Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Blaðsíða 25
Helgarblað 23.–26. október 2015 Fólk Viðtal 25 ekki,“ svarar hún af þunga, „mér er þó ekki á nokkurn hátt illa við Bjarna eða skólausa manninn, Sigmund, þetta eru örugglega bestu drengir. Manni finnst bara ótrúlegt að fólk, sem hefur aldrei þurft að hugsa um peninga eða velta fyrir sér af­ komu sinni hvern mánuð, geti skil­ ið almenning og einkum þá sem eiga erfitt eða hafa lítið milli handanna. En þeir voru kosnir, og þar af leið­ andi vitum við að það er nóg af fólki í landinu sem finnst þeir frambæri­ legir – og þeir eru það í sjálfu sér. Mér skilst að þeir sem eru í ríkis­ stjórn séu með aðstoðarfólk, svo­ kallaða „útskýrara“, mismarga. „Út­ skýrararnir“ virðast í því hlutverki að kynna sér erfið og flókin mál af sögulegum og pólitískum toga. Af hverju ekki að ráða líka aðstoðarfólk úr röðum þeirra sem í reynd búa við kröpp kjör, í staðinn fyrir að hafa allt sitt vit úr ópersónulegum meðaltals­ skýrslum um hag almennings?“ Morfísbölið Andrea fylgist vel með þjóðmálum og er í hópi þeirra sem horfa stundum á beina útsendingu frá um­ ræðum á Alþingi. „Mér leiðist það samt afskaplega. Ég er búin að vera að spá í það hvenær Morfís, ræðu­ keppni framhaldsskólanna, byrjaði. Hún er mögulega mesta böl sem hef­ ur komið yfir þjóðina. Þar er fólki kennt að sigra andstæðinginn í rök­ eða rökleysisræðum, oft gjörsamlega siðlausum. Maður sér þessar aðferð­ ir hjá alþingismönnum, að sjá ekki ljósan punkt hjá hinum. Mér dettur stundum í hug að þarna séu tengsl.“ Stórfjölskyldusambúð Andrea er fædd á Selfossi, á efri hæð í húsi sem amma hennar og afi byggðu um 1930. Hún bjó þar ásamt tveimur systrum, hálfbróður, móður og föður, og amman og afinn voru á neðri hæðinni. „Uppvöxturinn var ljúfur í faðmi stórfjölskyldunnar. Ég var dugleg í skólanum og það þurfti aldrei að segja mér að læra. Svo var ég ágæt í sundi, æfði frá 11 ára aldri og keppti í því í nokkur ár. Í dag á ég það til að taka skorpur þar sem ég mæti daglega í sund. Mér finnst bara svo djöful lega leiðinlegt að klæða mig í og úr. Mér finnst gaman að synda, en ég þoli ekki potta, þannig að þú finnur mig ekki hangsandi í heita pottinum. En ég bý að sundferlinum enn og á ein­ hverjar sundmedalíur. Er ekki í lagi að monta sig smá?“ Ég játa því, og við höldum áfram spjalli um mótunar­ árin. Í fallega húsinu, sem í dag hýsir Kaffi krús, var mikið spilað af léttum djass. „Mamma var mikið fyrir tón­ list. Hún hlustaði á Ellu Fitzgerald og Louis Armstrong og ég fékk snemma mikinn áhuga á tónlist og fólkinu í kringum hana. Ég fór samt aldrei í neitt tónlistarnám og hef aldrei spilað neitt sjálf, nema af plötum.“ Ekki hægt að skammast yfir lýðræði Eftir landspróf lá leiðin í MR. Flestir frá Selfossi fóru þó í Héraðsskólann á Laugarvatni. „Ég gat ekki hugsað mér að fara á heimavist. Ég vildi vera frjáls ferða minna og leigði hjá Nínu frænku sem var gift Svavari Gests­ syni. Það var mikil pólitík í gangi á þessum árum. Möðruvallahreyf­ ingin úr Framsóknarflokknum, með Ólaf Ragnar í fararbroddi, var að ganga inn í Alþýðubandalagið og umræður heitar á heimilinu.“ Fyrst hún nefnir Ólaf Ragnar, get ég ekki setið á mér og spyr hvort hún þekki hann. „Já, blessuð vertu, við unnum saman á Þjóðviljanum. Það var alveg frábært að vinna með hon­ um. Við heilsumst þegar við hittumst, til dæmis í Hagkaupum, svo er bíl­ stjórinn hans gamall vinur minn. Mér finnst í góðu lagi að hann bjóði sig fram aftur til embættisins ef hann langar til þess. Ef fólk kýs hann, þá er ekkert hægt að gera við því. Þannig er lýðræðið … ekki hægt að skammast yfir því og vilja það bara stundum.