Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Qupperneq 58
50 Menning Sjónvarp Helgarblað 27. febrúar–2. mars 2015
Alls ekki nota kúta,
belti og smokka
É
g er amma og fer stundum
með barnabörnin mín í sund.
Þau eru 3 og 4 ára og mér þyk-
ir agalega vænt um þau. Ég
hef ákveðið að láta þau ekki
nota kúta í sundferðum enda er ég
orðin langþreytt á gróðasjónarmið-
um kútaframleiðenda.
Leyfum börnunum að synda
Börn búa yfir náttúrulegum sund-
hæfileikum sem hægt er að rækta
ef þau fá að vera nógu mikið óá-
reitt í vatni. Eftir fæðingu geta börn
meira að segja andað í vatni – enda
stunda þau öndunarhreyfingar í
móðurkviði (reyndar fá þau súrefni
til vefjanna í gegnum naflastreng
frá móður – en það er algjört auka-
atriði). Ef börn fá að rækta þessa
hæfileika verða þau örugg í vatni og
geta bjargað sér ef þau detta í djúp-
an drullupoll. Ég vil ekki hefta nátt-
úruna með því að láta barnabörn-
in mín nota kúta, heldur leyfa þeim
að þroska með sér sundhæfileikana.
Mér er auðvitað fullkunnugt um að
börn án kúta drukkna stundum en
það er bara vegna þess að foreldrar
(og ömmur) hafa ekki sýnt þá
ábyrgð að leyfa börnunum að fylgja
sínum náttúrulegu viðbrögðum og
læra sund.
Ég er ekki ökudólgur
Stundum sæki ég barnabörnin á
bílnum. Ég vel að setja þau ekki í
bílbelti því bílbelti geta valdið við-
beinsbrotum og svoleiðis meiðsl
eru oft þrálát og leiðinleg. Í staðinn
keyri ég bara varlega og passa mig
að keyra alls ekki nálægt ökudólgum
sem sýna ekki sömu aðgát og ég. Svo
segi ég þeim að sitja prúð og klifra
ekki milli framsætanna. Þau eru
hlýðin og góð. Ég er búin að kynna
mér afleiðingar viðbeinsbrota á síð-
unni brokencollarbonecankillyou.
com og tel mig hafa fundið nægileg
rök þar fyrir þessu vali.
Smokkar eru hættulegir
Þegar ég sef hjá nota ég alls ekki
smokka. Latexofnæmi er stórhættu-
legt og getur dregið fólk til dauða.
Smokkaáróðurinn hefur verið alls-
ráðandi – en ég tel mig betur upp-
lýsta og tek ekki svona áhættu.
Ég neyti heldur ekki hormóna til
að verjast getnaði. Pillan getur
valdið blóðtöppum. Lyfjarisarnir
og læknamafían munu sko ekki fá
mína peninga. Ef ég verð ólétt fer ég
bara í fóstureyðingu.
Áróður Umferðarstofu
Næsta barnabarn er væntanlegt
um páskana. Það er lítil stelpa og
ég bind vonir við að hún muni látin
heita í höfuðið á mér – hégómi
ömmunnar á sér lítil takmörk. Ég
er ennþá að vega og meta hvort ég
muni leiða hana yfir umferðargötur
– mér finnst áróðurinn frá Umferð-
arstofu ósköp einhliða og kalla eftir
því að fleiri sjónarmið fái að heyr-
ast. Þarf hún ekki að læra að passa
sig? n
Sjónvarpsdagskrá
RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport
Sunnudagur 1. mars
07.00 Morgunstundin okkar
07.01 Smælki (13:26)
07.04 Sara og önd (31:40)
07.11 Ljónið Urri (15:52)
07.22 Kioka (32:78)
07.29 Herramenn (2:52)
07.44 Róbert bangsi (7:26)
07.55 Vinabær Danna tígurs
08.06 Friðþjófur forvitni
08.30 Tré-Fú Tom (4:13)
08.56 Um hvað snýst þetta
allt (4:52)
09.00 Disneystundin (8:52)
09.01 Gló magnaða (7:14)
09.23 Sígildar teiknimyndir
09.30 Fínni kostur (7:20)
09.53 Millý spyr (3:78)
10.00 Unnar og vinur (13:26)
10.25 Ævar vísindamaður e
10.50 Ævintýri Merlíns e
(10:13) (The Adventures
of Merlin)
11.35 Hraðfréttir e
12.00 Saga lífsins e (4:6)
(Life Story)
12.50 Saga lífsins - Á töku-
stað e (3:6) (Life Story
- Making of)
13.00 Kiljan e
13.40 Challenger: Lokaflug
e (Challenger: Final
Flight)
15.10 Útúrdúr (4:10)
16.00 Rétt viðbrögð í
skyndihjálp 888 e
16.05 Saga af strák e (8:13)
(About a Boy)
16.25 Best í Brooklyn e
(8:22) (Brooklyn Nine-
Nine)
16.45 Á sömu torfu e
(Common Ground)
17.00 Handboltalið Íslands
e (7:16) (Kvennalið
Hauka 2002)
17.10 Táknmálsfréttir
17.20 Kalli og Lóla (4:26)
17.32 Sebbi (15:40)
17.44 Ævintýri Berta og
Árna (16:52)
17.49 Tillý og vinir (6:52)
18.00 Stundin okkar
18.25 Kökugerð í konungs-
ríkinu (2:12) (Konger-
igets kager)
19.00 Fréttir
19.20 Íþróttir
19.35 Veðurfréttir
19.40 Landinn (22)
20.10 Öldin hennar (9:52)
20.15 Bestu kokkar í
heimi (Bocuse d'Or)
Heimsmeistaramótið í
matreiðslu í Lyon 2014.
