Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 2
Vikublað 3.–5. nóvember 20152 Fréttir Skip sökk í Reykja- víkurhöfn Sanddæluskipið Perlan sökk í Reykjavíkurhöfn í gær. Verið var að sjóseta skipið sem hafði verið í slipp þegar slysið varð. Fregn­ ir herma að um mannleg mis­ tök hafi verið að ræða. Öllum var komið frá borði en svo virð­ ist vera sem gleymst hafi að loka botnlokum með þeim afleiðing­ um að skipið sökk hratt. Perlan er minnsta sanddæluskip sem hefur verið gert út frá árinu 1979. Skipið er notað til dýpkana, land­ fyllingar og annarra skyldra verk­ efna. Símanotkun olli bílslysi Umferðaróhapp varð rétt eftir klukkan ellefu á sunnudagskvöld. Tilkynnt var um bílstjóra sem hafði ekið á grindverk. Í skeyti frá lögreglu segir að bílstjórinn hafi verið að aka suður Sæbraut við Holtaveg þegar hann ók upp á vegkant á gatnamótunum. Bifreiðin fór á grindverk og umferðarljós sem skemmdust. Bílstjórinn og farþegi í bílnum slösuðust þó ekki en nokkurt tjón varð á bílnum. Bílstjórinn viðurkenndi að hafa verið að senda smáskilaboð þegar óhappið átti sér stað. K ristinn Björnsson, fyrrver­ andi forstjóri Skeljungs, er látinn eftir skammvinn veik­ indi. Kristinn var 65 ára, fæddur 17. apríl 1950. Kristinn var umsvifamikill í ís­ lensku atvinnulífi en hann útskrif­ aðist frá MR árið 1970. Hann lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1975. Árið 1982 varð Kristinn forstjóri Nóa­Síríuss og Hreins hf. og gegndi því starfi uns hann var ráðinn forstjóri Skeljungs árið 1990. Hann gegndi því starfi til ársins 2003 er hann lét af störfum. Frá árinu 2005 var hann einn eigenda Líflands ehf. og starfandi stjórnarformaður þess. Kristinn sat í stjórnum fjölda fyrirtækja, eins og Sjóvá, Eimskipum, Haraldi Böðvars­ syni hf., Straumi fjárfestingabanka og fleiri. Þá átti hann sæti í stjórn Árvak­ urs, útgáfufélags Morgunblaðsins, á árunum 2005 til 2008. Kristinn lætur eftir sig eiginkonu, Sólveigu Pétursdóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra og fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins. Þau eignuðust þrjú börn: Pét ur Gylfa, Björn Hall grím og Em il íu Sjöfn. n Kristinn er látinn Fyrrverandi forstjóri Skeljungs fallinn frá Segist dáleiða fólk svo það grennist J ón Víðis Jakobsson dávald­ ur býður upp á svokallaða sýndarmagabandsmeðferð fyrir þá sem vilja losna við aukakílóin án þess að fara í erf­ iða og kostnaðarsama aðgerð. Með­ ferð Jóns Víðis byggist á dáleiðsluað­ ferð sem hann hefur prófað á sjálfum sér og með góðum árangri, að eigin sögn. „Engin töfrabrögð í gangi, þetta virkar“ „Ég fór til Las Vegas til að læra sviðs­ dáleiðslu og þá var boðið upp á að læra þessa aðferð. Mér fannst þetta hljóma eins og einhver töfralausn en það eru engin töfrabrögð í gangi, þetta virkar,“ segir Jón og bætir við: „Ég fór sjálfur í svona meðferð fyrir um tveimur árum og á einu ári léttist ég um 30 kíló. Ég borðaði sama mat og áður en ég varð fyrr saddur og því borðaði ég minna.“ Jón segir meðferðina vera ein­ falda. Hann sé ekki að bjóða upp á aðgerð og það eina sem tengir hans meðferð við magabandsaðgerð sé að eftir dáleiðsluna fái fólk sömu tilf­ inningu og eftir slíka aðgerð. „Magabandið er viðlíking því fólk fer ekki í aðgerð en áhrifin eru þau sömu. Eftir dáleiðsluna langar fólk að borða minna og ef fólk borðar minna þá léttist það. Ég prófaði að­ ferðina fyrst á nokkrum vinum og hún virkaði. Því ákvað ég að halda áfram og bjóða fleirum upp á hana.“ Segir dáleiðslu hafa mismunandi áhrif á fólk Jón segir að dáleiðsla sé í raun það ástand sem fólk upplifir rétt áður en það sofnar eða vaknar. Hann segir að með réttri aðferð sé hægt að hjálpa fólki við nánast hvað sem er. „Með dáleiðslu er hægt að hjálpa fólki við að gera ýmislegt, eins og að hætta að reykja eða ná betri árangri í íþróttum. Það byggist allt á fólkinu sjálfu. Sem dæmi kom ung íþrótta­ kona til mín fyrir skemmstu. Henni gekk alltaf mun betur á æfingum en í keppni og vildi bæta úr því. Með dáleiðslu var hægt að hjálpa henni svo að árangur hennar í keppni varð betri.