Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 6
Vikublað 3.–5. nóvember 20156 Fréttir Hótar viðmælanda í kjölfar umfjöllunar n Grímur Vilhelmsson hefur ítrekað hótað Jóhanni n Tvísaga um útlimamissinn Í kjölfar umfjöllunar DV um fer­ il Gríms Vilhelmssonar hef­ ur hann sent ítrekaðar hótan­ ir á einstakling sem steig fram og lýsti því hvernig Grímur hefði svikið sig um laun. Fjölmargar aðr­ ar ábendingar hafa einnig borist blaðinu vegna skrautlegrar fortíðar Gríms. Þar á meðal hefur DV kom­ ist yfir tvö blaðaviðtöl þar sem hann deilir með lesendum tveimur gjör­ ólíkum frásögnum af slysi sem kost­ aði hann útlimi sína. Hringdi í yfirmann Jóhanns „Hann er búinn að senda mér marg­ víslegar hótanir. Alvarlegast var að hann hringdi í yfirmann minn í vinnunni og reyndi að grafa undan mér þar. Auk þess segist hann hafa ýmislegt krassandi undir höndum um mig sem hann ætlar að senda á fjölmiðla og ríkisskattstjóra. Það er náttúrlega fullkomin lygi enda er ég með allt mitt á hreinu,“ segir Jó­ hann Waage, sem steig fram í helg­ arblaði DV og sagði frá vanefnd­ um Gríms Vilhelmssonar varðandi launagreiðslur í tengslum við rekstur veitingastaða á Suðurnesjum. Verulegt misræmi í blaðaviðtölum Í umfjöllun DV var stiklað á stóru varðandi feril Gríms sem er skraut­ legur í meira lagi. Meðal annars var Grímur spurður út í tildrög þess að hann missti hönd og fætur en ákveðið misræmi var í fréttaflutn­ ingi varðandi hvenær slysið átti sér stað og hvað hefði gerst. Til dæmis greindi DV frá því 23. mars 1999 að Grímur væri orðinn 100% öryrki eft­ ir slys í skipasmíðastöð. Það stang­ ast á við dramatíska frásögn Gríms í sænska dagblaðinu Tidningen Ån­ germanland þar sem hann sagði að slysið hefði átt sér stað árið 2003 og gerst um borð í bát í hans eigu sem var við veiðar í Norðursjó. Átti hann að hafa flækst í stálvír með fyrr­ greindum afleiðingum. Í samtali við DV í síðasta helgarblaði staðfesti Grímur þessa frásögn: „Slysið átti sér stað árið 2003. Það eru til læknaskýr­ slur um það,“ sagði Grímur. „Ég sagði honum að fara til fjandans“ DV fékk ábendingu um viðtal við Grím sem birtist í tímaritinu Mannlíf árið 2003 (12. tölublað, 20. árgangur) sem norski blaðamaðurinn Per Jev­ ne tók en hann deildi sjúkrastofu með Grími á St. Olavs­sjúkrahúsinu í Þrándheimi. Í viðtalinu segir Grímur frá því hvernig lestarhleri hefði fall­ ið á hendur hans þegar hann var að logsjóða hlerann. Átti slysið að hafa átt sér stað um borð í olíubirgða­ skipinu Bergen. Hann hefði fall­ ið fimm metra niður og séð hvítar tægjur uppi við lestaropið. Hendur hans hefðu báðar legið á dekkinu. Í viðtalinu segir Grímur að slysið hafi átt sér stað þann 15. júní 1998, sem er fimm árum fyrr en hann fullyrti í samtali við blaðamann. Í samtali við DV segir Per Jav­ ne að skömmu eftir að viðtalið birt­ ist í Noregi hefði honum borist ábendingar um að allt sem þar hefði komið fram væri lygi. „Nokkrum vik­ um síðar hafði Grímur sjálfur sam­ band við mig og krafðist þess að fá greitt fyrir viðtalið. Ég sagði honum að fara til fjandans,“ segir Per og bæt­ ir því við að á 34 ára ferli sínum sem blaðamaður hafi hann aldrei upplif­ að annað eins. „Maður gerir ráð fyr­ ir því að viðmælendur séu að segja manni sannleikann. Sérstaklega varðandi viðburði eins og alvar­ leg slys sem hafa veru­ leg áhrif á lífsgæði viðkomandi. Það var óhugnanlegt hvern­ ig hann gat logið upp í opið geðið á mér,“ segir Per. Dýralæknir á Dalvík Á köflum virðast lygar Gríms illa ígrund­ aðar. DV hefur heyrt úr tveimur áttum að Grímur hafi ráðið sig til starfa sem dýra­ læknir á Dalvík fyrir rúmum 25 árum síðan. Hann ku engin réttindi né próf hafa sem slíkur og því varð ferill hans þar skammvinnur. Þá er staðfest að Grímur réði sig, á árun­ um 1994–1995, sem leiðsögumaður á tvær mismunandi ferðaskrifstof­ ur hérlendis fyrir japanska ferða­ menn – á þeim forsendum að hann talaði japönsku. „Hann sagði mér að hann hefði dvalið eitt ár í Osaka og sótt kvöldskóla meðfram háskóla­ námi úti í Bandaríkjunum,“ sagði fyrrverandi starfsmaður ferðaskrif­ stofu, sem vildi ekki láta nafns síns getið. Grímur talar hins vegar ekki stakt orð í japönsku, eftir því sem DV kemst næst, og státar því ekki af löngum starfsferli í ferðaþjón­ ustunni. Hann olli hins vegar ferðaskrifstof­ unum verulegum vandræðum með athæfi sínu. Þrátt fyrir ít­ rekaðar tilraun­ ir náðist ekki í Grím Vilhelms­ son við vinnslu þessarar frétt­ ar. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Jóhann Waage Grímur hefur sent Jóhanni margvíslegar hótanir eftir umfjöllun DV. MynD Sigtryggur Ari„ Maður gerir ráð fyrir því að viðmælendur séu að segja manni sannleikann grímur Vilhelmsson Rafport ehf • Nýbýlavegur 14 • 200 Kópavogur • S: 554-4443 • rafport.is Við bjóðum uppá allar gerðir merkivéla og prentara sem henta inná hvert heimili og fyrirtæki Komdu við og kíktu á þetta frábæra úrval sem við höfum upp á að bjóða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.