“ Pillur og librium Andrea kláraði hina hefðbundnu fjóra vetur í MR og útskrifaðist árið 1969. „Skóli er bara vinna, þar á ekki að vera eitthvað ofsalega gaman. Ég held að amerískar skólamyndir hafi dálítið ruglað skólamenningu okkar. Nú þykir mörgum allt ómögulegt ef það er ekki stanslaust stuð í skól­ anum. Ég nennti lítið að taka þátt í bæjar djamminu um helgar. Sá ekki tilganginn með því að punta mig upp og bíða í óralangri röð og skíta­ kulda fyrir utan Glaumbæ. Ég fór þangað ef þar var eitthvað sérstakt, eins og Hljómar, en aðallega fór ég á sveitaböllin á Selfossi og nágrenni. Það voru sætaferðir frá Selfossi, og þannig komst fólk á vinsælasta ballið hverju sinni. Þetta voru ýmist Hljóm­ ar eða Mánar, en svo urðu Dúmbó og Steini vinsælastir á tímabili – þá fór ég frekar á puttanum til að komast á Hljóma.“ Fyrsta árið eftir menntaskólann fékk Andrea vinnu í Apótekinu á Selfossi. „Það var voðalega gamal­ dags miðað við það sem gerist núna. Ég var í afgreiðslu en líka bak við að fylla á alls konar pillubox. Við seld­ um spritt í lítravís sem sumir keyptu mikið af … þurftu meira að hreinsa sinn búpening og ýmislegt annað en gerist og gengur. Við áttum að passa upp á að sumir kæmust ekki í sprittið eða of mikla hóstasaft, en mér fannst það erfitt og ekki í mínum verka­ hring. Skrítnust þótti mér ásóknin í sjóveikitöflur, því það hlýtur að vera versta víma í heimi. Á þessum árum var staðalpakkinn fyrir konur p­pill­ an og librium. Kannski var þetta fínn kokkteill … pillan það slæm að þær þurftu librium til að róa sig og þola aukaverkanirnar. Ég lærði mikið í apótekinu.“ Jöfnu tækifærin í hættu Það er greinilegt að Andrea hefur komið víða við á starfsferlinum. Hún segir mér frá vinnu í fiskbúð, kjöt­ búð, mjólkurbúi, og við að flokka timbur. „Ég fór líka í sveit sem krakki og kynntist ýmsu. Fékk að keyra traktor og rakstrarvél með hesti fyrir, þrátt fyrir ungan aldur. Mér fannst skemmtilegast þegar barnaþrælk­ unin var sem mest. Við kynntumst alls konar störfum og fengum í stað­ inn verksvit. Á þessum árum vorum við svo fá í landinu að þjóðfélagið þurfti á þessu að halda.“ Við höldum áfram að tala um störfin og það sem hefur breyst í þjóðfélaginu. Andrea er hugsi yfir því að það virðist vera að myndast gap milli þeirra efnamestu og þeirra sem minna mega sín fjárhagslega. Hún óttast að jöfn tækifæri til náms muni mögulega heyra sögunni til innan skamms. „Sumum finnst þeir líka of fínir til að gera þetta og hitt, sem er galið. Ég varð atvinnulítil – ekki atvinnu­ laus – á tímabili. Þá minnkuðu tekjur mínar verulega á þriggja mánaða tímabili og ég átti í basli með afborg­ anir. Það tók mig að minnsta kosti ár að koma mér á réttan kjöl aftur. Þá var ég byrjuð að vinna sem plötu­ snúður á Dillon og vildi fá að vinna á barnum. Það var hlegið að mér og þótti alls ekki viðeigandi … sagt að ég væri betri hinum megin við barinn.“ Andrea hefur starfað síðustu 15 árin á Dillon, sem er líklega Íslandsmet í langlífi plötusnúðar á sama staðn­ um. Að auki má líklega fullyrða að hún sé elsti starfandi plötusnúður landsins. Húsgagn á Dillon „Það má eiginlega segja að ég fylgi húsinu. Ég er núna á þriðja eigand­ anum og þeir hafa allir orðið góðir vinir mínir. Einu sinni held ég að hafi átti að reka mig. Einhverjir ungir menn vildu harðari tónlist og losna við þessa kerlingu uppi á gafli. En það gekk ekki, ég er þarna enn … gott að þurfa ekki að harka, eins og flestir í þessum bransa.