Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 8
Vikublað 3.–5. nóvember 20158 Fréttir Lagði kirkjuna í dúntökudeilu Kári H. Jónsson var þjófkenndur og dúnpokar hrifsaðir af honum með valdi L ögmaður Biskupsstofu sagði í blaðagrein í fyrra að málið hafi aldrei verið útkljáð formlega. Nú er komin formleg niður­ staða, svo ég vona að Biskups­ stofa taki þessum málalokum,“ seg­ ir Kári H. Jónsson sem í síðustu viku vann fullnaðarsigur fyrir Héraðs­ dómi Vesturlands gegn Kirkjumála­ sjóði Þjóðkirkjunnar. Þar var Þjóð­ kirkjunni gert að greiða Kára 1,2 milljónir króna í málskostnað eftir að héraðsdómur kvað upp sinn dóm í dúntökudeilu, sem staðið hefur um árabil, þar sem Kári var sýknaður af kröfum kirkjunnar. DV fjallaði um málið í fyrra eftir að Kirkjumálasjóður stefndi Kára þar sem Þjóðkirkjan taldi sig eiga heimt­ ingu á dúntekjuhlunnindum af æðarvarpi á grundvelli ítaks í hólma á jörð Kára á Snæfellsnesi. Kirkjan vildi fá viðurkennt að hún ætti rétt á tekjum af um fjórum kílóum af dúni þar á ári. Kári segir að málið hafi valdið honum óþægindum, þar sem hann hefur meðal annars verið þjóf­ kenndur. Áralöng deila Forsaga málsins er að Kári, sem eignaðist jörðina Haga árið 2007, kærði sóknarprestinn á Staðastað árið 2010 fyrir dúntöku í leyfisleysi í Gamlahólma í Hagavatni sem til­ heyrir jörð Kára. Í gegnum aldirnar hefur Þjóðkirkjan eignast ítök í jörð­ um um allt land, en ítök ganga út á að kirkjan hafi nýtingarrétt af tiltekn­ um auðlindum eða hlunnindum í landi annarra. Árið 1952 setti Alþingi hins vegar lög um að kirkjan og aðrir þeir sem teldu sig eiga ítök í jörðum sem eru í eigu annarra yrðu að lýsa þeim ítökum formlega. Þau áttu þó ekki að taka gildi fyrr en sýslumaður væri búinn að þinglýsa þeim. Á þeim tíma lýsti biskup Íslands ítaki í Gamlahólma í Hagavatni þó ekki hafi verið kveðið sérstaklega á um dúntöku í hólmanum. Hins vegar kom fram í svari sýslumanns í Snæ­ fells­ og Hnappadalssýslu til biskups að frekari gögn um ítakið vantaði og því var ekki hægt að þinglýsa ítakinu á þeim tíma. Kári fékk síðar staðfest hjá sýslumanni að kröfum kirkjunn­ ar um nýtingarrétt í hólmanum hafi aldrei verið þinglýst á sínum tíma. Réttur kirkjunnar til að tína dún þar hafi því fallið niður árið 1953. Vildu ekki sleppa aukatekjum Kirkjan vildi því láta reyna á þetta fyr­ ir dómi þó að viðurkennt hafi verið í stefnunni að ekki lægi ljóst fyrir „hvernig fór með skráningu þeirra ítaka sem lýst var og hugsanlega hef­ ur sú skráning ekki verið framkvæmd með þeim hætti sem lög buðu.“ Fram kom í stefnunni að Kirkjumálasjóður hafði þann vara á að ef ekki yrði fall­ ist á að ítakið hafi verið skráð lög­ um samkvæmt þá yrði byggt á því að hefð hefði myndast fyrir ítakinu enda prestar haldið dúntöku áfram óslitið frá 1954. Með öðrum orðum þá hafi sóknarprestar á Staðastað getað tínt æðardún í hólmanum, selt hann sjálfir og stungið ágóðanum í eigin vasa. Í samtali við DV í apríl í fyrra kom fram að þannig hafi þetta gengið ágreiningslaust um áratugaskeið eða þar til Kári eignaðist jörðina Haga árið 2007. Þá fór hann að vinna í því að fá hlunnindi vegna æðarvarps skráð á jörð sína. Svo fór að Þjóðskrá Íslands féllst fyrir nokkrum árum á beiðni hans um að skrá fjögur kíló dúntekjuhlunninda á ári á jörðina Haga. Þessum aukatekjum, sem Kári sagði þá að gætu numið í mesta lagi 400 þúsund krónum á ári, átti Þjóð­ kirkjan erfitt með að sleppa takinu á. Gagnrýndi hörkuna Kára, sem er 76 ára og búsettur í Lúxemborg, þótti með ólíkindum hversu hart kirkjan hefði gengið fram til að vinna aftur ítak sem fall­ ið væri úr gildi og hefði verið fært yfir á jörð hans: „Og nota til þess öll tiltæk brögð eins og bregða fyrir sig hefðarlögum.