Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 4
Vikublað 3.–5. nóvember 20154 Fréttir Rúnar ráðinn Rúnar Pálmason var valinn úr stórum hópi umsækjenda til að taka við starfi upplýsingafull- trúa Landsbankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Rúnar mun að sögn starfa innan markaðs- og samskipta deildar bankans og hafa umsjón með samskiptum við fjölmiðla fyrir hönd bankans. Hann „er með BA-gráðu í sagnfræði og stjórn- málafræði frá Háskóla Íslands og MA-gráðu í Evrópufræðum frá Háskólanum í Maastricht í Hollandi. Rúnar var blaðamað- ur og vaktstjóri á fréttadeild Morgunblaðsins á árunum 2000– 2013. Hann hóf störf sem vefrit- stjóri hjá Landsbankanum í mars 2013.“ Vagnstjórar selja ekki miða Farmiðar verða ekki til sölu hjá vagnstjórum Strætó eftir áramót. Ástæðan er ört dvínandi eftir- spurn í vögnunum og aukin áhersla á rafræn fargjöld, að því er kemur fram í tilkynningu frá Strætó bs. „Farmiðar verða áfram seldir hjá tæplega 30 söluaðilum Strætó víðs vegar á höfuðborgar- svæðinu, gegnum heimasíðu Strætó og í Strætó-appinu.“ Ragnar og Jón Helgi heimtuðu rannsókn Ragnar Árnason og Jón Helgi Egilsson áttu frumkvæði að úttekt á gjaldeyriseftirliti SÍ R agnar Árnason og Jón Helgi Egilsson, hagfræðingar og bankaráðsmenn Seðla- banka Íslands, höfðu frum- kvæði að rannsókninni á framkvæmd gjaldeyrisreglna bank- ans sem ráðið samþykkti í síðustu viku. Samkvæmt heimildum DV lögðu þeir fram tillögu þess efnis í september síðastliðnum, ásamt Ingva Hrafni Óskarssyni, varamanni í bankaráðinu, í kjölfar ákvörðunar embættis sérstaks saksóknara um að falla frá málsókn vegna meintra gjaldeyrisbrota Samherja. Ráðið taldi hins vegar óskynsamlegt að leggja tillöguna fram á þeim tíma þar sem hún gæti raskað vinnu gjald- eyriseftirlits bankans við mat á stöð- ugleikaframlögum slitabúa föllnu bankanna og undanþágubeiðnum þeirra frá fjármagnshöftum. Vildi úttekt Samkvæmt ályktun bankaráðsins, sem það samþykkti síðasta fimmtu- dag og Seðlabankinn birti í gær, telur það að tilefni sé til óháðrar úttektar á stjórnsýslu bankans við framkvæmd gjaldeyriseftirlits, undanþágubeiðna og gjaldeyrisrannsókna. Morgun- blaðið hafði þá greint frá málinu og fullyrt að bankinn hafi beðið starfsmenn Lagastofnunar Há- skóla Íslands um að taka rannsókn- ina að sér. Í ályktuninni segir að til- efni hennar sé bréf sem Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþing- is, sendi ráðinu, fjármálaráðherra, seðlabankastjóra og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í október- byrjun. Bankaráðið hafi vegna efn- is bréfsins óskað eftir umsögn yfir stjórnar Seðlabankans um það og vilji einnig skoða hvort ástæða sé til að skýra verksvið og lagaheimildir hans á sviðum gjaldeyriseftirlits- og rannsókna. Ekki náðist í Jón Helga við vinnslu fréttarinnar en hann er varaformaður bankaráðsins. Ragnar sagðist í sam- tali við DV ekki vilja tjá sig um hvað fari fram á fundum bankaráðsins. „Ég hef verið talsmaður þess að það verði gerð úttekt á framkvæmd gjaldeyris- eftirlits Seðlabankans að marggefnu tilefni,“ segir Ragnar. Framkvæmdastjóri gjaldeyris- eftirlits Seðlabankans er Ingibjörg Guðbjartsdóttir