Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 32
Vikublað 3.–5. nóvember 201524 Menning F yrsta ljóðabók Bubba Morthens, Öskraðu gat á myrkrið, hefur vakið athygli og fengið góða dóma. Ljóðabálk- urinn er sjálfsævisögulegur og Bubbi gerir þar upp erfiðan kafla á ævi sinni og gengur nærri sér. Hann er spurður hvort það hafi verið erfitt að vinna bókina. „Já og nei. Meðgangan var erfiðust,“ segir hann. „Ég hafði sent fósturmóður minni, Silju Aðalsteins- dóttur, uppkast að eins konar ættar- sögu minni. Hún sagði að það þyrfti að vinna handritið öðruvísi og betur. Ég tek mikið mark á henni og hugs- aði: Þetta er rétt hjá henni, og lagði handritið til hliðar. Hver veit hvað verður úr því. Kannski held ég áfram og yrki mig í gegnum ævi mína. Kvöld eitt, að vori til, var ég að keyra heim og sá hrafnaþing úti í móa. Ég stoppaði bílinn og gekk mjög hægt og varlega í átt að hröfnunum og komst ótrúlega nærri. Sólin mýkti landslagið og þá komu upp í hug- ann orðin „rökkurmjúkur mosi“. Svo fór ég heim og skrifaði fyrstu línuna í bókinni og um leið var ég kom- inn af stað. Þetta var ekkert hrópandi auðvelt, en var lokaferli í átt að ákveðinni sátt. Eftir einhver ár á ég líklega eftir að hugsa: Andskoti gekk ég nú nærri mér þarna! En þannig hefur æviverk mitt alltaf ver- ið, upp á líf og dauða.“ Grátbeðin að koma til baka Þegar maður er búinn að lesa bálkinn þá situr myndin af mömmu þinni eftir í huga manns. Hvernig kona var mamma þín? „Mamma var dönsk, af stórri og ríkri ætt þar sem klassísk tónlist var spiluð eftir kvöldmat og bókmenntir ræddar fram og til baka. Hún kom til Íslands sautján ára gömul og fór að vinna á Sólheimum sem hjúkrunar- kona. Hún varð ástfangin af pabba, fráskildum manni sem átti börn með tveimur konum. Það fór allt á annan endann í Dan- mörku og ég hef séð bréf þar sem mamma var grátbeðin um að koma til baka og stíga ekki það skref að búa með föllnum manni. En hún, af ást, stóð sína plikt. Svo kom raun- veruleikinn hægt og rólega í ljós. Hún hélt heimilinu saman við gríðarlega erfiðar að- stæður. Pabbi var ekki slæmur en hann var alkóhól isti og einu sinni upplifði ég ofbeldi sem hafði gríðarleg áhrif á mig.“ Hvað gerðist? „Þetta var atburður þar sem faðir minn beitti móður mína líkamlegu ofbeldi. Mamma var þannig mann- Upp á líf og dauða Í fyrstu ljóðabók sinni minnist Bubbi Morthens móður sinnar, en hann var fjarri þegar hún dó Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Það tók mig tölu- verðan tíma að fyrirgefa sjálfum mér. Í bálkinum er ég að skrifa mig í gegnum þetta. Undarleg krafa Irmgard Kramer er höfundur barnabókarinnar Sólbjört Val- entína - Um frumskógarfugla og konunglegar nærbuxur. Húsið hennar Sólbjartar Valentínu vill fána úr konunglegum nærbuxum og hótar að henda fjölskyldunni á götuna verði ekki af því. Nýjar bækur Óttalaus ofurhetja Norski höfundur- inn Håkon Övreås fékk Barnabóka- verðlaun Norður- landaráðs fyrir Brúnar. Þegar kvölda tekur breytist Rúnar í óttalausu ofurhetjuna Brúnar sem refsar strákunum sem stríða Rúnari. Sagan af Dennis Strákurinn í kjólnum er fyrsta bók Davids Wall- iams og skaut honum á stjörnu- himin barna- bókanna. Aðalpersónan er lítill strákur, Dennis, sem leynir svo sannarlega á sér. Iceland Airwaves Á miðvikudag hefst tónlistar- hátíðin Iceland Airwaves, sem haldin er í sextánda skipti í ár. Yfir 240 flytjend- ur koma fram á fimm kvöldum á þrettán tónleikastöðum í mið- borg Reykjavíkur – og þá er ótalin hliðardagskráin sem fer fram um alla borg. Þar sem magnið af tón- list er gríðarlegt er tilvalið að nýta vikuna til að undirbúa sig fyrir há- tíðina og merkja við þá listamenn sem maður vill alls ekki missa af. DV fékk nokkra íslenska lista- menn, sem koma fram á hátíðinni, til að mæla með því sem þeir eru spenntastir fyrir að sjá og heyra. kristjan@dv.is Guðmundur Úlfarsson, forsprakki Good Moon Deer Good Moon Deer spilar í Norðurljósasal Hörpu á föstudagskvöld. Ég er mikill Battles- aðdáandi, þannig að ég er mjög spenntur að sjá þá. En annars er ég eiginlega spenntastur fyrir eigin atriði í ár. Ég verð með sjö af efnileg- ustu dönsurum lands- ins með mér á sviðinu. Við höfum verið að æfa atriðið undanfarnar vikur með Sögu Sigurðardóttur danshöf- undi og ég hlakka mjög mikið til að sýna það. Glerhreinsir • Gólfsápa • WC hreinsir Rykmoppur og sápuþykkni frá Pioneer Eclipse sem eru hágæða amerískar hreinsi- vörur. Teppahreinsivörur frá HOST Hágæða hreinsivörur – hagaeda.is og marpol.is – Sími: 660 1942 Frábærar þýskar ryksugur frá SEBO Decitex er merki með allar hugsanlegar moppur og klúta í þrifin. UNGER gluggaþvottavörur, allt sem þarf í gluggaþvottErum einnig með: Marpól er með mikið úrval af litlum frábærum gólfþvottavélum Tilboð fyrir hótel og gistiheimili í apríl/maí!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.