Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Blaðsíða 2
Helgarblað 23.–26. október 20152 Fréttir Sveppasýkingar - í húðfellingum - Fæst í apótekum | Celsus ehf. | www.celsus.is Einföld og áhrifarík, húðvæn meðferð Þægilegur grisjuborði, passar í nára, undir brjóst og magafellingar. Engin krem eða duft. Sorbact - Græn sáralækning Klíniskar rannsóknir sýna bata á sveppasýkingu* hjá yr 85% þátttakenda *candida albicans Fyrir tilstilli vatnsfælni bindast allir helstu sárasýklar og sveppir við umbúðirnar. Sýklarnir verða óvirkir og hætta að ölga sér, án sýkla- eða sveppadrepandi efna. Virkar á VRE og MOSA sárasýkla. Skaðar ekki nýjar frumur. Ótakmörkuð notkun. Engar aukaverkanir. Ekkert ofnæmi. Krefst skaðabóta út af nautabökumálinu n Eigandi Kræsinga hefur stefnt Matvælastofnun n „Búið að vera mjög erfitt“ M atvælafyrirtækið Kræs- ingar í Borgarnesi hef- ur stefnt Matvælastofn- un (MAST) til að fá úr því skorið hvort stofnunin sé skaðabótaskyld vegna rannsóknar á Nautaböku fyrirtækisins í ársbyrj- un 2013. Magnús Níelsson, fram- kvæmdastjóri og eigandi Kræsinga, segir annmarka á rannsókninni hafa leitt til þess að fyrirtæki hans hafi næstum farið í þrot og að það berjist enn í bökkum. Skaðabótamálið var höfðað 30. júní og verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur næstkom- andi mánudag. „Við verðum að leita réttar okkar í þessu máli og erum í því ferli núna. Eftir að málið kom upp á sínum tíma þurftum við að segja upp fólki og henda miklu magni af hráefni enda var litið á okkur sem glæpamenn,“ segir Magnús. Mikill skellur Rannsókn MAST á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara hófst og lauk í febrúar 2013. Stofnunin birti í kjöl- farið frétt á vef sínum um að ekk- ert kjöt hefði fundist í Nautaböku Gæðakokka, nú Kræsinga. Allir stærstu fjölmiðlar landsins fjölluðu um niðurstöðuna en síðar kom í ljós að MAST hafði einungis tekið sýni úr einni böku. MAST stefndi fyrirtæk- inu fyrir rangar innihaldslýsingar og vörusvik en Héraðsdómur Vestur- lands sýknaði það í febrúar síðast- liðnum vegna annmarka á rannsókn málsins. Taldi dómurinn að ekki hefði verið sýnt fram á að um annað en óhappatilvik hefði verið að ræða. „Þegar við vorum tekin af lífi þá var einungis tekið þetta eina sýni og það segir skýrum stöfum í stjórn- sýslulögum að það beri að rannsaka vel þegar grunur er um ásetning að broti. Sýnin úr þessari einu böku voru rannsökuð upp til agna. Það er vitað mál að heilbrigðisfulltrúi hér á svæð- inu kom og tók fleiri sýni og það var kjöt í þeim öllum og hluti þeirra var í sama lotunúmeri og þessi nautabaka sem markaði upphaf þessa alls.“ Magnús bendir á að MAST hafi einnig rannsakað matvörur annarra fyrirtækja. Engin vara uppfyllti allar kröfur um merkingar en stofnunin ákvað að birta einungis nafn Gæða- kokka í frétt sinni. „Af hverju var mitt fyrirtæki tek- ið út úr þessum hópi og mér hent í pressuna í hálft ár áður en allt hitt kom? Þetta var ótrúlega mikill skellur en ég frétti fyrst af þessu þegar blaða- maður hringdi í mig. Matvælastofn- un var þá búin að setja þetta á netið en ég var þá á fundi í Samkaupum og kom alveg af fjöllum.