Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 33
Vikublað 3.–5. nóvember 2015 Menning 25 eskja að það gerðist bara einu sinni. Hún kom því svo kirfilega til skila að ég held að það hafi aldrei hvarflað að honum að endurtaka það. Þau skildu svo árið 1969.“ Hvaða áhrif hafði ofbeldið á þig? „Ég held að verði maður fyrir áfalli í æsku geti það haft gríðarleg áhrif á líf manns, jafnvel þannig að maður bíði þess ekki bætur. Áföll geta leitt menn í fíkn og alls kyns hluti. Þetta augna­ blik sem ég var vitni að kostaði mig margar martraðir og sat lengi í mér. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna að ég leitaði til sálfræðings, sem er ein besta fjárfesting sem ég hef gert á ævinni. Ég hefði betur sett alla peningana mína á sínum tíma í sálfræðinga í staðinn fyrir verðbréf.“ Sólin í lífinu Hvernig var samband þitt við mömmu þína? „Ég var mikið mömmubarn og mjög elskur að móður minni. Oft hefur verið sagt að ég hafi verið fordekraður af henni og að bræður mínir hafi fengið minni skammt en ég. Kannski var þetta vegna þess að ég var yngstur en hugsanlega líka vegna þess að ég er óhræddur við að sýna tilfinningar og opna faðminn. Enn í dag finnst mér að móðir mín sé sól­ in í lífi mínu, og alls ekki á hamlandi eða neikvæðan hátt heldur á afar já­ kvæðan máta. Þegar ég var unglingur þá fór hún í nám til Árósa og við bræðurnir vorum settir í heimavistarskóla sem hét Sand­ alhus í Fredericia þar sem kennarar beittu nemendur líkamlegu ofbeldi og fósturbróður minn, Beggi, var meidd­ ur. Ég man eftir því að mamma gekk á hólm við skólastjórann og las honum pistilinn. Ég hef sjaldan eða aldrei séð mann koðna eins niður þegar hún var að útlista fyrir honum að ef ein­ hver þyrfti á löðrungum að halda þá væri það hann. Hún tók okkur síðan úr skólanum. Mamma gaf mér fyrsta gítarinn og gaf sér tíma til að hlusta á sargið í mér. Stundum sá ég að hún hafði ekki áhuga en hún hlustaði samt. Hún gaf hún sér mikinn tíma til að ýta undir tónlistaráhuga minn. Bækur og ljóð voru allt í kringum mig því mamma las alveg óhemju mikið. Barnungur las ég Stein Stein­ ar í tætlur og það var bara af því að mamma sagði að hann væri gott skáld og hún benti mér líka á Snorra Hjartarson. Ég var búinn að lesa allan Gunnar Gunnarsson fyrir þrettán ára aldur vegna þess að mamma talaði svo vel um hann. Þegar við vorum í Danmörku skrifaði hún lista fyrir mig með öllum helstu höfuðskáldum Dana. Fimmtán ára gamall fór ég á bókasafnið, rétti bókavörðunum blaðið og sagði: Ég ætla að fá þessar bækur. Þeim þótti stórmerkilegt að gutti eins og ég væri að lesa vandaðar bókmenntir. Þegar ég fór út í lífið þá hafði ég tvennt í veganesti sem vóg hvað þyngst: það var ástin hennar mömmu og bækurnar sem ég hafði lesið frá unga aldri. Þannig að ég fór vel vopnaður, þó svo að skólaganga mín hafi verið brokkgeng og í raun­ inni engin sem slík. Hér heima var hörmung hvernig að skólamálum var staðið. Danir voru langt á undan. Þeir fundu út á tíu dögum að ég væri skrif­ blindur. Þeir sögðu: Þú ert svo elskur að tónlist, þú skalt bara stunda hana hérna. Og ég tók próf í skólanum með glans og prófið var tónleikar.