“ Frá upphafi hefur Andrea aðal­ lega spilað klassískt rokk og popp, það var ákveðið strax í byrjun. „Ég er búin að fara í gegnum margar áhafn­ ir af fastagestum á Dillon. Svo eru túristarnir ansi margir þessa dagana, enda staðsetningin á miðjum Lauga­ veginum þess eðlis. Stundum koma litlir hópar af fastagestum sem voru kannski þaulsætnir fyrir áratug eða svo. Allir eflaust komnir með fjöl­ skyldur í úthverfum en ákveða að skreppa í bæinn. Það er notalegt að sjá kunnugleg andlit.“ Ég spyr hvort hún ætli að verða eins og langamman sem sat uppi í rjáfri og spilaði og söng. „Já, líklega verður það þannig. Ég hef sagt að ég hætti ekki fyrr en ég get ekki klifrað upp á hilluna,“ segir Andrea, og vísar þar til litla plötusnúðarpallsins á Dillon sem er vinnusvæðið hennar. Áfengið lyftir sálinni Já, hún hefur séð tímana tvenna í skemmtanalífi borgarinnar. Mestu breytingarnar voru þó endalok reyk­ inga inni á skemmtistöðum 2007. „Ég hef aldrei reykt og aldrei kvart­ að yfir sígarettureyk. En ég finn mik­ inn mun á svefninum eftir að þetta breyttist. Ég kem kannski heim á bil­ inu 4–5 og þegar ég vann umlukin reyknum var ég alltaf vöknuð upp úr klukkan átta morguninn eftir. Núna get ég hins vegar sofið til ellefu. Ég vaknaði svona snemma því ég var með nefstíflu og þurfti að snýta mér. Svo tók ég eftir því að ég var alveg hætt að mæta í útvarpið á mánu­ dagsmorgnum til að búa til stiklur fyrir þættina mína, ég var allt of rám.“ Ég spyr næst hvort hún fái sér að drekka þegar hún er í plötusnúðar­ hamnum. „Já, blessuð vertu. Annars væri ég örugglega hætt þessu, nema ég ætti librium … bara grín … hef aldrei haft áhuga á læknadópi, en mér finnst áfengi lyfta sálinni. Ég er gleðisnúður en spila ekki eigið hroka­ mix. Ég er líka röflglöð við þessar að­ stæður, sem er prýðilegt, því fólk kemur stöðugt til mín og vill ræða málin. Stundum kemur andartaks hlé á milli laga ef ég gleymi mér í spjalli. Þetta starf lítur ekki út fyrir að vera neitt. Maður situr þarna á hillunni og skiptir um diska, en auðvitað er þetta dálítil kúnst. Hausinn er á fullu við að finna næsta lag og það er mikilvægt að lesa fólkið á staðnum og stemn­ inguna hverju sinni. Stundum er fólk í miklu dansstuði en svo geta hrúg­ ast inn strákar sem vilja bara hlusta á Slayer. Stelpur með gloss geta líka vilj­ að hörkurokk og hommar vilja ekkert endilega svokallaða hommatónlist. Hópurinn á Dillon er fjölbreyttur og fordómalaus. Hjá mér má biðja um óskalög, en það þykir víst ekki við­ eigandi alls staðar. Krummi Björg­ vins segir að ég sé DJ fólksins. Það er kannski rétt hjá honum.“ Röddin Röddin hennar Andreu er vel þekkt meðal landsmanna, hún segist vita að mörgum líki vel við hana, en aðr­ ir þoli hana ekki. „Einhverju sinni Leti, rokk og Librium „Mér finnst hiklaust að það eigi að leyfa kannabis í lækningaskyni „Það er nú einu sinni þannig að karlar virðast afskaplega hrifnir af körlum, það er eitthvað mjög svo samkynhneigt við það, eins og sást svo vel þegar uppgangur fjár- málabólunnar stóð sem hæst og Kauphöllin var stofnuð. Þá drógu fjöl- miðlamenn unga fjár- máladrengi, sem allt þóttust vita, í sjónvarps- þætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.