Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Blaðsíða 19
Helgarblað 23.–26. október 2015 Umræða 19 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Rín Mósel Basel Nevada Roma T Með nýrri AquaClean tækni er nú hægt að hreinsa nánast alla bletti aðeins með vatni! Erfiðir blettir eins og eftir tómatsósu, léttvín, kaffi, te, meira að segja kúlupenna, nást á auðveldan hátt úr áklæðinu. OG DRAUMASÓFINN ÞÍNN ER KLÁR GERÐ (90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (yfir 3000 tegundir) ÞÚ VELUR ÍSLENSKIR SÓFAR SNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM Áklæði Torino bifreiðin var svört og af Volgu-gerð. Íslendingar sem komu að slysstað kváðu ökumanninn hafa verið tals- vert ölvaðan, en þeir hefðu ekki tek- ið eftir öðrum farangri í bifreiðinni en tómötum! Tjónið var ekki tilkynnt til lög- reglu, en fyrir lá kaskóskýrsla um veltuna hjá Sjóvártryggingafélagi Íslands, þar sem bíllinn var tryggð- ur. Rannsóknarlögreglan í Hafnar- firði óskaði eftir því að fá skýrsluna í hendur en tryggingafélagið neitaði. Bíllinn var enn í réttingu á bif- reiðaverkstæðinu Múla við Höfða- bakka þegar fréttir birtust af velt- unni, en í Morgunblaðinu sagði að „rússneskir sendiráðsstarfsmenn hafi gert sér nokkrar ferðir á bif- reiðaverkstæðið og hirt allt lauslegt úr bílnum, jafnvel bónbrúsann töldu þeir ástæðu til að taka“. Í algleymi kalda stríðsins Fundur njósnatækjanna varð eitt helsta fréttamál ársins 1973. Kalda stríðið var í algleymingi og fátt jafnæsilegt og fréttir af hvers kyns njósnum, sem voru innblástur fjöl- margra kvikmynda og bóka á þess- um árum. Áratug fyrr hafði sovésk- um sendiráðsstarfsmönnum verið vísað úr landi fyrir að reyna að fá Íslendinga til njósna fyrir Moskvu- stjórnina. Málið varð hápólitískt og héldu Þjóðviljamenn því fram að sjálf- stæðismenn, sem þá voru í stjórnar- andstöðu, hefðu sjálfir komið tækj- unum fyrir í áróðursstríði sínu fyrir áframhaldandi veru varnarliðsins. Ekkert hefur komið fram sem styð- ur þessa tilgátu. Árið 1973 voru starfsmenn sendiráðs Sovétríkjanna hér á landi 32 talsins og alls 67 með vanda- mönnum. Í sendiráði Íslands í Moskvu störfuðu á sama tíma að- eins þrír. Starfsemi Sovétmanna á Íslandi var í meira lagi umfangs- mikil. Guðmundur kafari sagði í blaða- viðtali árið 2005 að þetta hefði verið heljarmikið mál á sínum tíma: „Ég var meira að segja farinn að halda að mér væri veitt eftirför, taldi mig sjá ákveðna bíla í kringum mig og varð ekki rórra, þegar kunningi minn í lögreglunni sagði mér, að auðvitað fylgdust Rússarnir með okkur bræðrum.“ Umfangsmiklar njósnir Sovétmanna Málið rataði inn í þingsali, en Ell- ert B. Schram, alþingismaður Sjálf- stæðisflokks, bar upp fyrirspurn við Ólaf Jóhannesson, forsætis- og dómsmálaráðherra, hvort málið væri til athugunar í stjórnarráðinu. Í svari Ólafs á þingi 27. nóvember sagði hann málið allt óupplýst. Þrátt fyrir yfirlýsingar Ólafs lét utanríkisráðuneytið kanna tækja- fundinn frekar og í skýrslu um mál- ið kom fram að vart hafði orðið stóraukins sendiráðspósts Rússa síðari hluta árs 1967 og margar þyngri sendinganna voru fluttar í sendiráð þeirra í Garðastræti 33. Könnun íslenskra og bandarískra tæknimanna leiddi í ljós að í sendi- ráði Sovétmanna var að finna tæki til að hlusta á og taka upp sam- töl sem fóru í loftið frá Landssíma- húsinu við Austurvöll, en Sovét- menn hleruðu einnig samtöl frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Breyting var gerð á þaki sendi- ráðsins 1971 þannig að unnt var að renna hluta þess til hliðar til að fá beint sjónsvið til himins, líklega til að ákvarða staðsetningu banda- rískra gervihnatta. Bandaríkjamenn sögðu tækja- fundinn viðbótarsönnun þess að Sovétmenn stunduðu njósnir hér á landi. Þeir töldu tækin vera smíðuð árin 1960–1965 og því úrelt. Sendi- ráðsstarfsmenn hafi afráðið að urða þau frekar hér á landi en senda þau aftur til Sovétríkjanna. Að mati bandarískra sérfræðinga voru nærri öll tækin sérsmíðuð njósnatæki. Tækjunum eytt Fyrir jólin 2004 kom út bók Arnaldar Indriðasonar, Kleifarvatn. Hún er að nokkru leyti spunnin í kringum frásögnina af tækjafundinum 1973. Móðir Guðmundar kafara fékk Arnald til árita eintak af bókinni sem hún gaf syni sínum í jólagjöf. Þar stendur á titilsíðu: „Með bestu kveðjum til kafarans í Kleifarvatni.“ Tækin voru í vörslu lögreglunnar uns megninu af þeim var eytt á tíunda áratugnum, en fáeinum var haldið eftir og þau flutt á Árbæjar- safn. n Heimildir: Frásagnir blaðanna, bók Hannesar Hólmsteins Gissurar­ sonar: Íslenskir kommúnistar og samantekt Morgunblaðsins frá 2005: „Hleruðu allt milli himins og jarðar“. Forsíðufrétt Vísis Nánari rannsókn leiddi í ljós að nota mátti tækin til að hlera fjarskiptasamband Atlantshafsbandalagsins. Sovéska sendiráðið Breyting var gerð á þaki sendiráðsins 1971 þannig að unnt var að renna hluta þess til hliðar til að fá beint sjónsvið til himins, líklega til að ákvarða staðsetn- ingu bandarískra gervihnatta. „Móðir Guðmundar kafara fékk Arnald til árita eintak af bókinni sem hún gaf syni sínum í jólagjöf. Þar stendur á tit- ilsíðu: „Með bestu kveðj- um til kafarans í Kleif- arvatni.“ Arnaldur Indriðason Fyrir jólin 2004 kom út bók Arnaldar Indriðasonar, Kleifarvatn. Hún er að nokkru leyti spunnin í kringum frásögnina af tækjafundinum 1973. Mynd RAlF BAUMgARTen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.