Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 12
Vikublað 3.–5. nóvember 201512 Fréttir „Börnin ganga fyrir“ Á síðustu tólf mánuðum hefur lögreglan á höfuðborgar- svæðinu leitað 174 sinnum að börnum sem hafa látið sig hverfa af heimilum sínum eða meðferðarstöðum. Börnin eru öll undir átján ára aldri. Lögreglan leitar því um það bil annan hvern dag að týndum ungmennum og er það aðal- varðstjórinn Guðmundur sem er vak- inn og sofinn yfir verkefninu. Þegar blaðamaður nær tali af hon- um stendur yfir leit að 14 ára stúlku sem hefur verið týnd í um tvo daga. Tíminn skiptir miklu máli og er mikið kapp lagt á að finna hana sem fyrst. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún týnist eða strýkur. Fékk framlengingu DV hefur áður fjallað um átakið, en árangurinn af því er talsverður á liðnu ári. Samræmdar hafa verið að- gerðir og reynt að draga úr tímanum sem tekur að hefja leit en einnig að finna börnin. Sem áður sagði hefur alls verið leitað að týndum ungmennum 174 sinnum á síðustu 12 mánuðum, um það bil fimmtán á mánuði. Í upp- hafi var um að ræða 19 á mánuði. Stúlkurnar sem leitað hefur verið að eru 42, piltarnir eru 30. Kannski er ein stærsta breytingin sú að við- bragðstími lögreglunnar hefur farið úr átta tímum í tvo klukkutíma og svo úr tveimur tímum í tólf mínútur frá því að skilaboð berast frá barna- verndarnefndum. Árangurinn mælist einnig í því að eitt af hverjum þrem- ur börnum fara á meðferðarheimilið Stuðla eftir að þau finnast, en helm- ingur barnanna fór á Stuðla þegar þau fundust áður en verkefnið hófst. Það er merki þess að börnin séu ekki í eins miklum vanda þegar þau finn- ast og áður. Verkefnið fékk á dögun- um tveggja mánaða framlengingu og verður Guðmundur í starfi fram að áramótum. Hann er í láni hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu frá embætti ríkislögreglustjóra. Um ára- mótin verður tekin ákvörðun um næstu skref, en ljóst er að verkefnið hefur fjármagn fram að þeim tíma og að líklega er mikil þörf á því að dreifa því á fleiri lögreglumenn Á vakt frá því í fyrra Guðmundur hefur verið á vakt frá því að verkefnið hófst og stendur í leit að barni nánast annan hvern dag. Lengsta leitin hefur staðið yfir í tvær vikur, en oftast er um styttri tíma að ræða. Eitt barn hefur týnst þrettán sinnum, fimm börn hafa týnst tíu sinnum hvert og hann hefur leitað að 38 einstaklingum einu sinni. Í fyrra, áður en verkefnið hófst, höfðu þrjú börn í þessu sporum látist. „Þetta hefur gengið vel, það hefur ekkert af þessum börnum látist. Tvö stóðu þó mjög tæpt þegar þau loksins fundust. Það má leiða að því líkur að ef ekki hefði verið farið af stað með þetta verkefni hefði getað farið verr. Þegar þau fundust eftir mikla leit mátti hreinlega ekki tæpara standa,“ segir Guðmundur. Sækja í börnin Eitthvað er um að menn um tvítugt – og jafnvel eldri – leiti í ungar stúlkur sem hafa átt við erfiðleika að stríða. Hægt er að kæra þá sem hýsa ung- menni án heimildar forráðamanna þeirra og er það úrræði sem lög- regla hyggst beita í auknum mæli. „Um þessar mundir er það helst einn sem er að þvælast fyrir mér og gerir okkur mjög erfitt fyrir,“ segir Guð- mundur. Hann hefur brugðið á það ráð að kynna reglurnar þeim sem hann veit að eru í slagtogi við yngri krakka og láta þá kvitta undir blað þar sem þetta kemur fram. „En það virkar ekki alltaf og veldur okkur miklum áhyggj- um.