Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 26
Vikublað 3.–5. nóvember 201518 Sport
Áttræður í fullu fjöri
Gary Player byrjar daginn á 1.300 magaæfingum og vinnur tólf tíma vinnudag á búgarði
K
ylfingurinn Gary Player varð
áttræður á sunnudaginn.
Enn þann dag í dag byrjar
þessi magnaði afreksmaður
hvern dag á því að gera
1.300 magaæfingar og taka 150 kíló
í hnébeygju. Þrátt fyrir háan aldur,
þegar íþróttamaður er annars vegar,
er hann enn í fullu fjöri. Hann hefur
á árinu ekki leikið einn golfhring á
fleiri höggum en aldur hans segir
til um – geri aðrir betur. Greinin er
unnin upp úr grein á Daily Mail,
skrifuð af Derek Lawrenson.
Vinnur tólf tíma
Gary Player er frá Suður-Afríku,
fæddur 1. nóvember 1935. Hann er
einn sigursælasti kylfingur sögunn-
ar og hefur ávallt haldið sér í topp-
formi. Á 80 ára afmælisdeginum,
sem var á sunnudag, flaug hann frá
Flórída til Kína og þaðan áleiðis til
Bangkok. Hann er enn virkur í við-
skiptalífinu og er í forsvari fyrir ýmis
fyrirtæki. Hann hannar golfvelli á
milli þess sem hann sinnir viðskipt-
um og leikur golf. Þegar hann er
heima hjá sér, í Suður-Afríku, vaknar
hann klukkan fimm á morgnana
og vinnur tólf tíma vinnudag á bú-
garðinum sínum.
Blaðamaður spyr Player hvort
honum líði aldrei þannig að hann
þurfi að minnka við sig vinnu. „Ég
skal segja þér svolítið, Derek,“ segir
hann við blaðamanninn. „Það að
setjast í helgan stein er dauðadómur.
Ég man eftir umræðu í Bretlandi fyrir
nokkrum árum þegar farið var fram
á að fólk yrði árinu lengur á vinnu-
markaði. Sjáðu til, ég er áttræður og
enn samur og þegar ég var 22. Ég er
enn áfjáður í að læra nýja hluti og
ég trúi ekki á það að setjast í helgan
stein. Ég vil deyja sem vinnandi
maður.“ Hann segir að þegar hann
verði níræður muni hann enn spila
golf og enn fara hringinn á færri en
80 höggum.
Palmer vann með töfrum
Player er einn sigursælasti kylfingur
sögunnar. Blaðamaður biður hann að
horfa yfir ferilinn og nefna mestu von-
brigðin. Svarið er svo þrungið tilfinn-
ingum að hann segir að ætla mætti að
hann væri að lýsa atviki sem gerst hafi í
gær. „Ég var með tveggja högga forystu
á Arnold Palmer, þegar þrjá holur voru
eftir,“ svarar Player og dregur samtalið
aftur til ársins 1962, á Mastersmótið.
„Teighöggið hans á 16. rataði hægra
megin við brautina þaðan sem ómögu-
legt er að slá. „Ég sagði við kylfusvein-
inn að nú værum við búnir að vinna.“
Næsta högg negldi Palmer, úr
vonlausri stöðu, í holuna af löngu
færi. „Á næstu holu, þeirri 17., sló
hann boltann í Eisenhower's
Tree úr upphafshögginu en setti
næsta högg ofan í af 11 metrum
með fimm járni.“ Þeir voru jafnir
og máttu spila annan hring. „Ég
var með þriggja högga forystu
þegar níu holur voru eftir. Hann
fór seinni níu á 31 höggi. Ég skal
segja þér það að Aronld vann
þetta mót með töfrum,“ segir
hann og rekur upp roknahlátur.
Skytturnar þrjár
Player er iðulega nefndur í sömu
andrá og Arnold Palmer og Jack
Nicklaus en skytturnar þrjár (Big
Three) voru yfirburðamenn í
golfinu á síðari hluta 20. aldar.
