Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2015, Blaðsíða 4
Helgarblað 23.–26. október 20154 Fréttir Er skipulagið í lagi...? Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Brettarekkar Gey mslu - og dekk jahi llur Mikil burðargeta Einfalt í uppsetningu KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00 Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609 Jólin í skó- kassanum Verkefnið „Jól í skókassa“ fer af stað á næstu dögum í tólfta skiptið, en það er samstarfsverk­ efni KFUM og KFUK á Íslandi og KFUM í Úkraínu. Verkefnið gengur út á að fá fólk á öllum aldri til að útbúa og gefa skókassa með jólaglaðningi fyrir fátæk og munaðarlaus börn í Úkraínu. Síðustu ár hafa fjöl­ margir lagt verkefninu lið og meira en 40 þúsund skókassar með jólagjöfum hafa verið sendir með gámi til Úkraínu. Lokaskiladagur Jól í skókassa 2015 í Reykjavík er laugardagur­ inn 14. nóvember. Fjölmargir kass­ ar hafa þegar borist og er tekið við kössunum alla virka daga, sem og lokadag verkefnisins. Að jafnaði er lokaskiladagur verkefnisins á landsbyggðinni um viku fyrr en í Reykjavík. Á þeim stöðum þar sem ekki eru tengiliðir og formleg móttaka má koma kössum í afgreiðslu Eimskipa Flytjanda, sem eru dyggir stuðningsaðilar verkefnisins. Frekari upplýsingar á: www. skokassar.net. Háskólagarðalóðin metin á tvo milljarða n Verðmat á lóðum styrkti fjárhag Háskólans í Reykjavík n „Hófstillt mat“ Þ etta er hófstillt mat enda var það aldrei tilgangur okkar að hámarka einhverja eign enda háskólinn rekinn án hagnaðarsjónarmiða,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskól­ ans í Reykjavík (HR), um verðmat á byggingarétti vegna ónýttra lóða skólans en samkvæmt því er svæð­ ið norðan háskólabyggingarinnar metið á tvo milljarða króna. Matið var unnið í fyrra og við það batnaði fjárhagur skólans til muna. „Okkur var úthlutað þessu landi til framtíðar en við höfðum ekki farið í verðmat á því síðustu ár enda vor­ um við þá ekki að horfa til þess að nýta það. Núna erum við hins vegar komin af stað með áform um upp­ byggingu Háskólagarða HR þar sem við ætlum að byggja 350 íbúðir fyrir okkar fólk og nemendur og því var eðlilegt að taka þetta skref,“ segir Ari. 2,1 milljarður í plús HR kynnti í júní síðastliðnum áform um háskólagarðana og að þeir eigi að rísa á 30.000 fermetra landsvæði skólans vestan Öskjuhlíðar. Matið á byggingaréttinum vegna lóða há­ skólans nam eins og áður segir tveimur milljörðum króna. Þar er undanskilin lóðin sem húsnæði háskólans stendur á í Nauthólsvík. Bókfært eigið fé HR jókst þá úr 218 milljónum árið 2013 í 2.100 millj­ ónir í árslok 2014. Eiginfjárhlutfall skólans var þá 72%. Stjórnendur HR fengu tvo fast­ eignasala til að vinna verðmatið samkvæmt ársreikningi skólans fyrir árið 2014. Háskólinn lagði í kjölfarið byggingaréttinn fram sem endurgjald fyrir hlutafé í dóttur­ félagi sínu Grunnstoð ehf. HR keypti dótturfélagið af Íslandsbanka í mars 2014 og eignaðist þá húsnæði skól­ ans í Nauthólsvík. Samtök atvinnu­ lífsins og Samtök iðnaðarins lögðu Grunnstoð þá til aukið hlutafé, að upphæð 100 milljónir króna, og eignuðust þar með 5% hlut í því á móti 95% eignarhlut HR. „Grunnstoð er það félag sem við munum nýta til uppbyggingar á háskólasvæðinu og þannig halda þeirri vinnu utan reksturs háskól­ ans sjálfs,“ segir Ari. Samkvæmt áætlun Við kaupin á Grunnstoð var gengið út frá því að húsaleiga HR frá og með 2014 verði reiknuð út þannig að hún standi undir afborgunum og vöxtum af langtímaskuldum dótturfélagsins. Unnið er að hönnun og fjármögnun háskólagarðanna en um er að ræða 350 nýjar íbúðir, einstaklingsher­ bergi, auk leikskóla og þjónustuhús­ næðis. Ari býst við að framkvæmdir geti hafist á næsta ári. „Vinnan er öll samkvæmt áætl­ un og vinna við grunnhönnun og fjármögnun er í gangi og það stend­ ur enn til að framkvæmdir hefj­ ist á næsta ári. Svæðið verður fyrst og fremst fyrir nemendur en það er einnig möguleiki að erlendir sér­ fræðingar sem koma tímabundið geti nýtt húsnæðið.