“ Allar helgar „Þetta eru flestar helgar og best væri ef það gætu tveir til þrír lög- reglumenn skipt því á milli sín. Það koma dagar þar sem það eru jafnvel fjögur börn týnd í einu,“ segir Guðmundur og vísar til þar síð- ustu helgar. Þá voru fjögur ungmenni í stroki og voru málin öll mjög flók- in. „Stundum eru málin mörg en það er hægt að forgangsraða þeim. Í öðrum málum er ekki hægt að for- gangsraða þörfinni heldur eru öll jafn brýn. Stundum kemur mála- fjöldinn í bylgjum,“ segir hann. Erill- inn er umtalsverður og má nefna að um liðna helgi voru börnin sem týnd- ust þrjú. Algengt er að börnin hverfi um helgar, leitarbeiðnir berast oftast á sunnudags-, laugardags- og föstu- dagskvöldum. „Börnin ganga fyrir,“ segir Guðmundur, „en þetta eru allar helgar og maður þarf að geta átt eina og eina helgi með sjálfum sér og börnunum sínum.“ Áhyggjur af smitun Talsverð endurnýjun hefur orðið í hópnum sem leitað hefur verið að á þessu skólaári. Hægt er að rekja það til þess að krakkarnir hópa sig saman, meðal annars í verslunarmið- stöðvum. „Ég hef miklar áhyggjur af smituninni sem verður á slíkum stöð- um. Maður sér þar yngri krakka dansa í áttina að þeim eldri og vilja fá að vera með þeim,“ segir Guðmundur. „En það er líka ákveðin endurnýjun í hópnum. Krakkarnir sem ég var mikið að vinna með í fyrra hafa kom- ist í meðferðarúrræði og þau virðast vera að virka. En því miður þá koma nýir hópar inn í staðinn. Við vonumst til þess að þessi úrræði sem eru í boði skili árangri,“ segir hann. Helsta áhyggjuefnið er börn sem glíma við andleg veikindi, en langir biðlistar og bið eftir greiningum getur haft talsverð áhrif á líf þeirra. „Maður horfir upp á angistarfulla foreldra sem fá engin svör eða bíða lengi eftir þeim. Það á auðvitaði ekki að kasta til hendinni þar, en biðin getur verið erfið.“ Lýsa ekki eftir börnunum Barnaverndarnefndirnar, sem starfa vítt og breitt um landið, eru meðvit- aðri um það sem lögreglan getur gert til að aðstoða þær og fyrir vikið hef- ur leitarbeiðnum fjölgað. Það hefur hins vegar dregið talsvert úr því að auglýst sé eftir börnunum í fjölmiðl- um. Það er meðvituð ákvörðun, enda hefur það orðið til þess að börnum finnst eftirsóknarvert að vera til um- ræðu á þann hátt. Það getur haft tals- verð áhrif á framhaldið og líf barn- anna til frambúðar. Þess í stað fer Guðmundur af stað, reynir að ná sambandi við félaga krakkanna og láta vita af því að hann sé að leita. Byggir upp samband Guðmundur segist vita hvar hóp- arnir halda sig helst. Hann reynir að ná sambandi við börnin, spyr þau spurninga og reynir að fá þau til að vinna með sér í verkefninu. Börnin þurfa þó ekki að bregðast trúnaði vina sinna, en láta þess í stað vita af ferðum Guðmundar, oftar en ekki í gegnum samfélagsmiðla – oft með talsverðum árangri. Þeir krakkar sem eru tilbúnir til að koma heim skila sér eða Guðmundur kemst á slóð þeirra. Honum hefur tekist að byggja upp gott samband við marga og treysta þeir honum. Hann bætir því við að það geti verið sérstakt fyrir hann að mæta í slíkar aðstæður, til dæm- is þegar hann kemur inn í verslunarmiðstöð og mætir skjól- stæðingum sínum. „Það getur farið um karlmann á fimmtugsaldri þegar það kem- ur ung stelpa, rétt rúmlega 13 ára, og hleyp- ur