Þeir unnu samtals 13 sinnum
Masters á árunum 1958–86. Í
dag eru aðalmennirnir þrír, Rory
Mcllroy, Jason Day og Jordan
Spieth. Þeir þeir hafa á ferli sín-
um verið spurðir hver þeirra
gömlu þeir hafa mest litið upp
til hafa þeir allir nefnt Player, af ólík-
um ástæðum þó. Nefna má að Spieth
lítur á Player sem fyrir mynd fyrir þær
sakir að hann spilar, líkt og Player,
við menn sem geta slegið boltanum
30 til 40 metrum lengra. Player segir
að hann sé upp með sér vegna þessa
enda dáist hann að þessum þremur
leikmönnum, sem séu, hver og einn,
frábærar fyrirmyndir og fulltrúar
sinnar kynslóðar.
Hann segir ómögulegt að gera
uppi á milli þeirra – hver muni vinna
flesta titla. Það ráðist á úthaldi þeirra
og metnaði. „Að mínu mati eru Rory
og Jason með bestu tæknina en Jord-
an er afar þroskaður leikmaður og
tekur hinum fram þegar kemur að
því að pútta. Og það er svo mikil-
vægt. Hvenær ætla allir þessir sér-
fræðingar að átta sig á því að 70 pró-
sent högga á golfvelli eru slegin á
innan við 100 metrum?“
Boðnir milljón dollarar á ári
Player vann níu stórmót á ferli sínum
en 165 atvinnumannamót alls. Þetta
afrekaði hann á árunum 1955 til 1981.
„Ég er klárlega með besta ferilinn af
þeim öllum – og það var markmiðið.“
Hann vann fjölmörg mót úti um allan
heim, í Afríku, Ameríku og Ástralíu,
svo eitthvað sé talið. Spurður hvort
hann sjái eftir einhverju segist hann
ekki beinlínis gera það. Honum hafi
þó verið boðnir milljón dollarar ár-
lega, árið 1961, fyrir að spila bara í
Ameríku. Því hafnaði hann. „Ég hefði
unnið miklu fleiri stórmót ef ég hefði
tekið tilboðinu. Ég mun alltaf velta
því fyrir mér hvort ég hefði átt að taka
því.“ n
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
Helstu afrek
Players
Að mati hans sjálfs
Besti kylfingurinn: „Ben Hogan. Hann
vann níu stórmót þrátt fyrir að hafa
verið í hernum í fimm ár og verið þrjú ár
til viðbótar frá vegna bílslyss.“
Besta mótið: „Opna breska. Ég elskaði
þá staðreynd að maður gat einn daginn
slegið 200 metra með sjö-járni, en
þann næsta dreif maður ekki hálfa þá
vegalengd.“
Stærsti sigurinn: „Opna bandaríska
1965, þegar ég vann „Grand Slam“.“
Mesta afrekið: „Ég er mjög stoltur af
því að hafa, einn kylfinga, náð Grand
Slam bæði á mótaröð fyrir yngri og eldri
kylfinga. Ég náði því vegna þess að ég var
í nákvæmlega jafn góðu formi þegar ég
var fimmtugur eins og þegar ég var 25.“
Besta tilvitnunin: „Því meira sem ég
æfi því heppnari verð ég.“ Þessi orð lét
hann falla í Texas 1960 eftir að áhorf-
andi hafði orð á því hversu heppinn hann
væri að setja niður bolta úr sandgryfjum.
„Hvenær ætla
allir þessir sér-
fræðingar að átta sig á
því að 70 prósent högga
á golfvelli eru slegin á
innan við 100 metrum?
Skytturnar þrjár Player, til
hægri auðvitað, líður enn eins
og hann sé tvítugur. Mynd EPA
Skútuvogi 11 104 Reykjavík Sími 553 4000 www.prentvorur.is
Dæmi um verð:
Tóner fyrir HP
CF283A 8.500 kr.
CE285A 6.490 kr.
CE278A 6.800 kr.
CF280X 9.800 kr.
Blek fyrir Canon
550/551 970 kr.
525/526 870 kr.
520/521 870 kr.
5/8 870 kr.
BL
EK
&
TÓ
NE
R