“ Eintal við mömmu Þú segir frá því í ljóðabókinni að þú varst víðs fjarri þegar mamma þín dó. „Mamma fékk MS sjúkdóminn og fjaraði út í þrepum. Hún veikist á mjög sjálfhverfum tímapunkti í lífi mínu. Ég var sextán ára og þá er mað­ ur ekki mikið að spekúlera í harm­ leikjum. Ég man að mér þótti öm­ urlegt að taka strætó og heimsækja mömmu upp á spítala en alltaf tók hún af elsku á móti mér. Mér fannst Landspítalinn vera ljótt hús, það minnti mig á Grund. Stundum þegar ég var að ganga framhjá Blóðbank­ anum fannst mér hann vera eins og heimili Drakúla. Þarna var allt dapur­ legt og grátt, nakin laufvana tré og myrkur og kuldi. Ég heimsótti mömmu viku áður en hún dó og þá var hún ágætlega brött en illa farin af lyfjum. Svo fékk ég símhringingu og mágkona mín sagði: Mamma þín dó í nótt. Ég man að ég hugsaði: Já, einmitt – og fór út að borða þann dag. Þetta hreyfði ekki við mér enda var ég í mikilli og harðri neyslu. Til að gera langa sögu stutta fór ég í meðferð og þegar vímubrynjan molnaði utan af mér þá helltist sorgin yfir mig ásamt miklu samviskubiti og sjálfsásökunum: Hvers vegna var ég ekki hjá henni þegar hún dó? Hvers vegna var ég ekki duglegri að heim­ sækja hana? Það tók mig töluverðan tíma að fyrirgefa sjálfum mér. Í bálk­ inum er ég að skrifa mig í gegnum þetta. Kári Stefánsson sinnti mömmu þegar hún var veik. Hann sagði einu sinni við mig: Mamma þín sagði alltaf að þið strákarnir mynduð spjara ykk­ ur. Þá var fólk með miklar áhyggjur af okkur Tolla, að við værum komn­ ir í vondan félagsskap og værum að reykja kannabis. En mamma hafði trú á okkur. Hvern einasta dag byrja ég á möntru og hún endar á eintali við mömmu. Ég fer ekki út í daginn öðruvísi en að hafa talað við hana. Öll börnin mín þekkja ömmu Grétu, þó að ekkert þeirra hafi séð hana. Einu sinni í viku borða þau ömmu Grétu­skonsur sem ég baka og svo sýni ég þeim myndir og segi sögur af henni. Börnin segja oft: Pabbi, segðu okkur frá því þegar Bubbi litli var til. Þá segi ég þeim sög­ ur af mér litlum með ömmu Grétu.“ Bókin hefur fengið mjög góða dóma, kom það þér á óvart? „Já, kannski. Listamenn eru allir saman á einum akri, en með sína reiti. Oft er það þannig að þegar listamaður er búinn að koma sér fyr­ ir á ákveðnum reit þá vilja menn að hann sé þar áfram og sé ekki að búa til nýja reiti. Ég hélt kannski að menn myndu segja: Hvað er Bubbi að vilja þarna? En svo held ég reyndar að inni­ stæðan sé það fín að menn hafi séð að þetta er ekki lélegt. Ég var alls óhræddur við að setja handritið í hendurnar á góðu fólki og hlust­ aði á leiðbeiningar þess. Það skipt­ ir gríðarlegu máli að hafa fólk sem maður treystir og þorir að segja manni til. Það er vont að hafa já­fólk í kringum sig, eiginlega banvænt.“ n Gréta - Grethe Skotter Pedersen „Hvern einasta dag byrja ég á möntru og hún endar á eintali við mömmu. Ég fer ekki út í daginn öðruvísi en að hafa talað við hana." Mynd Úr EinkaSafni „Til að gera langa sögu stutta fór ég í meðferð og þegar vímubrynjan molnaði utan af mér þá helltist sorgin yfir mig ásamt miklu samviskubiti og sjálfsásökunum: Hvers vegna var ég ekki hjá henni þegar hún dó? næsta verkefni Bubbi vinnur að nýrri plötu. Átakanleg örlög Þegar siðmenningin fór fjandans til ­ Íslendingar og stríðið mikla 1914–1918 er bók eftir Gunnar Þór Bjarnason. Nærri 400 her­ menn, fæddir á Íslandi, börðust í skotgröfum Vestur­Evrópu. Örlög margra þeirra voru átakanleg, eins og rakið er í bókinni. Nýjar bækur Frumleg uppfinning Áður en Jo Nesbø öðlaðist heims­ frægð fyrir