21.00 Heiðvirða konan 8,3
(2:9) (The Honourable
Woman) Verðlaunuð
bresk spennuþáttaröð.
Áhrifakona af ísraelsk-
um ættum einsetur sér
að leggja sitt af mörkum
í friðarumleitunum í
gamla heimalandinu.
Fyrr en varir er hún föst í
pólitískum hildarleik og
vantraust og efasemdir
virðast allt um kring.
Aðalhlutverk: Maggie
Gyllenhaal, Stephen
Rea og Lubna Azabal.
Atriði í þáttunum eru
ekki við hæfi barna.
21.55 Í hjartakima
(Somewhere)
Hollywoodleikari í
tilvistarkreppu nýtur
lífsins sem nýfengin
frægð hefur fært hon-
um. Þegar fyrrverandi
eiginkona hans fær
taugaáfall birtist ellefu
ára dóttir þeirra á hót-
elinu þar sem hann býr.
Aðalhlutverk: Stephen
Dorff, Elle Fanning og
Chris Pontius. Leikstjóri:
Sofia Coppola. Atriði í
myndinni eru ekki við
hæfi barna.
23.30 Glæstar vonir e (1:3)
(Great Expectations)
00.25 Útvarpsfréttir í
dagskrárlok
Stöð 2 Sport 2
Bíóstöðin
Gullstöðin
Stöð 3
07:55 Þýski handboltinn
09:15 Spænski boltinn
(Granada - Barcelona)
10:55 Spænski boltinn (Val-
encia - Real Sociedad)
13:05 NBA (Shaqtin a Fool:
Old School)
13:30 World's Strongest
Man 2014
14:25 Þýski handboltinn
15:45 League Cup
(Chelsea - Tottenham)
18:15 UEFA Champions
League 2014 (Man.
City - Barcelona)
19:55 Spænski boltinn (Real
Madrid - Villarreal)
21:55 League Cup
(Chelsea - Tottenham)
23:35 UFC Live Events 2015
(UFC 182: Jones vs.
Cormier)
08:25 Premier League (WBA
- Southampton)
10:05 Premier League (Man.
Utd. - Sunderland)
11:45 Premier League (Liver-
pool - Man. City)
13:55 Premier League
(Arsenal - Everton)
16:05 Premier League (Liver-
pool - Man. City)
17:45 Premier League
(Arsenal - Everton)
19:25 Premier League
(Newcastle - Aston
Villa)
21:05 Premier League (West
Ham - Crystal Palace)
22:45 Premier League
(Stoke - Hull)
00:25 Premier League
(Burnley - Swansea)
18:40 Friends (5:24)
19:05 New Girl (22:24)
19:30 Modern Family (21:24)
19:55 Two and a Half
Men (8:16)
20:20 Viltu vinna milljón?
(8:30)
21:00 Twenty Four (4:24)
21:45 Believe (9:13)
22:30 Rita (3:8)
23:10 Sisters (16:24)
23:55 Viltu vinna milljón?