“ Sama kennitalan Alls störfuðu þrettán manns hjá Kræsingum áður en nautabökumál- ið komst í hámæli. Fyrirtækið er í dag með þrjá starfsmenn og hefur dregið verulega úr eigin framleiðslu. Nafni fyrirtækisins var breytt í janúar 2014 en reksturinn hefur verið á sömu kennitölu frá stofnun þess árið 1999. Aðspurður svarar Magnús að Kræs- ingar hafi ekki selt svo mikið sem eina nautaböku síðan í febrúar 2013. „Mér finnst stundum gleymast hvort menn eru að skipta um nafn eða kennitölu. Við erum enn á sömu kennitölunni og erum að gera upp við alla okkar birgja. Mönnum finnst það mörgum hverjum með ólíkind- um miðað við sögu fyrirtækisins því veltan hrundi auðvitað eftir ásakanir Matvælastofnunar og fjölmiðlafárið sem hófst í kjölfarið,“ segir Magnús og heldur áfram: „Við vorum á þessum tíma að framleiða fjórtán vöruflokka fyrir Krónuna, níu vöruflokka fyrir Sam- kaup og með vörur inni í Hagkaup- um. Þetta var allt sent til baka. Þetta er búið að vera mjög erfitt. Ég fór sjálfur að vinna annars staðar og hef verið í aukavinnu hjá Kræsing- um. Tengdasonur minn hefur séð um að reka þetta og við höfum breytt rekstrinum þannig að við erum í dag einungis milliliður sem kaup- ir frá öðrum vinnslum og endursel- ur. Það eru fjölmörg mötuneyti sem versla enn ekki við okkur. Ef við hefð- um ekki verið með þá góðu vöru sem fyrir tækið er með þá hefði það að sjálfsögðu farið beint í þrot.“ Vill frávísun MAST fer fram á að Héraðsdómur Reykjavíkur vísi málinu frá og ef ekki að kröfu Kræsinga verði hafn- að. Magnús segir að fyrirtæki hans sé eingöngu að óska eftir staðfestingu héraðsdóms á skaðabótaskyldu MAST. Ekki sé búið að ákveða hversu miklar skaðabætur fyrirtækið komi til með að krefjast. „Það verður að koma í ljós. Við þurftum að henda eins og áður seg- ir miklu magni af hráefni og þetta hafði mikil áhrif á reksturinn. Þetta hafði einnig áhrif á orðspor fyrirtæk- isins en það er eins og lögfræðingur- inn minn sagði, að mannorðsmorð er ekki metið nema á 500 þúsund krónur á Íslandi. Við erum því ekki einu sinni með það inni í útreikn- ingunum.“ n Nautabakan Matvælastofnun hóf rannsókn á kjötinnihaldi 16 íslenskra kjötvara í kjölfar hrossakjötshneykslisins sem skók Evrópu veturinn 2013. Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Framkvæmdastjórinn Magnús Níelsson kann enn í dag engar skýringar á því af hverju nautabakan sem Matvælastofnun rannsakaði í febrúar 2013 innihélt ekkert kjöt. Segist hann fullviss um að niðurstaðan hafi „verið keypt“. „Eftir að málið kom upp á sín- um tíma þurftum við að segja upp fólki og henda miklu magni af hráefni enda var litið á okkur sem glæpamenn. Kröfu AGC vísað frá dómi Héraðsdómur Reykjaness vísaði á miðvikudag frá máli Atlantic Green Chemicals (AGC) gegn Reykjanesbæ og Reykjaneshöfn sem fyrirtækið höfðaði vegna ákvörðunar sveitarfélagsins um að neita AGC um lóð í Helgu- vík sem það taldi sig hafa fengið úthlutað. Lögmaður AGC segir allar líkur á að niðurstaðan verði kærð til Hæstaréttar. „Það eru allar líkur á því að þessi niður- staða verði kærð til Hæstaréttar. Það gæti tekið tvo til þrjá mánuði að fá þá niður- stöðu og svo þurfum við að meta stöðuna eft- ir að niður- staða Hæstarétt- ar liggur fyrir,“ segir Jón Jónsson, lögmaður AGC. Fyrirtækið, sem vill byggja lífalkóhól- og glýkól- verksmiðju í Helguvík, fullyrðir að stjórnendur Reykjaneshafn- ar, sem er í eigu Reykjanesbæj- ar, hafi árið 2011 lofað AGC lóð á athafnasvæðinu en að henni hafi síðar verið úthlutað til Thorsil ehf. Staðsetning skipti AGC miklu máli, bæði út af ná- lægðinni við Helguvíkurhöfn en einnig út af því að fyrirtækið ætlar sér að nýta afgangsvarma- orku frá kísilveri United Silicon á næstu lóð. AGC hafi sótt um framkvæmdaleyfi til Reykjanes- bæjar í janúar 2015 en ver- ið hafnað þar sem fyrirtækið hefði ekki lóð. „Ég held það sé óhætt að segja að verkefnið sé í biðstöðu á meðan það liggur ekki fyrir hvernig þessi lóðamál verða,“ segir Jón.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.