Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 53
Menning 45Helgarblað 27. febrúar–2. mars 2015 S íðastliðinn sunnudag hlaut bandaríska stórmyndin Interstellar eftir Christopher Nolan Óskarsverðlaun fyrir sjónrænar brellur. Paul Franklin, Andrew Lockley, Ian Hunter og Scott Fisher höfðu umsjón með brellunum og tóku við styttunum í Los Angeles. Myndin var hins vegar tekin upp að hluta á Íslandi og komu fjölmargir heimamenn að gerð myndarinnar, meðal annars að brellunum. Eggert Ketils son var listrænn stjórnandi (e. art direct- or) íslenska hlutans og hafði með- al annars umsjón með samsetn- ingu og byggingu allra geimfara auk þess sem lokaáferðin var unn- in hér á landi. Fyrirtækið Ginnir ehf. vann svo við brellur í góðri samvinnu við tæknibrelluteymi myndarinnar. Ginnir sá meðal annars um allar snjó- og ísbrellur, auk þess sem fyrirtækið þjónu- staði brelludeildina hvað varðar sprengingar og fleira. n Eiga hlut í Óskarnum Listin að auglýsa leikinn gefa pening í ferðasjóð á stórmótum. „Það væri áhugavert ef manni byðist að styrkja íslenska kvikmyndagerð þegar væri verið að sýna Vonarstræti í sjónvarpinu,“ segir Íris. Fyrirtækjastyrkir tabú í listinni Sannleikurinn er hins vegar sá að listafólk og sýningar þeirra ganga í mjög mörgum tilvikum á styrkjum frá stofnunum og fyrirtækjum, en slíkt má þó helst ekki ræða og er hinum venjubundnu auglýsingum komið smekklega fyrir aftast í sýn- ingarskrána eða neðst á plakatinu. „Það virðist vera í lagi og viðtekið að fyrirtæki styrki íþróttir og það sé áberandi, en maður þarf alltaf að fela það þegar listirnar eru styrktar. Samt er engin myndlist fullkomlega frjáls undan áhrifum markaðarins eða rík- isins, sem ákveður náttúrlega hvað er „rétta“ listin. Það er dálítið kjána- legt að það megi ekki ræða það að Haugen-Gruppen styrki okkur um bjór,“ segir Íris. „Þetta hefur alltaf verið tabú. Eins og ég upplifi það, og hef lært, þá er það af því að listin á að vera einhver hrein og tær mynd – einhver sannleikur. Slíkur sannleikur getur hins vegar ekki verið smitað- ur af utanaðkomandi öflum sem eru að reyna að græða á listinni,“ segir Íris. „Sama hvaða form listin tekur, þá stendur hún fyrir ákveðnar hug- myndir og má því ekki vera smituð af einhverri hugmyndafræði, þá skiptir ekki máli hvort það sé ABC-barna- hjálp eða Alcoa,“ bætir Sigurður við. En málum er öðruvísi háttað með hinn afmarkaða heim íþróttarinnar. „Í gegnum þessa sýningu hef ég tek- ið eftir því að íþróttamenn tala mjög lítið um gildi fótbolta eða íþrótta – hvað þær standa fyrir. Þú kemur ekki af vellinum og byrjar að tala um hugmyndafræði fótboltans. Þú segir bara: „við gerðum okkar besta“ og þú lifir algjörlega í þeim heimi. Hann stendur algjörlega út af fyrir sig, það bítur ekkert utanaðkomandi á hon- um,“ segir Sigurður. Samheldni og samkeppni Við það að setja listina mjög bók- staflega upp sem íþrótt vakna upp spurningar hvort hún sé ekki á margan hátt eins og íþróttir, með sigur vegara og tapara, þá sem fá listamannalaun og hina sem hafn- að er, þá sem fá útgáfusamning við útlensk plötufyrir tæki og hina sem þurfa að halda dagvinnunni, þá sem fá íslensk tónlistarverðlaun og Edd- ur og hina sem fá ekki slíkar viður- kenningar. Þau nefna þó samheldn- ina sem fyrirbæri sem íþróttaleikur og uppsetning listsýningar eiga sam- eiginlegt. „Hvað er það að vera sex einstaklingar að undirbúa sýningu í heilt ár? Við vorum allt í einu orðnir eins og lið, Íris þjálfarinn og Listasafn ASÍ íþróttahöllin,“ segir Sigurður. Þó að sýningin geti virkað á yfir- borðinu niðrandi gagnvart menn- ingu íþróttanna – mann grunar jafn- vel að listamennirnir hafi aldrei verið viðriðnir íþróttir og skilji þær aðeins utan frá, út frá táknum frekar en til- finningum – finnur maður smám saman tenginguna: þetta er bara leikur. „Það er ekki verið