(8:30)
00:35 Twenty Four (4:24)
01:20 Believe (9:13)
02:05 Rita (3:8)
02:45 Sisters (16:24)
03:35 Tónlistarmyndbönd
frá Bravó
09:10 New Year's Eve
11:05 I Don't Know
How She Does It
12:35 Algjör Sveppi og
dularfulla hótelher-
bergið
14:00 The Year of Getting
to Know You
15:35 New Year's Eve
17:30 I Don't Know
How She Does It
19:00 Algjör Sveppi og
dularfulla
hótelherbergið
20:20 The Year of Getting
to Know You
22:00 Man of Steel
00:20 Courageous
02:25 Promised Land
04:10 Man of Steel
17:35 The Amazing Race (4:12)
18:15 Hot in Cleveland (6:22)
18:40 Last Man Standing (11:22)
19:00 Bob's Burgers (10:22)
19:45 Cleveland Show 4,
The (12:23)
20:10 The League
20:55 Saving Grace (6:19)
21:40 The Glades (13:13)
22:20 Bob's Burgers (10:22)
23:05 Cleveland Show 4,
The (12:23)
23:30 The League
00:15 Saving Grace (6:19)
01:00 Tónlistarmyndbönd
frá Bravó
06:00 Pepsi MAX tónlist
09:40 The Talk
10:20 The Talk
11:00 Dr. Phil
11:40 Dr. Phil
12:25 Dr. Phil
13:05 Cheers (19:25)
13:25 Bachelor Pad (6:7)
15:25 Million Dollar Listing
(7:9) Skemmtileg þátta-
röð um fasteignasala
í Hollywood og Malibu
sem gera allt til þess að
selja lúxusvillur fræga
og fína fólksins.
16:10 The Real Housewives
of Orange County
(1:16) Raunveruleika-
þáttaröð þar sem
fylgst er með lífi fimm
húsmæðra í einu ríkasta
bæjarfélagi Bandaríkj-
anna.
16:55 The Biggest
Loser - Ísland (6:11)
18:05 Svali & Svavar (7:10)
18:40 Parks &
Recreation (6:22)
19:00 Catfish (10:12)
19:50 Solsidan (5:10) Sænsku
gleðigosarnir í Solsidan
snúa aftur í fjórðu serí-
unni af þessum spreng-
hlægilegu þáttum sem
fjalla um tannlækninn
Alex og eiginkonu hans,
atvinnulausu leikkon-
una Önnu, sem flytja
í sænska smábæinn
Saltsjöbaden þar sem
skrautlegir karatkerar
leynast víða.
20:15 Scorpion (8:22) Sérvitur
snillingur, Walter O‘Brien,
setur saman teymi með
öðrum yfirburðasnilling-
um sem hafa hvert sitt
sérsvið. Hópurinn vinnur
fyrir bandarísk yfirvöld
og leysir óvenju flóknar
ógnanir sem er ekki á
færi annarra sérfræðinga
að takast á við.
21:00 Law & Order (5:23)
Spennandi þættir
um störf lögreglu og
saksóknara í New York
borg.
21:45 Allegiance 7,5 (3:13)
Bandarískur spennu-
þáttur frá höfundi og
framleiðanda The Adju-
stment Bureau. Alex
O'Connor er ungur nýliði
í bandarísku leyniþjón-
ustunni, CIA, og hans
fyrsta stóra verkefni er
að rannsaka rússneska
njósnara sem hafa farið
huldu höfði í Bandaríkj-
unum um langt skeið.
Það sem Alex veit ekki
er að það er hans eigin
fjölskylda sem hann er
að eltast við.
22:30 The Walking Dead 8,7
(9:16) Þættir sem hafa
slegið öll fyrri áhorfsmet
áskriftarstöðva í Banda-
ríkjunum. Rick Grimes og
félagar þurfa að glíma
við uppvakninga utan-
frá og svikara innanfrá
í þessum hrollvekjandi
þáttum sem eru alls
ekki fyrir viðkvæma.
23:20 Hawaii Five-0 (13:25)
00:05 CSI (17:20)
00:50 Law & Order (5:23)
01:35 Allegiance (3:13)
02:20 The Walking
Dead (9:16)
03:10 The Tonight Show
04:00 Pepsi MAX tónlist
07:00 Barnatími Stöðvar 2
07:01 Strumparnir
07:25 Latibær
07:35 Doddi litli og
Eyrnastór
07:45 Elías
08:00 Algjör Sveppi
08:05 Víkingurinn Vic
08:15 Litlu Tommi og Jenni
08:35 Grallararnir
08:55 Villingarnir
09:20 Kalli kanína og
félagar
09:30 Scooby-Doo!
