Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 54
46 Menning Helgarblað 27. febrúar–2. mars 2015 Þ að virkar einhvern veginn heldur rosalegt á mann að setja upp leikverk fyrir litlar manneskjur um dauða og eymd í Skaftáreldum 1783. En það gengur ansi vel upp engu að síður og rýnir minntist þess þá að slíkar sögur þóttu sjálfsagt fróðleiks- efni fyrir börn þegar hann sjálfur var lítill patti. En það er ekki aðeins verið að segja áhorfendum sögu, heldur er sagan sögð lítilli telpu í leik- ritinu sjálfu og þannig er mynduð rammafrásögn. Með því móti næst meiri tenging við nútímann en ef sagan hefði verið sögð beint. Sagan í sögunni fjallar um Sólveigu, langalangalangalangalangömmu telpunnar, þegar hún sjálf var barn og flótta hennar og móður hennar undan eldunum. Með því að fylgja þeim eftir þannig fæst sterk tilfinning fyrir umfangi hamfaranna, þar sem hver bærinn á fætur öðrum sem þær koma að er yfirgefinn, að undan- skildum hlægilega bitrum og súr- múlandi vofum sem enn vernda bæi sína fyrir óboðnum, og gosmökk- urinn liggur yfir öllu. Í spor barnsins Eldbarnið tengist inn í eldra leikverk Möguleikhússins, Eldklerkinn, ein- leik um séra Jón Steingrímsson, með því að Sólveig og móðir hennar rek- ast meðal annars inn að Kirkjubæj- arklaustri og sitja hina frægu eld- messu séra Jóns sem sögð var hafa stöðvað framrás gossins. Spurning er hvort séra Jón hafi verið allur sá dýrlingur sem hann er gerður út fyrir að vera í sýningunni, en þessi sögulegi rammi er frábær leið til að setja sig í spor barns sem hefur þurft að upplifa þessi ósköp. Gosið er framleitt með lýsingu og reykvél; einföld framsetning en vel heppnuð. Lýsing Arnþórs Þór- steinssonar hæfir vel hverri senu. Leikmynd Guðrúnar Øyahals er lágstemmd og góð en mér fannst leikararnir kannski þurfa einum of mikið að standa í að færa til bekki og kassa til að búa til næstu senu, talandi á meðan, þó að vissulega hafi það veitt sýningunni töluvert snarpt flæði þar sem ein sena blæddi yfir í þá næstu. Tónlist og hljóðeffektar Kristjáns Guðjónssonar veittu góð stemningshrif inn i verkið og hvergi farið út af laginu þar, ef svo má að orði komast. Góður rómur í anddyrinu Andrea Ösp Karlsdóttir er fanta- góð í aðalhlutverkum telpunnar og Sólveigar formóður hennar. Öldu Arnardóttur tekst vel að skapa ger- ólíkar persónur og eftirminnileg- astar eru sýslumannsfrúin og Guð- finna gamla (ef ég man nafnið rétt) sem skrækir sitthvað um gossins voveiflegu fyrirboða meðan hún dillar kryppunni hingað og þangað. Mér finnst alltaf gaman að sjá Pétur Eggerz og hann sveik ekki nú fremur en fyrr í sínum fjölmörgu hlutverk- um. Mér fannst eitthvað þjóðkirkju- legt við eldklerkinn hans samt, eins og hann ætti betur heima á tímum KFUM og barnastarfs kirkjunnar en á átjándu öldinni. Einhvern veginn fannst mér það ekki trúverðugt, án þess ég viti hvernig hann var í raun. Pétur Eggerz er jafnframt höf- undur verksins og handritsráð- gjafi er Kristín Helga Gunnarsdótt- ir, en sýningunni leikstýrir Sigrún Valbergsdóttir. Leikhúsgestir sem kíkja í Tjarnarbíó á sunnudaginn kemur eru því í góðum höndum. Sýningin er aðeins ein klukkustund og rýnir gat ekki séð að eitt einasta barn hefði nokkuð farið að ókyrrast í salnum. Góður rómur var gerður að sýningunni í anddyrinu á eftir og ég get ekki annað en tekið undir með krökkunum: Þetta er afbragðsgóð sýning og ég var ekkert svo hræddur við draugaganginn! n Eldgos, ævintýri og afturgöngur Möguleikhúsið endurgerir Skaftárelda í barnaleikritinu Eldbarnið eftir Pétur Eggerz Eldbarnið Höfundur: Pétur Eggerz Leikstjórn: Sigrún Valbergsdóttir Leikarar: Alda Arnardóttir, Andrea Ösp Karlsdóttir og Pétur Eggerz. Tónlist: Kristján Guðjónsson Leikmynd og búningar: Guðrún Øyahals Sýnt í Tjarnarbíói Arngrímur Vídalín ritstjorn@dv.is Leikhús Hamfarir fyrir börn Í Eldbarninu sjáum við Skaftárelda með augum barnsins og úr verður afbragðsgóð sýning að mati rýnis. Þ etta snýst allt um persónu- sköpun,“ segir Pavel Jech, skólastjóri FAMU-kvik- myndaskólans í Tékklandi þaðan sem meðal annars Milos Forman og Grímur Hákonar- son útskrifuðust. Pavel hélt fyrirlestur í Bíó Paradís þar sem hann fjallaði um handritsgerð. Sjálfur útskrifaðist hann úr hinum virta Columbia-háskóla í New York og er málfar hans Ameríku- skotið eins og rökstuðningurinn. Bandarískir kvikmyndagerðar- menn vilja gjarnan meina að mynd- ir þeirra fjalli fyrst og fremst um persónusköpun og á það við um stórar hasarmyndir á borð