Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 16
Vikublað 3.–5. nóvember 2015 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar 16 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Sandkorn Lygileg staða teiknast upp Hinn leyndi þráður Skýrslan um RÚV er áhugaverð og upplýsandi. Greinilega má sjá hinn leynda þráð samstöðu nokkurra fjölmiðla og fjölmiðla- manna þegar kemur að því að sverta skýrsluna. Hinn leyndi þráður liggur frá RÚV til Kjarnans og Kvennablaðsins. Þessir miðlar ólmast um og vegið er að Eyþóri Arnalds sem veitti nefndinni for- stöðu. Nú liggur mikið við að gera skýrsluna ótrúverðuga. Þegar reynir á hagsmunina þá koma leyniþræðirnir oft í ljós, enda þekkt vinátta lykileinstaklinga á þessum miðlum. Stefán Jón á Bessastaði? Stefán Jón Hafstein var um síð- ustu helgi í viðtali á Sprengisandi, þjóðmálaþætti Sigurjóns M. Egils sonar. Til- efni viðtalsins var könnun sem Stefán Jón hef- ur gert á viðhorfi fólks til forseta- embættisins. Mesta athygli í þættinum vakti hversu opinskár Stefán Jón var um vilja sinn til að bjóða sig fram til forseta Ís- lands. Hann á enn eftir að taka fullnaðarákvörðun, en sagði að ákvörðun sín myndi ekki ráðast af því hvort Ólafur Ragnar Gríms- son myndi bjóða sig fram til endurkjörs. Ljóst er að Stefán Jón íhugar alvarlega að skella sér í framboð. F lóttamannastraumurinn til Evrópu, orsök hans og af- leiðing er einn af mörgum þátt- um í feluleik samtímans. Hann er á sinn hátt flótti leiðtoga og þjóða frá eins miklum sannleika og hægt er að takast í þjóðfélags- og stjórnmálum, að viðbættum einkenn- um mannlífsins. Það einkennist oft af flótta mannsins frá sjálfum sér og lýs- ir þörf hans fyrir að ógna öðrum með sinni eigin eyðileggingu. Þetta kemur snemma fram í fari barns sem ógnar foreldrum og umhverfi með ólátum. Síðan fer það fullorðið út í aumingja- skap, til dæmis drykkju og hefur af- brot í þörf fyrir að sníkja hjálp. Núna fá margir hrós, blaðaviðtöl og heiður fyr- ir að hafa farið í meðferð niðurbrotn- ir og „sjálfum sér verstir“ en komið út „heilir“ og fjölskylduhæfir. Svo er annars konar flótti skyldur öllum flótta. Hann er sá að vilja fá „eitthvað betra út úr lífinu“, eins og sagt er án skilgreiningar. Þetta er gert með því að flýja, í staðinn fyrir að berjast í heimalandinu fyrir rétti sínum og tilveru, sem kommún- istar einbeittu sér að á meðan þeir voru og hétu. Hvað varðar flóttann núna til Evrópu, einkum með stefnu á Þýskaland, er ekki farið djúpt í ný- frjálshyggjuna. Aldrei kemur fram hverjir stjórna og græða á útgerðinni. Allt krefst þetta fleytu til siglinga yfir Miðjarðarhafið. Hver á útgerðina? Eru það fyrirtæki í hinum ríku lönd- um Evrópu eða endurhæfðir píratar sem stunduðu ekki fyrir löngu rán á höfum við austurströnd Afríku en voru sigraðir af evrópskum sjóher fyrst þeir rændu flutningaskip í eigu auðfyrirtækja. Þau græddu ekki nóg vegna taps á vöru og því að þurfa að borga svörtum lausnargjald. Það fer ekki á milli mála að í flótt- anum núna er sérstakur mannlegur þáttur sem felur í sér fjölda kvenna og barna. Þótt foreldrar megi ekki ógna heilsu og lífi barna sinna, slíkt varðar lög, gildir annað í þessu til- viki. Vosbúð og lífshætta barna og kvenna eiga að vekja móðurlegar kenndir, helst hjá þeirri þýsku Merkel sem komst í þá aðstöðu, með ger- mönskum ruðningi, að verða hálf- partinn Móðir Evrópu sem kúskar karla. Í fyrstu fannst henni flótta- mannastraumurinn vera ekkert mál, bara gaman að vera merkileg Mútta, frænka eða útgáfa af lútherskri Maríu mey sem lét taka af sér „selfies“ með gestum. Hún sagði líkt og Willy Brandt á undan henni í Póllandi: „Ekkert mál!