Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 22
Vikublað 3.–5. nóvember 20156 Viðburðir & skemmtanir - Kynningarblað H in sívinsæla jólaleiksýn- ing Ævintýr- ið um Auga- stein, eftir Felix Bergsson, verður enn á ný á fjölunum í Tjarnarbíói á þessari aðventu en verkið hef- ur verið sýnt á hverju ári síðan 2003. Leikritið byggir á hinni sígildu sögu um Grýlu og jólasveinana en ævintýrið er tekið lengra og sagan um litla drenginn, sem nefndur er Augasteinn, verður miðpunktur leikritsins. Augasteinn lendir fyrir tilviljun í höndum hinna hrekkj- óttu jólasveina sem læra smám saman að elska litla drenginn og annast hann. Skyndi- lega kemst Grýla á snoðir um tilveru barnsins og við tekur æsispennandi flétta. Þess má geta að barnabókin Ævin týrið um Augastein fékk glimrandi viðtökur fyrir jólin 2003 og er nú algjörlega uppseld. Höfundurinn Felix Bergsson leikur öll hlutverkin í leikritinu en brúður og leikmynd eru eftir Helgu Arnalds. Leikstjóri er Kolbrún Hall- dórsdóttir. Sýningin hefur fengið afbragðs- góða dóma eins og meðfylgjandi tilvitnanir í leikdóma sýna: „Þetta leikrit Felix Bergssonar er þeim kostum búið að hér er fullt af dramantískri spennu.“ „Hér er margt sem gleður augu og eyru, ekki síður fullorðinna en barna … ef einhver hefur einhvern tímann átt erfitt með að komast til botns í gátunni um hvernig gömlu, hrekkjóttu sauðalitajólasveinarnir urðu að hinum gjafmildu öðling- um sem þeir eru í dag, þarf sá hinn sami að drífa sig í leikhús í fylgd nokkurra ungra leikhús- áhugamanna og finna svarið. Fel- ix er nefnilega búinn að komast að þessu og miðlar því á dæmalaust einstakan máta … nú fyrir jólin.“ (SH, Mbl.) „Yndisleg sýning þar sem hæfileikar Felix til að ná til barna nýtast að fullu! … Perla!“ (SS, Rás 2) „Sagan af Augasteini litla stend- ur fyllilega fyrir sínu því þetta er yndisleg saga.“ „Alltumvefjandi einlægni og kærleikur gefa bók- inni mikið gildi. Felix hefur sprell- lifandi frásagnargáfu.“ (KHK, Mbl.) Ævintýrið um Augastein verður sýnt í Tjarnarbíói sunnudagana 29. nóvember og 6., 13. og 20. desem- ber. Sýningarnar hefjast klukkan 13. Miðasala er á Miði.is n Ævintýrið um Augastein: Margrómuð jólaleiksýning S afari hjól er elsta fjór- hjólaleiga lands- ins og hefur starfað samfleytt frá árinu 2003. Fyrirtækið er nú til húsa við Gróðrastöðina Lambhaga sem er skammt frá mörgum af helstu fyrir- tækjum höfuðborgarsvæðis- ins. Safari-fjórhjólaferðirn- ar eru einmitt mjög vinsælar hjá fyrirtækjahópum. Í boði eru bæði ferðir á svokölluðum „buggy“-bíl- um, sem eru eins konar yfir byggð fjórhjól, eða fjór- hjólabílar með veltigrind; og á venjulegum fjórhjólum. Tækin eru afar örugg og þægileg. Er óhætt fyrir byrjendur að aka hjólunum enda er öllum kennt vel á hjólin og farið vandlega yfir öll öryggisatriði. Ferðirnar veita einstaka upplif- un í náttúrunni, farið er upp í fjalls- hlíðar og notið stórkostlegs útsýnis yfir allt höfuðborgarsvæðið. Hjólin eru af gerðinni 6 CanAm Outlander. Þetta eru stór tveggja manna hjól þar sem er nóg pláss fyrir bæði ökumann og farþega. Hjólin eru sjálfskipt og reimdrifin þannig að aðeins þarf að ýta á bensíngjöf- ina til þess að þau fari af stað. Þegar þú tekur fingurinn af bensíngjöfinni hægja hjólin hratt á sér og stoppa. Þau eru því afar einföld í notkun og henta öllum – hafa allt sem þarf til að tryggja þægilega ferð fyrir bæði öku- mann og farþega á fjallvegum. Hjólin eru með hita í handföng- um sem kemur sér einstaklega vel á köldum vetrardögum. Þau eru á hvítum númerum og því má aka þeim í umferðinni. n Stórkostleg upplifun á fjór- hjólum og „buggy“-bílum Skemmtileg leið til að tengjast náttúrunni. Stórkostlegt útsýni yfir borgina úr fjallshlíðum„Er óhætt fyrir byrjendur að aka hjólunum enda er öllum kennt vel á hjólin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.