í áttina að manni og kallar: Gummi, Gummi, Gummi,“ segir hann. „En það er líka endur- gjöfin,“ segir hann og metur það þannig að hann hafi náð að ávinna sér traust barn- anna. Stundum er það svo að börn- in eru sjálf að leita að leiðinni til baka, vilja komast aftur heim og eru því í raun að leita að Guðmundi á sama tíma og hann er að leita að þeim. „Mjög oft koma þau að minnsta kosti skilaboðum áfram. Þau svíkja ekki fé- laga sína, en eru að koma skilaboðum frá mér til þeirra sem hafa týnst.“ Umbunin mikil Þrátt fyrir að verkefnið sé strembið er umbunin mjög mikil, segir Guð- mundur. Að vita af börnunum ör- uggari er mikilvægt, en einnig þakk- lætið í augum foreldra. „Það koma svakalegar tarnir þar sem maður óttast að brenna út. Svo koma tímabil þar sem maður nær sér aftur á strik og allt gengur vel. Endur- gjöfin er svo mikil. Svipbrigði for- eldra þegar barnið kemur heim – slík endurgjöf er eins og vítamínsprauta,“ segir hann. Hann segir mjög mikilvægt að styðja við bakið á foreldrum, kannski sérstaklega foreldrum þeirra, sem hafa barist hvað mest fyrir börnunum sínum. „Þeir geta líka bognað,“ segir hann. „Það vantar eitthvað sem styður við þá foreldra,“ segir hann og bætir við að í svona málum geti dagar frá vinnu orðið margir. „Börnin þeirra ganga að sjálfsögðu fyrir, þeir verða tekjulausir um tíma, þessu fylgir svefnleysi og mikið álag á sambönd og fjölskylduna alla. Þetta er ekki bara barnið eitt og sér,“ segir hann og bætir við að það þurfi að horfa á þetta sem vandamál sem skemmi út frá sér í margar áttir. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is n Leitað að börnum 174 sinnum á 12 mánuðum n Byggir upp traust barnanna „Það koma svakalegar tarnir þar sem maður óttast að brenna út Bjargar ófæddum börnum Verkefni Guðmundar í samstarfi við barna- verndarnefndir er einnig að vernda ófædd börn. Hann hefur á liðnum mánuðum komið tvisvar að því að finna konur sem eru barnshafandi en í mikilli neyslu. Þá getur barnaverndarnefnd gripið inn í til að vernda ófædd börnin. Leitar að börnunum Það er aðal- varðstjórinn Guðmundur sem er vakinn og sofinn í verkefninu. Samræmdar aðgerðir Þegar barn týnist eða strýkur hafa barnaverndarnefndir samband við lögregluna og óska leitar. Meðalvið- bragðstími lögreglunnar er tólf mínútur, en lengra getur hafa liðið frá því að barnið fór að heiman eða frá meðferðar- stofnun. Guðmundur er í fullu starfi í verkefninu og er eini starfsmaður þess. Verkefni hans er að finna börnin og í sumum tilfellum skila þau sér sjálf heim ef þau vita af ferðum hans. Bakgrunnur barnanna er afar ólíkur, en mörg þeirra glíma við andleg veikindi, önnur hafa ánetjast fíkniefnum og sum þeirra koma frá heimilum þar sem þau telja sig ekki vera örugg. Markmið verkefnisins er að tryggja öryggi barnanna og aðstoða þau við að komast aftur á rétta braut. Guðmundur starfar helst á höfuð- borgarsvæðinu, en er kallaður til þegar talið er að börn sem búa utan svæðisins hafi komið sér þangað. Í maí var farið í að samræma kerfið þannig að öll lögreglan hafi aðgang að upplýsingum ef börnin eru týnd. Ef aðrir lögreglumenn en Guðmundur, alls staðar á landinu, hafa afskipti af börn- unum fást því upplýsingar um stöðuna samstundis og kennitölum barnanna er slegið inn í kerfið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.