en hún hefur jafn- framt skipað framkvæmdahóp stjórnvalda um losun hafta frá því í ársbyrjun. Öll sammála Þórunn Guðmundsdóttir, formaður bankaráðs Seðlabankans, segir ályktunina hafa verið samþykkta með öllum atkvæðum bankaráðs- manna nema einu. „Í því tilviki var um ágreining um orðalag að ræða en það var enginn andsnúinn þessu,“ segir Þórunn og tekur fram að hún hafi vikið af fund- um ráðsins í september þegar fjall- að var um mál Samherja. Hún sá hins vegar ekki ástæðu til að víkja af fundi í síðustu viku þegar greitt var atkvæði um að gera óháða rann- sókn á framkvæmd gjaldeyrisreglna bankans. Fundur bankaráðsins síðasta fimmtudag var fyrsti formlegi fund- ur þess síðan umboðsmaður Al- þingis sendi bréfið föstudaginn 2. október. Í bréfinu gerir Tryggvi athugasemdir við ýmislegt í fram- kvæmd gjaldeyriseftirlits og gjald- eyrisrannsókna Seðlabankans og bendir á að bankanum hafi skort lagaheimild fyrir stofnun Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ). Hann hafi við upphaf athug- unar sinnar árið 2010 staðnæmst við þá leið sem farin var í lögum þegar höftin voru tekin upp haustið 2008. „Þar var Seðlabanka Íslands fengin heimild til að gefa út, að fengnu samþykki ráðherra, reglur um gjaldeyrismál. Hinar eiginlegu efnisreglur um gjaldeyrishöftin voru í reglunum og brot gegn þeim gátu varðað refsingum. Umboðs- maður taldi vafa leika á því að þetta fyrirkomulag uppfyllti þær kröfur sem leiða af reglum um lögbundn- ar refsiheimildir og skýrleika refsi- heimilda," segir í bréfinu. Tilefni athugunar umboðs- manns voru meðal annars ábendingar og kvartanir sem emb- ættinu barst um að ekki hefði verið fylgt réttum málsmeðferðar reglum varðandi rannsóknir á brotum á gjaldeyrislögum. Kvörtun fjárfest- isins Heiðars Guðjónssonar var þar á meðal en hann leitaði til umboðs- manns vegna ákvörðunar ESÍ um að falla frá sölu á tryggingafélaginu Sjóvá til Ursusar, fjárfestingarfé- lags hans, og annarra fjárfesta, árið 2010. Í september var greint frá því að embætti sérstaks saksóknara hefði fellt niður rannsókn á meintu gjaldeyrisbrotamáli Seðlabanka Ís- lands. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, átaldi Má Guð- mundsson seðlabankastjóra fyrir meðferðina á málinu í viðtali við DV skömmu eftir að niðurstaða sér- staks saksóknara lá fyrir. n Ragnar og Jón Helgi Samkvæmt heimildum DV óskuðu Ragnar Árnason og Jón Helgi Egils- son fyrst eftir að gerð yrði óháð úttekt á framkvæmd gjaldeyrisreglna bankans í september. Varamaður Ingvi Hrafn Óskarsson sat fundi bankaráðs Seðlabankans í septem- ber í fjarveru Þórunnar Guðmundsdóttir, formanns ráðsins. „Ég hef verið tals- maður þess að það verði gerð úttekt á framkvæmd gjaldeyris- eftirlits Seðlabankans Seðlabankinn Bankaráð Seðlabankans á að hafa eftirlit með því að hann starfi í samræmi við lög sem um bankann gilda. Haraldur Guðmundsson Hörður Ægisson haraldur@dv.is / hordur@dv.is UPPÞVOTTAVÉLAR RYKSUGUR ELDAVÉLAR KÆLISKÁPAR HÁÞRÝSTIDÆLUR KOMDU OG SKOÐAÐU ASKONILFISK HELLUBORÐ OFNAR HÁFAR FRYSTISKÁPAR AUKAHLUTIR VIFTUR VERSLUNIN FLYTUR 20-60% afsláttur LAGERSALA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.