“ Svo vandaðist málið og Mútta verður að fá aðalskonuna, sem er hermálaráðherra Þýskalands, til að flytja gestina með leynd heim til sín í vélum flughersins. Að öðrum kosti gæti ekki aðeins Múttan sem slík fallið á sínu gæskubragði heldur líka sigurtáknið og stoltið sem á að fylgja kvenleiðtoga. Leiðtogaynjan leysir allt og stjórnar fyrirtækinu með kyngerðu innsæi og blíðu. Það sem gerist á okkar miklu öld er öfugt við miðaldir þegar þúsundir fóru frá Evrópu í krossferðir til svæða flóttamannanna núna til að frelsa Jerúsalem úr höndum múslima. Auk sveita riddara, klerka og aðals hins kristna heims, voru börn með „sak- leysið eitt og réttlæti að vopni“ send sigurviss á vegum kirkju og auðs í átt að borginni helgu. Þar átti að sigra hunda Múhameðs. Börnin náðu aldrei til Jerúsalem. Þau dóu úr vos- búð og hungri á leiðinni, drukknuðu á Miðjarðarhafinu eða höfnuðu í Túnis og voru seld í ánauð og kynlífs- þrælkun til að fá ljóshært fólk meðal negraþjóða. Krossferðirnar voru níu og báru ýmis nöfn en engan árangur. Allir töpuðu fyrir Palestínumönnum síns tíma eða þangað til gyðingar flúðu frá Evrópu eftir heimsstyrj- öldina síðari, rændu jörðum þeirra og stofnuðu Ísrael. Fyrsta kross- ferðin var farin árið 1096, svo Prinsa- krossferðin, Kóngakrossferðin og Barnakrossferðin. Henni stjórnaði ólæs krakki og kjaftaskúmur, Stefán de Cloyes að nafni. Með málæði og sannfæringarkrafti byggðum á eigin heimsku og trúgirni annarra tókst honum að safna að minnsta kosti 30 þúsund börnum sem hlutu áður nefnd örlög. Þótt mannkynssagan sé kennd hér og ekki síður í þýskum skólum virðist Angela Merkel hafa tekið álíka góð próf í henni og hún lærði lítið af henni. Megi þetta vera til varnaðar, prófsteinn á flótta- mannakvótann og okkur verulega að góðu. n Gæskan Guðbergur Bergsson rithöfundur Kjallari „Þótt mannkyns- sagan sé kennd hér og ekki síður í þýsk- um skólum virðist Angela Merkel hafa tekið álíka góð próf í henni og hún lærði lítið af henni. Þ ær aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til við að hrinda í framkvæmd áætlun um losun hafta, þar sem slita- bú föllnu bankanna þurfa meðal annars að gefa eftir nánast allar inn- lendar eignir sínar, hafa lagt grunn að efnahagslegri stöðu sem á sér nánast engin fordæmi í hagsögu Ís- lands. Í stað þess að erlend skulda- staða þjóðarbúsins við útlönd verði neikvæð um 60–80% af landsfram- leiðslu, eins og áætlanir gerðu ráð fyrir 2013, þá er útlit fyrir að hún fari niður fyrir 10% 2016. Það eru ótrúleg umskipti á skömmum tíma. Fara þarf allt aftur til 7. áratugarins til að finna jafn hagstæða skuldastöðu gagnvart útlöndum. Flest bendir til að sú staða muni batna frekar á næstu árum samtímis