“ n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is „Þetta er hófstillt mat enda var það aldrei tilgangur okkar að hámarka einhverja eign enda háskólinn rekinn án hagnaðarsjónarmiða Rektor Ari Kristinn Jónsson ítrekar að verðmat byggingaréttarins sé að hans mati hófstillt. Mynd GiGja EinaRSdottiR 2015 Byggingareiturinn Háskólinn í Reykjavík ætlar að byggja 350 námsmannaíbúðir norðan við háskólabygginguna. Mynd SiGtRyGGuR aRi Nemendafjöldi tvöfaldast Áttatíu skráðir í tveggja ára nám N emendafjöldi í löggildingar­ námi fasteignasala hefur tvö­ faldast frá fyrri árum. Aukn­ inguna má rekja til nýrra laga um sölu fasteigna og skipa sem tóku gildi í sumar. Eins og DV greindi frá í byrjun júlí var strax ljóst að starfs­ grundvöllur allra sölumanna á fast­ eignamarkaði var í uppnámi, jafn­ vel þeirra sem höfðu áralanga starfsreynslu. Tilgangur laganna var góðra gjalda verður, að hefta aðgengi nýrra misvel undirbúinna sölumanna en gagnrýnt hefur verið að enginn að­ lögunartími hafi gefist fyrir starfandi sölumenn til að sækja sér menntun. Löggildingarnámið er kennt á fjór­ um önnum hjá Endurmenntun Há­ skóla Íslands og kostar 830 þúsund krónur. „Það eru um 80 nemendur sem hófu löggildingarnámið í haust, samanborið við um 40 nemendur árin áður,“ segir Elín Júlíana Sveins­ dóttir verkefnastjóri. Inntökuskilyrðin í námið eru stúdentspróf eða sam­ bærileg menntun og að sögn Elínar hlutu allir inngöngu sem uppfylltu þau skilyrði. Þeir sem höfðu langan starfsaldur og einhverjar einingar í átt að stúdentsprófi gátu skilað inn sérstakri umsókn og mat prófnefnd hverja umsókn fyrir sig. Nokkrir um­ sækjendur með slíkan bakgrunn voru teknir inn í námið í ár. Haft hefur verið eftir Brynjari Níelssyni alþingismanni að hann telji að gengið hafi verið of langt með laga­ setningunni. „Ég mun leggja til að þetta verði endurskoðað í nefndinni, með hugsanlega lagabreytingu í huga, þannig að við getum tryggt það að þeir geti haldið störfum að einhverju leyti,“ sagði Brynjar. Hann bætti við að hann vildi tryggja að fólkið gæti sótt nám, þó að það hefði ekki stúdentspróf, þannig að reynsla þeirra yrði metin til jafns á við stúd­ entspróf. Þannig væri hægt að tryggja það að menn gætu aflað sér nauðsyn­ legra réttinda. n bjornth@dv.is Brynjar níelsson Telur Alþingi hafa geng- ið of langt í lagasetningu sinni. Mynd SiGtRyGGuR aRi M y n d G u n n a R G u n n a R SS o n Borgin bíður Reykjavíkurborg bíður börnum og foreldrum þeirra upp á afþreyingu næstu daga, en vetrarfrí verða í grunnskólum borgarinnar föstudaginn 23. október og mánudag og þriðjudag 26.–27. október. Fullorðnir í fylgd með börnum fá frítt inn á borgarsöfnin; Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaði og Ásmundarsafn, svo fá séu nefnd. Borgarbókasafnið býður upp á dagskrá, krakkabingó og í Gerðubergi verður skrímslasmiðja fyrir alla fjölskylduna. Þá eru frístundaheimili borgarinnar með þéttskipaða dagskrá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.