Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 3
Vikublað 3.–5. nóvember 2015 Fréttir 3
E
nn gengur hvorki né rekur
í að selja gamla BMW 730-
Li ráðherrabíl forsætisráðu-
neytisins en í síðustu viku
lauk öðru uppboðinu á bif-
reiðinni án þess að fullnægjandi
boð bærist í hann. Hjá Ríkiskaup-
um, sem annast kaup og sölu bif-
reiða fyrir stjórnarráðið í samstarfi
við bilauppbod.is, fást þau svör
að farið verði yfir málið en engin
ákvörðun hafi verið tekin um fram-
haldið.
Þarfnast viðgerða
Líkt og DV greindi frá á dögunum
fór ráðherrabifreiðin, sem keypt
var ný í árslok 2014 og er ekin tæpa
300 þúsund kílómetra, á uppboð
á vefnum bilauppbod.is um miðj-
an síðasta mánuð. Uppboðið stóð
í viku og þegar því lauk var hæsta
boð sem borist hafði 930 þúsund
krónur. Það var ekki nóg til að bíll-
inn yrði sleginn því upphæðin náði
ekki lágmarksupphæð sem Ríkis-
kaup höfðu sett. Ekki fæst uppgef-
ið hver sú lágmarksupphæð er þar
sem um uppboð er að ræða. Eins og
DV fjallaði um þarfnast hin ellefu
ára gamla bifreið viðgerða þar sem
sjálfskiptingin er biluð.
Hugsanlega of hátt verð
Eftir að hafa farið yfir málin var
ákveðið hjá Ríkiskaupum að bjóða
bílinn aftur upp á sama vettvangi.
Því uppboði lauk á þriðjudaginn
fyrir viku með sömu niðurstöðu og
áður. Lágmarksupphæð var ekki
náð og bíllinn því óseldur. Þar að
auki var hæsta boð sem barst á síð-
ara uppboðinu lægra en hæsta boð
á fyrra uppboðinu, eða 896 þúsund
krónur.
Gísli Þór Gíslason, hjá Ríkis-
kaupum, segir í samtali við DV að
farið verði yfir málin í ljósi niður-
stöðunnar en að engin ákvörðun
hafi verið tekin um hvert fram-
haldið verði. Viðurkennir hann
að hugsanlega sé lágmarksverðið
sem sett hafi verið á bifreiðina of
hátt enda virðist markaðurinn ekki
reiðubúinn að mæta henni.
Endurnýjun á ráðherrabílaflota
Líkt og DV fékk staðfest og greindi
frá í blaðinu 20. október síðast-
liðinn hafa Ríkiskaup og forsætis-
ráðuneytið gengið frá kaupum
á nýrri ráðherrabifreið fyrir for-
sætisráðherra sem keypt verður
af Bílaumboðinu Öskju á 12.785
þúsund krónur að undangengnu
örútboði. Um er að ræða árgerð
2015 af Mercedes Benz S 350 Blue
Tec Sedan sem reiknað er með að
verði afhent nú um áramótin. Þegar
bifreiðin verður afhent verður búið
að endurnýja fjórar bifreiðar úr ís-
lenska ráðherrabílaflotanum fyrir
samtals 48,3 milljónir króna.
Eini munurinn er að hvað varð-
ar þrjár af þeim fjórum ráðherrabif-
reiðum, sem þegar hafa verið
keyptar, hafa eldri bifreiðar verið
seldar og notaðar til fjármögnunar
þeirra nýju. Ríkiskaup annast kaup
og sölu bifreiða fyrir stjórnarráðið.
Eins og gefur að skilja á því enn eftir
að fá söluandvirði gömlu forsætis-
ráðherrabifreiðarinnar upp í kaup-
in á þeirri nýju. n
Illa gengur að selja
bilaðan ráðherrabíl
Tvö uppboð ekki borið árangur
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Ný lúxuskerra Búið er að ganga frá kaup-
um á nýrri ráðherrabifreið fyrir forsætis-
ráðuneytið sem gert er ráð fyrir að verði
afhent um áramótin. Hún mun kosta tæpar
12,8 milljónir króna.
T
alsverður kurr er meðal fram-
sóknarmanna á Dalvík eftir að
í ljós kom að oddviti listans og
sveitarstjóri, Bjarni Th. Bjarna-
son, sat landsfund Sjálfstæðisflokks-
ins á dögunum. Bjarni skipaði fyrsta
sæti á lista Framsóknarfélags Dalvík-
ur og óháðra í síðustu sveitarstjórn-
arkosningum en framboðið vann
glæsilegan kosningasigur. Alls hlaut B-
listinn 44,90% atkvæða sem var aukn-
ing um rúm 22 prósentustig frá síðustu
sveitar stjórnarkosningunum. Tveir
aðrir listar buðu fram í Dalvíkurbyggð
í síðustu kosningum. J-listi Óháð
framboð hlaut 30,50% og listi Sjálf-
stæðisflokks og óháðra hlaut 24,60%
greiddra atkvæði. Svo fór að B-listi og
D-listi mynduðu meirihluta í bæjar-
stjórn.
Í samtali við DV staðfesti Bjarni
að hann hefði heimsótt landsfundinn
til þess að hlýða á ræðu Bjarna Bene-
diktssonar, formanns Sjálfstæðis-
flokksins, en síðan hafi hann yfirgefið
samkomuna. Samkvæmt upplýsing-
um frá Valhöll þá er ræða formanns
opin öllum sem vilja heyra en að
henni lokinni hefst dagskrá sem ætluð
er flokksbundnum sjálfstæðismönn-
um. Að sögn Bjarna er hann hvorki
flokksbundinn sjálfstæðis- né fram-
sóknarmaður en að kirfilega hefði
komið fram í kosningabaráttunni að
bakgrunnur hans væri úr Sjálfstæðis-
flokknum. Hann lagði áherslu á að
óháðir skipuðu B-listann ásamt fram-
sóknarmönnum og að hann flokkaðist
sem fulltrúi þeirra.
Eins og áður segir þá herma heim-
ildir DV að ákvörðunin hafi valdið tals-
verðum titringi meðal framsóknar-
manna í Dalvíkurbyggð enda hafi
ákvörðunin um að skipa Bjarna sem
oddvita listans verið umdeild. „Þetta
var í besta falli dómgreindarskortur,“
segir viðmælandi sem vildi ekki láta
nafns síns getið. Hann staðfesti að
bakgrunnur Bjarna hefði komið kirfi-
lega fram í kosningabaráttunni.
„Hann er óreyndur í sveitarstjórnar-
málum og fór að því er ég best veit til
þess að heilsa upp á gamla kunningja.
Þessu uppátæki var hins vegar ekki
vel tekið hér.“ Að hans sögn tók Bjarni
hins vegar vel á málinu. „Hann boð-
aði til fundar með okkar fólki þar sem
hann fór yfir málið og baðst afsökunar
á því. Það er virðingarvert þegar menn
sjá að sér og ég á ekki von á því að
neitt þessu líkt muni koma upp aftur.“
Heiða Hilmarsdóttir, forseti sveitar-
stjórnar, neitaði staðfastlega að tjá sig
um málið er eftir því var leitað. n
Oddviti Framsóknar á landsfundi sjálfstæðismanna
n Féll í grýttan jarðveg meðal samherja n Segir að bakgrunnurinn sé úr Sjálfstæðisflokknum
Sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar
Bjarni Th. Bjarnason mætti á landsfund
Sjálfstæðis flokksins á dögunum.
Trúlofunarhringar
- okkar hönnun og smíði
jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind
V A R M A D Æ L U R