Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 23
Vikublað 3.–5. nóvember 2015 Kynningarblað - Viðburðir & skemmtanir 7 Fjölbreyttir jólatónleikar á vegum Dægurflugunnar Ellen og KK, Ragnheiður Gröndal og Pálmi Guðmundsson, Boney M Þ að kennir ýmissa grasa í spennandi tónleikafram­ boði á vegum Dægur­ flugunnar nú fram að jólum. Íslenskir og erlendir tón­ listarmenn í fremstu röð skemmta landsmönnum. Á suma tónleikana er nú þegar orðið uppselt en mik­ ilvægt er að tryggja sér miða í tíma. Meðal þeirra sem syngja sig inn í hjörtu landsmanna fyrir næstu jól eru systkinin Ellen Kristjánsdóttir og KK. Jólatónleikar þeirra systkina eru orðnir fastur liður í jólahaldi fjöl­ margra á Íslandi. Í ár verða þau á faralds fæti líkt og áður, syngja jólalög í bland við sín eigin og segja sögur af sér sínum sem laða fram gleði og eitt og eitt tár. Með þeim systkinum verður fimm manna úrvalssveit tónlistar­ manna undir stjórn hljómborðsleik­ arans góða Jóns Ólafssonar. Ellen og KK halda alls níu tón­ leika vítt og breytt um höfuðborgar­ svæðið og nágrenni þess, en nánari upplýsingar og miðasölu má nálgast á midi.is og salurinn.is. Ragnheiður Gröndal og Pálmi Gunnarsson: Gleði- og friðarjól Jólatónleikar Pálma og Ragnheiðar slógu rækilega í gegn í fyrra og komust færri að en vildu. Þau endur­ taka leikinn í ár með góðum gestum og sömu notalegu stemningunni. Í ár eru 30 ár liðin frá útgáfu jóla­ plötunnar Friðarjól og er hún órjúfan legur hluti af jólaundirbún­ ingnum á fjölmörgum heimilum. Og það er aldrei að vita nema ný jólalög líti dagsins ljós í tilefni afmælisins. Strengjasveit, kór og gestir ásamt hljómsveit undir stjórn Þóris Úlfars­ sonar koma einnig fram á tónleikun­ um. Tónleikarnir verða í Hörpu þann 19. desember, kl. 17 og 21. Miðasölu og nánari upplýsingar má nálgast á vefnum tix.is Boney M í dúndrandi jólastuði Ein frægasta hljómsveit diskó­ tímabilsins, Boney M, skemmtir landanum í Eldborgarsal Hörpu þann 20. desember. Söngdívan Liz Mitchell er að sjálfsögðu með í för og hefur hún engu gleymt. Boney M skipa, auk Liz Mitchel, tvær kvenn­ raddir, ein karlrödd og níu manna hljómsveit. Uppselt er á tónleika sveitarinnar kl. 21 um kvöldið en enn er hægt að fá miða á aukatónleika kl. 17. Miðasölu má nálgast á vef Hörpu, harpa.is n „Á suma tónleikana er nú þegar orðið uppselt en mikilvægt er að tryggja sér miða í tíma. Systkynin KK og Ellen halda níu tón- leika vítt og breitt um höfuðborgar- svæðið. Gleði- og friðarjól Ragnheiður og Pálmi. Boney M Diskó- goðin í Boney M hafa engu gleymt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.