létt og tilfærileg, eftir því sem liðið hefur á sýninguna hafa til dæmis ný verk komið inn „af bekknum“, en það sem grípur augað fyrst eru aftur á móti fyrirtækjamerk- in og auglýsingarnar – kaosið og kitschið sem virðist vera innblásið af sjónrænni vídd íþróttanna. Þar kem- ur inn þriðja hugtakið sem er verið að rannsaka, markaðurinn. Þegar samspil íþrótta og auglýsinga er fært inn í rými listarinnar vakna spurn- ingar um samband listarinnar og peninga. „Við erum ekki beint að vinna með fagurfræði íþrótta sem slíka heldur aðferðafræði íþrótta til að styrkja leikinn og félagið, og þar af leiðandi verður útlitið svona. Þar sem verkin eru styrkt af þessum aðil- um þá setjum við lógóin upp og þetta útlit verður til eiginlega sjálfkrafa,“ segir Sigurður Atli. „Lógóið okkar er svo undir áhrifum frá þessu, það átti að líta út eins og merki íþrótta félags,“ segir Leifur. „Svo var Bónus-lógóið líka í forgrunni – þetta beyglaða svín,“ segir Íris. „Já, þetta ódýra sem á að selja,“ bætir Sigurður við. Vandræðaleg klósettpappírsala Listaverkin eru meðal annars teikn- ingar undir áhrifum frá leikkerfum hópíþrótta, varamannabekkjum og búningsklefum en einnig hefur far- ið fram ljósmynda-„like“-leikur, dósasöfnun og klósettpappírsala í anda fjáröflunar yngri flokkanna. „Mér finnst mikilvægur partur af sýningunni vera hvað þetta er allt vandræðalegt. Það er svolítið vand- ræðalegt að eina leiðin fyrir okkur til að fá að setja upp sýningu sé að selja klósettpappír, biðja fólk um að koma með flöskur á opnunina og fá fyrirtæki til að styrkja framleiðsluna,“ segir Sigurður. „Eins og við séum eitthvað mjög lélegt utandeildarlið,“ bætir Leifur við. Það er hins vegar ekki aðeins í yngri flokkum og utandeildum sem slíkar safnanir fara fram: hand- boltalandsliðið leikur í auglýsingum og biður Íslendinga að hringja og Listin að auglýsa leikinn Aðferðafræði íþróttanna Fjöldi fyrir- tækja lagði sýningunni lið með auglýsingum sem skapa ofhlaðna fagurfræði í anda íþróttavallarins. Mynd Sigtryggur Ari Kristján guðjónsson kristjan@dv.is Leikgleði Hugmyndir um leik og leikgleði leika stórt hlutverk í samsýn- ingunni #KOMASVO sem stendur yfir í Listasafni ASÍ um þessar mundir. Mynd Sigtryggur Ari Klósettpappír til sölu #KOMASVO-hópur- inn fjármagnar listasýn- inguna meðal annars með sölu salernispappírs. Mynd Sigtryggur Ari F yrir rúmri viku var vefsíðan Ís- lendingasögur.net opnuð en þar verður hægt að nálgast Ís- lendingasögur endurgjalds- laust ásamt ýmsu ítarefni á tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma. Efninu er miðlað með nýstárlegum hætti en þegar lesandinn smellir á orð eða örnefni í textanum birtist orðskýring, landakort, mynd eða aðrar upplýs- ingar. „Von mín er að fólk tengi betur við sögurnar og átti sig til dæmis betur á því hvar þær eiga sér stað. Það eru alls konar staðarheiti í sögunum en þú áttar þig ekkert almennilega á því hvar þær gerast. Með þessu verður það mun auðveldara – þú ýtir á orðið þegar þú ert að lesa, kortið kemur upp og þú áttar þig strax á því hvar þú ert, “ segir Þórarinn Örn Andrés- son forritari, sem er höfundur og umsjónarmaður síðunnar. Hver sem er getur fengið aðgang að kerfinu og hjálpað til við að bæta inn skýringum við sögurnar – að þessu leyti virkar síðan á svipaðan hátt og alfræðiorðabókin Wikipedia. „Ég ætla mér ekki persónulega að setja allar orðskýringarnar inn, held- ur vona ég að einhverjir þarna úti hafi áhuga á að skrá sig og setja inn efni.“ Ellefu Íslendingasögur eru nú aðgengilegar en fleiri munu bæt- ast við og með fleiri notendum verða skýringarnar fleiri og ítar- legri. Þórarinn segist vera áhuga- maður um sögurnar en ekki vera neinn sérfræðingur. „Hugmyndin kviknaði einmitt af því að mig lang- aði í svona kerfi. Mig langar að lesa sögurnar og gera mér betur grein fyr- ir þeim,“ segir Þórarinn. Hann von- ast þá til að síðan geti nýst kennur- um til að kveikja áhuga nemenda á Íslendingasögunum og gera lestur- inn auðveldari. „Þetta ætti að gera sögurnar aðgengilegri og skemmti- legri,“ segir Þórarinn. n kristjan@dv.is Wikipedia-væðir Íslendingasögurnar Þórarinn Örn Andrésson notar nýjustu tækni til að gera Íslendingasögurnar aðgengilegri gamlar sögur, ný miðlun Þórarinn hefur unnið að Íslendingasagnaverkefninu í frítíma sínum undanfarið ár. Allar bækur 1 AlexPierre Lemaitre 2 AfturganganJo Nesbø 3 Dansað við björninnRoslund & Thunberg 4 Öræfi - kiljaÓfeigur Sigurðsson 5 Hreint mataræðiDr. Alejandro Junger 6 Risasyrpa - Sjóræn-ingjar Walt Disney 7 Etta og Otto og Russel og James Emma Hooper 8 Kuggur 13 Tölvu-skrímslið Sigrún Eldjárn 9 Heimsmetabók Skúla skelfis Francesca Simon 10 Aftur á kreikTimur Vermes Metsölulisti Eymundsson 18.–24. febrúar 2015 Íslenskar kiljur 1 AlexPierre Lemaitre 2 AfturganganJo Nesbø 3 Dansað við björninnRoslund & Thunberg 4 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson 5 Etta og Otto og Russel og James Emma Hooper 6 Aftur á kreikTimur Vermes 7 LjónatemjarinnCamilla Läckberg 8 Bonita AvenuePeter Buwalda 9 Fimmtíu dekkri skuggar E. L. James 10 VilltCheryl Strayed
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.