09:55 Ben 10
10:20 Young Justice
11:10 Ninja-skjaldbökurnar
11:35 iCarly (14:45)
12:00 Nágrannar
12:20 Nágrannar
12:40 Nágrannar
13:00 Nágrannar
13:20 Nágrannar
13:45 Modern Family (9:24)
14:05 How I Met Your
Mother (17:24)
14:30 Eldhúsið hans
Eyþórs (8:9)
15:00 Restaurant
Startup (8:8)
15:45 Fókus (3:12)
16:10 Um land allt (14:19)
16:45 60 mínútur (21:53)
17:30 Eyjan (24:35)
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:55 Sportpakkinn (79:100)
19:10 Sjálfstætt fólk (20:25)
19:45 Ísland Got Talent (6:11)
Glæsilegur íslenskur
sjónvarpsþáttur þar sem
leitað er að hæfileika-
ríkustu einstaklingum
landsins. Kynnir keppn-
innar er sjónvarpsmað-
urinn góðkunni Auðunn
Blöndal dómarar eru,
einn ástsælasti tónlistar-
maður, Bubbi Morthens,
söngkonan og leikstjór-
inn, Selma Björnsdóttir,
knattspyrnumaðurinn og
söngvarinn, Jón Jónsson
og Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir.
20:45 Rizzoli & Isles (13:18)
Fimmta þáttaröðin um
rannsóknarlögreglu-
konuna Jane Rizzoli og
lækninnn Mauru Isles
sem eru afar ólíkar en
góðar vinkonur sem
leysa glæpi Boston-
mafíunnar saman.
21:30 Broadchurch 8,4 (7:8)
Önnur þáttaröðin af
þessum magnþrungnu
spennuþáttum þar sem
fylgst er með störfum
rannsóknarlögreglufull-
trúanna Alec Hardy og
Ellie Miller en í byrjun
tökum við upp þráðinn
þar sem frá var horfið í
síðustu þáttaröð. Margt
kemur á óvart þegar ný
gögn koma í ljós í Sand-
brook málinu og fleiri
leyndarmál koma uppá
yfirborðið í þessum
annars friðsæla bæ.
22:20 Banshee (8:10)
Þriðja þáttaröðin um
hörkutólið Lucas Hood
sem er lögreglustjóri í
smábænum Banshee.
23:10 60 mínútur (22:53)
23:55 Eyjan (24:35)
00:40 Transparent (3:10)
01:00 Suits (14:16)
01:45 Peaky Blinders 2 (5:6)
02:45 Looking (6:10)
03:15 Boardwalk Empire (7:8)
04:15 A Few Good Men
Ragnheiður Eiríksdóttir
ragga@dv.is
Helgarpistill
dv.is/blogg/skaklandid
Stefán Bergsson skrifar
Skáklandið
Á
rið 1995 sigraði íslenska
sveitin á Ólympíumóti 16ára
og yngri sem haldið var á
Kanarí-eyjum. Liðsmenn
sveitarinnar hafa síðan þá
verið máttarstólpar í íslensku skák-
lífi; teflt með landsliði, sinnt emb-
ættum o.fl. Einar Hjalti Jensson vara-
maður í sveitinni er t.d. núverandi
landsliðsþjálfari kvenna. Nú þegar
20ár eru frá þessum merka sigri
hefur stjarna Björns Þorfinnsson-
ar aldrei skinið skærar. Þessi tveggja
barna faðir úr Garðabænum tók
Ragnar Loðbrók sér til fyrirmyndar
og herjaði ásamt bróður sínum, rétt
eins og Ragnar, á Bretlandseyjar -
hvar atlaga skyldi gerð að stórmeist-
araáfanga. Mótið fór sumsé fram
um síðustu helgi í bænum Bunratty
á Írlandi. Tíu manna lokaður flokk-
ur og tefldu allir við alla. Fyrir mót
var Björn lægstur manna á ELO-stig-
um, en Björn er maður mikill og lét
það ekki á sig fá. Eftir að hafa samið
um grið við bróður sinn í fyrstu um-
ferðinni gafst tími til að safna kröftum
og leggja á ráðin; sú hernaðaráætlun
sona Þorfinns gafst þeim eldri vel
enda rann æði á Björninn sem hjó
hvern andstæðinginn á fætur öðr-
um í herðar niður. Nokkrum tókst
þá að semja um grið sér til handa
við Björn sem þrátt fyrir stríðshörk-
una er miskunnsamur þegar svo ber
við. Í sjöttu umferð lagði hann Franz-
manninn Sebastian Maze að velli og
í sjöundu harðsvíraðan Englending í
mikilli baráttuskák. Þessum laugar-
degi mun Björn seint gleyma. Á
sunnudagsmorgni varð stutt jafn-
tefli við portúgalska glaumgosann
Luis Galego staðreynd og annar stór-
meistariáfangi Björns kominn í höfn.
Það merkilega við árangur Björns
er að hann hefur lítið stúderað skák
síðustu 2-3 mánuði en sinnt líkams-
rækt af þeimur meira kappi. Á þjálf-
ari hans Bárðdælska heljarmennið
Svavar Ingvarsson mikinn þátt í ár-
angri Björns. Í skák þarf að vera í
formi! n
Björn Þorfinnsson
stórmeistari?