“ Þrátt fyrir að Kári full­ yrði að hann hafi rétt fram sáttar­ hönd í málinu, varð niðurstaðan sú að kirkjan ákvað að stefna honum og krefjast þess að viðurkennt yrði með dómi að öll hlunnindi af æðarvarpi í Gamlahólma í Hagavatni tilheyrðu kirkjujörðinni og prestsetrinu að Staðastað, Snæfellsbæ, og að öðrum en þeim sem eigandi Staðastaðar heimilar að nýta þessi hlunnindi sé óheimilt að nýta þau. Einnig var farið fram á að Kári greiddi allan málskostnað. Ítakið fallið úr gildi fyrir 61 ári Í niðurstöðu héraðsdóms, sem kvað upp dóm í málinu þann 28. október síðastliðinn, er það staðfest að hið umdeilda ítak kirkjunnar til dún­ tekju hafi, líkt og Kári vildi meina, fallið úr gildi vegna áðurnefndrar vanlýsingar á sjötta áratug síðustu aldar – hafi það á annað borð þá ver­ ið til staðar, eins og segir í dómnum. Dómurinn tók því næst afstöðu til varakröfu Kirkjumálasjóðs sem var að ef ítak kirkjunnar hefði fallið nið­ ur vegna handvammar biskups árið 1953, hefði engu að síður myndast fyrir því hefð. „Enda hafi sitjandi prestar á Staðastað haldið áfram óslitið að nýta hlunnindi af æðarvarpi í Gamlahólma á sama hátt og fyrr.“ Engin hefð Í niðurstöðu dómsins segir, þrátt fyrir að gögn sem Kirkjumálasjóður lagði fram fyrir dómi, að engin gögn liggi fyrir í málinu, eins og skattframtöl eða önnur rekstrargögn „sem renna styrkari stoðum undir eða sýna fram á að dúntekja í hólmanum hafi ver­ ið stunduð óslitið og samfleytt frá Staðastað eftir 8. júlí 1954, þannig að til hefðar gæti hafa stofnast.“ Því verði ekki séð að Kirkjumála­ sjóður hafi í nokkru sýnt fram á að hann hafi öðlast öll hlunnindi af æðarvarpi í umræddum hólma sem ítak á grundvelli hefðar „og skiptir þá ekki máli hvort um sé að ræða sýni­ legt eða ósýnilegt ítak.“ Var Kári því sýknaður af dómkröf­ um Kirkjumálasjóðs og vann hann fullnaðarsigur í málinu. Kirkjumála­ sjóði Þjóðkirkjunnar var sömuleiðis gert að greiða Kára 1,2 milljónir króna í málskostnað. Kári vonar að kirkjan muni una niðurstöðu dóm­ stólsins. „Því eins og þeir segja sjálf­ ir, þá stendur kirkjan fyrir friðarins boðskap og vill starfa þannig í verki.“ Þjófkenndur í sjónvarpi Til marks um þau óþægindi sem Kári hefur orðið fyrir vegna málsins rifjar hann upp ummæli sem presturinn á Staðastað lét falla í sjónvarpsþættin­ um Sjálfstætt fólk. „Þar sagði hann, „karlinn í Haga rær út í hólmann og stelur dúninum og ágirnist hólmann“.“ Þá segir Kári að í júní síðastliðnum hafi tveir menn veist að honum með fúkyrðum þegar hann hafði tínt dún í Hagavatnshólma. „Þeir tóku af mér með valdi tvo poka af dúni sem mun láta nærri að vera um fjögur kíló af hreinsuðum dún. Mér er óljúft að efna til ýfinga en tel að þessi hátt­ semi þeirra sé refsiverð. En ég vil horfa á þetta sem óígrundað frum­ hlaup og bauð þess vegna upp á að þeir skiluðu dúninum án eftirmála. Því hefur ekki verið svarað.“ DV sendi fyrirspurn á Biskups­ stofu þar sem spurt var hvort ákvörðun hefði verið tekin um hvort niðurstöðu héraðsdóms yrði áfrýjað. Engin svör höfðu borist þegar blaðið fór í prentun. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „Þeir tóku af mér með valdi tvo poka af dúni Í mál vegna æðardúns Kirkjumálasjóð- ur Þjóðkirkjunnar vildi að viðurkennt yrði með dómi að öll hlunnindi af æðarvarpi í Gamlahólma í Hagavatni tilheyrðu kirkju- jörðinni og prestsetrinu að Staðastað. „Ég vona að Biskupsstofa taki þessum málalokum. Fullnaðarsigur Landeigandinn Kári H. Jónsson hafði betur gegn Þjóðkirkjunni í dúntöku- deilunni fyrir héraðsdómi og var Kirkjumálasjóður dæmdur til að greiða honum 1,2 milljónir króna í málskostnað. Mynd SiGtryGGur Ari Fjáröflun fyrir félög og hópa Flottar pakkningar sem innihalda jólapappir og skraut

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.