Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 18
Vikublað 3.–5. nóvember 20152 Viðburðir & skemmtanir - Kynningarblað Gaflaraleikhúsið í Hafnarfirði hefur sitt fimmta starfsár Aukasýning V egna frábærra viðbragða og mikillar eftir­ spurnar verða aukatónleikar á Jesus Christ Superstar í Eldbog, Hörpu, sunnudaginn 27. desember. Eyþór Ingi er í margra huga fæddur til að syngja hlutverk Jesú og Þór Breiðfjörð gjörþekkir hlutverk Júdasar eftir að hafa túlkað hann áður, bæði innan lands og utan. Landsmenn eru vanir að upplifa eitthvað stór­ kostlegt þegar Ragga Gröndal, Björn Jörundur, Magni, Ólafur Egilsson og Bjarni Thor Kristinsson stíga á svið með meisturum á borð við Friðrik Karlsson og Jón Ólafsson. „Aðdáendur þessa frábæra rokksöngleiks Andrews Lloyds Webbers og Tims Rice voru ekki sviknir þetta kvöld eins og fagnaðar­ lætin að sýningu lokinni báru vitni um ...“ segir í dómi Morgunblaðsins um sýninguna og viðbrögð við henni hafa verið öll á sömu lund. Aukasýningin gefur fólki tækifæri til að upplifa einstakan tónlistarvið­ burð. Miðasala stendur yfir á harpa. is. n Jesus Christ Superstar B arna­ og fjölskyldufarsinn Bakaraofninn, hin merki­ lega sýning Konubörn, verðlaunaverkið Hvítt fyrir börn og unglinga og hinn sígildi Góði dátinn Svejk eru með­ al þess sem Gaflaraleikhúsið býður upp á í vetur. Bakaraofninn Þann 22. nóvember lýkur sýning­ um á barna­ og fjölskyldufars­ anum Bakaraofninum. Verkið sló í gegn í vor hjá bæði áhorf­ endum og gagnrýnendum. Til dæmis skrifaði Silja Aðal­ steinsdóttir um sýninguna: „Ég er með svo miklar harðsperrur í kjálkunum eftir hlátursköstin að ég get ekki ennþá talað með góðu móti.“ – Silja Aðalsteinsdóttir TMM Gunni og Felix, Ævar Þór (vísindamaður) og Elva Ósk Ólafsdóttir fara á kostum í sýningunni auk þess sem risastór galdur sem hefur verið 49 ár í undirbúningi ruglar áhorfendur heldur betur í ríminu! Konubörn Konubörn er brakandi fyndið verk sem sex ungar konur skrifuðu. Sýn­ ingin hefur notið mikilla vinsælda síðan hún var sett á svið í janúar og nú hefur verið bætt við tveimur aukasýningum, 13. og 20. nóvem­ ber. „Textinn þeirra var auðugur, skemmtilegur, beittur. Ég vona að sem allra flestir, ungir og gamlir, kvenbörn og karlbörn, fái að njóta þessarar sýningar. Til hamingju all- ar!“ – Silja Aðalsteinsdóttir TMM Þá fékk sýningin fimm stjörnur í útvarpsþættinum Harmageddon. Hvítt Hið rómaða og margverðlaun­ aða verk White, sem hefur hlot­ ið nafnið Hvítt í þýðingu Gunnars Helgasonar, er fyrir yngstu áhorf­ endurna. Verkið verður frumsýnt í janúar. Gunnar mun leikstýra verk­ inu sem verður sett upp í samstarfi við Virginiu Gillard sem einnig leik­ ur í sýningunni ásamt Maríu Páls­ dóttur. Að þessu sinni ætlar leik­ hópur Gaflaraleikhússins að fara úr svarta salnum sínum með sýningu og ætlar í samstarfi við Hafnarborg – listasafn Hafnarfjarðar að sýna verkið í einum af hinum hvítu söl­ um safnsins og í lok sýninga bjóða upp á listsköpun með börnunum. Þetta er í fyrsta skiptið sem verkið er sýnt í samstarfi við listasafn. Góði dátinn Svejk og Jaroslaw Hasek Nýtt verk eftir Karl Ágúst Úlfsson, byggt á hinni frægu háðsádeilu­ sögu, Góði dátinn Svejk. Sýningin verður færð upp í febrúar en leik­ arar eru Karl Ágúst sjálfur, Gunnar Helgason og fleiri. Nánari upplýsingar um verk­ efni vetrarins, sýningartíma og miðasölu er að finna á vef leik­ hússins, http://www.gaflaraleik­ husid.is/ n Brakandi ferskar og yndislega notaðar leiksýningar Bakaraofninn Óborganlegur farsi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.