áframhaldandi af- gangi á viðskiptajöfnuði og fyrirhug- uðum tugprósenta niðurskriftum á eignum aflandskrónueigenda. Ísland verður senn komið í hóp Evrópuríkja sem eru með jákvæða erlenda skulda- stöðu. Greiðslujafnaðarvandi þjóðar- búsins hefur verið leystur – og gott betur en það. Sú skoðun var áður almennt við- tekin að þegar tekin yrðu skwref við afnám hafta væri óhjákvæmilegt að gengi krónunnar myndi lækka – að minnsta kosti til skemmri tíma – og ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa hækka með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á lánakjör heimila og fyrir- tækja. Hið gagnstæða hefur hins vegar gerst frá því að haftaáætlun- in var kynnt fyrir um fimm mánuð- um. Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisskuldabréfa hefur lækkað um meira en tvö prósentustig – það jafngildir yfir 30% prósenta lækkun – og erlendir aðilar hafa keypt ríkis- skuldabréf fyrir nærri 40 milljarða. Á sama tíma hefur hlutabréfavísitalan í Kauphöll Íslands farið upp um 30% og Seðlabankinn sópað til sín um 150 milljörðum í gjaldeyrisforðann. Sá málflutningur heyrist að það hafi nánast verið formsatriði að fá erlenda kröfuhafa gömlu bankanna til að fallast á stöðugleikaskilyrði stjórnvalda – og gefa eftir innlendar eignir búanna sem gætu verið metn- ar á bilinu 400 til 700 milljarðar. Ekk- ert gæti verið jafn fjarri raunveruleik- anum. Það er fjarstæðukennt að halda því fram að þeir hafi ávallt verið reiðu- búnir að framselja innlendar eign- ir slitabúanna til stjórnvalda eins og þeir hafa núna fallist á að gera – með hótun um að annars myndi leggjast 39% stöðugleikaskattur á eignir bank- anna. Hugmyndir kröfuhafa og ráð- gjafa þeirra að „lausn“ málsins fólust lengst af einkum í því að innlendir kröfuhafar slitabúanna, sem er fyrst og fremst dótturfélag Seðlabankans, myndu gefa eftir gjaldeyrisendur- heimtur sínar í skiptum fyrir hlutfalls- lega meiri krónueignir. Þá vildu kröfu- hafar fá svigrúm til að selja stærstu krónueignir sínar – Arion banka og Íslandsbanka – fyrir erlendan gjald- eyri. Þessar tillögur hlutu sem betur fer ekki brautargengi. Þess í stað mun stór hópur af umsvifamestu kröfuhöf- unum einfaldlega tapa á því að hafa setið fastir í höftum á Íslandi með fjár- festingu sína á mjög hárri ávöxtunar- kröfu um árabil. Það er ástæða til að fagna þeirri niðurstöðu sem náðst hefur í þessu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar frá stofnun lýðveldisins – og hún var á engum tímapunkti sjálfgefin. Þeir voru ýmsir, bæði á meðal stjórnmála- manna og innan stjórnkerfisins, sem áður máttu ekki heyra á það minnst að hægt væri að þvinga kröfu hafa til að gefa eftir allar krónueignir sínar. Vísað var til friðhelgi eignarréttarins og ímyndaðra skelfilegra afleiðinga fyrir orðspor Íslands á alþjóðavett- vangi. Ríflega tveimur árum síðar eru slíkar yfirlýsingar í besta falli hlægi- legar. Ríflega tveimur árum síðar eru slíkar yfirlýsingar í besta falli hlægi- legar. n Leiðari Hörður Ægisson hordur@dv.is Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • Opið kl. 12-18 Lengri og breiðari parketpLankar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.