Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 24
Vikublað 3.–5. nóvember 20158 Viðburðir & skemmtanir - Kynningarblað Nokkrir frábærir viðburðir á Iceland Airwaves off venue T ónlistarhátíðin Icelandic Airwaves fer fram dagana 4.–8. nóv­ ember. Hátíðin, sem fyrst var haldin árið 1999, hefur vaxið og dafnað með árunum. Það má segja tónlistarhátíðin sé ein sú mikil vægasta sem haldin er á landinu og hefur reynst stökk­ pallur íslenskra tónlistar­ manna yfir á erlenda grund. Mikill fjöldi blaðamanna og starfsmanna tónlistargeirans mætir jafnan á Airwaves­há­ tíðina sem er orðin sannkall­ að fjöregg í útrás íslenskrar tónlistar. Dagskrá hátíðarinn­ ar er fjölbreytt blanda af inn­ lendum og erlendum hljóm­ sveitum og tónlistarmönnum sem ásamt fjölmörgum gest­ um hátíðarinnar leggja undir sig miðbæ Reykjavíkur í nokkra daga ár hvert. Ótrúlegur fjöldi off venue-viðburða Það má segja að dagskrá Air­ waves sé tvöföld. Þeir viðburðir sem eru á aðaldagskrá hátíðar­ innar eru eingöngu opnir gestum sem hafa orðið sér úti um miða á hátíðina, eða sérstakt armband. Fjöldi gesta er takmarkaður og ár hvert komast færri að en vilja. Til að mæta þessum vinsældum hefur verið brugðið á það ráð að fá enn fleiri staði til að taka þátt með svoköllum off venue­viðburðum. Þeir viðburðir eru oftar en ekki gest­ um að kostnaðarlausu og henta vel þeim sem vilja fá smjörþef af hátíð­ inni. Gríðarlegur fjöldi viðburða er á off venue­dagskrá alla fjóra hátíðar­ dagana. Vert er að vekja sérstaka athygli á nokkrum mjög áhugaverðum við­ burðum. n Norðurljósasetrið AURORA REYKJAVÍK Grandagarði 2 í Reykjavík er með þétta dagskrá alla dagana. n Þriðjudagur: 15.00 - My Brother is Pale (NL/IS), 16.00 Margrét Arnardóttir, 17.00 Hinemoa, 18.00 Sam Slater (UK) n Miðvikudagur: 15.00 - Raki 16.00 Baula (SE/IS), 17.00 Man in Between (ES), 18.00 Ceasetone n Fimmtudagur: 14.00 - The Anatomy of Frank (US), 15.00 Morning Bear (US), 16.00 Svavar Knútur, 17.00 Vaginaboys n Föstudagur: 15.00 - Trilogia, 16.00 Jon Cohen Experimental (CA), 17.00 Mosi Musik, 18.00 Elín Dröfn Jónsdóttir Icewear með viðburði í tveimur verslunum Í Austurstræti 5 og Þingholtsstræti 2–4 frá fimmtudegi til laugardags. Þar vantar ekki fjölbreytnina. Boðið verður upp á léttar veitingar inni á milli. Svo sem smakk af alls konar sultu og súkkulaði. Iceware verður einnig með til sölu alls kyns varning tengdan Airwaves-hátíðinni. Fimmtudagur n Iceware Austurstræti: 16.00 - Kristín Waage, 17.00 - Bernhard & Edith, 18.00 - Joy Cut, 19.00 - Alex- ander Jarl n Iceware Bankastræti/Þingholtsstræti 2–4: 19.00 - Lily of the Valley Föstudagur n Icewear Austurstræti: 15.00 - Ragnheiður Gröndal, 16.00 - Lára Rúnars, 17.00 - Myrra Rós, 18.00 - Johnny and the Rest, 19.00 - Lily of the Valley n Icewear Bankastræti/Þingholtsstræti 2–4: 17.00 - Svavar Knútur, 18.00 - Alexander Jarl Laugardagur n Icewear Austurstræti: 16.00 - Lockerbie, 17.00 - Ragnheiður Gröndal, 18.00 - Helgi Valur, 19.00 - Einar Indra n Icewear Bankastræti/Þingholtsstræti 2–4: 16.00 - Johnny and the Rest, 17.00 - Myrra Rós, 19.00 - Lúlli Íslenski barinn við Ingólfsstræti er með sérlega glæsi- lega dagskrá alla fjóra dagana Á hverjum degi er dagskráin með ákveðnu þema. Auk þess er efnt til uppistands á þriðjudagskvöldinu til að koma öllum létt skap fyrir hátíðina. n Þriðjudagur 3. nóv. – Upphitun: 21.00 Uppistand n Fimmtudagur 5. nóv. – Vegir liggja til allra átta: 13.00 - Rebekka Sif, 15.00 - One week wonder, 16.00 - Blöndal Kvartett, 17.00 - Bríet, 18.00 - Reykjavíkurdætur n Föstudagur 6. nóv. – Rokk: 13.00 - Shady, 15.00 - Ottoman, 16.00 - Lucy in Blue n Laugardagur 7. nóv. – Hipp hopp: 14.00 - Hr. Hnetusmjör, 14.00 - Joe Frazier, 15.30 - GKR, 17.00 - Shades of Reykjavík, 18.00 - RímnaRíki n Sunnudagur 8. nóv. – Kósí sunnudagur: 19.00 - Pálmar piano

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.