við Transformers 4 (þótt áhorfandanum finnist þær helst snúast um stórar sprengingar) jafnt sem Óskarsverðlaunamyndir. Og á Óskarnum í ár er vinningsmyndin Birdman gríðarlega áhugaverð stúd- ía á leikhúslífi í New York, en missir marks eftir því sem líður á myndina og allt fer að snúast um sálarlíf að- alpersónunnar. Sömuleiðis snúast sögulegar kvikmyndir á borð við The- ory of Everything, Imitation Game og jafnvel American Sniper fyrst og fremst um þroskaferli aðalpersón- unnar frekar en afrek hennar. Gild- ir þá litlu hvaðan leikstjórarnir koma, allir eru steyptir í Hollywood-mótið. Norðmenn í tilvistarkreppu Á Stockfish gefst hins vegar kær- komið tækifæri til að sjá myndir alls staðar að úr heiminum og bera þær saman. Nokkrar norskar myndir eru á hátíðinni, svo sem 1001 Grams eftir Bent Hamer, Remake.Me eftir Unni Straume og Blind eftir Eskil Vogt, sem var tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs en lét í minni pok- ann fyrir Hross í oss. Þær tvær síðast- nefndu líta mjög inn á við, sem virð- ist vera þema í norskum listum þessa dagana. Sá munur er þó að meðan banda- rískar bíómyndir sýna þroskaferli, jafnvel út frá fyrirframgefnum kúrfum handritsfræðinga á borð við Robert McKee, fjalla norsku myndirnar fremur um einsemd og óbreytanlegt ástand. Vogt samsinnir þessu og seg- ir að í landi allsnægta eins og Noregur er, þar sem vandamálin eru helst af sálrænum toga, sé meira atriði að reyna að svara tilvistarlegum spurn- ingum heldur en í löndum þar sem vantar áþreifanlega hluti eins og mat. Bíó breytir heiminum Mynd þar sem þjóðfélagsmálin eru í brennidepli er Indigenes eftir hinn fransk-alsírska Rachid Bouchareb. Segir hún frá aröbum í síðari heims- styrjöld og sýnir múslíma berjast við hlið Vesturveldanna gegn nasisman- um og minnir myndin því á að ekki hefur alltaf verið litið á þá sem óvini. Hún leiddi einnig til þess að uppgjaf- arhermennirnir fengu greidd eftirlaun sín og hafði þannig áhrif á umheim- inn með beinum hætti. Bouchareb var einn af gestum hátíðarinnar, og það var hin palestínska Najwa Najjar einnig. Mynd hennar, Þjófsaugu, er íslensk-palestínsk samframleiðsla og ætlunin er að vekja athygli á stöðu Palestínumanna á hernumdu svæð- unum. Ræður Najjar um myndina minntu stundum á pólitíska bar- áttufundi, svo heitt var henni í hamsi. Kvikmyndir eru eins og tónlist Ekki eru allir þó sammála um að hlutverk kvikmynda sé að breyta heiminum. Hollenski gagnrýn- andinn Peter van Buren var annar af gestum hátíðarinnar og hann telur að kvikmyndir séu listform sem eigi lítið skylt við bókmenntir eða leikhús en kannski mætti helst líkja við tón- list. Hin hreina kvikmynd kemst að mestu leyti af án orða að hans mati og nefndi hann leikstjórana Tarkov- sky og Antonini máli sínu til stuðn- ings, en í raun eru fáar myndir sem falla undir svo stranga skilgreiningu. Ein þeirra er þó The Inner Scar, mynd frá 1972 með sönggyðjunni Nico og er að mestu tekin á Íslandi en Sjón gróf hana upp og kynnti fyr- ir gestum. Svo mikið er leikstjóri hennar á móti tungumálinu að hann bannar að hún sé textuð, enda mynd fárra orða. Annar maður sem er ef- ins um notagildi tungumálsins er hin gamalreyndi Jean-Luc Godard, en nýjasta mynd hans, Goodbye to Language, var sýnd og er ein fyrsta listræna myndin til að notast við þrí- vídd. Þannig geta flokkarnir stundum lært hver af öðrum, en leitin að hinni hreinu bíómynd heldur áfram og er Stockfish-festival kærkominn vett- vangur til slíkra starfa á þessum eilífðarvetri. n Leitin að hinni hreinu bíómynd Stockfish-kvikmyndahátíðin í fullum gangi í Bíó Paradís Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Dómur „Hollenski gagnrýn- andinn Peter van Buren telur að kvikmyndir séu listform sem eigi lítið skylt við bókmenntir eða leikhús en kannski mætti helst líkja við tónlist. Bless bless, tungumál Nýjasta mynd Jean-Lucs Godards, Adieu au Langage, er ein fyrsta listræna myndin til að notast við þrívídd. Litið inn á við Norski leikstjórinn Eskil Vogt segir að í landi allsnægta eins og heimalandinu sé meira atriði að reyna að svara tilvistarlegum spurningum heldur en í löndum þar sem vantar áþreifanlega hluti eins og mat. Rachid Bouchareb Fransk-alsírski leikstjórinn er einn fjölmargra erlendra gesta á Stockfish-festival. MyNd CARoLiNA SALAS Muñoz „Þessi sögulegi rammi er frábær leið til að setja sig í spor barns sem hefur þurft að upplifa þessi ósköp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.