að segja að íþróttir séu slæmar og við æfðum öll íþróttir. Það er auðvelt að fara í nei- kvæðnina, en ég myndi segja að þetta væri tiltölulega hlutlaus rannsókn á muninum á íþróttum og listum, hvar þetta skarast og hvar þetta er eins. Þetta er ekkert „diss“, en við erum bara að velta þessu upp,“ segir Leifur. „Það eru til dæmis mjög falleg og einlæg verk hérna um hvernig leikur virkar, um þessa abstrakt hugmynd um leik,“ bætir Sigurður við. Sýningunni lýkur um helgina en hópurinn segist hafa neitað að taka hana niður og Listasafn ASÍ hafi brugðist við með því að boða til rýmingarsölu á listaverkunum. Hópurinn mun þá halda bingópanel laugardaginn 28. febrúar klukkan 15.00, þar sem bingó verður spilað á meðan pallborðsumræður um sýn- inguna fara fram. Ný verk koma inn af bekknum og verða með á síðustu metrunum, til dæmis myndbands- verk sem Sigurður Atli vann í sam- starfi við Fabian Heitzhausen og Toyota. #KOMASVO-hópurinn biðl- ar til gesta að koma með flöskur og dósir til styrktar sýningunni og tekur fram að enn sé hægt að kaupa kló- settpappír – en aðeins sé tekið við reiðufé. n til að skoða samband listarinnar og markaðarins „Mér finnst mikil- vægur partur af sýningunni vera hvað þetta er allt vandræðalegt. Leikkerfi Mörg verkanna eru innblásin af sjónrænni vídd íþróttaleikja, til dæmis röð verka eftir Leif Ými Eyjólfsson sem minna á leikkerfi hópíþróttanna. Mynd Sigtryggur Ari U m helgina kemur út nýjasta smáskífa rokkhljómsveitar- innar Grísalappalísa: „syngur Stuðmenn.“ Eins og nafnið gefur til kynna heiðrar sveitin þar eina ástsælustu hljóm- sveit landsins, Stuðmenn. Smá- skífan inniheldur ábreiður af Stuð- mannalögunum Reykingar og Strax í dag ásamt dularfullu aukalagi. Af þessu tilefni fékk DV hljómsveitina til að taka saman fimm ástæður þess að allir elska, eða ættu að elska, Stuðmenn. 1 „Hljómsveit allra lands-manna“ slær vissan sannleikstón. Stuðmenn kristalla svo fullkomlega góðar og slæmar hliðar þjóðarinn- ar: hégóma, hroka, hallærislegheit, kímni, stuð, ást, fyllerí og kynlíf og mik- ilmennskubrjálæði með vott af minnimáttarkennd. Þeir eru eins og miðaldra frændi og frænka sem segja orðagrín og drekka annað- hvort of mikið eða lítið í jólaboðinu – fullkomlega óþolandi en samt verður þú að elska þau. 2 Í bláum skugga; kannabis-þjóðsöngur okkar Íslendinga þegar Hamrahlíðar-hippisminn stóð sem hæst – nostalgískir tónar. 3 Með allt á hreinu, Grýlurn-ar og Ragga Gísla; myndin er vissulega með skemmtilegustu narratívtónlistarmyndum fyrr og síðar. Samskipti kynjanna eru skemmtileg og textar sveitarinnar um það oftast líka. Viðbót Röggu í Stuðmenn gerði svo sveitina mun meira sjarmerandi og er ekki spurning að hún er svalasti og geðþekkasti söngfugl sveitarinnar. 4 Öll „hliðar“- verkefnin: Spilverkið, Þursarnir, Hrekkjusvín, Jobbamaggadon synthajazz og hvað þetta nú allt heitir. Stuðmenn eru eiginlega svipað apparat fyrir seventís MH- músíkklíkuna og Sykurmolarnir í eitís. Poppmaskínur til að halda fólki á floti til að geta sinnt öðrum meira artí projektum í leiðinni. Talsverður munur er á hljóm- sveitum í sándi og handtökum en það skýrist eflaust á mismunandi smekk og fagurfræði þessara kynslóða. Ein varð hljómsveit allra landsmanna og hin gerði íslenska músík að útflutningsvöru (og nú einkennir það viðmót okkar til hennar). 5 Svo hafa þeir einfaldlega samið fleiri góð popplög en aðrir. (Að lokum ber þó að taka fram að allar ástæður til að elska Stuðmenn eru sömuleiðis ástæður til að hata þá. Það er galdurinn.) Útgáfutónleikar Grísalappalísu fara fram á Gamla Gauknum laugardagskvöldið 28. febrúar klukkan 22.00. Teitur Magnússon og Börn sjá um upphitun. n 5 ástæður til að elska Stuðmenn Grísalappalísa syngur Stuðmannalög á nýrri smáskífu Mynd dAvíð Þór guðLAugSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.