glæpasögur sínar skrifaði hann barnabækur. Sú fyrsta var Doktor Proktor og prumpuduftið. Lísa, Búi og doktor Proktor bindast vina­ böndum vegna nýjustu uppfinn­ ingar þess síðastnefnda. Ljóðabók Sigurðar Heim aftur er ljóðabók eftir Sigurð Skúla­ son leikara, en hann hef­ ur áður sent frá sér þrjár ljóðabækur. Mjallhvít í lífshættu Hvít sem mjöll er önnur bók finnska höfundar­ ins Salla Simukka í þríleik um Mjall­ hvíti. Enn sem fyrr er Mjallhvít í lífshættu, og nú eftir að hafa farið í sumar­ frí til Prag. Hjalti Jón Sverrisson, bassaleikari Miri Miri spilar fimm sinnum um helgina, í Iðnó, Bíó Paradís, Quest, Loft Hostel og Hlemmur Square. Ég er mjög spenntur fyrir father John Misty, sérstaklega er ég hrifinn af Josh Tilman sem „performer“. Loksins einhver sem er til í að vera rokkstjarna og temmilega smeðjulegur, án þess að tapa allri einlægni. Það er eitthvað sem mér finnst aðdáunarvert þar. Síðan er ég ekki minna spenntur að sjá rOyaL en ég hef séð þá einu sinni og á einum tímapunkti var endurtekin upphrópun aftur og aftur sem kveikti svo í mér að ég er búinn að bíða síðan eftir tækifær- inu til að baða mig í henni á ný. Thelma Marín Jónsdóttir, söngkona East of my Youth East of my Youth spilar sjö sinnum um helgina: í Kaldalóni, Geysi, Bar Ananas, Loft Hostel, Laun- dromat og Kex Hostel. Við erum spenntust fyrir laugardeginum í Hörpu – Silfurbergi. Þar verður tryllt röð af einstökum tón- listarmönnum sem eiga það sammerkt að gera eðalraftónlist: Porches, kiasomos, Beach House, Battles og Gus Gus. Öll ólík en öll svo flott. Sigríður Melkorka Magnúsdóttir, meðlimur Milkywhale Milkywhale spilar í Norðurljósasal Hörpu, Geysi, á Hlemmur Square og Laundromat. Úlfur Úlfur - Ég verð svo meyr að hlusta á lögin þeirra um Tindastól og rómverskar gyðj- ur, svo skemmir ekki fyrir að þeir eru báðir fjallmyndarlegir og hæfileikaríkir. Sophie - Hef heyrt svo mikið um þennan listamann en samt er hann hulin ráðgáta. Allt þetta í bland við frábæra tónlist er mjög spennandi! Gkr - Þessi strákur er svo flottur rappari. Ég get ekki beðið eftir því að syngja lagið um morgunmatinn úti í sal á tónleikunum hans. fM Belfast - Hvað get ég sagt? Ég er uppalinn FM Belfast-aðdáandi. Þessi hljómsveit er foreldri mitt. Skepta – breskur rappari sem lokar hip hop-kvöldinu á föstudaginn á Listasafninu. Góð orka og stemning yfir honum. Ef ég væri ekki að spila þetta sama kvöld í Hörp- unni, þá væri ég líklegast allt kvöldið á Listasafninu. Árni Þór Árnason, gítarleikari Tófu og Rökkurró Tófa spilar á þrennum tónleikum um helgina, á Bravó, Bar 11 og í Máli og menningu. Íslenska bandið sem ég hlakka mest til að sjá er Gangly. Ég er yfir mig hrifinn af fyrsta laginu sem kom á netið og aðdáandi allra tónlistarmannanna í sitt í hvoru lagi. Önnur íslensk bönd sem ég er spenntur fyrir eru meðal annars Börn, agent fresco, kiasmos, Grísalappalísa, Gus Gus, Hjaltalín, Low roar, Mr. Silla og Wesen. Af erlendu böndunum eru það helst Hundred Wa- ters, ariel Pink, anna B. Savage, Bo ningen, Beach House, Battles og Saun and Starr. Svo er Airwords-ljóðadagskráin flott að vanda. Annars verður þetta ellefta hátíðin mín í röð og ég er löngu búinn að komast að því að það er best að skipuleggja sem minnst og njóta þess að ramba á eitthvað skemmtilegt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.