Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 14
Vikublað 3.–5. nóvember 201514 Fréttir Erlent Fimm ára í hættulegum kappreiðum B örn á aldrinum fimm til tíu ára starfa sem áhættuknapar og fá fyrir það um tvö hundruð til fimm hundruð krónur á dag á Sumbawa-eyju í Indónesíu. Börnin hafa frá unga aldri verið þjálf- uð til að sitja óstýrilát hross. Þeim er kennt að vera óhrædd við dýrin, halda stillingu sinni og halda sæti sínu eins lengi og þau geta þrátt fyrir að hrossið reyni að henda þeim af baki. Hestarnir og knaparnir taka svo þátt í daglegum reiðkeppnum þar sem hestarnir, í hundraða tali, eru etja kappi við önnur hross. Aðfar- irnar má kalla þjóðaríþrótt íbúanna í borginni Bima. Verða að vera óhrædd Það sem mestu máli skiptir er að börnin séu óhrædd við að sitja hest- Eru flest hjálmlaus og með lítinn öryggisbúnað ana jafnvel þó að þeir þeysist áfram á ógnar hraða. Þegar þau ná fimm ára aldri hafa þau velflest náð tökum á þessu. Þau sitja hestana án reiðtygja og hafa fæst hjálma. Öryggisbúnað- ur þeirra er þykkar flíkur, síðerma peysur og þykkir sokkar. Þá fá þau grímur sem eiga að vernda þau. Foreldrarnir styðja þau Þetta er stórhættuleg íþrótt, en börnin hafa stuðning foreldra sinna og hefðin fyrir kappreiðunum er mik- il. Foreldrarnir kenna börnum sínum að sitja hestana, þjálfa þau og gera þau eins örugg og hægt er. Þetta þyk- ir fyrir vikið ekki tiltökumál þrátt fyrir alla áhættuna. Það þykir mikill heiður að taka þátt í íþróttinni. Fjárhagsleg- ur ávinningur fyrir fjölskyldurnar er umtalsverður, en hvert barn getur keppt allt að fimmtán sinnum á dag. Fjölskyldurnar eru flestar fátækar og þurfa á öllum tekjum sem þær geta fengið að halda. En börnin gráta, þjást og meiða sig. Alvarleg meiðsl eru ekki óalgeng og mesta áhættan er fólgin í því að börnin geta lent undir hestunum og stórslasast. Á hverja keppni mætir fjöldi fólks sem fylgist með, hvetur og veðjar á úrslitin. Börnin fá svo sinn hluta af peningunum eftir keppnina. Ljós- myndari EPA, Mast Irham, fylgdist með börnunum keppa í þessar ógn- vænlegu íþrótt. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Hrædd Börnunum er kennt að vera ekki hrædd, en þau verða það samt oft. Drengurinn á myndinni er að undirbúa sig fyrir næsta hlaup. Mynd EPA Beðið eftir næstu keppni Bima er heldur lítil borg, en hefðirnar eru sterkar. Á myndinni sést vel hversu illa útbúin börnin eru til að taka þátt í keppninni. Mynd EPA Öryggisbúnaður Öryggisbúnaður barnanna er ekki upp á marga fiska. Þykk föt eru þeirra helsta vörn auk andlitshlífa. Fæst hafa þau hjálma og ekki sitja þau á hnökkum. Mynd EPA Oft á dag Börnin keppa oft á dag og fá greitt fyrir. Áhorfendur koma hvaðanæva að til að fylgjast með. Mynd EPA Þeysast um Fæst þekkja börnin annað en að þurfa að taka þátt. Keppninni fylgja margar hefðir og venjur auk talsverðrar upphefðar fyrir þá sem keppa. Mynd EPA Í miðju hlaupi Hér má sjá börnin á sýn- ingu í tilefni af 70 ára afmæli sjálfstæðis Indónesíu. Mynd EPA og Smáratorgi · Korputorgi HUNDAFÓÐUR FÆST HJÁ OKKUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.