“ Jón segir að nokkrir tugir hafi leit­ að til hans og beðið um umrædda sýndarmagabandsmeðferð. Hann segir hana virka svo lengi sem fólk sé tilbúið að fylgja fyrirmælunum. „Vandamálið er að fólk á erfitt með að stoppa sig af þegar það borðar. Þar kemur dáleiðslan inn í. Áhrifin eru mismunandi eftir fólki. Sumir fá þá tilfinningu eins og það sé raunverulegt magaband inni í þeim og sumir ekki. Ég fékk sem dæmi ekki þá tilfinningu en það skiptir ekki máli. Það sem skiptir máli er að fólk borðar minna eftir meðferðina,“ segir Jón og bætir við að hann fylgi viðskiptavinum eftir, sé þess óskað. „Sumir koma aftur og vilja auka áhrifin, ekki ólíkt því þegar fólk lætur strekkja á bandinu eftir aðgerðina.“ Jón segir að sýndarmagabands­ meðferðin fari fram í fimm mis­ munandi tímum og alls kosti með­ ferðin 50 þúsund krónur, en stakur dáleiðslutími hjá Jóni kostar að jafn­ aði 12 þúsund krónur. Á Facebook­ síðunni: „Dáleiðarinn Jón Víðis“ vitnar Jón í fjölda ónafngreindra að­ ila sem hafa farið í meðferðina hjá honum og láta mjög vel af henni. „Ég fann strax eftir fyrsta tímann að mig langaði ekki í meiri mat og það var auðvelt að borða minna“ – maður úr Reykjavík „Ég finn að fötin eru strax farin að verða laus utan á mér en mér finnst ég ekki vera að gera neitt öðruvísi.“ – kona úr Reykjavík, segir á síðunni. Hjúkrunarfræðingur efast Á vef Magabands er hægt að finna ýmsar upplýsingar um magabands­ aðgerðina. Aðgerðin, sem fram­ kvæmd er með kviðsjá, tekur um 30 mínútur, sjúklingurinn er svæfður og útskrifaður samdægurs. Auðunn Sigurðsson, skurðlækn­ ir á Domus Medica, er sá eini sem framkvæmir magabandsaðgerð hér á landi. Ekki náðist í Auðun við gerð fréttarinnar en DV náði í Sigríði Einarsdóttur hjúkrunarfræðing sem starfað hefur um árabil með Auðuni Sigríður segist ekki þekkja dáleiðsluna nógu vel til að geta full­ yrt hvort hún skili sömu niðurstöðu og aðgerðin eða ekki. „Ég get ekki svarað já eða nei. Persónulega hef ég þó ekki trú á að dáleiðslan skili sama árangri, þá sér­ staklega þegar litið er til langtíma áhrifa.“ Í aðgerðinni er silíkonbandi, með blöðru, komið fyrir inni í kviðarholi og bandið sett utan um magann. Þau hjá Magabandi segja að silíkon­ bandið sé í raun ekki lausn, heldur hjálpartæki. Þeir sem fara í aðgerð þurfa að leggja hart að sér til að að­ gerðin skili árangri. Þá er fylgst með sjúklingum eftir aðgerðina, en þeir mæta mánaðarlega til læknis eða hjúkrunarfræðings fyrsta árið eftir aðgerð. Ekki eru mörg ár síðan aðgerðin var fyrst framkvæmd hér á landi. Þó hafa nokkur hundruð manns farið í hana á síðastliðnum árum. Þeir sem fara í aðgerðina bera allan kostnað af henni sjálfir og kostar hún hundruð þúsunda króna. n n Hjúkrunarfræðingur efast n Jón Víðis lærði sviðsdáleiðslu í Las Vegas Johann Skúli Björnsson johannskuli@dv.is „Ég borðaði sama mat og áður en ég varð fyrr saddur og því borðaði ég minna. Jón Víðis Jakobsson Hér má sjá Jón í öðrum tíma meðferðarinnar. Sveppasýkingar - í húðfellingum - Fæst í apótekum | Celsus ehf. | www.celsus.is Einföld og áhrifarík, húðvæn meðferð Þægilegur grisjuborði, passar í nára, undir brjóst og magafellingar. Engin krem eða duft. Sorbact - Græn sáralækning Klíniskar rannsóknir sýna bata á sveppasýkingu* hjá yr 85% þátttakenda *candida albicans Fyrir tilstilli vatnsfælni bindast allir helstu sárasýklar og sveppir við umbúðirnar. Sýklarnir verða óvirkir og hætta að ölga sér, án sýkla- eða sveppadrepandi efna. Virkar á VRE og MOSA sárasýkla. Skaðar ekki nýjar frumur. Ótakmörkuð notkun. Engar aukaverkanir. Ekkert ofnæmi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.