Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 36
Vikublað 3.–5. nóvember 201528 Fólk ÁstarjÁtning Á tímaflakki n Eva fékk sms frá fortíðar-kára n „Þetta var virkilega krúttlegt“ Þ að gerist nú varla róman- tískara en þetta! Kári sendi Evu, kærustunni sinni, sms-skilaboð árið 2009 og stillti þau sex ár fram í tím- ann. Eva fékk skilaboðin þann 26. október síðastliðinn, með fallegri ástarjátningu úr fortíðinni. Eva Alexandra Árnadóttir og Kári Pálsson kynntust árið 2008. „Við hittumst á Landsmóti hestamanna 2008, eftir það urðum við aðeins vinir og kynntumst betur þegar frá leið og út frá því small samband síð- ar. En góðir hlutir gerast hægt ekki satt?“ segir Eva, aðspurð hvernig þetta byrjaði allt saman. Eva er 24 ára og stundar nám í mannfræði en Kári er 26 og er að læra þjóð- fræði við Háskóla Íslands. Kári heill- aðist af Evu vegna þess að honum fannst hún heilsteypt og skemmti- leg manneskja, Eva segist hins vegar hafa fallið fyrir sjarmanum hans Kára og hversu samkvæmur hann er sjálfum sér. En hvernig dettur manni hug að senda sms-skilaboð sex ár fram í tímann? „Ég sá slóð á vefsíðunni b2 þar sem maður gat sent framtíðar- sms, ég ákvað því að slá til,“ segir Kári. Hann var ekki búinn að gleyma skilaboðunum þegar þau loks bár- ust Evu í síðustu viku. „Ég vissi alltaf að ég hafði sent eitthvað, ég mundi þó ekki hvenær það myndi skila sér í framtíðinni.“ Eva var að vonum ánægð með skilaboðin. „Þetta sms kom skemmtilega á óvart og mín fyrstu viðbrögð voru að hlæja, en þetta var virkilega krúttlegt.“ Hún smellti skjámynd af skilaboðunum á Face- book-síðuna sína með merkinu #einsgottviðhættumekkisaman. Þetta ástfangna par segir að lykill- inn að góðu sambandi séu þrír hlutir – traust, virðing og að taka hlutunum ekki of alvarlega. Þau eru ekki mik- ið að stressa sig á framtíðinni og ætla hvort um sig að klára háskólanámið og sjá svo til hvað gerist næst. n Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Í jökli Brosandi og kát í jökulsprungu. Í sundi Eva og Kári eru dugleg að ferðast saman um landið. stuð á skól avörðustíg g latt var á hjalla í út- gáfuhófi bókarinnar Yfir farinn veg með Bobby Fischer, sem Garð- ar Sverrisson ritaði. Hófið fór fram í Eymundsson við Skólavörðustíg síðastliðinn föstudag og var fullt út úr dyr- um. Menn úr skákheimin- um létu sig að sjálfsögðu ekki vanta og var Hrafn Jökulsson, forseti skákfélagsins Hróks- ins, þar fremstur í flokki. n Útgáfu bókarinnar Yfir farinn veg fagnað Töff hjón Hjónin Lísa Pálsdóttir og Björgúlfur Egilsson sýndu sig og sáu aðra. Reffilegur í rykfrakka Listamaðurinn og skáldið Bjarni Bernharður fylgist vel með því sem gerist í heimi menningar og lista. Drekkir sorgunum í münchen Sigríður Elva er á ferð og flugi þrátt fyrir uppsögn Sjónvarps- og þáttagerðarkonan Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir er ein þeirra sem sagt var upp hjá 365 miðlum í síðustu viku eftir að hafa starfað hjá fyrirtækinu í nokkur ár. Margir stöppuðu stál- inu í sjónvarpskonuna á Face- book-síðu hennar, þrátt fyrir að hún væri ekki að barma sér yfir uppsögninni á þeim vettvangi. Sigríður Elva, sem ekki er þekkt fyrir að taka sjálfa sig of há- tíðlega, birti hins vegar hressilega myndasyrpu af sér á Facebook á mánudaginn. Þar má meðal annars sjá hana keyra um í gulum sportbíl og drekka bjór. Segist hún einfaldlega vera að drekkja sorgum sínum í München, þar sem myndirnar eru teknar. Á Stöð 2 hófu nýlega göngu sína ferðaþættir sem Sigríður Elva stýrir, og bera nafnið á Ferð og flugi, en óvíst er hvað verð- ur um þá nú þegar hún er horfin frá störfum. Þá er Sigríður Elva ein þeirra sem Lóa Pind Aldísar- dóttir fjallar um í þáttunum Örir Íslendingar, sem einnig hófu ný- lega göngu sína á Stöð 2, en Sig- ríður Elva er nýlega greind með ADHD og í fyrsta þættinum mátti fylgjast með því þegar hún tók of- virknilyfið Concerta í fyrsta skipti. Þótt Sigríði Elvu hafi verið sagt upp hjá 365 er ljóst að hún verður á skjánum, eitthvað áfram, í áð- urnefndum þáttum. HamraHlíð 17, 105 reykjavík / Hús Blindrafélagsins / sími 552-2002 Vönduð lesgleraugu frá 3.900 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.